Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 7

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 7
morgunn Ritstjóraspjall Og ætti þetta ekki að vera nákvæmlega eins hvað varðar lífsgöngu okkar hér á jörð. Það álít ég vera. Við erum í ákveðnum aðstæðum nú á þessu augnabliki. Þær geta vissulega ýmist verið góðar eða slæmar og raunar á öllum stigum þessara hliða. Sumt er allt að því óbærilegt. En því ekki að staldra við og íhuga málið. Er eitthvað sem ég get breytt? Hvað með minn frjálsa vilja? Stundum er kannski fátt til ráða annað en að reyna að breyta viðhorfi sínu til ríkjandi aðstæðna, séu þær t.d. erfiðar og neikvæðar. Reyna að sjá eitthvað jákvætt í þeim, þó það geti vissulega oft verið erfitt. Það að planta nokkrum //plúsum" í viðhorfið getur opnað fyrir jákvætt orku- streymi, sem gefur kraft og meiri baráttuvilja. Það eitt gæti t.d. verið fyrsta skrefið til eigin breytinga á ríkjandi aðstæðum. Við getum líka hugsað okkur að við séum á ferð í litlum kajak í straumhörðu fljóti. Við tökum þá ákvörðun að vilja ekki láta berast stjórnlaust þangað sem straumur þess kann að bera okkur. Og hvaö er skynsamlegast að gera í því efni til þess að ná landi sem fyrst? Reynum við aö róa gegn straumnum? Nei, ekki er líklegt að það tæk- ist. Myndum við róa þvert á hann og reyna þannig að komast stystu leið að landi? Nei, ekki ef við látum skynsemina ráða. Kajaknum myndi mjög líklega hvolfa ef þetta yrði reynt. Hvað gerum við þá? Jú, við látum berast áfram með straumnum en mjökum okkur smám saman nær landi þangað til því er náð. Niðurstaðan er því: Við getum haft áhrif, ekkert er algjörlega fyrirfram markað ef vilji okkar stendur til annars. Það getur verið að stundum sé einungis hægt að taka fá °g stutt skref í einu og að það taki talsverðan tíma að sjá arangur. En það hefst ef vilji er fyrir hendi. Dropinn holar steininn. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.