Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 16
Ég trúði ekki á þetta í fyrstu MORGUNN meira segja konurnar sem unnu við uppskipunina. Það þótti mér ótrúlegt því mig óraði ekki fyrir því að konur ynnu við slíkt. En ég spurðist fyrir um þetta síðar og það reyndist rétt. Sjónvarpið var ekki komið til sögunnar þá svo maður hafði nú kannski minni upplýsingar um lífið erlendis en nú er. Svo fylgist ég svona með skipinu, ég veit að það siglir meðfram Noregi og að það nálgast Holland, eftir því sem landakortið segir til um. Þá sé ég hann detta í stiga um borð í skipinu, svona járnstiga eins og tíðkast um borð í þeim. Þetta var ekki hátt fall, líklega úr svona þriðju eða fjórðu tröppu. En ég sé að hann er borinn í land. Það er dimmt þarna yfir en ég sé að hann er fluttur á sjúkrahús og er skilinn einn þar eftir. Þegar við vorum að fylgja skipinu til Rússlands, ég og hinn ósýni- legi fylgdarmaður minn, þá hafði hann sagt við mig: „Bjarni verður ekki á þessu skipi nema þennan eina túr." ,,Af hverju?" spyr ég. ,,Ætlar hann að hætta hjá skipafélaginu?" „Nei, nei," svarar hann, „hann fer til þess aftur síðar en hann fer af skipinu í þessum túr." Ég frétti svo náttúrlega ekkert um þetta og er reyndar ekkert að velta þessari næturferð minni fyrir mér. Ég gerði mér far um að vera ekki að slíku því það hefði gert mig alveg vitlausa ef ég hefði alltaf verið að velta mér upp úr því sem fyrir mig bar með þessum hætti. Ég ein- faldlega varð að læra að lifa með því og gera mér ekki of miklar grillur út af því. En svo er það einn morgunn að það er bankað á dyr hjá mér. Ég var nýbúinn að koma krökkunum af stað í skólann. Og úti fyrir er maður sem ég kannast ekki við. Honum er auðsjáanlega ansi mikið niðri fyrir og stamar þessi reiðinnar ósköp. Ég var ekki viss um að ég þekkti alla kennara strákanna minna svo ég taldi fyrst að þetta væri e.t.v. einn þeirra. En hann kemur engu orði út úr sér svo ég segi: „Hvað var það?" Þá loks stamar hann því út 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.