Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Síða 38

Morgunn - 01.12.1992, Síða 38
Á andlegu ferðalagi MORGUNN neikvæöar hliðar. Það er því vandfarið með liti fyrr en maður hefur aflað sér þekkingar á þeim. Hér verður ekki farið nánar út í litamál, að þessu sinni, enda væri það efni í langa „ferð." Ég vil aðeins ítreka það að það er full ástæða til að fara varlega með liti er við fjöllum um and- leg mál. Sem dæmi má geta þess að m.a. blár litur á sínar neikvæðu hliðar, sé hann ofnotaður. Hér, eins og annars- staðar, á hinn gullni meðalvegur við. Kæru samferðarmenn (hjá mér á orðið menn bæði við um kven- og karlmenn). Ég vona að mér hafi tekist að skýra orðin „lokun og vernd," tilgang þeirra og nauðsyn- ina á að nota þau okkur til verndar. Þó að við venjum okkur á áðurnefndan máta, mégum við ekki gleyma því að sú vörn er ekki alfullkomin og að við getum bætt hana mikið með kærleiksríku hugarfari og góðum verkum, hugar og handa. Þó að hér sé lokið umfjöllun minni um það sem að framan er skráð, þá er þessari „ferð" ekki alveg lokiö, því ég get ekki stillt mig um að segja frá atviki sem kom fyrir mig er ég var að ljúka við umfjöllunina um orkustöðvarnar. Klukkan nákvæmlega þrjú, aðfararnætur 14. september 1992, lauk ég kaflanum um orkustöðvarnar. Ég hafði þá setið alllengi við skriftir og var satt að segja orðinn úrvinda af þreytu og þá, eins og oft þegar þreyta sækir stíft á mann, fékk ég þá hugmynd að ég ætti að hætta þessu pári og láta blöðin í ruslakörf- una. Með þessa hugsun í huga geng ég fram í eldhús og fæ mér tesopa og ætlaði síðan í háttinn. Ég lít á klukkuna og sé að hún er nú orðin 3:10 og allt í einu dettur mér miðillinn og talnaspekingurinn Lynn Hertzgaard í hug og einkafundur sem ég átti með henni 17. mars 1989. Lynn var fyrsti erlendi miðillinn sem ég sat fund hjá og á þessum tíma var ég að arka mín fyrstu spor í andlegum 36

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.