Morgunblaðið - 18.02.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.02.2009, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 DAVÍÐ Stefánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingis- kosningar. Davíð er 35 ára tveggja barna faðir og í sambúð. Hann er bókmenntafræðingur og hefur unnið sjálfstætt í ýmsum menning- artengdum verkefnum. Davíð í fram- boð fyrir VG Davíð Stefánsson Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, próf- kjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar 2009 SOFFÍA Lárus- dóttir gefur kost á sér í 2. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins í NA- kjördæmi fyrir komandi kosn- ingar. Soffía er for- seti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og framkvæmda- stjóri svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Austurlandi. Hún er með BA-próf í þroskaþjálfafræðum, hef- ur lokið diplómanámi við HÍ, situr í miðstjórn flokksins og er formaður sveitarstjórnarráðs hans. Soffía í framboð í NA-kjördæmi Soffía Lárusdóttir GUÐNI Ragnars- son gefur kost á sér í 4. sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Suður- kjördæmi fyrir komandi kosn- ingar. Aðalmark- mið sitt segir hann vera öfluga upp- byggingu lands- byggðarinnar. Hann situr í mið- stjórn flokksins og er formaður Framsóknarfélagsins í Árnessýslu. Guðni er búfræðingur að mennt. Guðni Ragnarsson býður sig fram Guðni Ragnarsson BJÖRG Reehaug Jensdóttir gefur kost á sér í 2.-3. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi fyrir komandi alþing- iskosningar. Björg er búsett á Ísafirði. Hún hefur unnið við endurskoðun og fjármál mestan hluta ævinnar en einnig á velferð- arsviðinu. Björg Reehaug í framboð Björg Reehaug FULLTRÚARRÁÐ Samfylking- arinnar í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í fyrradag að halda prófkjör til að stilla upp framboðs- listum. Um verður að ræða rafræna kosningu sem á að vera lokið hinn 14. mars nk. Prófkjörið verður opið fyrir þá sem hafa skráð sig í Sam- fylkinguna fyrir 28. febrúar nk. Prófkjör Samfylk- ingar í Reykjavík Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÞAÐ sem er svo alvarlegt í þessu máli er að þol- andinn er áfram þolandi, þeir sem réðust á hann eru enn í skólanum,“ segir Vilmundur Sigurðsson. Hann vísar þarna til atviks sem varð fyrir um fjór- um vikum í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) á Selfossi. Uppeldissonur hans varð þá fyrir fólsku- legri árás hóps unglinga og stórsá á honum eftir árásina, auk þess sem hann fékk heilahristing og foreldrarnir þurftu að vaka yfir honum nóttina eftir. Vilmundur telur skólayfirvöld hafa brugðist í þessu máli og undrast að fá ekkert að vita um hvað skólameistarinn ætlar að aðhafast. Hann tekur fram að ekki hafi verið tekin skýrsla af fórn- arlambinu þannig að hans sjónarmið hafi hvergi komið fram. Skólameistarinn, Örlygur Karlsson, ber fyrir sig stjórnsýslulög og lögfræðingur skól- ans sér um samskipti við forráðamenn fórnar- lambsins fyrir hönd skólans. Gerendur í málinu eru enn í skólanum en þó hefur Vilmundur haft spurnir af því að tveimur þeirra hafi verið vísað úr skóla í þrjá daga eftir atvikið. Annar hópur beið álengdar Forsaga málsins er að á annarri hæð í skól- anum er aðstaða þar sem hægt er að vera með tölvur á svölum sem vísa niður að opnu svæði fyrir neðan og gólfið þar er flísalagt. Fórnarlambið var þarna á svæðinu ásamt fleiri félögum og annar hópur unglinga sat álengdar. Í hópi fórnarlambs- ins varð nokkurt uppnám eftir að einn tapaði í tölvuleik og sá hópurinn, sem fylgdist með, það at- vik. Þolandinn var því, áður en árásin var gerð, í nokkru uppnámi og adrenalínið flæddi. Einn úr hinum hópnum tók sig út úr og settist hjá strákn- um sem fyrir árásinni varð og fór að strjúka á honum lærið, að því er virtist í þeim eina tilgangi að æsa hann frekar upp. Þrátt fyrir margítrekaða beiðni þolandans um að viðkomandi léti af athæf- inu hélt hann áfram og glotti við. Upp úr þessu spruttu smáátök og árásarhópurinn, sem beið álengdar, kom aðvífandi og hóf barsmíðarnar. „Hópurinn beið álengdar, tilbúinn til árásar, og beið eftir því að fá ástæðu til að stökkva á hann, hátt í tíu manns,“ lýsir Vilmundur. Þolandinn var laminn fast í gagnaugað og högg- in voru í kjölfarið látin dynja á honum. „Hann fékk mörg högg í andlitið og var allur marinn á bak við eyrun, með rauða áverka á öllum lík- amanum og svakalegt glóðarauga,“ segir Vil- mundur. Hröð atburðarás Hann segir atburðarásina hafa verið mjög hraða og vinir þolandans komu honum til hjálpar áður en yfir lauk en þó ekki fyrr en hann hafði fengið fast spark í síðuna og var með mikla verki þar lengi á eftir. Nokkur átök urðu eftir að vin- irnir komu til hjálpar en að lokum komu skóla- meistarinn og aðstoðarskólameistari á vettvang. „Skólameistari spurði hvað hefði gerst og sonur minn reyndi að útskýra það og segja hverjir hefðu ráðist á hann. Skólameistari gerði ekkert í málinu þá og syni mínum fannst ekkert mark tekið á sér,“ segir Vilmundur. Strákurinn fór heim við svo búið þar sem systir hans tók á móti honum og hringdi í foreldrana. Vilmundur segir að hann telji að strákurinn hefði þurft að fá áfallahjálp eftir atvik- ið. „Við fórum með hann á spítala og það fór allt upp í loft á okkar heimili. Þó að hann sé orðinn lögráða gerist þetta innan veggja skólans. Ég veit ekki hvort við áttum rétt á áfallahjálp en strax hefði átt að skapa stráknum þær aðstæður að hann kæmist aftur í skólann,“ segir Vilmundur. „Skólameistarinn virðist vera bundinn mikilli þagnarskyldu og okkur er ekki sagt neitt um hvað kom fyrir hina strákana,“ segir Vilmundur, en hann veit ekki hvort einhver þeirra hafi meiðst í átökunum. „Okkar samskipti við skólameistara núna fara fram í gegnum lögfræðing skólans af því að skólameistari vill ekkert tjá sig um þetta mál við okkur.“ Á fundi forráðamanna þolandans með skóla- meistara og aðstoðarskólameistara stuttu eftir at- burðinn var fullyrt að unnt væri að tryggja öryggi hans í skólanum. „Hann lét sig þá hafa það að mæta aftur í skólann þó að hann kviði því að mæta árásarmönnum sínum,“ segir Vilmundur og bætir við að ekki séu allir þolendur eins sterkir og sonur hans og þess vegna væri ekki víst, við annan eins atburð, að næsti þolandi treysti sér til að halda áfram námi sínu. Þar sem gerendurnir séu enn í skólanum segist Vilmundur líta þannig á málið að „… skólinn og stjórnsýslulögin halda áfram að níðast á þolandanum eftir að svona ofbeldisverk á sér stað“. Hann tekur fram að þrátt fyrir allt hafi „allt gengið vel, svo langt sem það nær“, en segist telja að árásarmennirnir séu stórhættulegir og þurfi á sérstakri aðstoð að halda. Áfram níðst á þolandanum Faðir fórnarlambs telur stjórnendur í FSu hafa brugðist Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjölbrautaskóli Suðurlands Vilmundur Sigurðsson undrast að fá ekkert að vita um hvað stjórnendur skólans ætla að gera í máli sonar hans. Ráðist var á hann innan veggja skólans fyrir um fjórum vikum. „Við bjuggumst fastlega við því að gerend- unum yrði vísað úr skóla, fannst það eðlilegt miðað við hvað árásin var fólskuleg og skipu- lögð,“ segir Vilmundur. Þegar haft var sam- band við skólameistara Fjölbrautaskóla Suður- lands til að spyrjast fyrir um málið svaraði hann að unnið væri að málinu samkvæmt stjórnsýslulögum. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Vilmundur kvaðst þó hafa vissu fyrir því að lögfræðingur skólans ásamt skólayfirvöldum hefði talað alvarlega við ger- endurna. „Eitthvað hef ég heyrt um að skólameistari hafi sagt að ef árásarmennirnir myndu gera „eitthvað“ annað af sér yrði þeim þegar vísað úr skóla,“ segir Vilmundur. „Þannig að þeim finnst greinilega ekki nóg að þetta hafi gerst,“ bætir hann svo við. Vilmundur lýsir áhyggjum sínum af því að einhver alvarlegur atburður geti orðið þarna á annarri hæðinni ef átök verða og einhver fellur í hita leiksins þar fram af á flísalagt gólfið fyr- ir neðan. Hann hefur lýst þeim áhyggjum við skólayfirvöld FSu. Skólameistarinn vildi ekki tjá sig SIGURÐUR Sigurjónsson, lögfræð- ingur FSu, segir að skólinn tjái sig almennt ekki um einstök mál. „Það gilda bara almennar reglur um öll agabrot,“ segir hann. „Sem betur fer er þetta afar fátítt; að einhver svona hegðunarbrot verði. Skólinn er náttúrlega griðastaður og vinnu- staður bæði kennara og nemenda. Það er gerð krafa til þess almennt að friður sé á þessum vinnustað og að hegðun og umgengni allra sem þarna vinna og eiga erindi sé þann- ig að þarna sé tryggður vinnufriður og ríki almenn ró,“ segir Sigurður og bætir við að ákveðnar vinnu- reglur séu viðhafðar. Ef þær eru brotnar þá ákvarðar skólastjóri við- urlögin. „Það getur leitt til áminn- ingar eða brottrekstrar, það er bara mat hverju sinni að undan- genginni rannsókn málsins innan skólans.“ Sigurður segir að í tilfellum eins og hjá syni Vilmundar sé tekið mið af stjórnsýslulögum. Í þeim sé að finna almennar reglur fyrir stjórn- völd að fara eftir. „Þar er gerð krafa til þess að málið sé rannsakað og að þeim, sem að málinu koma, sé gefinn kostur á að tjá sig, koma sín- um sjónarmiðum á framfæri, áður en ákvörðun er tekin.“ Þetta mál segir hann að varði persónuleg málefni einstaklinga sem að málinu koma og upplýsir að þeir málsaðilar eigi engan rétt á því að vita til hvaða aðgerða sé gripið gagnvart hverjum einstaklingi fyr- ir sig. Vilmundur segir einmitt að hann sé ekki sáttur við að fá ekkert að vita um hvað skólameistari hyggst fyrir. „Við getum ekki tjáð okkur um málefni tiltekinna ein- staklinga við aðra,“ segir Sigurður. Aðspurður hversu alvarlegt brot þurfi að vera til að viðkomandi sé vísað úr skóla svarar Sigurður að ekki sé til neitt annað en almennar viðmiðunarreglur um það. „Þetta brot, sem þú vísar til, er til rann- sóknar hjá lögreglu og verður af- greitt þar á allt öðrum vettvangi.“ Hann segir að af hálfu skólans sé málinu lokið. Hann kveðst hvorki geta upplýst til hvaða ráðstafana hafi verið gripið gagnvart ger- endum í þessu máli né hvort sér- stakt eftirlit sé haft með þeim. Hann upplýsir þó að tryggður hafi verið vinnufriður og tryggt hafi verið að ekkert í þessa veru gerist aftur. Sigurður hnykkir á að þetta sé „sem betur fer“ algjör undantekn- ing og reyndar hafi aldrei neitt í líkingu við þetta gerst í sögu skól- ans. Skólameistari ákvarðar viðurlög ef viðmiðunarreglur eru brotnar Í skóla Tekið er mið af stjórnsýslulögum ef hegðunarreglur eru brotnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.