Morgunblaðið - 18.02.2009, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.02.2009, Qupperneq 16
Vinsælastur Flest tilboð bárust í þennan leðursófa, eða 53. HÚSGÖGN og tækjabúnaður sem áður prýddi aðal- stöðvar Landsbankans í Beaufort House í London voru seld á uppboði sem lauk í fyrradag. Það var fyrirtækið bidspotter.com sem hélt utan um uppboðið á vefnum. Alls voru boðnir upp 355 pakkar sem samanstóðu af ýmsum gagnlegum munum, sem áður voru nýttir af starfsmönnum Landsbankans í London. Þar á meðal voru skrifborð, skrifstofustólar, leðursófar, tölvur, tölvuskjáir, flatskjáir og símtæki af fullkomnustu gerð. Ekki var bara um að ræða stóra eða verðmæta hluti því einnig mátti bjóða í slökkvitæki, pottablóm, kæli- skápa, lampa og fatahengi. Flest seldist þótt mismikill áhugi væri á einstökum pökkum. Til dæmis bárust sex tilboð í örbylgjuofn sem var sleginn hæstbjóðanda. Greiddi hann 35 pund fyrir gripinn eða 5.700 krónur. Lítill áhugi var hins vegar á færanlegum skúffueiningum. Ekki fengust upplýsingar um tekjurnar af uppboðinu. bjorgvin@mbl.is Uppboð á Landsbankadóti Dýrast Cisco símapakkinn var dýr- astur og fóru 44 símar á 1.130 pund. Óspennandi Einn taldi þess virði að bjóða í Dell og Microsoft lyklaborð. 16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Þetta helst … ● OMXI6-vísitalan í Kauphöllinni á Ís- landi lækkaði um 1,38% í gær og er nú 926,34 stig. Mikil velta var með bæði hlutabréf, 580 milljónir króna, og skuldabréf, 11,1 milljarður króna. Er þetta nokkru meiri hlutabréfavelta en verið hefur undanfarnar vikur. Hluta- bréf Bakkavarar hækkuðu um 4,70% en Atlantic Petroleum lækkaði um 8,51% og Straumur um 3,16%. Aukin hlutabréfavelta ● TRYGGVI Þór Herbertsson hefur verið ráðinn pró- fessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Áður var Tryggvi efna- hagsráðgjafi for- sætisráðherra, for- stjóri Askar Capital og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Tryggvi segist fyrst ætla að einbeita sér að rannsóknum og hefja kennslu við skólann í haust. Samhliða starfi sínu í HR muni hann sinna ráðgjafaverk- efnum. Tryggvi Þór er með doktorsgráðu í hagfræði. bjorgvin@mbl.is Tryggvi Þór prófessor í Háskólanum í Reykjavík Tryggvi Þór Herbertsson ● Ekki er hægt að útiloka að stýri- vextir Seðlabanka Svíþjóðar verði lækkaðir í 0%. Þetta sagði aðstoð- arbankastjóri Seðlabanka Svíþjóðar, Lars Svensson í gær, en bankinn lækkaði stýrivexti í 1% í síðustu viku. Svensson segir að eins og staðan er í dag þá sé verðhjöðnun og 0% vaxtastefna ekki líkleg en bankinn verði að undirbúa sig undir allar mögulegar aðstæður og hvernig bregðast eigi við hinu versta. Þegar bankastjórn Seðlabanka Svíþjóðar lækkaði stýrivexti hinn 11. febrúar sl. varaði hún við því að mögulega þyrfti að lækka stýrivexti enn frekar á næstu sex mánuðum. Stýrivextir gætu orðið núll prósent í Svíþjóð Mikil áhersla var lögð á það í ís- lensku samninganefndinni að ná sem hagstæðustum kjörum á lánunum enda er heildarupphæð þeirra lán- veitinga sem íslenska ríkið þarf að gangast í ábyrgðir fyrir yfir 700 milljarðar króna. Því skipti hver vax- taprósenta miklu fyrir ríkissjóð. Össur Skarphéðinsson sagði í gær að viðunandi niðurstaða væri að fá þau kjör á skuldbindingar ríkisins, sem væru „viðunandi, ásættanleg miðað við málsástæður og þannig að við getum risið undir þeim“. Nýir menn eiga að leysa úr Icesave-deilu Viðunandi niðurstaða „þannig að við getum risið undir þeim“ Morgunblaðið/Kristinn Deilur Baldur Guðlaugsson fór áður fyrir hópi sem ræddi við bresku sendi- nefndina. Nú á nýr maður að taka við. Lítið hefur gerst frá því í desember. Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is FORMLEG samninganefnd í Ice- save-viðræðum við bresk stjórnvöld verður líklega kynnt fyrir vikulokin. Þetta kom fram í máli Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utan- ríkisráðherra, á Alþingi í gær. Baldur Guðlaugsson, sem Stein- grímur J. Sigfússon sendi í leyfi frá starfi sínu sem ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytisins, fór áður fyrir vinnuhópi sem ræddi við Bretana. Engar formlegar viðræður hafa ver- ið milli íslenskra og breskra stjórn- valda frá því í desember á síðasta ári. Til stóð að taka aftur upp viðræður í janúar en af því varð ekki. Samningaviðræðurnar snúast um ábyrgð ríkissjóðs á innistæðum Ice- save-reikninga í Bretlandi og Hol- landi. Einnig uppgjör við Þjóðverja vegna innistæðna á Kaupþing Edge- reikningum þar í landi. Heimildir Morgunblaðsins herma að löndin hafi sett fram kröfur um lengd á lánstíma, vaxtakjör, greiðsluskilmála, endurskoðunar- ákvæði í samningnum og annað af þeim meiði sem Íslendingar gátu ekki sætt sig við. Í HNOTSKURN »Íslenska ríkið þarf aðgangast í ábyrgðir fyrir yfir 700 milljarða króna vegna Icesave og Edge. Deilt er um lánakjör vegna þess. »Talið er líklegt að ekkertfalli á skattgreiðendur vegna Edge-reikninga en 150 milljarðar kr. vegna Icesave. SKILANEFND Glitnis hefur enn ekki borist svar frá sænska fjár- málaeftirlitinu (FI) varðandi framtíð félaga í eigu Moderna, dótturfélags Milestone, að sögn Árna Tóm- assonar, for- manns nefndarinnar. FI þarf að samþykkja end- urskipulagningu Moderna þar sem rekstur félagsins er eftirlits- skyldur. Skilanefnd Glitnis, sem er stærsti kröfuhafi Milestone, hefur boðist til að setja allt að 20 millj- arða króna inn í Moderna til að halda yfirráðum yfir eignum þess, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. FI fór hins vegar fram á að meira fé yrði flutt inn í Moderna. Lítill áhugi á íslenskri stjórn Sömu heimildir herma þó að lítill áhugi sé meðal sænskra yfirvalda á að láta íslenska aðila reka félögin áfram. Ef FI ákveður að svo verði ekki mun eftirlitið að öllum lík- indum leitast við að selja sænskar eignir þess sem allra fyrst til aðila sem það getur sætt sig við. Gamli Glitnir má ekki fara með stjórn fé- lagsins þar sem hann uppfyllir ekki kröfur sænskra stjórnvalda, enda í greiðslustöðvun. Því myndu núver- andi stjórnendur Milestone stjórna félaginu áfram verði gengið að til- boðinu, en sem einskonar starfs- menn skilanefndarinnar. Framtíð Milestone enn í óvissu Árni Tómasson <;= , <;= (   . . <;= * -     . . > ? @  7      . . 2B5 >=     . . <;= .+# <;= $"!   . . ● Spilavíta- samsteypa banda- ríska auðkýfingsins Donalds Trumps, sem á þrjú spilavíti í Atlantic City, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Lánardrottnar kröfðust gjaldþrots fyrirtækisins, sem er sjálfstætt og ekki í tengslum við þær fasteignir sem Trump á víða né aðrar eignir hans. gretar@mbl.is Greiðslustöðvun spila- víta Donalds Trumps Donald Trump FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ í Pan- ama veitti fjárfestingarfélaginu Finanzas Forex starfsleyfi 30. júlí á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum félagsins hér á landi. Hins vegar hefur Finanzas Forex ekki starfsleyfi í Evrópu. Í Morgunblaðinu 13. febrúar sl. kom fram að á vefsíðu fjármálaeft- irlitsins í Panama væri að finna yf- irlýsingu þar sem segði að Fin- anzas Forex hefði ekki leyfi eða viðurkenningu eftirlitsins þar í landi. Sú yfirlýsing var gefin út áð- ur en leyfið var veitt 30. júlí 2008. Í fyrirsögn blaðsins kom fram að svikamylla frá Panama væri starf- rækt á Íslandi. Forsvarsmenn fé- lagsins benda á að enginn hafi ver- ið svikinn. Finanzas Forex hefur verið bannað af fjármálaeftirlitinu í Que- bec í Kanada. Þá hafa svipaðar eft- irlitsstofnanir á Spáni, Austurríki og Frakklandi varað við fyrirtæk- inu. Íslenska fjármálaeftirlitið hef- ur sagt Finanzas Forex ekki hafa leyfi hér. Talsmaður félagsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið að starfsemi félagsins væri sjálfhætt. Fjárfestar ætli að flytja sig yfir í „evrópskt löglegt fjármálafyrirtæki sem er sambærilegt“. bjorgvin@mbl.is Flytja sig yfir í löglegt fyrirtæki ● RÚSSAR og Kínverjar skrifuðu í gær undir samkomulag sem tryggir Kínverj- um olíu frá Rússlandi næstu tvo ára- tugina. Í staðinn ætla Kínverjar að út- vega Rússum lánafyrirgreiðslu. Kínverjar fá samkvæmt samkomu- laginu 15 milljónir tonna af olíu frá Rússum á ári, eða um 300 þúsund tunnur á dag. Hins vegar mun Þróun- arbanki Kína lána rússneska olíu- fyrirtækinu Rosneft, sem er í eigu rík- isins, 15 milljarða dollara. Þá mun bankinn lána rörafyrirtækinu Transneft 10 milljarða dollara. Segir í frétt AP- fréttastofunnar að samkomulagið tryggi rússnesku fyrirtækjunum lán sem erfitt sé að fá um þessar mundir. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu hefur komið illa við efnahagskerfið í Rússlandi, sem er einn stærsti olíu- útflytjandi í heimi. gretar@mbl.is Rússar skaffa olíu til Kína og fá lán í staðinn GYLFI Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að sambandið hafi alltaf hvatt aðildarfélögin til þess gæta að jöfnu hlutfalli kynjanna við val á stjórn- armönnum í lífeyrissjóði. Ólíkt Sam- tökum atvinnulífsins tilnefni Alþýðu- sambandið ekki beint í stjórnir lífeyrissjóða heldur aðildarfélögin. Í nýrri atvinnustefnu Samtaka at- vinnulífsins segir að aukin fjöl- breytni í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstöðum geti verið ein þeirra leiða sem koma íslensku at- vinnulífi fyrr af stað í sókn til bættra lífskjara. Þar er m.a. fjallað um þá staðreynd að áður en fjármálakrepp- an skall á hér á landi af fullum þunga hafi nærri sex af hverjum tíu stærstu fyrir- tækjanna í land- inu verið með hreinræktaðar karlastjórnir. Samtök at- vinnulífsins skipa í 24 sæti stjórnarmanna í 9 lífeyr- issjóðum. Í árslok 2007 nam hrein eign allra lífeyrissjóðanna í landinu um 1.650 milljörðum króna. Segir SA að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsmenn að sjóðunum sé stjórnað faglega. Vilja samtökin því auka fjöl- breytni stjórnarmanna og rétta hlut kynjanna innan stjórnanna. „Það er mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins að konur og karlar eigi í reynd jafna möguleika til starfa, starfsþróunar og launa. Karlar eru enn í miklum meirihluta í stjórnum og í stöðu yfirmanna fyrirtækja þó svo að hlutfall kvenna sem stjórn- enda hafi farið hækkandi undanfarin ár,“ segir SA. Þá segja samtökin að fólk með ólíkan bakgrunn sé mikilvæg upp- spretta nýjunga. gretar@mbl.is Vilja fleiri konur í stjórnir Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.