Morgunblaðið - 18.02.2009, Page 17

Morgunblaðið - 18.02.2009, Page 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SPILLING hefur öldum saman ver- ið landlæg í ríkjum á Balkanskaga en nú er ekki lengur um staðbundið vandamál að ræða, sum ríkin eru komin í Evrópusambandið eða á leiðinni þangað. ESB hefur sett skil- yrði um að hreinsað verði til, annars fái umrædd ríki ekki styrki úr sam- eiginlegum sjóðum sambandsins. Alþjóðlegu eftirlitssamtökin Transparency International hafa ár- um saman reynt að meta spillingu í löndum heims. Þau segja að um 13% Grikkja hafi beitt mútum í fyrra, að- allega á spítölum, skattstofum og hjá skipulagsstofnunum. Oft er mútað til að flýta fyrir rannsóknum, einnig til að tryggja sér þjónustu bestu læknanna eða flutning á betra sjúkrahús. International Herald Tribune segir að spilling sé nú farin að valda miklum heilbrigðisvanda í Rúmeníu. Tekið er dæmi af Alinu Lungu, þrí- tugri konu sem var barnshafandi og reyndi að fara eftir öllum réttum forskriftum. Hún borðaði rétta fæðu, synti daglega – og mútaði kvensjúkdómalækninum með 200 evra aukagreiðslu sem var skipt í mánaðargreiðslur og lögð í umslag án nokkurrar áritunar. Einnig fékk hjúkrunarfræðingurinn 25 evrur og sjúkraflutningamaður 10 evrur til að hann sæi um að hún ylti ekki af bör- unum. Kvensjúkdómalæknirinn lét ekki sjá sig þegar hún varð léttari. Þegar hún hafði verið með hríðir í 12 stundir var hún skilin ein eftir í klukkustund. Þegar læknirinn loks kom hafði naflastrengurinn vafist tvisvar um höfuð barnsins og nærri kæft það. Barnið er blint og varð fyrir miklum heilaskaða. Foreld- arnir óttast nú að þeir hafi ekki borgað nógu háar mútur. Kerfið smurt á Balkanskaga Alþjóðasamtökin Transparency International segja mútugreiðslur færast í vöxt í Grikklandi og í Rúmeníu er spillingin ógn við heilbrigði almennings Í HNOTSKURN »Um þrír fjórðu hlutar afmútum í Grikklandi runnu til starfsmanna opinberra stofnana, einkum sjúkrahúsa. »Rúmenía og Búlgaríafengu aðild að ESB fyrir tveim árum. Transparency tel- ur að í Búlgaríu sé spilling mest í aðildarríkjunum 27 en næstmest í Rúmeníu. »Framkvæmdastjórn ESBfordæmdi í liðinni viku stjórnvöld í Rúmeníu fyrir að setja ekki nauðsynlega löggjöf gegn spillingu. Sjúkrahús Skortur er á mörgum nauðsynjum á spítölum Rúmeníu. KARLMAÐUR á gangi milli pakka af notuðum plastflöskum í endurvinnslustöð í Dagenham í Austur-London í gær. Sveitarstjórnarmenn í borgarhlutanum segja að stórmarkaðir ættu að greiða meira fyrir umbúðavandann sem þeir valda. Rannsókn hefur leitt í ljós að nær 40% af öllu umbúðasorpi eru erfið í endurvinnslu. Úr endurunnu plasti er meðal annars framleitt flís í peysur og annan fatnað. Landslagsfegurð umbúðasamfélagsins Reuters MESTA keppikefli kjarnvísindamanna er að finna „guðs- eindina“ sem kölluð er, Higgs-bóseindina, og hugsanlegt er, að nú fari að draga til tíðinda. Stendur kapphlaupið á milli Bandaríkjamanna með Tevatron-öreindahraðalinn og Evrópumanna með Cern-öreindahraðalinn. Strangt til- tekið er Higgs-bóseindin ekki til vegna þess, að hún hefur ekki fundist enn, en án hennar er ekki unnt að útskýra stærðfræðilega hvers vegna allt efni hefur massa. Hún er því að segja má sjálf undirstaðan. Þegar nýi, evrópski öreindahraðallinn skammt frá Genf var tekinn í notkun í september, var því spáð, að Higgs- bóseindin myndi finnast á þessu ári en vegna óhapps varð að fresta öllum tilraunum í heilt ár. Það hefur síðan gefið Bandaríkjamönnum gott forskot og þeir segjast nú vissir um að verða fyrri til að finna sjálfa guðseindina, sem vís- indamennirnir sjálfir kalla þó aldrei svo. Svið sem fyllir allt rúmið Evrópumenn eru samt bjartsýnir. Þeir segja, að Teva- tron-hraðallinn hafi skilað meiru en búist hafði verið við en reynist Higgs-bóseindin ekki vera á því massasviði, sem Bandaríkjamenn áætla, muni hann ekki finna hana. Evr- ópski hraðallinn er hins vegar miklu öflugri. Higgs-bóseindin er nefnd eftir skoska eðlisfræðingnum Peter Higgs, sem gat sér til um hana 1964. Samkvæmt kenningunni myndar hún svið, sem fyllir allt rúmið og all- ar öreindir verða að fara í gegnum. Þar verða þær fyrir draga eða dragakrafti og því meiri, sem hann er, þeim mun meiri er massi agnanna. Yrði slökkt á Higgs-sviðinu, yrðu allar öreindir massalausar. svs@mbl.is Hverjir verða fyrstir til að finna „guðseindina“? Verkfærið Myndin sýnir hvar evrópski öreindahraðall- inn liggur 100 m undir yfirborðinu skammt frá Genf. DÓMSTÓLL á Ítalíu hefur fund- ið David Mills, fyrrverandi skattalögfræðing Silvios Berlus- conis, forsætis- ráðherra Ítalíu, sekan um að hafa þegið um 65 millj. ísl. kr. í mútur og dæmt hann í fangelsi í hálft fimmta ár. Saksóknarar héldu því fram, að múturnar hefðu komið frá Berlus- coni en hann neitar því og fékk að auki ítalska þingið til að samþykkja, að hann sem forsætisráðherra væri undanþeginn saksókn. Mills var sakfelldur fyrir rangan framburð í tvennum málaferlum gegn Berlusconi á síðasta áratug og fyrir að hafa þegið múturnar fyrir það. Viðurkenndi Mills í fyrstu, að féð hefði komið frá Berlusconi en breytti því síðar og sagði, að það hefði verið styrkur frá ítölskum auð- kýfingi. Mills var helsti sérfræðing- ur Berlusconis í skattaskjólum og aflandsfélögum. svs@mbl.is Mútuþegi í fangelsi Skattalögfræðing- urinn David Mills. Var skattalögfræð- ingur Berlusconis DANSKIR jafnaðarmenn hafa lagt fram sínar eigin tillögur um viðbrögð við kreppunni og vilja, að 36 millj- arðar dkr. fari í margvíslegar opin- berar framkvæmdir, ýmist á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Það, sem vekur þó hvað mesta athygli, er, að þeir vilja, að ríkið taki upp sjálfstæða lánastarfsemi fyrir smá og meðal- stór fyrirtæki. Jafnaðarmenn telja, að með tillög- unum sé unnt að búa til 42.000 störf á tveimur árum en gagnrýnendur til- lagnanna segja, að þær beri keim af örvæntingu. Enginn viti hvenær aft- ur fari að rofa til í efnahagsmálunum og því sé ekki rétt að bregðast við í einhverju fáti og eyða öllu púðrinu strax. Jafnaðarmenn halda því fram, að sú hjálp, sem bankarnir hafa þegar fengið, dugi ekki til að leysa vand- ræði þeirra og því verði ríkið að skerast í leikinn með beinum lánveit- ingum til smárra og meðalstórra fyr- irtækja. Segir Helle Thorning- Schmidt, leiðtogi jafnaðarmanna, að jafngildi þetta stofnun ríkisbanka, þá megi það heita svo. svs@mbl.is Ríkið láni fyrirtækjum ÁREKSTUR tveggja kjarnorkukafbáta, bresks og fransks, fyrir skömmu á Atlantshafi hefur vakið mikla athygli og telja sum- ir að litlu hafi munað að þar yrði skelfilegt kjarn- orkuslys. Kafbátarnir voru við æf- ingar er þeir rákust sam- an, líklega vestur af Bret- landseyjum, en þeir eru með búnað sem gerir þá lítt eða ekki sjáanlega í ratsjá og í þeim heyrist „minna en í rækju“ að sögn sérfræðinga. Líklegt þykir að þessi fullkomni búnaður hafi í raun átt sinn þátt í að bátarnir rákust sam- an. Áhafnirnar áttuðu sig ekki á því í fyrstu að þeir hefðu rekist saman. Þegar sá franski, Le Triomphant, tilkynnti að hann hefði rekist á „eitthvað“, upplýstu Bretar, að svo hefði líka verið með HMS Vangu- ard. Eru bátarnir nokkuð dældaðir en enginn leki kom að þeim. Á við 1.248 Hiroshima-sprengjur Um borð í bátunum eru alls 32 langdrægar kjarn- orkueldflaugar og sprengi- mátturinn jafngildir 1.248 Hiroshima-sprengjum. Talsmaður breskra sam- taka, sem berjast fyrir kjarnorku- afvopnun, segir, að áreksturinn hefði getað endað sem hryllileg martröð stórhættulegrar geisla- mengunar. Utanríkisráðuneytið kallaði sendifulltrúa Frakklands og Bret- lands á sinn fund í gær vegna málsins. Að sögn Urðar Gunnars- dóttur, upplýsingafulltrúa ráðu- neytisins, var óskað eftir frekari upplýsingum um málið og er þeirra nú beðið. svs@mbl.is Eykur ótta við kjarnorkuslys Franski kafbát- urinn Triomphant.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.