Morgunblaðið - 18.02.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.02.2009, Qupperneq 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009 ÞAÐ er áhugavert að fyrst 35 árum eftir að ég bendi á önnur úrræði en fyr- irvaralaus dráp hvíta- bjarna sem hingað rekast skuli einhver viðbrögð sjást, þó ekki jákvæð, sbr. grein Sigurðar G. Guðmunds- sonar í Morgunblaðinu 31. janúar. Það er hins vegar vonlaust að rökræða við ráðuneyti eða einstaklinga sem hafna eða hnika til staðreyndum. Við Sigurður höfum sennilega svip- að dálæti á George Bush, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, sem nú er fluttur til sinna heimkynna í olíu- ríkinu Texas. Þegar valdamikill Texasbúi lætur hagsmuni olíu- iðnaðarins víkja fyrir hagsmunum hvítabjarna hlýtur einhver sann- færing að vera á þeim bæ. Sigurður hefur áhyggjur af óvæntum skyndifundum dýra og manna en þau munu ekki ráðast af því hvort dýrin eigi undir öllum kringumstæðum að vera réttdræp eða huga eigi að björgun ef að- stæður leyfa. Allar björgunaraðgerðir yrðu að sjálfsögðu í umsjón öruggra skot- manna. Sérsveit lög- reglunnar gæti örugg- lega verndað ráðuneytismenn og aðra hjartalitla í lokuðu húsnæði. Dráp eins eða tveggja dýra á nokkurra ára fresti mun þó vissulega ekki skipta sköp- um fyrir viðhald stofnsins, né gera orðstír Íslands verri en nú er á al- þjóðavettvangi. Hvítabirnir Birgir Guðjónsson svarar grein Sigurðar G. Guðmundssonar »Dráp dýra á nokk- urra ára fresti mun ekki skipta sköpum fyr- ir viðhald stofnsins né gera orðstír Íslands verri en nú er á al- þjóðavettvangi. Höfundur er læknir. Birgir Guðjónsson Á ÞRETT- ÁNDANUM birtist grein eftir Albert Jen- sen þar sem hann fagnar því að moska hafi ekki verið byggð hér á landi og hann fer eftirfarandi orðum um aðfluttan múslima: „Hann vill múslimska siði og krefst sérskóla, sérmatar í skólum, sérkirkjugarðs og trúar til höfuðs vorri. Við báð- um hann ekki að koma svo hann á ekki heimtingu á neinu umfram aðra.“ „Innflytjendur eiga að koma á okkar forsendum og aðlag- ast siðum vorum og lögum. Gerum Salmann Tamimi ljóst að hans sið- ir fá engan forgang hér á landi.“ Þjóðkirkjan ein á heimtingu á nokkru umfram aðra og skal njóta forgangs; einn siður, einn herra. Albert er kristinn maður og vill líklega virða fyrsta boðorðið: „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ Nú vill svo til að múslimar tilbiðja sama guð og Albert og líta á Biblíuna sem sitt helgirit. Boðorðin eru í 5. kafla 5. Mósebókar en 7. kafli hennar heitir „Bönn- uð samskipti við heiðnar þjóðir“. Þar segir að þessi guð gefi heiðnar þjóðir á vald þeim trúuðu og „þú skalt gjöreyða þeim. Þú skalt eigi gjöra sáttmála við þær né sýna þeim vægð… Þér skuluð rífa niður ölturu þeirra, brjóta í sundur merkisteina þeirra, höggva sundur asérur þeirra og brenna skurðgoð þeirra í eldi.“ Þannig hljómar hið heilaga orð kristinna, gyðinga og múslima. Þjóðkirkjan er lúthersk- evangelísk kirkja en Lúther henn- ar vildi brenna bænahús gyðinga í Þýskalandi (samkvæmt ritning- unni) og evangelísk þýðir að hún spýr eitri sínu markvisst yfir allt og alla, ekki síst varnarlaus börn. Boðskapur hennar er í grunninn forheimskandi og hættulegur, þótt margt sé þar ágætt, og þess vegna svaraði ég Alberti í Morg- unblaðinu. En Albert svarar 30. janúar og segir að ég rangtúlki grein hans því hann virðist halda að ég átti mig ekki á skuggahliðum islam. En skuggahliðar islam eru þær sömu og skuggahliðar gyðingdóms og kristni. Ég fagna því að Albert bendir á þessar skuggahliðar en trésmíðameistarinn mætti að ósekju koma auga á ónefndan bjálka. En svo ég svari honum þá hefur Kristur ekki gert neitt á hlut minn, og ég geri ekki ráð fyrir að Múhameð hafi nokkuð verið að káfa upp á Albert. En það eru fylgjendur þessara spámanna sem geta verið til bölvunar. Rík- iskirkjan hefur t.d. á undanförnum árum gert harða atlögu að börnum í leik- og grunnskólum. Biskup hennar og prestar halda fram að trúin á þennan ógeðfellda guð Biblíunnar sé forsenda siðgæðis og menningar í landinu. En við eigum að fordæma þessar hættu- legu og siðlausu hugmyndir Bibl- íunnar um ágæti okkar (guðs út- völdu) og réttleysi hinna (heiðingjanna). Ríkið á ekki að skipta sér af trú fólksins og trú þess á ekki að hafa áhrif á ríkið. Albert sér hættuna í löndum múslima en ekki hversu grátleg staða okkar er á Íslandi. Ríkið er skuldbundið samkvæmt stjórnarskrá til að styðja og vernda boðandi kirkju gyðingahat- arans og guðs útvöldu. Þetta kost- ar okkur 5-6 þúsund milljónir á ári. Við erum enn að bíta úr nál miðalda hér á landi og það er okk- ur til háborinnar og ævarandi skammar. Tólfta febrúar eru 200 ár frá fæðingu Charles Darwin og síðar á árinu verða 150 ár frá því að rit hans um uppruna tegundanna kom út. Þróunarkenningin gjörbylti hugmyndum manna um náttúr- una, mannkyni og lífríkinu öllu til góða. Hvergi í heiminum nýtur þróunarkenningin meiri hylli en á Íslandi (80% þjóðarinnar). Um daginn fengu landsmenn þó inn um lúguna bæklinginn „Baráttan bak við tjöldin“ þar sem segir: „Við skulum upphefja og tilbiðja skapara sem skapaði lífið á sex dögum og hvíldist þann sjöunda fyrir um 6.000 árum, en ekki menn eða afvegaleiðandi kenn- ingar manna um uppruna lífsins.“ Þessi bæklingur bendir rétti- lega á að kaþólsk og lúthersk kirkja virðir ekki boðorðin (sem betur fer). En um leið eru ítrek- aðar hótanir kristninnar um enda- lokin, eldsdíkið og yfirvofandi kvalir og gjöreyðingu þeirra sem dirfast að vinna á laugardögum eða skríða ekki með réttum hætti fyrir guði. Með linnulausum kristnum áróðri í skólum og á op- inberum vettvangi er plægður ak- ur fyrir hættulega forheimskun sem þessa. En í stað þess að út- skúfa fylgjendum annarra trúar- bragða eða hefta trúfrelsi þeirra eigum við að tryggja að við og börnin okkar verði áfram nógu vel menntuð og þjálfuð í gagnrýninni hugsun til að hafna vitleysunni í þeim og Biblíunni. Reynir Harðarson fordæmir útlendingahatur og forheimskun Reynir Harðarson gerir athugasemdir við grein Alberts Jensen » Tökum vel á móti öll- um, hverrar trúar sem þeir eru, en gætum þess að ranghugmyndir trúarbragða séu ekki viðmið ríkisins. Reynir Harðarson Höfundur er sálfræðingur. NÚVERANDI stjórnvöld munu þurfa að huga að því í tíma hvar og hvernig verður skorið niður þannig að standa megi sem mest vörð um grunnþjón- ustuþætti í heilbrigðis-, mennta- og félagskerfi. Við í Frjálslynda flokknum höfum lengi lagt það til að skorið verði niður í utanrík- isþjónustunni og teljum að nú þegar skuli þar hafist handa. Jafnframt þarf að koma hjólum atvinnulífs í gang, til dæmis með skipulagsbreytingum í sjávar- útvegi, þannig að tekjuinnkoma hins opinbera sé fyrir hendi. Frelsi til veiða með handfæri eins og við höfum lagt til er eitt skref í átt að þeim skipulagsbreytingum. Það er ljóst að við þurfum að tryggja rekstur bráðasjúkrahúsa í landsfjórðungum, og heilsu- gæslu á landinu öllu. Þar gildir að viðhafa faglegar forsendur mála um grunnþjónustu á landinu öllu. Það er einnig ljóst að við þurf- um að standa vörð um grunn- skólana og félagsþjónustuþætti sveitarfélaga. Sama máli gegnir um almannaþjónustu eins og toll og löggæslu. Mikilvægt er að niðurskurð- arhníf verði ekki beitt með handa- hófskenndum aðgerðum heldur lagt í vinnu við að samræma að- gerðir með heildaryfirsýn yfir alla þætti. Samvinnna og samráð við aðila í almannaþjónustu er grund- völlur sátta um aðgerðir. Grétar Mar Jónsson Verjum grunnþjón- ustu samfélagsins Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi. ÞEGAR Svíar gengu í ESB árið 1995, ásamt Finnum og Austurrík- ismönnum, var landið að komast út úr einni verstu bankakreppu sögunnar. Samtök sænsks atvinnulífs (Svenskt Näringsliv), voru leiðandi afl í um- ræðunni um ESB-aðild Svía og höfðu þar mikil áhrif. Árið 2003, þegar Svíþjóð hafði verið átta ár í ESB gerðu Samtök at- vinnulífsins í Svíþjóð skýrslu um reynslu Svía af ESB-aðildinni fyrstu átta árin, þ.e.a.s. frá 1995-2003. Úr henni má lesa að áhrif inngöngunnar hafa verið mjög jákvæð. Í stuttu máli voru þau þessi: Aukinn hagvöxtur, lægri verðbólga og vextir, aukinn kaupmáttur og hóflegri verðhækk- anir, aukinn stöðugleiki og agi í op- inberum fjármálum, meiri verslun og viðskipti á einfaldari hátt, sem og auknar fjárfestingar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá 1995 jókst landsframleiðslan í land- inu um 70-110 milljarða sænskra króna árlega, umfram það sem hún annars hefði gert. Árleg landsfram- leiðsla var á þessum árum um 2000 milljarðar sænskra króna. Þetta þýddi því 0,4-0,7% meiri hagvöxt (á ári) en ef landið hefði verið fyrir utan ESB. Álíka niðurstöður fengust fyr- ir Danmörku og Austurríki. Í henni voru Svíþjóð, Finnland og Aust- urríki (ESB-lönd) borin saman við Ísland, Noreg og Sviss (ekki ESB- lönd). Þar kom fram að hagvöxtur hinna fyrrnefndu var meiri en hinna þriggja síðarnefndu á árunum 1995-2001. Þá hafði aðild Svía að ESB einnig í för með sér umtalsverðar launa- hækkanir fyrir launa- menn og það sem kannski enn mikilvæg- ara er; verðbólga nán- ast hvarf. Frá því að vera um 7,5% að með- altali árin 1980-1994, snarminnkaði hún nið- ur í um eitt prósent(!) eftir aðild að ESB og hélst þannig árin 1995- 2000. Allt fram á síðasta ár, þegar „krísan“ skall á, var verðbólga í Sví- þjóð á bilinu 1-2%. Tók reyndar stökk í 4% í nóvember í fyrra, en hef- ur minnkað mikið og er nú aftur komin í um 1%. Einnig hafa vextir verið mjög lágir á þessu tímabili, reyndar með þeim lægstu í Evrópu. Vart er hægt að hugsa sér betri kjarabót en lága vexti og lága verð- bólgu. Nokkuð sem Íslendingar eiga því miður ekki að fagna en í byrjun árs 2009 var verðbólga hér á landi 18,1% og stýrivextir 18%! Vaxta- munur milli Svíþjóðar og annarra landa, t.d. Þýskalands minnkaði því mikið. Samkeppni hefur aukist og verð á matvöru lækkað, þó svo að matarverð sé enn nokkuð hærra í Svíþjóð heldur en meðaltalið í ESB. Munurinn hefur verið í kringum 10- 15%. Í byrjun níunda áratugarins var almennt verðlag hins vegar 40- 50% hærra í Svíþjóð en í ESB, en lækkaði um meira en helming eftir inngöngu. Almennt jókst kaup- máttur Svía eftir aðild að ESB. Agi hefur aukist í fjármálum sænska rík- isins, sem stefnt hefur að því á hverju ári að leggja fram fjárlög í jafnvægi („budget-i-balans“). Lágt vaxtastig hefur minnkað fjárfesting- arkostnað sænskra fyrirtækja. Það varð því ódýrara fyrir þau að fjár- festa. Erlendar fjárfestingar jukust einnig á tímabilinu frá 1995-2003 og sama má segja almennt um verslun og viðskipti. Annað sem nefnt er og er að mati samtakanna mikilvægt eru áhrif. Með inngöngu hafa Svíar orðið að „rödd“ innan ESB í stað þess að vera á hliðarlínunni, eða eins og segir í skýrslunni: „Með aðild hef- ur Svíþjóð nú áhrif á öllum þeim málasviðum sem um er að ræða í ESB.“ Sem dæmi má nefna að Fre- drik Reinfelt, forsætisráðherra Svía, verður sérstakur „loftslags- ráðherra“ ESB árið 2009. Loftslags- mál eru eitt af mikilvægustu fram- tíðarverkefnum ESB. Svíþjóð tekur síðan við formennsku ESB af Tékk- um í sumar. Svíþjóð er vissulega ekki með evruna, en í bókinni „Tíu ár í ESB“ frá 2005 metur Carl Bildt, núverandi utanríkisráðherra og fyrrum leiðtogi Moderaterna, „sænska Sjálfstæðisflokksins“, það svo að sú viðleitni Svía að uppfylla Maastricht-skilyrðin hafi verið mjög mikilvæg til að endurheimta traust á sænsku efnahags- og stjórn- málakerfi. „Hefðum við staðið fyrir utan þetta, hefði sá vegur verið mun erfiðari,“ skrifar hann í grein sinni. Hér hafa aðeins verið tíndir til nokkrir punktar sem sýna fram á já- kvæð áhrif af aðild Svía að ESB. Þrátt fyrir að margir Svíar láti í ljós efasemdir um ESB, dettur fáum í hug að segja sig úr sambandinu. Umhverfisflokkurinn sænski henti meðal annars þeirri kröfu á haugana fyrir nokkrum vikum. Núverandi borgaralega ríkisstjórn Svíþjóðar hefur aukið virkni sína gagnvart ESB. Ráðandi afl þar innanborðs er sænski hægriflokkurinn, syst- urflokkur Sjálfstæðisflokksins. Þessi áhersla sænska „Sjálfstæð- isflokksins“ á sterk alþjóðleg tengsl og virkni í alþjóðamálum ætti að vera umhugsunarefni fyrir alla al- þjóðlega þenkjandi sjálfstæðismenn á Íslandi. Ótvírætt er að Svíar hafa náð miklum árangri með inngöngu sinni í ESB. Árangur Svía í ESB góður Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál » Fyrstu átta ár að- ildar Svíþjóðar að ESB einkenndust af framförum, efnahags- legum og pólitískum. Vextir og verðbólga lækkaði, kaupmáttur almennings jókst. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Höfundur er stjórnmálafræðingur og í stjórn Evrópusamtakanna. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.