Morgunblaðið - 18.02.2009, Page 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2009
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn
fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Guðrún.
Elsku fallega, yndislega Guðrún.
Mig langar bara að þakka þér fyrir
áralanga vináttu. Já ótrúlegt en satt
en við erum búnar að þekkjast í 30 ár.
Ég var sex ára þegar ég flutti í
Hamragarðinn og á móti mér tókst
þú, þessi fallega ljóshærða stelpa með
stóru brúnu augun. Þú varst tveimur
árum eldri en ég og mér fannst þú
klárasta manneskjan sem ég hafði
kynnst. Þú fékkst það hlutverk að
lesa textann við Húsið á sléttunni
upphátt svo ég myndi skilja hvað var
að gerast, þú fórst stundum í bíó og
iðulega var sögustund á eftir þar sem
hverju smáatriði var lýst fyrir mér og
Guðrún, ég þurfti ekkert að fara í bíó,
sögustundirnar þínar voru miklu
skemmtilegri.
Ég minnist óteljandi ferða í sum-
arbústaðinn okkar í Kjósinni þar sem
við fórum ýmist með mömmu og
pabba eða Bóbó bróður. Þá komu iðu-
lega einhverjir fleiri með eins og Jóa
og Ragga eða Thelma. Og ekki má
gleyma ferðinni í löggubústaðinn í
Munaðarnesinu. Og manstu hvað
okkur fannst spennandi að fara með
rútunni til Reykjavíkur og passa fyrir
Sigurjón bróður.
Elsku Guðrún, minningarnar eru
óteljandi og síðustu daga hef ég
stundum bara skellt upp úr með tárin
í augunum því það var svo yndislegt
að rifja upp þessa tíma með þér. Ég
gleymi því ekki þegar ég festi hausinn
á mér í bitunum í eldhúsinnrétting-
unni heima hjá þér eða læsti mig í
lögguhandjárnunum hans pabba þíns
svo kalla þurfti hann úr vinnunni.
Þó svo við færum hvor í sína áttina
á unglingsárum áttum við alltaf sér-
stakan stað í hjarta hvor annarrar, við
héldum alltaf sambandi þótt við
byggjum hvor í sínu landinu. Þú varst
svo ánægð með Ken þínum, enda vart
glæsilegri hjón að finna, og börnin þín
þrjú voru þér allt. Þegar ég flutti aft-
ur til Keflavíkur fyrir ári mætti ég
bara í kaffi til þín. Og það var eins og
við hefðum hist í gær. Þú varst alltaf
með opið húsið og allir velkomnir í
heimsókn. Þannig var það bara, það
var svo gott að vera í kringum þig.
Þegar við hittumst síðast í desem-
ber sagðirðu við mig: Magga, á ég
ekki enn plássið á hlaupanámskeiðinu
Guðrún Björk Rúnars-
dóttir Frederick
✝ Guðrún Björk Rún-arsdóttir Freder-
ick fæddist í Keflavík
5. ágúst 1971. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu í Keflavík
23. janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Keflavík-
urkirkju 3. febrúar.
í vor? Ég hélt það nú,
plássið væri þitt þar
sem þú tábrotnaðir á
síðasta námskeiði og
varðst að hætta.
Elsku vinkona, við
hlaupum saman næst
þegar við hittumst og
ég er viss um að þar
fær maður ekki einu
sinni hlaupasting. Ég
lofaði að kíkja í kaffi
til þín í janúar, ég vildi
ég gæti spólað til
baka og ég hefði gefið
mér tíma til að kíkja.
Að frétta af andláti þínu er eins og
vondur draumur og maður bíður eftir
að vakna og allt verður eins og áður.
Því miður er veruleikinn annar.
Elsku Ken, Gunnar Már, Sara
Margrét og Viktoría, elsku Rúnar og
Fríða og aðrir aðstandendur, missir
ykkar er meiri en orð fá lýst. Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
Guðrún mín: „When I think of ang-
els, I think of you.“
Þín
Margrét Elísabet Knútsdóttir.
Elsku hjartans Guðrún mín,
orð fá ekki lýst hve harmi slegin ég
er yfir því að þú sért farin frá okkur.
Mér er ekki nokkur leið að skilja
hvers vegna þú þurftir að fara. Fara
frá börnunum þínum sem þú elskaðir
svo heitt, og Ken, ást lífs þíns, og okk-
ur hinum sem þótti svo óendanlega
vænt um þig.
Þú varst svo ástfanginn af honum
Ken þínum og hann sá ekki sólina fyr-
ir þér. Mér fannst svo yndislegt að
vera nálægt ykkur. Þið voruð ekki
bara yndisleg hjón heldur líka bestu
vinir.
Ég hugsa um orð sem lýsa þér best
og það er alltaf eitt orð sem stendur
upp úr og það er orðið yndisleg.
Þú varst yndislega falleg, yndislega
góð, yndislega skemmtileg, yndisleg
móðir, yndisleg eiginkona, yndisleg
húsmóðir og yndisleg vinkona.
Þu tileinkaðir fjölskyldunni líf þitt
og gafst þeim allt sem þú áttir. Börnin
þín og Ken voru þér allt og hugga ég
mig við það þegar ég hugsa til þess
hversu stutt ævi þín varð að þá
fékkstu að upplifa allt það besta sem
lífið hefur fram að færa, sanna ást,
heilbrigð og falleg börn og sanna
hamingju.
Þú varst mér sannur vinur og
stóðst við hlið mér sem klettur þegar
ég átti í erfiðleikum og er ég þér æv-
inlega þakklát.
Ég get ekki hugsað mér líf mitt án
þín, elsku Guðrún mín, allra skemmti-
legu samtalanna heima við eldhús-
borðið þitt, 2-3 tíma símtalanna þar
sem við töluðum um allt milli himins
og jarðar, göngutúranna mörgu sem
gáfu okkur svo mikið. Allar góðu
minningarnar sem við eigum saman
mun ég geyma í hjarta mínu að eilífu.
Lífið er svo ósanngjarnt!
Ég hugga mig við það að þú sért
hjá Guði núna og hafir þurft að fara til
að sinna meiri og mikilvægari verk-
efnum en jörðin hefur að bjóða.
Þín verður sárt saknað,
Elsku Ken, Gunnar Már, Sara
Margrét og Viktoría Lynn. Góður
Guð veri með ykkur og gefi ykkur
styrk.
I will always be there for you.
Rúnar og Fríða, ég þakka ykkur
fyrir alla þá hlýju sem þið hafið sýnt
okkur vinkonunum í þessari miklu
sorg.
Ég bið góðan Guð að vera með ykk-
ur og gefa ykkur styrk. Særún, Lúlli,
Gunni og fjölskyldur, Guð veri með
ykkur og veiti ykkur styrk.
Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er
enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa
braut,
sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði
og sorg
þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan
vin.
Hvers virði er að eignast allt,
í heimi hér,
en skorta það eitt,
sem enginn getur keypt.
Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar
hendur fjár,
þá áttu minna en ekki neitt,
ef þú átt engan vin.
Það er komin vetrartíð,
með veður köld og stríð,
ég stend við gluggann, myrkrið streymir inn í
huga minn,
þá finn ég hlýja hönd,
sál mín lifnar við ,
einsog jurt sem stóð í skugga en hefur
aftur litið ljós,
vetrarsól.
(Ólafur Haukur Símonarson.)
Hvíl þú í friði, elsku vínkona mín
I love you always and forever.
Þín,
Halla.
Góð vinkona er gulli dýrmætari,
sannleiksgildi þeirra orða hefur aldrei
verið mér augljósara en nú, er ég
minnist vinkonu okkar.
Guðrún Rúnarsdóttir er horfin á ei-
lífðarbraut allt of ung að árum, og við
stöndum hér eftir þungum harmi
sleginn. En mitt í skugga sorgar og
saknaðar streyma minningarnar
fram, minningar frá skemmtilegum
og góðum samverustundum okkar
sem við geymum eins og dýrmætar
perlur í hjörtum okkar.
Hún Guðrún var mjög góð vinkona,
geislandi falleg að innan jafnt sem ut-
an, hún var alltaf til staðar þegar á
þurfti að halda. Það var endalaust
hægt að ræða málin við hana, alltaf
tók hún við og taldi það ekki eftir sér.
Það var alltaf gaman og gott að koma
inn á heimili Guðrúnar og Kens, það
ríkti svo mikil gleði og hamingja að
manni leið svo vel. Hún var hrókur
alls fagnaðar, geislaði alltaf af gleði og
stríðnin var ekki langt undan. Hún
var alltaf hreinskilin, alltaf svo blíð og
sannur vinur í orðsins fyllstu merk-
ingu.
Við vinkonurnar vorum að taka
okkur á, byrjaðar í líkamsrækt og
búnar að plana allskyns hitting með
börnum okkar og mökum, það átti
bara að vera skemmtilegur tími hjá
okkur framundan. En guð hefur
greinilega vantað góðan engil til að
sinna einhverju verkefni.
Nú þegar við kveðjum þessa ynd-
islegu vinkonu verða fátækleg orð að-
eins endurómur af því þakklæti sem í
hjartanu býr. Við þökkum guði fyrir
það að hafa fengið að njóta samvista
við hana á liðnum árum. Eftir þessi
kynni við hana verður líf okkar auð-
ugra en áður. Við sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til fjölskyldu
og allra ástvina hennar og biðjum al-
góðan guð að gefa þeim huggun og
styrk í þeirra miklu sorg.
Elsku Guðrún hjartans þakkir fyrir
allt.
Elsku besta vinkona, nú leiðir okkar skilja,
í lífsins dýpsta harmi, hér minningarnar ylja.
Okkar góða samleið var eins og sólskinsdagur,
auðugur af gleði, bjartur hlýr og fagur.
Við hinstu hvílu þína, er hníga kveðju tárin,
þér heitar þakkir færum og þökkum liðnu árin.
Við geymum góðar stundir sem helgidóm í
hjarta,
kveðjum þig með tárum, en eigum minningu
ljúfa og bjarta.
(Höf. ók.)
Elsku Guðrún, blessuð sé minning
þín.
Linda, Ívan og börn.
Elsku Guðrún mín. Þá er komið að
kveðjustund. Aldrei hefði mér dottið í
hug að við ættum ekki eftir að eldast
saman. Ég verð að trúa því að það sé
meining með því að Guð tók þig svona
fljótt til sín og skilur fjölskyldu þína
og vini, sem voru svo margir, eftir
með sorg í hjarta. Ég trúi því eigin-
lega ekki að þetta hafi getað gerst. Þú
varst svo ung, bara einu ári yngri en
ég, og svo full af gleði og ást. Það er
erfitt að trúa að dauðinn sé svona ná-
lægt okkur en svona er lífið, það gefur
og það tekur.
Að setjast svo niður í þessari sorg
og rifja upp minningarnar um okkur
saman getur maður ekki annað en
brosað yfir þeim og þakkað fyrir að
eiga þær og munu þær eldast með
mér. Kannski hittumst við aftur og þá
getum við rifjað þær upp saman og
hlegið að því hvað við vorum uppá-
tækjasamar. Eins og þegar við vorum
klukkustundum saman inni á klósetti
á Grænagarði. Eða heima hjá mér á
Kirkjuvegi. Þú elskaðir kjúklinginn
hennar mömmu og frönskurnar. Þú
varst svo mikil matkona og vildir allt-
af vera heima hjá þér á matmálstíma
því að mamma þín var alltaf með eitt-
hvað gott í matinn, grillaðan fisk eða
steikur með piparostasósu.
Það var svo skemmtilegt tímabilið
þegar við keyrðum bílana fyrir strák-
ana. Svo fór ég út til Svíþjóðar sem
au-pair. Það var svo erfitt að kveðja.
Þegar ég kom heim fórum við að
vinna allar þrjár, ég, þú og Helga
Birna, í Sigurjónsbakaríi og það var
mikið fjör hjá okkur. Líka þegar við
fórum að vinna í fiski í Höfnunum og
ætluðum að kaupa eitthvert gamalt
hús og gera það upp. Eða þegar við
straujuðum hárið hvor á annarri með
straujárni áður en við fórum út að
skemmta okkur.
Þjórsárdalsferðin þegar við strönd-
uðum í ánni á bát með kassettutækið
að hlusta á Queen. Náttfatapartíin og
aðrar skemmtilegar uppákomur.
Endalaust gæti ég talið upp þessi
augnablik með þér. Svo varðstu ófrísk
að Gunnari Má. Það var mér mikill
heiður að fá að ganga með þér í gegn-
um það tímabil og að þú skyldir vilja
hafa mig hjá þér þegar hann fæddist.
Auðvitað vorum við ekki eins mikið
saman og áður en við áttum okkar
augnablik.
Þú hefur alltaf verið besta vinkona
mín. Ég hef treyst þér fyrir öllum
mínum tilfinningum. Þú hefur alltaf
hlustað á mig og verið til staðar þegar
ég hef þurft á þér að halda. Þú varst
alltaf svo þægileg og umburðarlynd.
Þú varst sko ekki langrækin. Þú varst
til í allt og alltaf glöð og kát. Þú varst
svo mikið fyrir fjölskylduna. Þú varst
falleg og yndisleg eiginkona og fórn-
aðir þér fyrir heimilið og varst svo
sátt við það. Þú elskaðir að breyta öllu
heima hjá þér, mála húsgögn og flytja
þau til. Þú varst fullkomin móðir,
dútlaðir við stelpurnar þínar og varst
vinur Gunnars Más og vina hans. Þú
varst vinur vina þinna og veit ég að
það eru fleiri en ég sem munu sakna
þín mikið því heimili þitt var alltaf op-
ið fyrir okkur.
Elsku Ken, Gunnar Már, Sara,
Viktoría, Fríða, Rúnar og aðrir ást-
vinir. Megi Guð gefa ykkur styrk í
sorginni. Megi minning hennar lifa í
hjörtum okkar allra.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þín vinkona,
Kolbrún Guðjóns.
Elsku Guðrún mín, það er svo sárt
að þurfa að kveðja þig. Það er eins og
hluti af hjarta mínu hafi farið með
þér. Yndislega Guðrún mín, fallega
góða Guðrún mín. Vinkona mín.
Þú hefur ætíð verið mín stoð og
stytta. Og gafst mér þann styrk sem
ég þurfti, til að takast á við mín
vandamál. Þú varst alltaf til staðar,
þannig varstu, alltaf tilbúin að veita
mér hjálparhönd. Takk fyrir það
elsku Guðrún mín. Okkar vinátta var
alveg einstök og ég hugsa að slíkt vin-
áttusamband eignist maður aðeins
einu sinni um ævina. Síðastliðnir
mánuðir voru einstakir, við hittumst á
hverjum einasta degi, fórum í göngu
og töluðum um allt milli himins og
jarðar. Það var svo gaman hjá okkur.
Börnin okkar yngstu að verða fimm
ára og við báðar svo ungar í anda, svo
samtaka, þannig vorum við. Frábær-
ar saman. Við vorum einmitt að rifja
upp okkar fyrstu kynni um daginn.
Það var svo fyndið. þú varst 16 ára og
ég 17 ára. Mér var boðið í partí heim
til þín, við þekktumst ekki en tengd-
umst strax órjúfanlegum vinaböndum
og upp frá þeim degi var ég eins og
heimalningur heima hjá þér, við her-
tókum baðherbergið og vorum þar
tímunum saman að taka okkur til.
Yndislegur tími, svo margar minning-
ar. Við vorum saman með fjölskyldum
okkar, síðustu áramótin þín og ég
þakka Guði fyrir það að við létum
verða af því. Það var svo gaman hjá
okkur. Þú og Ken voruð svo ham-
ingjusöm og ég hef alltaf dáðst að
sambandi ykkar. Það var svo gaman
að koma til ykkar og spjalla. Sam-
band þitt og Gunnars Más var alveg
einstakt, þið voruð svo góðir vinir. Þú
varst svo blíð og góð móðir barna
þinna. Ég elska þig af öllu hjarta,
elsku Guðrún mín, og ég bið góðan
Guð að varðveita allar mínar minn-
ingar um þig, svo ég geti miðlað þeim
til barnanna þinna, Gunnars Más,
Söru og Viktoríu. Megi Guð gefa Ken,
Gunnari Má, Söru, Viktoríu, Rúnari,
Fríðu og fjölskyldu þinni styrk í sorg-
inni. Þín vinkona
Helga Birna.
Elsku Guðrún mín. Margs er að
minnast frá því leiðir okkar lágu sam-
an á unglingsárunum. Við þessi stóri
vinahópur, sem fyrir um 14 árum
stofnuðum svo saumaklúbb. Við höf-
um jú allar margt brallað saman um
ævina. Ég man þegar þú áttir hann
Gunnar þinn (sem þú varst svo stolt
af), þá nýorðin 20 ára. Ég fór þá um
sumarið utan í nám, en þú sendir mér
bréf og myndir af litla gullmolanum
þínum.
Það var svo gaman núna í desem-
ber þegar við vorum að fara í jóla-
saumaklúbbinn og Gunnar Már var
að keyra okkur, að heyra þig tala um
vini hans sem þér þótti greinilega svo
vænt um og varst með allt á hreinu
eins og þú værir ein af þeim. Ég man
þegar þú kynntist stóru ástinni í lífi
þínu, honum Ken. Ekki voru allir
hrifnir í byrjun, en það breyttist fljót-
lega. Það var svo gaman að fylgjast
með ykkur, því þið voruð ekki bara
hjón, heldur líka bestu vinir og sálu-
félagar. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með hvað ást ykkar hvors til
annars og virðing var mikil.
Það var alltaf gaman að vera í
kringum þig og maður alltaf boðinn
velkominn á heimili ykkar Kens,
hvort heldur á Íslandi eða í Ameríku.
Eins og þegar ég, Helga Birna og
Gugga komum og heimsóttum ykkur
Ken til Flórída. Við vorum svo vel-
komnar og þú naust þess svo að fá
gesti og snerist með okkur út um allt.
Og hann Ken þinn sem var ótrúlega
þolinmóður með allar þessar skvísur
inni á heimilinu, sem tók nú alveg sinn
toll. Og þér leiddist nú ekki þegar þú
fórst með okkur í hverja búðina á fæt-
ur annarri, og þú sagðir við mig: „Það
er svo gaman að fara með þér í búðir
því þú ert svo ákveðin við að versla.“
Þegar stelpurnar þínar fæddust er
óhætt að segja að þá hafi litla stelpan í
þér endurfæðst, allt bleikt, prinsessu-
og dúkkudótið, vá það var svo gaman
hjá þér. Enda varstu svo stolt af börn-
unum þínum og fjölskyldu. Þín verður
sárt saknað í saumaklúbbnum og
vinahópnum, en minning þín lifir í
hjörtum okkar allra. Ég vil trúa því að
þín bíði þarfara verk á öðrum stað.
Elsku Ken, Gunnar Már, Sara
Margrét, Viktoría Lynn, Fríða, Rún-
ar, Særún, Gunni, Lúlli og aðrir ætt-
ingjar og vinir, guð blessi ykkur öll og
styrki í sorginni.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir.
Það er ótrúlega stutt á milli hláturs
og gráts í þessu lífi. Miðvikudags-
kvöld ertu hjá mér í saumaklúbbi
hlæjandi út í eitt, föstudagsmorgun
dáin, bráðkvödd! Hversu ósanngjarnt
getur lífið verið?
Ég trúði því ekki þegar ég fékk
símhringinguna og mér sagt að þú
værir dáin, það gat bara ekki verið að
þú yrðir tekin svona ung frá fjöl-
skyldunni þinni sem þú hlúðir svo vel
að. Daginn sem ég átti von á ykkur í
saumaklúbbinn var ég ekki svo hress
og rúmum klukkutíma fyrir mætingu
íhugaði ég að hringja í ykkur og
fresta klúbbnum. Ég ákvað svo að
harka af mér því það er alltaf mikil
tilhlökkun að hitta ykkur og orðið svo
fastur liður í tilverunni. Þú varst
manneskja sem lýstir upp skamm-
degið með nærveru þinni einni. Alltaf
hlæjandi og aldrei með neikvæðis-
hjal. Þú varst með allt þitt uppi á
borðinu og ófeimin að ræða allt sem
þér viðkom. Það gerðum við í þessum
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar