Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 1
2 2. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 79. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FRAMSÓKNARFLOKKURINN var á móti því að Samson-hópurinn fengi að kaupa meira en þriðjung í Landsbanka Íslands haustið 2002. Í minnispunktum Skarphéðins Berg Steinarssonar, þáverandi starfsmanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, vegna viðræðna við Samson frá 9. október 2002 segir orðrétt að „nokkur andstaða er hjá Framsóknarmönnum við að Samson kaupi meira en 33,3%. Það kom þó aldrei fram í þeim gögnum sem fram- kvæmdanefndin hefur látið frá sér fara“. Þar er átt við að aldrei hafi ver- ið talað um hámarkshlut þess sem ríkið vildi selja heldur einungis að það vildi selja að minnsta kosti fjórð- ung í bankanum. Fullur aðgangur að gögnum Morgunblaðið hefur fengið aðgang að öllum gögnum einkavæðingar- nefndar sem tengjast sölu á hlut rík- isins í Landsbanka og Búnaðar- banka. Þeirra á meðal eru fundar- gerðir nefndarinnar, öll innsend og útsend bréf og tölvupóstar og mats- skýrslur HSBC, sem var ráðgjafi ís- lenska ríkisins í söluferlinu. Í gögn- unum kemur fram að stefnt hafði verið að því í upphafi að skrifa undir samkomulag við Samson-hópinn um kaup á kjölfestuhlut í Landsbank- anum 4. október 2002, en ljóst er að það frestaðist af einhverri ástæðu. Þann 7. október lagði hópurinn loks fram tilboð í hlut ríkisins. Í minnisblaði einkavæðingar- nefndar um það hver viðbrögð henn- ar ættu að vera eru lagðar fram hug- myndir um að takmarka kaup hópsins við í mesta lagi um 40 pró- senta hlut í bankanum. Ljóst er að skoðun Framsóknarmanna, að Sam- son ætti ekki að fá að kaupa meira en þriðjung, var því komið á framfæri við hópinn í viðræðum við hann. Vildu skerða hlut Samson Morgunblaðið hefur fengið fullan aðgang að öllum gögnum sem tengjast sölu á ríkisbönkunum tveimur SVONA SELDI RÍKIÐ BANKANA»12 FRÉTTASKÝRING»20 Eftir Agnesi Bragadóttur | agnes@mbl.is Samfylkingarfólk hefur vitanlega hugleitt hvernig hægt verði að ná lendingu í Evrópusambandsmálum, ef Samfylk- ing og Vinstri græn fá þannig niðurstöðu í alþingiskosn- ingum að grundvöllur verði fyrir áframhaldandi stjórn- arsamstarfi flokkanna í kjölfar kosninga. Það liggur fyrir að himinn og haf er á milli þessara stjórn- málaflokka í Evrópusambandsmálum. Steingrímur J. Sigfússon nefndi t.d. ESB ekki einu orði í ræðu sinni í fyrrakvöld. Fyrir liggur af hálfu beggja flokka að forystumenn þeirra hafa hug á áframhaldandi stjórnarsamstarfi á næsta kjörtímabili og því er tal- ið mikilvægt að ná sátt á milli flokkanna í Evrópusambandsmálum. Samfylkingarfólk telur líklegt að lendingin í Evrópusambandsmálum geti orðið eitthvað á þá leið, að þverpólitísk samstaða myndist um það að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja svo niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Aðalatriðið nú sé að ná samstöðu um hvert ferlið eigi að vera. Þjóðin sjálf hafi svo síðasta orðið. Þjóðin sjálf hafi síðasta orðið BERST VIÐ ELLI KERLINGU GENGISVÍSITALA GUSGUS STEiNUNN og 16. línan í Mílanó EINAR MÁR: Barónar allra landa! JAXL: KIRK DOUGLAS SUNNUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.