Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 10
10 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Agnes segir … Fíll í postulínsverslun Kann ekki að skammast sín Sigurður Ein- arsson hefur ekki enn gert grein fyrir því hvert þær 500 milljónir evra fóru, sem Seðla- bankinn lánaði Kaupþingi svona korteri fyrir bankahrun, með því að taka veð í FIH. urður Einarsson rís fyllilega undir nafnbótinni Gróa á Leiti og ætti bara að fá sér peysuföt og skotthúfu til að halda upp á daginn. Það þarf siðblindu á háu stigi til þess að gera það að aðalatriði, jafnvel sakamáli, að Morgunblaðið greini frá því að Sigurður Einarsson og félagar í gamla Kaupþingi hafi lánað bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum, Ólafi Ólafssyni í Sam- skipum og kaupsýslumanninum Robert Tchenguiz samtals 478 milljarða króna. „Hér er augljóslega um gróft brot á bankaleynd að ræða gagnvart þeim ein- staklingum og félögum sem um ræðir,“ vitnar Fréttablað- ið orðrétt í bréf Sigurðar. Sigurður gerir á hinn bóginn enga grein fyrir því hvað vakti fyrir honum og öðrum stjórnendum gamla Kaupþings þegar þeir ákváðu að veita ofangreindum mönnum slík lán. Voru það hagsmunir bankans sem réðu ákvarðanatökunni? Voru hagsmunir annarra hluthafa í bankanum en þeirra Bakkabræðra og Ólafs Ólafssonar sem réðu lánveitingunum? Vitanlega ekki. Hagsmunir ann- arra hluthafa og viðskiptavina bankans voru með öllu fyrir borð bornir þegar stjórnendurnir veittu góðvinum sínum lán sem eru langt umfram fjárlög rík- isins, en þau eru innan við 400 milljarðar króna. En Sigurður sér ekkert at- hugavert við lánveitingarnar – eyðir engu púðri í þær og skýrir á engan hátt, rétt eins og ekkert hafi verið athugavert við þær. Sigurður Einarsson hefur ekki enn gert grein fyrir því hvert þær 500 millj- ónir evra fóru sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi svona korteri fyrir banka- hrun með því að taka veð í dótturbanka Kaupþings í Danmörku, FIH. Þeir fjármunir voru um 84 milljarðar króna á því gengi sem var í aðdraganda bankahruns en eru um 75 milljarða króna virði í dag. Hvert fóru þeir fjár- munir Sigurður? Er eitthvað til í því að Kaupþing hafi rennt einhverjum tugum milljarða króna beint til Kaupþings í Lúxemborg eftir að lánið var í höfn og þeir fjár- munir hafi í framhaldinu ratað inn á leynireikninga í Sviss? Fróðir menn í Lúxemborg hafa haldið þessu fram. Þessu þarf sérstakur saksóknari að kom- ast að, ekki satt? Því er það algjört lykilatriði að Fjármálaeftirlitið og sér- stakur saksóknari gefi ekkert eftir hvað það varðar að komast í öll gögn – SEGI OG SKRIFA ÖLL GÖGN – í Kaupþingi í Lúxemborg. Hér verður aldr- ei nein sátt nema allir leyniþræðir til og frá Kaupþingi í Lúxemborg verði afhjúpaðir og leyndin afnumin. Þess vegna eru orð Gylfa Magn- ússonar viðskiptaráðherra frá því á þriðjudag sérstakt fagnaðarefni, en hann sagði að hann vildi draga mikið úr bankaleynd og að hún skýrði að hluta til hvers vegna bankarnir komust upp með margt af því sem komið hefur í ljós og hann greindi frá því við sama tækifæri að sérfræðingar væru að koma hingað til lands sem Eva Joly lagði til að myndu aðstoða við rannsóknina á bankahruninu. „Hann segir fráleitt að bankaleynd eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að upplýsa að eigendur bankanna hafi lánað sjálfum sér mörg hundruð milljarða fyrir hrunið,“ sagði í frétt á mbl.is á þriðjudag. Viðskiptaráðherra átti ekki í neinum erfiðleikum með að greina hismið frá kjarnanum en það á Sigurður greinilega. agnes@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, genginn af göflunum, var það fyrsta sem mér datt í hug á þriðjudagsmorgun, þegar ég sá forsíðu Fréttablaðsins þar sem fjórdálka fyrirsögn á tveimur hæðum var: „Segir stolin trúnaðargögn frá Kaup- þingi notuð til hótana“. Þessi makalausa frétt eftir stjórnarformanninum fyrrverandi sýnir svo ekki verður um villst að mað- urinn kann ekki að skammast sín. Hann reynir að gera fréttaumfjöllun Morgunblaðsins um hans eigin lánveit- ingar til vina og stórra eigenda í Kaupþingi (gamla), upp á litla 478 milljarða króna, tortryggilega á svo ómerkilegan hátt að ég, sem kalla nú ekki allt ömmu mína þegar ósvífni er annars vegar, var bara orðlaus eftir lestur fréttarinnar. Í frétt Fréttablaðsins segir m.a.: „Í bréfinu segir Sigurður að sér hafi borist til eyrna alvarlegar ásakanir um að trúnaðargögn úr Kaupþingi hafi verið tek- in ófrjálsri hendi úr bankanum eða FME og gögnunum síðan „beitt af óprúttnum aðlum til að hóta fólki eða hræða það“.“ Hvað á Sigurður við? Hvernig veit hann að gögnum var stolið, ef hann veit ekki hvort þau hurfu úr Kaupþingi eða Fjármálaeftirlitinu? Hver stal gögn- unum að mati Sigurðar? Hann ýjar að því að það hafi verið Davíð Oddsson. Bíðum við, braust Davíð Oddsson inn í Kaupþing eða Fjármálaeftirlitið?! Ætl- ast Sigurður til þess að einhver taki mark á honum þegar hann veður fram eins og fíll í postulínsverslun og sveiflar rananum á báða bóga, án þess að renna með gögnum stoðum undir veikan málflutning? Í þessum efnum er Sig- urður fíllinn og við, saklaus almúginn, erum postulínið, svo einfalt er það. Sig- Eva Joly Gylfi Magnússon Sú leið, sem stjórnendur sjávar-útvegsfyrirtækisins HB Granda hafa nú farið; að láta launahækkanir, sem áður hafði verið samið um að fresta, koma til framkvæmda, var sú eina rétta í stöðunni sem þeir voru komnir í.     Það hefði raunar sparað stjórn-endum og eigendum félagsins umtalsvert slæmt umtal og álitshnekki að fara þessa leið strax og ákveðið var að greiða út arð til hluthafa.     Í umræðum umfyrri ákvörð- un félagsins, um að greiða út arð, hafa ýmsir talsmenn atvinnulífs- ins spurt með talsverðum þjósti hvort það eigi að banna fyr- irtækjum að borga arð; hvort fjárfestar eigi ekki að fá eðlilega ávöxtun af peningum, sem þeir gætu ávaxtað í banka.     Það er enginn að tala um slíktbann. Það segir sig hins vegar sjálft, að það hleypir illu blóði í launafólk, sem hefur fært miklar fórnir, að eiga að sætta sig við að fá ekki umsamdar launahækkanir vegna þess hvað fyrirtækin í land- inu standi illa, á sama tíma og fyrirtækið sem það starfar hjá stendur nógu vel til að greiða út arð.     Það þýðir ekki fyrir fyrirtækinað skjóta sér á bak við það að gerðir hafi verið heildarsamn- ingar um að fresta hækkunum. Enginn bannar fyrirtækjum að greiða hærri laun en kjarasamn- ingar kveða á um og það gera þau raunar flest þegar vel gengur.     Þetta segir heilbrigð dómgreindmönnum. Það er gott að hana eiga stjórnendur fyrirtækis á borð við HB Granda til í nógum mæli til að taka rétta ákvörðun. Rétta leiðin                            ! " #$    %&'  ( )                     * (! +  ,- . / 0     + -                             12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       !   "       " "     :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).? #!  #   # # # !#  # # # # # # # # # # #                           *$BCD           *! $$ B *!   $ %& ' ( (& (     ) * <2  <!  <2  <!  <2  $ '  (+  , -(. / DD                       87     !  !"  #   6  2   $    %#    #%&'# B  '& '(%   ) # &) & (!&'#   01 (%(22  ()%(3  )(+  , (4 #(   ( #(# Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR                                                              ! "      #$%                 &         '     (     )*+,,# )*#-,#                 !"   # $  %   &'      " '         .  ' /      (   ) * + ,-  (+%  "  -+ &* .  ,  000 , ,magnar upp daginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.