Morgunblaðið - 22.03.2009, Síða 11

Morgunblaðið - 22.03.2009, Síða 11
Fréttir 11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 skattur.is Skilafrestur Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur er til 23. mars. Hægt er að sækja um viðbótarfrest á skattur.is, lengst til 1. apríl. Símaþjónusta 511-2250 Í mars verður veitt aðstoð frá kl. 9 til 16 alla virka daga í síma 511-2250. Dagana 23., 30. og 31. mars og 1. apríl verður þjónustan í boði til kl. 19. Ertu nokkuð að verða of seinn? Fljótlegt, öruggt og einfalt að telja fram Það sem ógnar almanna- öryggi er ekki aðeins glæfralegur bankarekstur, heldur einnig sá möguleiki að bankastarfsemi leggist hreinlega af. Úr Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland, sem unnin var fyrir utanríkisráðu- neytið. Það er gaman að eiga þessa hluti en það er hægt að vera án þeirra. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Groups, í viðtali við Sunday Times, eftir að hann seldi einkaþotu sína og 50 metra langa Hessen-snekkju. Það mátti alveg ljóst vera að þetta viða- mikil aðgerð hlyti að kosta sitt, en lýð- ræðið er nú líka þess virði að því sé sómi sýndur. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra, spurður um væntanlegan kostnað af því að halda stjórnlagaþing. Auðvitað eru arðgreiðslur hjá öllum fyr- irtækjum til skammar þegar þau geta ekki borgað launahækkun – þá skiptir engu hvort það er HB Grandi eða ein- hver annar. Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna hjá HB Granda á Akranesi, en stjórn fyrirtækisins lagði til 8% arð- greiðslur til hluthafa á sama tíma og verkalýðsfélög hafa samþykkt frestun um- saminna launahækkana. Mér þykir menn hafa gengið of langt í að skýla sér á bak við bankaleynd og finnst að hún mætti vera veikari. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Þetta er lifibrauðið mitt og ég get ekki verið að mata einhverja ræningja á tón- listinni minni. Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem íhug- ar að hætta að gefa út plötur ef fólk hættir ekki að sækja þær á netið án þess að greiða fyrir. Viðkomandi hefur kannski verið hjá heimilislækninum í fjölda ára og lækn- irinn sér aumur á honum. Kristján Oddsson aðstoðarlandlæknir um þann vanda að eldri borgarar fái lækn- isvottorð til endurnýjunar ökuleyfis, þótt þeir teljist vanhæfir til aksturs. Í rauninni skil ég að þetta sé bannað hjá yngstu krökkunum, en í unglingadeild- um finnst mér þetta algjörlega óviðeig- andi. Níels Þóroddsson, nemi í Álftanesskóla, er ósáttur við farsímabann skólans. Við þurfum að spyrja okkur hver sé til- gangurinn með því að börnin noti sím- ana í tíma og ótíma. Björk Einisdóttir, formaður Samtaka heim- ila og skóla, segir hvern skóla setja sér reglur um farsímanotkun. Hér verður mansal ekki liðið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- málaráðherra kynnti aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali. Í fjölmiðlaumræðu er því haldið fram að Íslands sjálftökumenn hafi getað leikið lausum hala utan laga og réttar og haft í frammi ótrúlega athafnasemi í þágu eigin velsældar. Því miður bendir margt til að svo hafi verið … Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskatt- stjóri í harðorðum leiðara Tíundar, blaðs ríkisskattstjóra. Þetta er síld sem hefði bara drepist þarna og ekki valdið neinu öðru en skaða í umhverfinu. Þetta er frábært framtak og þjóðþrifaverk í leiðinni. Friðbjörn Ó. Valtýsson, formaður ÍBV, er ánægður með síldveiði í Vestmannaeyja- höfn, en íþróttafélagið nýtur góðs af ágóða af veiðinni. Þetta er í raun alveg öfugt við sjúk- dómavæðinguna, þetta er heilsuvæð- ing. Róbert Wessmann undirbýr samstarf við Mayo Clinic og íhugar hvort flytja beri sjúklinga til Íslands. Bankinn áleit að það yrði að vera eitt- hvað til þess að halda í þessa starfs- menn því þeir voru einfaldlega að búa til tekjur. Georg Andersen, upplýsingafulltrúi Straums, um bónusgreiðslur til starfs- manna. Straumur er í greiðslustöðvun. Ég sé innilega eftir því sem ég gerði fjölskyldu minni. Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem var sakfelldur fyrir barnsmorð, þrælahald, nauðganir, sifjaspell og fleiri glæpi. Ekki trúa honum, hann hefur sýnt sitt rétta andlit með því að reyna að not- færa sér trúgirni fólks. Christiane Burkheiser, saksóknari í málinu gegn Fritzl, gaf lítið fyrir iðrun hans. Ummæli ’ Morgunblaðið/Ómar Beðið eftir strætó við Hverfisgötu. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.