Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 12
12 Einkavæðing bankanna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Þeir bankar sem reynt var að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og viðbrögð þeirra í lok árs 2001Banki Viðbrögð Áhugi? Den Norske Bank (DnB) Lýsti yfir áhuga og skrifaði undir trúnaðarsamkomulag PIIC (Wachovia) Staðfesti áframhaldandi áhuga á Landsbankanum Swedbank Sýndi engin sérstök viðbrögð NordDeutsche Landesbank Lítill áhugi, vildi einbeita sér að Norðaustur-Evrópu WestDeutsche Landesbank Ekki áhugi á fjárfestingu til lengri tíma SEB Enginn áhugiNordea Afþakkaði þátttöku. Ísland ekki á kjarnasvæði bankans Svenska Handelsbanken Afþakkaði þátttökuUnion Bank of Norway Afþakkaði þátttökuDanske Bank Fannst kostnaður of hár miðað við smæð markaðar Jyske Bank Afþakkaði þátttökuSampo Leonia Lýsti ekki yfir neinum áhuga OKOBANK Landsbankinn passaði ekki við áætlanir bankans HBOS plc Lýsti ekki yfir neinum áhuga Royal Bank of Scotland Hafði ekki áhugaBank of Ireland Hafði ekki áhugaAllied Irish Banks Hafði ekki áhugaAnglo Irish Bank Hafði ekki áhugaKBC Afþakkaði þátttöku. Ísland utan kjarnasvæðis Bank of Nova Scotia Lýsti ekki yfir neinum áhuga CIBC Lýsti ekki yfir neinum áhuga Landesbank Schleswig-Holstein Lýsti ekki yfir neinum áhuga Hamburgische Landesbank Lýsti ekki yfir neinum áhuga Landesbank Baden-Wurttemb. Lýsti ekki yfir neinum áhuga 3 7 3 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 bruggverksmiðju sína í Rússlandi og leitaði eftir hentugum fjárfest- ingatækifærum fyrir ágóða sinn. Ekki með reynslu eða þekkingu Á fundi sem einkavæðinganefnd hélt daginn eftir að bréfið barst, 28. júní, var ekkert fjallað beint um til- boð Samson-manna. Hins vegar voru lögð fram drög að minnisblaði „vegna sölu í september,“ en kjöl- festuhlutur í Landsbankanum var á endanum seldur í þeim mánuði. Í kjölfarið var bókað að „nefndin taldi nauðsynlegt að ákvörðun um BÍ yrði tekin um leið og Landsbankamál yrði klárað og því var ákveðið að senda ekki minnisblaðið fyrr en LÍ yrði klárað.“ Minnisblaðið var sent frá einka- væðingarnefnd til Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi við- skiptaráðherra aðarbankanum á komandi hausti, en slíkur hluti hafði þá þegar verið seld- ur af Landsbankanum. Tveimur dög- um síðar breyttist það allt saman. Björgólfar senda bréf Þá sendu þrír fjárfestar, sem síðar tóku upp nafnið Samson, nefndinni bréf þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að kaupa kjölfestuhlut í Landsbank- anum. Bréf mannanna, Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteins- sonar, uppfyllti af ein- hverjum ástæðum allar helstu forsendur einka- væðingarnefndar sem höfðu verið settar fram í minnisblaðinu frá 18. júní utan þess að vera með erlent fjármála- fyrirtæki sem aðila að tilboðinu. Hópurinn hafði á þá nýverið selt Bravó- Í árslok 2001 lýstu tveir erlendir bankar, Den Norske Bank (DnB) og Wachovia, yf- ir áhuga á að eignast kjölfestuhlut í Landsbanka Íslands í kjölfar þess að HSBC, ráðgjafi íslenskra stjórnvalda í einkavæðingarferli bankanna, hafði boðið bank- ann til yfir 20 fjármálafyrirtækja. Bjóðendurnir hafa hingað til verið óþekktir. Auglýst eftir fjárfesti Ríkisstjórn Íslands ákvað á árinu 2001 að hefja ferli til að selja það sem eftir var af hlut ríkisins í Landsbankanum. Breski fjárfest- ingabankinn HSBC var ráðinn til að veita ráð- gjöf við söluna í ágúst og í kjölfarið var ákveðið Tilraun til að selja er- lendum bönkum Þ egar líða tók á sum- arið 2002 hafði söluferli á kjöl- festuhlut í Lands- banka Íslands leg- ið niðri frá árslokum 2001 og ekkert virtist í pípunum sem myndi koma því aftur af stað. Ríkið átti á þessum tíma rúmlega 48 prósenta hlut í Lands- bankanum og 55 prósent hlutafjár í Búnaðarbankanum. Sameiginlegt markaðsvirði þessara hluta var um 25 milljarðar króna. Starfsmenn framkvæmdanefndar um einkavæðingu (hér eftir einka- væðingarnefnd) útbjuggu minn- isblað, dagsett 18. júní 2002, sem heitir „kjölfestusala á hlut í Lands- banka Íslands hf. hugleiðingar“. Í því er meðal annars reifað að rúmt ár hafi verið liðið frá því að leit að slíkum kjölfestufjárfesti hófst en að hún hafi engu skilað. Mælt var með því að ef tilboð kæmi frá innlendum fjárfestum, en áður hafði verið ein- blínt á erlenda, þá þyrfti það að vera „í þriðjung hlutafjár bankans eða stærri hlut, gengi hlutabréfa til kjöl- festufjárfesta þyrfti að vera heldur hærra en það er núna á mark- aði...æskilegt að erlent fjármálafyr- irtæki sé meðal þeirra sem standa að tilboði í hlutinn.“ Vildu forðast óðagot Einkavæðingarnefnd fjallaði um málið á fundi sínum 25. júní þar sem Ólafur Davíðsson, formaður nefnd- arinnar, lét bóka að það væri hans skoðun að „fjármálamarkaður væri dofinn yfir helstu sumarmánuðina og því gæti verið erfitt að kalla fram ákvarðanir fjárfesta.“ Þorgeir Örlygsson, þá settur ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, sat fundinn og tók undir sjón- armið Ólafs. Í fundargerð er haft eftir honum að „nauðsynlegt væri að hafa heildarmyndina fyrir framan sig.“ Jón Sveinsson, fulltrúi utanrík- isráðherra í nefndinni, virtist á sömu línu og mennirnir tveir og lét bóka að hann teldi „skynsamlegt að bíða og forðast óðagot. Skipti máli að móta næstu skref bæði í Bún- aðarbankanum og Landsbank- anum.“ Því benti ekkert til þess að sölu- ferli á kjölfestuhlut í bönkunum tveimur væri í bígerð eftir fundinn. Þvert á móti var ákveðið að vinna að sölu á 20 prósent hlut í Bún- Tímalína 21. desember 2001: Frétta- tilkynning send út um að sölu á kjölfestuhlut í Landsbankanum verði frestað eftir mislukkaðar tilraunir til að selja hlutinn til fjölda erlendra banka. 18. júní 2002: Minnisblað starfs- manna einkavæðingarnefndar um hugleiðingar varðandi sölu á kjölfestuhlut í Landsbanka útbúið. 25. júní: Einkavæðingarnefnd fundar. Ekkert bendir til þess að söluferli sé í bígerð næstu mánuðina. 27. júni: Samson-hópurinn sendir bréf til einkavæðingarnefndar þar sem hann lýsir yfir áhuga á að kaupa að minnsta kosti þriðjung í Landsbankanum. 28. júní: Einkavæðingarnefnd fundar um „sölu í september“ án þess að minnast beint á Lands- bankann. 30. júní: Einkavæðingarnefnd sendir viðskiptaráðherra minnis- blað sem heitir „einkavæðing banka og tilboð í Landsbankann“. 2. júlí: Minnisblaðið sent til baka til einkavæðingarnefndar. Búið er að gera á því töluverðar breytingar. 5. júlí: Einkavæðingarnefnd fjallar formlega um tilboð Samson. 10. júlí: Auglýsing um sölu á kjölfestuhlut birt í Morgunblaðinu. 25. júlí: Síðasti dagur til að skila inn tilkynningum um áhuga. Alls berast fimm tilkynningar. 30.júlí: Minnisblað einka- væðingarnefndar um hverjir komi til greina sem kaupendur lagt fram.Tveir hópar útilokaðir. 4. september: Bréf sent til áhugasamra kaupenda þar sem óskað er eftir upplýsingum um það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða. 6. september: HSBC sendir einkavæðingarnefnd tölvupósta þar sem farið er yfir samræður við bjóðendur. 8. september: HSBC tilkynnir að Samson væri líklegast til að uppfylla markmið ríkisins. Einka- væðingarnefnd fundar í kjölfarið. 9. september: Átakafundi í einkavæðingarnefnd lýkur með því að samþykkt er að ganga til einkaviðræðna við Samson þrátt fyrir að tilboð hópsins hefði verið lægst. 10. september: Steingrímur Ari Arason segir sig úr einka- væðingarnefnd. 1. október: Ríkisendurskoðun skilar jákvæðri greinargerð um útboðið. 7. október: Formlegt tilboð berst frá Samson. 14. október: Bréf berst frá Björgólfi Thor Björgólfssyni til Valgerðar Sverrisdóttur. 17 október: Björgólfur Thor sendir formanni einkavæðingar- nefndar bréf og hótar að slíta viðræðum. 18. október: Skrifað undir sam- komulag um að selja 45,8 prósent í Landsbankann til Samson. 31. desember: Formlegur kaupsamningur undirritaður. Febrúar 2003: Björgólfur Guðmundsson verður stjórnar- formaður Landsbankans í kjölfar aðalfundar bankans. 7. október 2008: Fjármála- eftirlitið tekur yfir Landsbankann, skiptir honum upp í nýjan og gamlan banka og eignarhlutur allra hluthafa verður að engu. Samson eignast Samson Þremenningarnir Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.