Morgunblaðið - 22.03.2009, Síða 38
38 Kvikmyndir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Þ
að var í maí 1986 að góð-
kunningi minn í kvik-
myndabransanum var
nýkominn af hátíðinni í
Cannes þar sem hann
lenti að venju í miklum stjörnufans
og hafði frá mörgu að segja. Einn
viðburður yfirgnæfði þó allt annað,
svo að hann reis upp úr öðrum uppá-
komum á þessum stjörnubjörtu vor-
dögum.
„Ég er búinn að sjá slatta af
frægu fólki, leikurum og öðrum eft-
irminnilegum persónum“, sagði vin-
ur minn, „en á hátíðinni var m.a.
gamalfrægur jaxl, kominn um sjö-
tugt, og búinn að vera ein helsta
karlstjarna hvíta tjaldsins frá því
maður man eftir sér. Engu að síður
hafði hann svo rammsterka nærveru
og persónutöfra að ég hef aldrei
upplifað slíka útgeislun frá nokkrum
manni eða konu á lífsleiðinni.“
Þetta var Kirk Douglas.
Heilablóðfall verður
kveikjan að leikriti
„Leikarinn með hökuskarðið“,
einsog hann var kallaður stundum,
virðist hafa í botnlausan æskubrunn
að sækja. Um þessar mundir, á 93.
aldursári, er Kirk ekkert á þeim
buxunum að lúffa fyrir Elli kerlingu
heldur var hann að setja upp eins
manns sýningu þar sem hann stiklar
á litríkum ferli í leiklistarheiminum í
rösk 60 ár. Sýningin hófst í byrjun
mars í leikhúsi sem ber nafnið hans
vestur í Culver City í Los Angeles.
Ástæðan einföld, hann vildi hafa
eitthvað fyrir stafni, eitthvað nógu
geggjað. Kirk settist því niður á síð-
asta ári og hóf að skrifa verkið sem
nú er komið á fjalirnar.
Útkoman varð Before I Forget,
sýningarstaðurinn var ekki valinn af
handahófi því Kirk og Anne, kona
hans, gáfu hinu sögufræga Culver
City-kvikmyndahúsi hálfa þriðju
milljón dala upp úr aldamótunum, til
að endurbyggja það sem leikhús og
fríska upp á nágrenni þess. Það var
opnað með pomp og prakt fyrir tæp-
um fimm árum. Leikhúsið hefur allt-
af heillað listamanninn og hann á að
baki ófáa sigra á fjölunum í gegnum
tíðina.
Hin roskna ofurstjarna Sparta-
cus, Champion, Lust for Life og
tuga annara sígildra mynda varð
fyrir miklu áfalli fyrir 13 árum þeg-
ar hann fékk alvarlegt heilablóðfall
sem leit út fyrir að leggja hann í
rúmið til lífstíðar. Með þrotlausum
æfingum, ómældum lífskrafti og
léttri lund hefur Kirk náð sér að
mestu utan þess að hann á óhægt
um tal.
Kirk hefur látið hafa eftir sér að
heilablóðfallið hafi breytt viðhorfi
hans á mörgum sviðum og hann sjái
tilveruna í nýju ljósi.
„Leiksýningin mín dregur fram í
dagsljósið þetta nýja sjónarhorn,
hvað kom fyrir mig, hvernig það
breytti mér á ýmsa lund, bæði til
góðs og ills. Allir eiga sína reynslu,
ég hef lifað áhugaverðu lífi og hef
dregið það saman í heild til að fá ein-
hvern botn í það,“ segir þessi fræga
ímynd karlmennskunnar í hálfa öld.
Leikstjórinn Michael Ritchie, sem
starfar við The Kirk Douglas
Theatre og fleiri stofnanir sem
tengjast því, segir leikarann enn í
dag ósvikinn orkubolta.
„Kominn á þennan aldur, eykur
það við litagleðina í lífi mannsins að
líta um öxl á tilveruna líkt og þá
staðreynd að hann hefur þraukað af
alvarlegt heilablóðfall sem alltaf
minnir á sig. Hann notar það til
áhersluauka í heimspekilegum
vangaveltum um lífið. Það upplýsir
áhorfandann um hvernig hann á að
vega og meta eigið lífshlaup.“
Leikritið er alfarið hugmynd
Kirks. „Einn góðan veðurdag skaut
hann hugmyndinni að mér,“ segir
Ritchie. „Ég sagði honum að kýla á
það. Hann hafði áhyggjur af því að
ég hefði ekki lesið handritið en ég
svaraði því til að ég
þekkti æviferil hans líkt og
hann sjálfan.
„Lestu það fyrst, til
öryggis,“ þrábað gamli
jaxlinn, hann vildi
greinilega hafa vaðið fyr-
ir neðan sig. Sem ég
gerði og síðan fór allt á
fulla ferð.“
Douglas ákvað í
upphafi að sýning-
arnar yrðu aðeins
fjórar, yfir fyrstu
helgina í mars.
Ritchie var furðu
lostinn yfir við-
tökunum, en hver
einasti miði á allar
sýningarnar rauk út
á fyrsta söludegi.
Það hressir geð
áhorfenda og er
upplyfting fyrir
Kirk sem er far-
inn að tala um
áfallið sem sitt
„giftusamlega heila-
blóðfall“, en fyrst á
eftir áleit hann það
ígildi sjálfsmorðs.
„Ég held að nið-
urstaðan sem ég
komst að í mínum
lífspælingum sé að
maður verður að
borga til baka,“ sagði Kirk í
viðtali. „Ég kom úr örgustu
fátækt og lét mig ekki dreyma um
að verða milljónamæringur. Svo þú
ert skuldbundinn til að borga til
baka. Til allrar hamingju var konan
mín sammála.“
Hann getur litið stoltur yfir fram-
lag sitt til góðgerðarmála í sam-
félaginu, það stendur m.a. undir
Grunnskóla Kirks Douglas í Nort-
hridge; leikhúsinu í Culver City og
meira en 400 leikskólum á
vesturströndinni. Hann
hefur lagt áherslu á
að nemendur af
afró-amerísk-
um stofni fái
tækifæri
við skól-
ann því hann minnist þess hvernig
ástandið var í menntun þeldökkra
þegar hann var ungur. Kirk stund-
aði nám við St. Lawrence-háskól-
ann, þá var þar enginn litaður náms-
maður.
Læknar jafnt sem sjúklingar og
aðstandendur þeirra hæla Kirk á
hvert reipi fyrir að koma veikind-
unum og baráttunni við þau á fram-
færi við almenning. Kirk byrjaði á
að skrifa bók um þessa dýrkeyptu
reynslu og hvernig á að bregðast
við, snúa vörn í sókn. Þar hvetur
hann þá sem standa í sömu sporum
til að líta á ástandið jákvæðum aug-
um og berjast fyrir bata.
Vildi ekki leggjast í kör
Leikarinn lítur á sjúkdóminn
raunsæjum augum. „Þú sérð hvaða
spil þú hefur á hendi, ég held að mér
og öðrum sé það mikilvægt að sýna
að maður sé enn virkur. Ég vildi
ekki verða karlægur.“
Áhorfendur hrifust af leikritinu
og ekki síður úthaldi leikarans sem
stendur á sviðinu og talar látlaust í
hálfan annan tíma. Kirk bauð gagn-
rýnendur velkomna. „Af hverju
ekki, þetta er mitt líf, ann-
aðhvort líta menn
á það á jákvæð-
an eða nei-
kvæðan
hátt.“
Kirk
hefur ver-
ið spurður að
því hvort hann
hafi hug á að
færa upp Be-
fore I Forget á
austurströnd-
inni, á Broad-
way, en hefur
gefið það frá
sér. Treystir
sér ekki til að
standa á svið-
inu í 90 mínútur
átta sinnum í
viku. Nú um
stundir lætur hann
sér nægja vest-
urströndina.
„Maður verður að átta
sig á að samhliða því sem
aldurinn færist yfir er maður
æ meira upp á aðra kominn.
Hvað leikritinu viðvíkur var ég að
gera eitthvað fyrir sjálfan mig og
samtímis aðra.“
Á eftir lokasýningunni gekk
Michael Douglas á sviðið og færði
föður sínum rjómaís og gamla múr-
boltanum vöknaði um augu. Gjöfin
hefur e.t.v. litið undarlega út þegar
Wall Street-stjarnan kom á sviðið en
ísformið hafði mikilvægt táknrænt
gildi, því í verkinu lýsir hann því
hversu litla athygli hann fékk frá
föður sínum þangað til hann ákvað
dag einn að sjá Kirk litla koma í
fyrsta skipti fram á sviðið í leikskól-
anum.
Faðir hans hældi honum aldrei
fyrir leiklistarhæfileikana – en hann
færði drengnum sínum rjómaís.
Kirk lætur þess getið að ísinn hafi
verið hans „persónulegi Óskar“, og
hvatning til að leggja fyrir sig leik-
listina.
Langur og farsæll ferill
Kirk Douglas á að öllum líkindum
ekki eftir að leika í fleiri bíómynd-
um, þar hefur hann skilað sínu dags-
verki og það með meiri glæsibrag og
á eftirminnilegri hátt en flestir aðrir
starfsbræður hans. Krafturinn sem
heillaði vin minn á Cannes skilaði
sér svo sannarlega á tjaldið. Hann
var karlmennskan uppmáluð með
frábæra, grófa rödd sem hann beitti
Á meðan ég m
Á tíræðisaldri setti stór-
leikarinn og goðsögnin
Kirk Douglas upp eins
manns sýningu vestur í
Hollywood
Gerðarlegur Ein stærsta varðan á
ferli Kirk Douglas er stórmyndin
Spartacus frá árinu 1960.
Virtur Douglas var heiðraður við Óskarsverðlaunaafhendinguna árið 1996.