Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 39
á eftirminnilegan hátt og glymur
manni enn í eyrum. Illmenni eða
góðmenni, hlutverkin skiptu ekki
máli, hann afgreiddi þau öll af með-
fæddum skörungsskap. Engin ódýr
brögð, hann þurfti ekki á þeim að
halda þessi vörpulegi listamaður.
Með sitt hrífandi bros eða morð-
glampa í augum fyllti hann út í
rammann og kafsigldi oftar en ekki
mótleikarana, a.m.k. þá sem voru af
sama kyni.
Kirk Douglas var skírður Issur
Danielovitch Demsky og er af rúss-
neskum gyðingaættum. Sem fyrr
segir var fjölskyldan bláfátæk, fað-
irinn vann fyrir heimilinu með því að
safna tuskum og öðru ónýti, eins og
The Ragman’s Son, nafnið á ævi-
sögu Kirks, bendir til. Hún kom út
fyrir hálfri öld og varð metsölubók.
Ungi Issur reyndist bæði frábær
námsmaður og liðtækur fjölbragða-
glímukappi og vann fyrir sér með
íþróttinni á háskólaárunum. Þaðan
lá leiðin í American Academy of
Dramatic Arts, sonur tuskusalans
hafði fundið köllun sína í leikhúsinu.
Ein skólasystir hans var Laureen
Bacall, sem átti eftir að reynast
Kirk haukur í horni við að komast
inn fyrir múra Hollywood. Önnur
bekkjarsystir hans var Diana Dill,
sem átti eftir að verða eiginkona
hans og fæða honum soninn Michael
árið 1944, en þau skildu áratug síð-
ar.
Að námi loknu var Kirk að byrja
að skapa sér nafn á sviði þegar
Bandaríkin drógust inn í síðari
heimsstyrjöldina og hann var
kvaddur í herinn. Kirk var leystur
undan herskyldu eftir að hann slas-
aðist á vígstöðvunum árið 1943 og
var byrjaður að fá hlutverk á Broad-
way þegar vinkona hans, Bacall,
kynnti hann fyrir framleiðandanum
Hal Wallis. Framhaldið er skráð í
kvikmyndasöguna, Wallis treysti
nýliðanum fyrir einu aðalhlutverk-
anna í rökkurmyndinni The Strange
Love of Martha Ivers (́46), Kirk
fékk fína dóma, það sópaði að hon-
um og nú varð ekki til baka snúið.
Beint á toppinn
Það liðu aðeins þrjú ár þangað til
nafn Kirks var á hvers manns vörum
fyrir magnaða frammistöðu í hlut-
verki hnefaleikara í Champion, og
fyrsta Óskarsverðlaunatilnefningin
var í höfn. Myndin er ein sú besta
um þessa grimmu íþrótt og ekki síð-
ur baktjaldamakkið og spillinguna
sem er jafnan skammt undan. The
Bad and the Beautiful (́52), eftir
Vincente Minelli, er ein af skraut-
fjöðrum leikarans og leikstjórans.
Kirk finnur sig mætavel í hlutverki
kvikmyndaframleiðanda sem notar
alla sem næst honum standa til að
olnboga sig upp metorðastigann.
Þeir segja jafnframt söguna.
Árið 1958 gerði hann eðalvestr-
ann A Man Without a Star undir
handleiðslu Kings Vidors. Þar leikur
hann ráðsmann sem elskar ósnortna
víðáttu villta vestursins og tekur til
sinna ráða þegar nýir landnemar
fara að setja upp girðingar í paradís.
Myndin vakti mann til umhugsunar
um umhverfisvernd, þó það skýrðist
ekki fyrr en mörgum árum síðar. A
Man Without a Star er í miklu uppá-
haldi á þessum bæ, líkt og Lonely
are the Brave (62), tímamótamynd
um miðaldra kúreka sem lætur eins
og vestrið standi í stað þó komið sé
fram á 7. áratuginn. Hann hleypir
hestinum sínum á malbikaðri hrað-
brautinni og gerir sér sjálfsagt
manna best grein fyrir að hann er
tímaskekkja; tími forngripa á borð
við hann er löngu liðinn. Hann reyn-
ir að bjarga vinkonu sinni úr fang-
elsi sem reynist feigðarflan.
Frumherji í Hollywood
Kirk var með fyrstu mönnum
(ásamt Jimmy Stewart) til að setja
fram háar kaupkröfur og eign-
arhlutdeild í framleiðslu kvik-
myndaveranna. Með því að setja
upp sitt eigið framleiðslufyrirtæki,
Bryna (heitir í höfuðið á móður
hans), gat leikarinn/framleiðandinn
fengið ákveðna sneið af kökunni.
Framsýni Kirks gerði hann stórauð-
ugan, ekki síst á Spartacus (́60),
einni fyrstu mynd Bryna, sem færði
honum og leikstjóranum, Stanley
Kubrick, aukna frægð og frama og
gnótt fjár. Þeir Kubrick höfðu
nokkrum árum áður lokið við stríðs-
ádeiluna Paths of Glory með minn-
isstæðum árangri.
Það er ekki hægt að renna yfir
feril Kirks án þess að nefna Burt
Lancaster, aðra kempu með ekki
ólík persónueinkenni. Þeir fé-
lagarnir unnu saman að einum sjö
myndum, þ.á m., The Gunfight at
the OK Corral. Lancaster fór með
hlutverk Wyatts Earps, fógeta í
Tombstone, en Kirk lék vin hans,
Doc Holiday í þessum snilldarvestra
Johns Sturges.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
nokkrum eftirlætismyndum á ferli
leikarans, sem margir minnast
gjörla úr The Hereos of Telemark
(́65), sem naut feikilegra vinsælda
hérlendis. Af öðrum frægum verk-
um má nefna Seven Days in May
(́64), þar sem mótleikari hans var
Lancaster; A Gunfight (́71), sem var
ein af sárafáum myndum Johnny
Cash; Posse (́75), óvenjulegur vestri
þar sem hann leikstýrði sjálfum sér,
og The Fury (́78), ein af gæðamynd-
um Brians De Palma. Síðustu stór-
myndir Kirks Douglas komu á önd-
verðum 9. áratugnum,
framtíðartryllirinn The Final Co-
untdown (́80), og hin ástralska The
Man From Snowy River, sem er í
hópi hans bestu.
Kirk hlotnaðist margvíslegur
heiður á viðburðaríkri og blómlegri
starfsævi, m.a. þrjár Óskars-
verðlaunatilnefningar og Heiðurs-
Óskar árið 1996 fyrir hálfa öld sem
leiðandi afl í kvikmyndaheiminum.
an …
Harðjaxl Douglas sló fyrst í gegn í kvikmyndinni Champion árið 1949.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009
FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók - Myndir - Skeyti
VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • SÍMI 5628500 • WWW.MULALUNDUR.IS
FÆST Í ÖLLUM HELSTU
BÓKAVERSLUNUM LANDSINS
Gesta
bók,
mynd
a- og
skeyta
safn