Morgunblaðið - 22.03.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 22.03.2009, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Á VEF Dalabyggðar http://www.dala- byggd.is er að finna at- hyglisverða fund- argerð frá 41. fundi sveitarstjórnar frá 24. febrúar 2009. Þessi fundargerð er um margt fleira merkileg, en í henni kemur með- al annars fram að byggðaráð hafi falið sveitarstjóra að móta tillögu til sveitarstjórnar um framkvæmd fyrirhugaðra breytinga á skólamálum Dalabyggðar. Forsaga málsins er sú að unnin var forvinna fyrir nokkru að hug- myndum um hagræðingu í skóla- málum sem fræðslunefndin fékk svo til umsagnar og áframsendi aftur til ákvörðunar. Forvinna skilaði þrem- ur hugmyndum að sameiningu stofnana, sem svo voru kynntar í Grunnskólanum Tjarnarlundi nokkru áður. Þær stofnanir sem um ræðir eru Grunnskólinn í Búðardal, Grunnskólinn í Tjarnarlundi, Tón- listarskóli Dalasýslu og Leikskólinn í Búðardal. Það sjá það allir strax að ekki er vit í að hafa jafnmarga skólastjóra og stofnanir. Því var þörf á hagræðingu, um það er ekki deilt. Aðferðirnar hins vegar, hugn- ast okkur mörgum ekki. Í fund- argerð 41 kemur fram að sveit- arstjórn samþykkti þáframlagða tillögu sveitarstjórans, Gríms Atla- sonar um að sameina öll skólamálin undir einn nýjan stjórnanda og aug- lýsa nýja stöðu stjórnanda/ rekstrarstjóra sem helst á að hefja starf 1. maí nk. Síðan á að breyta nafni skólans og bæta í starfið stjórn æskulýðsmála og tómstunda- starfs auk heilsdagsskóla og stjórn mötuneytis. Starf aðstoðarskóla- stjóra er lagt niður með þessu og gerir nýtt skipurit, enn sem komið er, ekki ráð fyrir neinum næstráð- anda í þessum stofnunum nema í leikskólanum, en þar verða aðstoð- arleikskólastjóri og einn deild- arstjóri. Í Tjarnarlundi á það heita verkefnisstjóri. Ef ég skil þetta allt rétt, þá verður enginn skólastjóri lengur í Grunnskólanum í Búð- ardal. Það er ljóst að hér eru menn að fara nýjar leiðir sem fá for- dæmi eru fyrir. Þessi nýi stjórnandi/ rekstrarstjóri á vera á ferðinni milli stofnana og mun líklega aka að Tjarnarlundi í einn til tvo daga í viku og ekki er fyrirséð hver heldur um taumana á meðan, nema kannski leikskólinn eigi að vera yfir Grunnskólanum til vara! Þetta hljómar jafnundarlega og það er. En það var ekki beðið með fram- kvæmdir og þá erum við komin að kjarna málsins. Þriðja virkan dag þaðan í frá barst skólastjóra, aðstoð- arskólastjóra og leikskólastjóra uppsagnarbréfið og auglýsingin kom strax daginn eftir, þ.e. fjórða daginn frá fundi. Allir vilja skilvirka stjórnsýslu, en er þetta ekki einum of? Aldrei hefur neitt verið fram- kvæmt í Dalabyggð af slíkum ofur- hraða. Drifið í gegn áður en íbúar vita hvað er um að vera eða hafi yf- irleitt neitt um það að segja. Það skal tekið fram hér að í Dalabyggð hefur verið búið að því lengi að hafa mjög hæfa og góða stjórnendur í Grunnskólanum. Leikskólastjóra hefur verið boðin deildarstjórastaða, en skólastjóranum og aðstoð- arskólastjóranum almennar kenn- arastöður! Hvaða stöður, stöður hinna kennaranna? Hvar og í hverju felst hagræðingin? Tíu milljónir í sparnað á ári segir sveitarstjórinn. Tvær í Tjarnarlundi og eina milljón í Búðardal, þá eru enn sjö eftir. Það hlýtur þá að vera Tónlistarskólinn sem spara á mest á. Hefði ekki verið einfaldast að leggja Tónlistarskól- ann bara undir Grunnskólann í Búð- ardal og vagga bátnum ekki meira í bili? Fækka um einn stjórnanda og gefa þar með íbúum ráðrúm til átta sig betur á málunum. Þetta fólk á biðlaunarétt í heilt ár! Akstur 1-2 ferðir í viku 80 km í hvert skipti auk dagpeninga er ekki frítt. Það er ekki viðunandi að sýna ekki sundurliðað fram á hverju þetta á að skila. Heppilegast og ódýrast hefði áreiðanlega verið að setjast strax að samningum við þá skólastjórnendur sem fyrir eru og semja upp á nýtt. Sveitarstjórnarmenn Dalabyggðar verða að átta sig á því eins og önnur lítil sveitarfélög hafa mátt reyna, að grunnskólinn er kjarnaeining hvers einasta samfélags á landsbyggðinni og harla viðkvæmt mál allvíða. Í þessum málaflokki næst hvað víð- tækust samstaða íbúa byggðanna án tillits til stjórnmálaskoðana. Það er óviðunandi að sveitarfélag- ið standi fyrir uppsögnum í nafni vafasamra hagræðinga á tímum eins og við erum að upplifa á Íslandi í dag. Hér ríkir nú undirliggjandi óánægja, ólga og óvissa sem ber að eyða sem fyrst. Íbúar Dalabyggðar hafa ekki fengið neina kynningu á hvaða leið yrði valin og þar sem síð- asta samþykkt sveitarstjórnar er sett af stað með slíkum ofurhraða, þá er nokkuð ljóst að ekki hefur þótt ástæða til samráðs innan sveitarfé- lagsins. Því ætla ég að óska eftir því að sveitarstjórn/sveitarstjóri Dala- byggðar skýri á þessum vettvangi hvert er verið að stefna málefnum Grunnskólans í Búðardal, hvers vegna liggur svona á og útskýra í hverju hagræðingin felst. Jafnframt er hér með skorað á íbúa Dala- byggðar að krefjast þess að sveit- arstjórn afurkalli nú þegar áð- urbirta auglýsingu um nýjan stjórnanda/rekstrarstjóra, skoði málin betur í samráði við íbúana og eyði þar með óöryggi og óvissu sem ríkir fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Guðrún Jóhanns- dóttir fjallar um skólamál í Dala- byggð » Aldrei hefur neitt verið framkvæmt í Dalabyggð af slíkum of- urhraða. Drifið í gegn áður en íbúar vita hvað er um að vera eða hafi yfirleitt neitt um það að segja. Guðrún Jóhannsdóttir Höfundur er bankastarfsmaður, foreldri og íbúi í Dalabyggð. Skólamál Dalabyggðar ALVEG er það fá- ránlegt að sjá og heyra hvernig fjölmiðlafólk misnotar orðið „menn- ing“. Stundum er sagt „bókmenntir og menn- ing“ og þá eru bók- menntir trúlega annað en menning. Svo er stundum sagt „menn- ing og listir“. Þá þýðir menning eitt og list eitthvað annað en menning. Svo kemur að því að ekkert fer á milli mála með þýðingu orðsins, þegar „menningin stenst að fullu samanburðinn við aðrar atvinnu- greinar, menningin sé arðbær“ o.s.frv., samkvæmt niðurstöðu Ágústs Einarssonar, rektors Háskól- ans í Bifröst, um athugun hans á arð- semi listar. (Haft eftir Bergþóru Jónsdóttur í þætti Moggans um list- ir.) Það fer heldur ekki á milli mála hvað átt er við með blaðsíðum í blöð- um og tímaritum sem brennimerktar eru orðinu „menning“, því þar er ein- göngu átt við hvers konar listir, alveg frá óperum til nútíma dægurlaga- tónlistar, svo og ritlist, leiklist, dans- list, myndlist og bara flest orð sem enda á list. Og alveg var hann Sigmundur Ernir Rúnarsson hreint óborg- anlegur, þegar hann horfði ein- arðlega beint í augu landans í þætti sínum „Mannamáli“ á Stöð 2 og sagði, eftir að hafa rætt við hitt og þetta fólk um alla mögulega menningu, að nú, á eftir auglýsingum („handan auglýsinga“), yrði „menningin“ á dag- skrá. Og hvað var í boði? Jú, umsagnir fag- urra meyja, með blik í augum og bros á vör, um nýjustu skáldsög- urnar. Og um hvað fjöll- uðu þær flestar? Jú, um subbuleg morð og leit löggunnar að morðingj- anum. Sú leit leiddi fleiri glæpi og meiri subbuskap í ljós, auk þess sem morðinginn fannst allt- af að lokum, sem var og er náttúrlega hið besta mál. En þetta var nú öll „menningin“ á þeim bænum. Síðan kom „doktorinn“ sjálfur með um- sagnir um dægurlagatónlist sem í flestum tilfellum var flutt af íslensk- um hljómsveitum með framandi er- lendum nöfnum. Mikið skemmti ég mér vel er Einar Kárason sagði í viðtali við Sigmund Erni, í fyrrnefndum þættti, að menn- ingin hefði lifað af „borgarastyrjöld- ina“ á Íslandi og átti þar við Sturl- ungu. Og um hvað fjallar svo Sturlunga? Jú, um stríð, svik, morð og alls konar glæpi. Sem sagt, það er ekki menning að stunda glæpi, það er alveg á hreinu, en það verður „menning“ þegar skáldin hafa fært ósómann í letur. Í Fréttablaðinu, í janúar er leið, talaði Njörður P. Njarðvík um íþrótt- ir og menningu og átti þá við íþróttir og listir. Íþróttir eru ekki menning að hans mati. Ekki vildi hann kannast við að gjörningar Páls Óskars, Arn- aldar Indriðasonar og Ladda til- heyrðu „menningunni“, öllu heldur iðnaðinum. Eins og iðnaðurinn væri ekki menning. Svona gæti ég haldið áfram að taka dæmi um ranga notkun á orðinu „menning“, því á hverjum einasta degi birtist nýr „menningarbullari“ sem notar orðið menning þegar hann meinar list, en ég læt ofangreind dæmi nægja. Æ, mikið hlakka ég til þegar þætt- ir um listina, sem kallaðir eru „menn- ing“, verða bara nefndir eftir henni. Það er nefnilega móðgun við alla landsmenn að kalla ekkert annað en listir menningu, en ekki við öðru að búast þegar meira að segja menntuð- ustu menn landsins þekkja ekki þýð- ingu orðsins. Menningin er alls stað- ar í þjóðfélaginu og nefni ég aðeins mennta- og heilbrigðismál, fræði- greinar, íþróttir, iðnað, tækni, land- búnað og … bara hvað sem er. Svo er náttúrlega til ómenning og lágmenn- ing en það er nú annað mál. Kannski ættu fréttir af glæpum hvers konar að kallast „ómenning“? „Og snúum okkur næst að ómenn- ingunni … handan auglýsinganna.“ Menningarbullið á Íslandi Margrét Jónsdóttir skrifar um menn- ingu »Mótmæli því að að- eins listir séu flokk- aðar sem „menning“ hjá fjölmiðlum. Margrét Jónsdóttir Höfundur býr á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.