Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 48

Morgunblaðið - 22.03.2009, Side 48
48 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 VAKA hefur svarað gagnrýni Röskvu á ráðn- ingu fram- kvæmdastjóra Stúdentaráðs. Í svörum sínum hefur hún sakað Röskvu um lág- kúru með harðri gagnrýni sinni á ráðningarferlið. Ef það er lágkúra að krefjast þess að stúdentar heyri sannleikann er Röskva sannarlega sek. Röskvu finnst hins vegar mun verra, og meiri lágkúra, að einstaklingur hafi verið ráðinn í launaða stöðu (með 220.000 kr. á mánuði) fyrir það eitt að njóta hylli hjá réttum aðilum í flokknum. Í yfirlýsingu Vökuliða kemur fram að þrjú atriði hafi orðið til þess að Jó- hann var tekinn fram yfir Júlíu Þor- valdsdóttur, núverandi fram- kvæmdastýru SKHÍ. I. Jóhann hafi verið sá eini sem uppfyllti allar hæfniskröfurnar á „fullnægjandi“ hátt. Röskva neitar því ekki að Jóhann hafi uppfyllt allar hæfniskröfurnar sem settar voru fram, enda sniðnar að honum per- sónulega. Röskva neitar hinsvegar að hann sé talinn hæfastur umsækj- anda og eins gagnrýnum við það að hvergi sé tekið fram hvernig hinir umsækjendurnir uppfylltu ekki fyrr- nefndar kröfur. Eina hæfniskrafan sem Jóhann virðist hafa uppfyllt bet- ur en Júlía var þekking á störfum Stúdentasjóðs. Sú krafa er í reynd hæsta máta undarleg þar sem eina aðkoma framkvæmdastjóra að sjóðn- um er að borga út úr honum – með öðrum orðum bókhald! Júlía hefur meiri reynslu af bókhaldi og er því í raun hæfari til þess að koma að sjóðnum. II. Júlía eigi sæti í stjórn Bygging- arsjóðs námsmanna og þar sé hags- munaárekstur þar sem fram- kvæmdastjóri/stýra sitji stjórnarfundi Félagsstofnunar stúd- enta. Nú hafa allir stúdentar við HÍ að- gang að íbúðum á vegum BN. Því taldi Röskva reynslu Júlíu innan stjórnar BN fremur koma stúd- entum til góða, sérstaklega þar sem BN og FS eru ekki samkeppnisaðilar heldur frekar samstarfsaðilar. Ef Vökuliðar töldu að þarna væri um hagsmunaárekstur að ræða hefðu þeir einfaldlega átt að spyrja Júlíu hvort hún væri tilbúin að segja af sér í stjórn BN. Sem hún er. III. Jóhann hafi getað hafið störf strax og verið tilbúinn í mikla sjálf- boðaliðavinnu. Júlía sagðist einnig geta hafið störf strax, þó að hún þyrfti mögulega að sitja nokkra fundi hjá mennta- vísindasviði. Varðandi sjálfboðavinnu Jóhanns þá var, eins og kom fram í fyrri rökstuðningi Röskvu, auglýst eftir aðila í 100% starf, ekki 120% og ekki 85%. Hitt er annað mál að hags- munabarátta stúdenta gerist ekki á skrifstofutíma en það veit Júlía vel enda hefur hún verið viðloðandi hagsmunabaráttu stúdenta í langan tíma. Hún var hinsvegar aldrei spurð hvort hún væri tilbúin að vinna auka sjálfboðavinnu og er því ekki hægt að hafna einhverjum á forsendum sem viðkomandi er aldrei spurður út í og fær aldrei tækifæri til að svara. Vaka hefur reynt að slá ryki í augu stúdenta. Hún hefur reynt að telja stúdentum trú um að það sé lágkúru- legt að benda á spillingu og léleg vinnubrögð innan okkar eigin sam- taka, líkt og nú þegar kærasti for- manns Stúdentaráðs var ráðinn í launaða stöðu hjá ráðinu. Þegar ég var lítil var viðkvæði okk- ar krakkanna oftast „af því bara!“ þegar við gátum ekki svarað fyrir eitthvað og þannig er viðkvæði Vöku einnig nú þegar gengið er á þau. Jó- hann Már var hæfastur! Afhverju? Af því bara! Tökum slík rök ekki gild. Við verð- um að losna við einkavinavæðinguna, spillinguna og hina gegndarlausu græðgi sem einkennir starfshætti meirihlutans nú og hefur litað sam- félag okkar allt of lengi hér á Íslandi. Krefjumst alvöru svara. Og af því bara er ekki svar! BERGÞÓRA SNÆBJÖRNSDÓTTIR, oddviti Röskvu. „Af því bara“ er ekki svar Frá Bergþóu Snæbjörnsdóttur: Bergþóra Snæbjörnsdóttir Í FRAMHALDI af fyrirspurn sem birtist í Morgunblaðinu þann 10. mars sl. og varðaði hagnað af raf- orkusölu Kárahnjúkvirkjunar, lang- aði undirritaðan að leggja orð í belg. Orkukaup Alcoa frá Kára- hnjúkavirkjun eru nú um 500.000 KW á klukkustund eftir því sem heyrst hefur. Ef rétt er að verð á kílówatt- stundina sé um 2 krónur, þá gerir það 24 milljónir króna á sólarhring, eða um 8.760 milljónir á ári. Kostnaður Landsvirkjunar við reksturinn er vinnulaun, viðhald og vextir. Við skul- um geyma aðeins afborgunina sjálfa af láninu (frestum því vegna krepp- unnar). Kostnaður við rekstur virkj- unarinnar gæti þannig verið um 18 milljarðar á ári. Dæmið lítur þá þann- ig út: Tekjur 8.760 milljónir. Gjöld: 18.000 milljónir. Það vantar sem sé 9.240 milljónir á ári hverju í orkusölu svo þetta geti gengið upp. Það er ekki að undra þó að ekki finnist nein lána- stofnun í veröldinni sem lánar Lands- virkjun í næstu ævintýri á undir 27% vöxtum. Tap á orkusölunni er í raun raun- verulegur hagur Alcoa því þeirra kostnaður af mannahaldi (450 starfs- menn x 5 milljónir á hvern starfs- mann að meðaltali, forstjóri, áróð- ursmeistari og aðkeypt þjónusta) er um 2.600 milljónir. Viðhald á kerum og annar rekstrarkostnaður gæti auðveldlega numið um 1.000 millj- ónum. Samtals gerir þetta um 3.600 milljónir á ári. Mismunurinn (þ.e. á raunverulegum raforkukostnaði og því sem Alcoa greiðir) er um 5.640 milljónir á ári hverju sem Alcoa hefur þá í rauninni til að kaupa súrál, greiða flutningskostnað. Þannig að í raun þá er það íslenska þjóðin sem kaupir öll aðföngin til álversins og gefur Alcoa á hverju ári. Þá vantar afborganir af lánum vegna virkjunarinnar, en þær gætu numið 7 – 8.000 milljónum mið- að við að lánin séu greidd upp á 30 ár- um. Sá sem stjórnar Landsvirkjun er uppgjafapólitíkus. Hann starfaði áður sem fjármálaráðherra. Í því starfi þurfti að finna breiðu bökin til að bera byrðarnar og þá valdi hann ung börn til skattlagningar, börn sem báru út blöð á morgnana. Hann fékk ákúrur frá Davíð Oddssyni fyrir vikið. Svona gera menn ekki, sagði Davíð þá. Eitt- hvað hefur forstjórinn lært, því í dag hefur hann þó valið breiðari hóp til að bera heimskulegar byrðar, það er alla þjóðina sem mun svo súpa seyðið af þessari vitleysu um ókomin ár. JÚLÍUS GUÐMUNDSSON, rafvirkjameistari, Melgerði 9, Reykjavík. Um hagnað af raforkusölu Kárahnjúkavirkjunar Frá Júlíusi Guðmundssyni ÞAÐ ER óhætt að segja að mörgum fyrverandi og núverandi nemendum F.Su. hafi brugðið heldur betur í brún yfir þeim fréttum sem borist hafa af skólanum undanfarið og þeirri um- ræðu sem eftir hefur fylgt í net- heimum, þar sem bloggarar hafa verið iðnir við að setja inn færslur þar sem upphrópunarmerki og fullyrðingar hefur ekki verið sparað. Vilja gár- ungar jafnvel meina að verið sé að leggja skólann og orðspor hans í ein- elti. Á síðum Morgunblaðsins hafa verið birtar slæmar fréttir af ofbeldi innan veggja skólans, andlegu sem og lík- amlegu. Það er mat okkar allra að ein- elti og líkamsmeiðingar eigi aldrei rétt á sér, hvorki í skólum né annars stað- ar og taka verði fast á hverju máli um leið og það kemur upp. Hafa ber í huga að hvert mál er einstakt og þarf að skoða sem slíkt, ekki er sanngjarnt að dæma heildina út frá fáum ger- endum. Samfara fréttum af ofbeldi birti Morgunblaðið frétt hinn 24. febr- úar sl. með fyrirsögninni Einelti látið viðgangast á Selfossi þar sem fjallað er um klíkumyndun og slæman fé- lagsanda innan veggja F.Su. Í ljósi þessara frétta langar okkur að fjalla um reynslu okkar af F.Su. sem við teljum að endurspegli upplifun mikils meirihluta fyrrverandi og núverandi nemenda. Fjölbrautaskólinn er lifandi afl Nemendur F.Su. eru að jafnaði í kringum 1.000 talsins af landfræðilega mjög stóru svæði, allt frá Ölfusi í vestri og austur að Lómagnúpi. Eðli- lega halda vinir og kunningjar úr grunnskóla hópinn, þegar þau koma blaut á bak við eyrun í nýjan og stóran skóla. Á göngum skólans hefur mynd- ast hefð fyrir því að hvert svæði haldi sig á svipuðum stað í frítíma, þ.e. Rangæingar eiga sitt horn, Þorláks- höfn sitt. o.s.frv. þó þetta hafi nú aldr- ei verið algilt eða tekið mjög hátíðlega. Því finnst mörgum það grátbroslegt að í dag skuli þetta heita klíkumynd- un, þ.e. að krakkar sem koma frá svip- uðum slóðum, ferðast saman í skóla- rútu daglega og hafa mörg hver þekkst frá barnæsku kjósi að halda sig saman þegar komið er í nýjan skóla, allavega svona til að byrja með. Fjölbrautaskólakerfið er þó þannig að fljótlega blandast hópurinn saman og innan tíðar eru þessir hópar farnir að blandast meira og meira saman. Fólk á þessum aldri vill gjarnan líta á sig sem fullorðna einstaklinga og í fjöl- brautakerfi þurfa þau að taka tölu- verða ábyrgð á sínu námi og kennslu- stundirnar eru sjaldnast með sama hópnum, líkt og tíðkast í bekkjakerfi, sem leiðir til þess að nemendur kynn- ast mun breiðari hóp en ella. Auðvitað er þetta einstaklingsbundið, sumir blómstra í þessu kerfi en öðrum finnst þeir verða utanveltu. Mikil fjölbreytni í námi og tómstundum sem F.Su. býð- ur upp á auðveldar nemendum að finna sinn farveg og sína sam- ferðamenn í námi og leik. Því þykir okkur það rangtúlkun að kalla þetta klíkumyndun og halda því fram að innan veggja F.Su. sé og hafi verið meiri hópamyndun en í öðrum skól- um. Það er ekki sú mynd sem flestir gamlir nemendur hafa af þessum opna og líflega skóla sínum. Það eru svartir sauðir í hverjum hópi, þeir finnast í F.Su. eins og öðr- um skólum. Skólayfirvöld í F.Su. hafa tekið á svona málum af eins mikilli hörku í gegnum tíðina og þeir hafa heimildir til að gera. Við skólann hefur ávallt starfað reynslumikið og gott starfsfólk og skólanum stýrt af hæfum og vinsælum skólastjórum allt frá stofnun hans. Allt menn sem hafa starfað lengi við skólann og notið mik- ils trausts allflestra nemenda sinna. Eins hafa skólayfirvöld verið einkar dugleg og virk í samstarfi við nem- endur og hafa nemendur skólans alltaf haft mikið að segja um stefnu hans og áherslur. Innan skólans er mjög virkt „nemendalýðræði“. F.Su. er suðupottur, þar sem hrá- efnin eru nemendur frá landsvæði sem spannar nánast fjórðung Íslands. Í þessum skóla myndast vinatengsl og kunningsskapur fólks óháð búsetu, aldri eða fyrri afrekum. Í raun má segja að Fjölbrautaskóli Suðurlands sé helsta og virkasta miðstöð Suður- lands. Þar kynnast Hvergerðingar og Mýrdælingar rétt eins og Tungna- menn og Selfyssingar tengjast þar vinaböndum. Því sárnar okkur þetta slæma um- tal sem skólinn hefur þurft að þola. Þessi dökka og ljóta mynd sem dregin hefur verið upp af skólanum end- urspeglar á engan hátt upplifun og reynslu okkar af Fjölbrautaskóla Suð- urlands og ekki heldur upplifun stórs meirihluta þeirra sem búa að því að hafa eytt sínum helstu mótunarárum innan veggja þessa stóra og góða skóla sem F.Su. er. Fyrir hönd ánægðra núverandi og fyrrverandi nemenda F.Su. EINAR MATTHÍAS KRISTJÁNSSON, GUÐRÚN ÁLFHEIÐUR THORARENSEN, MÁR INGÓLFUR MÁSSON, fyrrum nemendur F.Su. Fjölbrautaskóli Suðurlands – Opinn og líflegur skóli Frá Einari Matthíasi Kristjánssyni, Guðrúnu Álfheiði Thorarensen og Má Ingólfi Mássyni NÚ HEFUR þingmaðurinn Jón Bjarnason heldur betur villst af leið. Eða er hann á atkvæðaveiðum? Þannig er mál með vexti að þessi maður, sem fer fyrir flokki VG í Norðvesturkjördæmi, gerðist heldur betur uppvís að tvískinnungshætti á dögunum er hann skrifaði lofgrein í blaðið um sementsverksmiðjuna á Akranesi. Þessi maður sem þykist aðra daga vera talsmaður „grænna gilda“ er allt í einu orðinn talsmaður mengandi verksmiðja inni í miðju þéttbýli. Veit maðurinn ekki að þessi verk- smiðja er barn síns tíma og það meira að segja slysabarn. Á þeim tíma voru til menn sem vildu þessa verksmiðju utan bæjarins en nú 50 árum seinna eru þröngsýnir menn að lofa þetta umhverfisslys. Og ekki nóg með það, heldur líka að endurnýja leyfi fyrir eiturspúandi verksmiðjum. Er hægt að taka mark á öllu þessu græna tali VG-manna þegar einn af forsvarsmönnum flokksins leggst svo lágt að mæra þessa forljótu bygg- ingu, framtíðarsorpbrennslu Íslands, inni í miðju íbúðahverfi, við eina mögnuðustu útivistarparadís lands- ins, Langasand? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Akranesi. Hinn villuráfandi Jón Bjarnason Frá Margréti Jónsdóttur HVAÐA embættismaður í þessu landi ætti síst að verða þjóð sinni til skamm- ar? Viðtöl sem forsetinn hefur veitt ýmsum blaðamönnum og ummæli á sendiherrafundum hafa orðið til þess að enginn virðist hafa undan að leið- rétta óviðunandi ummæli frá forseta Íslands. Þetta hefur orðið til þess að virðing núverandi forseta hefur dregist svo neðarlega að ekki verður við unað lengur. Að vísu hefur forsetinn mjög gott fordæmi frá fyrrverandi ríkisstjórn og stórum hluta núverandi stjórnar sem virtist halda að það væri bara nægj- anlegt að hanga í forystustólunum á frekjunni einni saman. En það hefur oft verið sagt að þjóð fái þá stjórn sem hún á skilið. En hvað er það sem hin ís- lenska þjóð hefurgert sem gerir það að verkum hún situr uppi með kolóhæft lið? Embættisferill núverandi forseta hefði átt að vera íslenskri þjóð næg að- vörun þegar hann var fjármálaráð- herra og kom á hinum herfilega ekknaskatti. Undir hans forystu voru lögð á einhver svívirðilegustu ólög sem nokkru sinni hafa verið sett í þessu landi. Og þetta var sett undir merkjum „vinstri“ stjórnar. Þegar núverandi forseti Íslands var í ræðustól á Alþingi og talaði um „skítlegt eðli“ var hann þá kannski, í það skiptið, að tala um sjálf- an sig? Nú er það svo að hver blaðamað- urinn eftir annan hefur eftir forset- anum ummæli sem þarf að bera til baka. Forsetahjónin eru jafnvel að ríf- ast fyrir framan blaðamenn og svo á einhver að reyna að koma því til skila að blaðamaðurinn hafi misskilið allt saman. Manni dettur í hug hvort tungu- málakunnátta forsetans sé nógu góð til þess að hann geti bara yfirleitt komið sínu áliti til skila á mannsæm- andi hátt. En fyrst maðurinn er svona illa máli farinn af hverju í ósköpunum reynir ekki einhver að koma fyrir hann vitinu? Hvað þarf hann að verða oft þjóð sinni til minnkunar til þess að verða vikið frá? Í blaðagrein var hann ákærður fyrir það að segja ósatt. En tepruskapurinn í sambandi við embættið var svo mikill að það mátti ekki segja það á hreinni íslensku. Ný- lega var fylkisstjóra í einu fylki í Bandaríkjunum vikið frá fyrir að ætla að selja þingsæti sem núverandi for- seti Bandaríkjanna hafði gegnt. Þegar fylkisþingið samþykkti þar með öllum samhljóða atkvæðum að víkja honum frá var ekki einn einasti þingmaður sem greiddi atkvæði á móti því að víkja honum frá, ekki reyndu einu sinni flokksbræður hans að verja hans skítlega eðli. Hvenær skyldi það ger- ast á Íslandi að óhæfum aðila yrði vik- ið frá? En þar fylgdi sú regla að fylk- isstjórinn var með því dæmdur óhæfur til að taka við starfi fyrir fylkið ævilangt. Hér á Íslandi hefur það gerst að þingmaður gat ekki tekið sæti á „háttvirtu“ alþingi vegna þess að hann sat í fangelsi. Og svo tala menn á alþingi með alveg með gíf- urlegri virðingu hver um annan, mað- ur hefur það á tilfinningunni að þeir séu heilagir. Manni dettur það svona í hug, hve- nær það verður skylda að menn hafi setið í fangelsi til að verða kjörgengir til alþingis Íslendinga og þá hve lengi? BERGSVEINN GUDMUNDSSON er á ellilaunum og borgar skatt af þeim. Embættisferill forseta Íslands Frá Bergsveini Gudmundssyni Pera vikunnar: Margfeldi þriggja pósitífra talna er 72. Summa þessara sömu talna er 15. Hvaða þrjár tölur eru þetta? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 30. mars. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 23. mars. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.