Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.03.2009, Qupperneq 55
Auðlesið efni 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARS 2009 Morgunblaðið/Kristinn Leik-verkið Þú ert hér, sem fjallar meðal annars um ástandið í þjóð-félaginu í kjöl-far banka-hrunsins, verður frum-sýnt í Borgar-leikhúsinu 26. mars. Í til-efni af því fékk leik-húsið Porsche Cayenne-jeppa að láni, en hann verður hluti af leik-myndinni sem tákn-mynd þess sem átt hefur sér stað hér á landi. Á meðan á sýningum stendur greiðir leik-húsið af-borganir af bílnum fyrir eiganda hans, en að sögn Jóns Páls Eyjólfssonar, eins af aðstand-endum sýningarinnar, þótti betur við hæfi að fara þá leið en að leita til bíla-umboðanna. Á myndinni má sjá leikarana Jón Pál, Jón Atla Jónasson og Hall Ingólfsson við hlið jeppans. Porsche í leik-sýningu Lög-reglan á höfuð-borgar-svæðinu réðst í síðustu viku til inn-göngu í iðnaðar-húsnæði á Esju-melum á Kjalar-nesi þar sem gríðar-lega umfangs-mikil kannabis-ræktun hefur átt sér stað. Lagt var hald á nokkur hundruð kanna-bis-plöntur á ýmsum stigum ræktunar og var greini-legt á að-stæðum að menn kunnu vel til verka við ræktunina. Lög-regla segist aldrei hafa séð neitt í líkingu við um-fang ræktunarinnar. Tveir karl-menn voru á staðnum og voru þeir hand-teknir en um 10 lögreglu-menn tóku þátt í aðgerðunum. Karl Steinar Valsson, aðstoðar-yfir-lög-reglu-þjónn og yfir-maður fíkni-efna-deildarinnar, telur lík-legt að kannabis-plöntur hafi verið ræktaðar í hús-næðinu í nokkur ár. Kannabis-ræktun gerð upptæk Morgunblaðið/Kristinn Skuldir íslenskra fyrir-tækja jukust um tæpa 9.000 milljarða króna á árunum 2006 og 2007, og voru 15.685 milljarðar króna í árs-lok 2007. Þessi tala er niður-staða út-tektar sem em-bætti ríkis-skatt-stjóra gerði á skatt-fram-tölum fyrir-tækja. Óyggjandi tölur verða ekki ljósar fyrr en í október, þegar ríkis-skatt- stjóri hefur gert út-tekt á skatt-fram-tölum fyrir árið 2008. Til saman-burðar má nefna að skuldir fyrir-tækja námu 346 milljörðum árið 1998. Þá skulduðu 18 ein-staklingar meira en 1.000 milljónir hver í fyrra sam-kvæmt skatt-framtali. „Þegar búið var að reikna þetta var mönnum brugðið, því er ekki að neita,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkis-skatt-stjóri um þær upp-lýsingar sem birtar hafa verið um skuldir ein-staklinga og fyrir-tækja. Hann segir að þegar fyrir hafi legið að stór hluti eigna myndi hverfa eftir banka-hrunið hafi skulda-staða fyrir-tækjanna verið skoðuð sér-staklega og þetta sé út-koman. Skuldir fyrir- tækja og einstaklinga Íslenska karla-lands-liðið í hand-knatt-leik vann sigur á Make-dóníu í Skopje, 29:26, í riðla-keppni Evrópu-mótsins. Þykir völlurinn í Skopje einn sá erfiðasti heim að sækja, en lið Íslands lét ekki heima-menn slá sig út af laginu. „Þetta var frá-bær sigur á fjand-sam-legum úti-velli. Byrjunin skipti miklu máli, við náðum að byggja upp góða vörn og Bjöggi var heitur í markinu,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrir-liði Íslands, við Morgun-blaðið eftir leikinn, en hann var marka-hæstur með níu mörk. „Þetta er ein skemmtilegasta höll í Evrópu, því heima-mennirnir eru svo blóð-heitir og þjóðar-stoltið er gríðar-legt. Það er magnað að ganga inn á völlinn og finna hatrið frá áhorfendum. En þeir mega eiga það, að þeir voru drengi-legir eftir leik og klöppuðu fyrir okkur, sem er ákveðin viður-kenning á okkar frammi-stöðu,“ sagði Guðjón Valur. AP Aron Pálmarsson á stórleik og skoraði sex mörk í leiknum. Ísland vann Makedóníu Austur-ríkis-maðurinn Josef Fritzl, sem hafði dóttur sína í haldi niðri í kjallara í um aldar-fjórðung og eignaðist með henni sjö börn, hefur verið sak-felldur í öllum ákæru-liðum. Þá hefur hann verið dæmdur til ævi-langrar vistunar á stofnun fyrir geð-sjúka einstaklinga. Fritzl, sem er 73 ára gamall, var fundinn sekur um morð, nauðgun, sifja-spell og að hneppa dóttur sína í ánauð. Hann sagðist iðrast gjörða sinna. Hann verður fluttur á sérstaka öryggis-geð-deild. Josef Fritzl sak-felldur Reuters Peninga-stefnu-nefnd Seðla-banka Íslands hefur lækkað stýri-vexti um eitt prósentu-stig, úr 18% í 17%. Aðrir vextir Seðla-bankans verða einnig lækkaðir í sama mæli. Stýri-vöxtum var síðast breytt hinn 28. október og voru þá hækkaðir um sex pró-sentu-stig. Vaxta-lækkunin nú er fyrsta ákvörðun um stýri-vexti bankans eftir að nýr banka-stjóri tók við, Norð-maðurinn Svein Harald Øygard. Stýri-vextir lækka Straumur-Burðarás sagði upp 79 starfs-mönnum, þar af 38 á Íslandi og 41 í Bret-landi og Dan-mörku. Straumur hefur fengið greiðslu-stöðvun til 11. júní. Bankinn til-kynnti til Samtaka starfs-manna fjármála-fyrir-tækja og Vinnu-mála-stofnunar að 45 starfs-mönnum bankans á Íslandi yrði sagt upp frá og með 31. mars og 45 í vor eða sumar. Upp-sagnir hjá Straumi Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér til for-mennsku í Sam-fylkingunni. „Í ljósi niður-stöðu próf-kjörsins í Reykjavík 14. mars síðast-liðinn og þeirrar miklu hvatningar og ein-dregnu óska sem ég hef fengið frá félögum mínum um land allt hef ég ákveðið að bjóða mig fram til for-manns Sam-fylkingarinnar ,“ segir í tilkynningu frá Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna býður sig fram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.