Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
L
aganemar við Stanford-
háskóla í Kaliforníu
leggja sitt af mörkum
til að alræmdri löggjöf
ríkisins um harðar
refsingar við þriðja brot verði
breytt. Þeim hefur þegar tekist að
fá fanga lausa úr fangelsi, sem ann-
ars sáu fram á lífstíðarfangelsi eftir
að hafa verið dæmdir fyrir þriðja
brot sitt. Við slíkan dóm eiga menn
í fyrsta lagi möguleika á náðun eftir
25 ár í fangelsi.
Svokölluð „Three strikes“ lög
voru sett í Kaliforníu fyrir fimmtán
árum. Þau draga nafn sitt af þeirri
reglu hafnaboltans, að við þriðja
misheppnað högg verði kylfingur að
víkja af velli. „Þriðja högg“ afbrota-
manna í Kaliforníu þýðir að þeir
geta átt lífstíðarfangelsi yfir höfði
sér.
Mikill stuðningur kjósenda
Lögin hafa sætt mikilli gagnrýni,
enda ófá dæmi um að menn fái svo
þungan dóm eftir smávægilega
glæpi. Fyrir fáum árum var t.d.
mikið fjallað um afbrotamann, sem
tók pitsusneið af börnum og var þar
með dæmdur fyrir sitt þriðja brot.
Reyndar ber að geta þess, að til
þess að verða svo illa úti þurfa fyrri
brotin að teljast ofbeldisfull eða al-
varleg. Undir ofbeldisglæpi falla
t.d. morð, að sjálfsögðu, rán á heim-
ilum með hættulegum eða banvæn-
um vopnum, nauðganir og önnur
kynferðisbrot. Önnur alvarleg brot
eru innbrot á heimili og líkams-
árásir.
Lögin nutu mikils stuðnings Kali-
forníubúa árið 1994, þegar 72%
kjósenda samþykktu þau. Alls hafa
26 ríki Bandaríkjanna nú samþykkt
slík lög, þótt sjaldnast séu þau eins
afdráttarlaus og í Kaliforníu. En
þau eiga það þó sammerkt að þriðja
brot getur falið í sér hættuna á lífs-
tíðardómi, án möguleika á náðun
fyrr en eftir langan tíma. Oftast er
þá miðað við aldarfjórðung.
Stal verkfærum
Laganemar við Stanford-háskóla
hafa sett upp ókeypis lögfræðiað-
stoð, þar sem verðugum málefnum
er sinnt. Fjöldi þarlendra háskóla
býður upp á svipaða þjónustu, en
margir horfa fyrst og fremst til
þess að aðstoða fanga sem hafa
verið dæmdir saklausir. Á und-
anförnum árum hafa t.d. ófá málin
verið leyst með DNA-greiningu,
sem ekki var möguleg þegar
glæpirnir voru framdir.
Laganemarnir í Stanford vita
vel, að skjólstæðingar þeirra
hafa framið þá glæpi, sem þeir
voru dæmdir fyrir. Þeir eru hins
vegar ósáttir við hversu smá-
vægilegir sumir glæpirnir eru,
sem teljast sem „þriðja högg“ og
fela í sér lífstíðarfangelsi.
Sl. þriðjudag skýrði dagblaðið
Los Angeles Times frá síðasta
sigri laganemanna á rétt-
arkerfinu. Norman Williams
hafði verið dæmdur til lífstíð-
arfangelsis fyrir 13 árum,
þegar hann var 32 ára,
eftir að hafa verið
fundinn sekur um
þjófnað á bíltjakki
og verkfærum úr
bíl. Hann hafði áður
verið dæmdur tví-
vegis fyrir innbrot
á heimili, sem
flokkast sem al-
varlegur glæpur.
Lögin gera ráð
fyrir að dómarar
geti vikið frá
þriggja brota regl-
unni, en þeir verða
þá að leggja mat á
sögu brotamannsins, per-
sónu hans og hversu lík-
legt telst að hann muni
brjóta af sér á ný. Lög-
maður Williams hafði
ekki rakið ömurlega sögu
hans fyrir dómaranum,
sem vissi það eitt að mað-
urinn hafði stundað hnupl
og ýmsa smáglæpi frá
bernsku.
Williams ólst upp við
hörmulegar aðstæður hjá
móður, sem var langt leiddur
alkóhólisti og skildi börn sín oft
eftir ein heima dögum saman.
Honum og systkinum hans var
ítrekað nauðgað af vinum móð-
urinnar og hann var barinn með
rafmagnssnúru. Hann hefur litla
greind, rétt yfir mörkum þess að
teljast þroskaheftur.
Eftir að Stanford-nemendurnir
tóku mál Williams að sér fékkst
það endurupptekið. Sami dómarinn
og hafði áður dæmt hann til lífstíð-
arfangelsis ákvað að hæfileg refs-
ing hans teldist 10 ár. Áður vildi
hann þó að tryggt væri að mað-
urinn hefði að einhverju að hverfa,
svo laganemarnir tryggðu honum
vist í skýli fyrir heimilislausa, þar
sem hann fær einnig þjálfun til
einfaldra verka. Þegar nýi dóm-
urinn féll hafði Williams þegar set-
ið inni í 13 og var sleppt.
Vonast eftir lagabreytingum
Þegar hafa refsidómar fjögurra
skjólstæðinga Stanford-nemanna
verið styttir verulega. Þremur
þeirra hefur verið sleppt úr haldi.
Laganemarnir telja ótal dæmi um
að menn sitji í lífstíðarfangelsi,
með möguleika á náðun í fyrsta
lagi eftir 25 ár, vegna fremur smá-
vægilegra brota, að þeirra mati.
Þar eigi fátækir, geðveikir og fíkl-
ar mjög undir högg að sækja. Með
starfi sínu vilja þeir benda á
hversu harkalega lögunum hefur
stundum verið framfylgt, í þeirri
von að þeim verði breytt.
Eitt, tvö, þrjú...úr leik!
KJÓSENDUR í Kaliforníu samþykktu
árið 2000 breytingar á lögunum um
harða refsingu við þriðja brot. Í
breytingunni fólst að hægt væri að
dæma afbrotamenn til viðeigandi
fíkniefnameðferðar, í stað lífstíð-
arfangelsis, væru þeir gripnir með
fíkniefni á sér.
Fyrir fjórumárum var
lagt fram laga-
frumvarp í Kali-
forníu, sem átti
að tryggja að
afbrotamenn
yrðu ekki
dæmdir til lífs-
tíðarfangelsis
nema þriðja
brotið teldist
ofbeldisfullt
eða alvarlegt að
öðru leyti, rétt
eins og fyrri
tvö.
Arnold
Schwartzeneg-
ger ríkisstjóri var mjög andsnúinn
frumvarpinu. Hann lýsti því yfir að
yrði það að lögum yrði að láta 26
þúsund hættulega glæpamenn og
nauðgara lausa. Staðreyndin var
hins vegar sú að á þeim tíma voru
um 8 þúsund fangar sem dæmdir
höfðu verið til lífstíðarfangelsis,
með möguleika á náðun eftir 25 ár,
ekki 26 þúsund.
Áróður ríkisstjórans hreif. Frum-
varpið var fellt í kosningum, 52,3%
kjósenda höfnuðu því, en 47,3%
voru því fylgjandi.
Stiklur
Mike Reynolds, ljósmyndari í Kaliforníu,er upphafsmaður lagasetningarinnar um
harðar refsingar við þriðja brot. Hann ákvað
að beita sér í kjölfar þess að 18 ára dóttir hans,
Kimber, var myrt árið 1992. Hún streittist á
móti þegar tveir menn rændu af henni veskinu. Annar
þeirra skaut hana.
Reynolds vildi að lögin yrðu einföld, ákveðin og
nógu hörð til að fæla menn frá glæpum. Þau kveða á
um að refsing manns við annað alvarlegt brot skuli
vera tvöfalt þyngri en við fyrsta slíkt brot. Brjóti
menn alvarlega af sér í þriðja sinn skuli refsingin að
lágmarki verða 25 ára fangelsi, eða til lífstíðar.
Reynolds er enn mjög áberandi í umræðunni um
þriggja brota lögin og kemur sjónarmiðum sínum á
framfæri á síðunni www.threestrikes.org. Hann þakk-
ar lögunum þá staðreynd að glæpatíðni hefur lækkað
í Kaliforníu frá setningu þeirra. Hann segir lögin hafa
bjargað einni milljón manna frá því að verða fórn-
arlömb ofbeldisglæpa, þar sem þeir glæpamenn, sem
líklegastir séu til að endurtaka slíka glæpi, sitji á bak
við lás og slá.
Þurfti ekki fleiri fangelsi
Gagnrýnendur segja lögin of oft leiða til þess að
menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir smáglæpi.
Reynolds gefur lítið fyrir þau rök, bendir á að fyrri
brotin tvö þurfi ávallt að teljast alvarleg til að þriggja
brota reglan gildi og að allar líkur séu á að sá sem
dæmdur hafi verið fyrir tvö alvarleg brot muni fremja
hið þriðja.
Hann bendir á að ekki hafi þurft að byggja fjölda
fangelsa í Kaliforníu eftir að lögin tóku gildi, eins og
margir hafi óttast. Hann harmar hins vegar að ekki sé
samræmi í því hvort saksóknarar kjósi að beita lög-
unum gegn afbrotamönnum. Sumir geri það alltaf,
aðrir sjaldan eða aldrei.
Þótt Reynolds vilji gjarnan þakka lögunum færri
glæpi í Kaliforníu hafa margir bent á að glæpum
fækkaði víða í Bandaríkjunum á árunum eftir gild-
istöku laganna og
þakka það hertri lög-
gæslu. Þá hefur glæpa-
tíðni aukist nokkuð á ný á
undanförnum árum, þótt lögin
séu enn í gildi.
Rökrétt mat
Árið 2003 tók Hæstiréttur Bandaríkjanna fyrir mál
manns, sem hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi,
með möguleika á náðun eftir 50 ár. Þriðji glæpur hans
var stuldur á nokkrum myndböndum. Áður hafði hann
hins vegar margoft verið dæmdur fyrir smáglæpi og
tvívegis fyrir innbrot, líkt og Norman Williams.
Þegar þriggja brota lögin komu til kasta Hæsta-
réttar Bandaríkjanna ritaði meirihluti réttarins í
dómsorðinu: „Rétturinn er ekki „yfirlöggjaf-
arsamkoma“ sem dregur lögmæti þessarar stefnu í
efa. Það er nóg að Kaliforníuríki hafi sanngjarnan
grunn til að draga þá ályktun að verulega þyngdar
refsingar fyrir síbrotamenn þoki ríkinu nær mark-
miðum réttarkerfis síns á raunverulegan
hátt … Vissulega er refsing Ewings hörð. En hún end-
urspeglar það rökrétta mat löggjafans, sem taka þarf
tillit til, að taka þurfi úr umferð þá afbrotamenn sem
framið hafa alvarleg brot eða ofbeldisfull og sem
halda áfram að brjóta af sér.“
Alríkisdómstóll taldi refsinguna óhæfilega, en
Hæstiréttur hnekkti dóminum, með þessum rökum,
að einstök ríki ættu að geta tekið ákvörðun um að
hafa síbrotamenn bak við lás og slá. Fimm hæstarétt-
ardómarar stóðu að dóminum, fjórir voru andvígir.
Stuðningsmenn laganna fögnuðu niðurstöðunni, en
andstæðingarnir benda á nauman meirihlutann og
segja andstöðu við lögin fara vaxandi.
Lög í Kaliforníu geta leitt til þess að afbrotamenn fari í lífstíðarfangelsi við þriðja brot
Stundum þykir þriðja brotið of smávægilegt til að menn verðskuldi svo þunga refsingu
Barátta föður fórnarlambs
Það er mikil upplifun að feta í fótspor Íslendinganna sem fluttust vestur um
haf í von um betra líf og er helsti tilgangur ferðarinnar að kynnast sögu
þeirra, taka þátt í Íslendingadeginum, en einnig að skoða fleiri áhugaverða
ferðamannastaði og kynnast lífinu eins og það er í dag. Flogið til Minneapolis
þar sem gist verður í eina nótt áður en haldið er til Grand Forks í
Norður-Dakóta. Þaðan verður ferðast um blómlegar sveitir Íslendinga og tekið
þátt í Íslendingadeginum í Mountain. Næsti áfangastaður er Winnipeg þar sem
gist verður í 6 nætur. Farið í ferðir um Nýja-Ísland, s.s. til Heklueyjar, Árborgar
og að sjálfsögðu tekið þátt í hátíðarhöldunum á Íslendingadeginum í Gimli.
Næst verður ekið til Minnesota og gist í 2 nætur í Duluth við Lake Superior, en
í lok ferðar er einnig farið í skoðunarferð í Minneapolis.
Fararstjórar: Margrét Björgvinsdóttir &
Ragnheiður Kjærnested
Verð: 269.200 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus!
Innifalið: Flug, skattar, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn
SUMAR 5
29. júlí - 13. ágúst
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Íslendingaslóðir í
Kanada
Allarskoðunarferðirinnifaldar!