Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 38
38 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Garðar
Garðsláttur og beðhreinsun í
sumar. Garðsláttur og beðhreinsanir
fyrir húsfélög og einstaklinga. Við
kíkjum á garðinn hjá þér og gefum
þér tilboð. ENGI ehf. Sími: 857 3506.
Er öspin til ama?
Sérhæfum okkur í að fella og
fjarlægja tré að öllum stærðum og
gerðum. Eitrum líka í rót.
Upplýsingar í síma 695 -1918.
Gisting
floridahus.is
Sumarfrí til Orlando, Flórída. Glæsi-
leg og vel útbúin sumarhús og íbúðir
til leigu í Orlando, Flórída.
info@floridahus.is
Apartments in Reykjavík
WELCOME - 2-3 room apartments,
open in May, June, July, August.
Beds for 4-6. All you need, free
Internet con. www.eyjasolibudir.is
Ph.+3548986033, eyjasol@internet.is
Heilsa
Léttari á fæti með Smart Motion
Viltu læra að hlaupa á léttari máta?
Hlaupa með minna álagi á fætur, liði
og mjóbak? Komdu á Smart Motion
hlaupastílsnámskeið. www.smart-
motion.org, s. 896 2300.
Hljóðfæri
Píanó óskast
Er einhver sem notar ekki píanóið sitt
lengur? Er að leita mér að uppréttu
píanói í góðu ásigkomulagi gegn
vægu verði. Verðhugmynd 30 til 60 þ.
Uppl. í síma 6614753 eða
fronverji@hotmail.com
Dúndurtilboð
Kassagítarar: 1/4 stærð kr.
10.900 pakkinn með poka,
strengjasetti og stilliflautu. 1/2
stærð kr. 7.900. Full stærð kr.
12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr.
12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá
kr. 29.900. Hljómborð frá kr.
17.900. Trommusett kr. 49.900
með öllu.
Gítarinn, Stórhöfða 27,
sími 552 2125.
www.gitarinn.is
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu
í vesturbænum
3ja herbergja íbúð til leigu á
góðum stað í vesturbænum, nál.
Háskólanum. Góðar suðursvalir.
Geymsla fylgir. Laus í júní.
Upplýsingar í síma 669 1170.
Húsnæði óskast
Óska eftir 3-4ra herb. íbúð
í Seljahverfi
Óskum að leigja góða 3-4 herb. íbúð í
langtímaleigu í Seljahverfi sem fyrst.
Erum par með 1 barn, erum traust og
reglusöm, reykjum ekki. Vinsam-
legast hafið samband: 615 0843.
Íbúð óskast
Reglusamur 46 ára kvk. nemi og
starfsmaður í heilbrigðisgeiranum
óskar eftir einstaklingsíbúð með
geymslu, helst miðsvæðis í Rvk.
Greiðslugeta 65 þús. GSM 662 0678.
Hraunbær, 110 Rvk.
Til leigu 4 herb. íbúð í Hraunbæ, 110
Rvk. Leigist til lengri eða skemmri
tíma. Laus strax. Uppl. í s. 893-3836
eða jonsist@simnet.is
Fallegt heimili óskast
30 ára kona, reyklaus, reglusöm og
róleg óskar eftir íbúð til leigu á
höfuðb.svæðinu. 50 fm+, 2 hb. eða
stór stúdíó. Vantar íbúð þar sem leyfi-
legt er að hafa gæludýr. Jarðhæð og
gjarnan í úthverfum borgarinnar. Sjá
nánar: aanana.blog.is, s: 661 4008.
Bílskúr
Tveir bílskúrar hlið við hlið /
Geymsla. Til leigu 27 fm bílskúrar
eða geymslur í Hafnarfirði. Afgirt,
malbikað og lokað svæði með vökt-
un. Rafmagn, vatn, hiti og sameigin-
legar snyrtingar. Verð 35 þús. pr. m.
Uppl. í 898 1705.
Sumarhús
Þrastahólar - Grímsnesi
Snyrtilegt og nýstandsett 58 m²
sumarhús á góðri 5.500 m²
eignarlóð. 100 m² sólpallur.
Upplýsingar í síma 898-1598.
Lækkað verð aðeins 14,4 millj.
Skoða skipti á hjólhýsi.
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Rotþrær-siturlagnir
Heildarlausnir - réttar lausnir.
Heildarfrágangur til sýnis á staðnum
ásamt teikningum og leiðbeiningum.
Borgarplast, www.borgarplast.is
s. 561 2211 - Völuteigi 31 -
Mosfellsbæ.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Smart Motion hlaupastíll
Lærðu að hlaupa á léttari máta með
Smart Motion hlaupatækninni.
www.smartmotion.org
Smári, s. 896 2300.
Byrjendanámskeið í tennis
Skemmtileg byrjendanámskeið í
tennis fyrir fullorðna í sumar. Sumar-
skráning hafin. Tíu tíma námskeið.
Upplýsingar í síma 564 4030 og á
tennishollin.is
Tómstundir
ÆVINTÝRI Í BORGARFIRÐI
www.sumarbudir.is
s:551-9160
SUMARBÚÐIR MEÐ SÉRSTÖÐU!
Til sölu
Hjóla- og bílaflutningakerra
til sölu, lengd 6,60 m, breidd og hæð
2,50 m. Verð 3,5 millj. Tilboð 2.190
þús. Áhv. 1.200 þús. Glitnir. Afb. 25
þús. Uppl. í s: 898-1598.
Verslun
Stúdent 2009
Stúdentagjafir í miklu úrvali.
Gallerí Símón, Laugavegi 72,
s. 534-6468.
Pierre Lannier
Falleg og vönduð armbandsúr. Frönsk
hönnun, svissnesk verk, 2 ára ábyrgð,
mikið úrval og gott verð (gamalt
gengi). ERNA, Skipholti 3, s. 552
0775, www.erna.is
Bókhald
Bókhald - Framtöl
Framtals- og bókhaldsþjónusta -
VSK uppgjör, stofnun EHF. erfðarfjár-
skýrslur o.fl. Sanngjarnt verð.
Uppl. í s. 517-3977.
Bókhald, vsk-skil, skattframtal
o.fl. fyrir einstaklinga, einyrkja og
félög. Aðstoðum einnig við kærur,
stofnun ehf. og léna og gerð heima-
síðna. Áralöng reynsla.
Dignus ehf.- dignus.is - s: 699-5023.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
er komin móða eða raki á milli
glerja. móðuhreinsun ÓÞ.
sími 897-9809.
Lagnahönnun / HVS Designer
(HVAC) Almenn lagnahönnun, lagna-
þjónusta ásamt stillingum hita- og
loftræsikerfa, bilanaleit /greining
o.fl. Vönduð og reynslurík vinnu-
brögð. Upplýs. í síma 893 7124.
GULL-GULLSKARTGRIPIR
Kaupum til bræðslu allar tegundir
gullskartgripa, gamla, nýlega, ónýta,
gegn staðgreiðslu. demantar.is
Magnús Steinþórsson,
Pósthússtræti 13, sími: 699-8000.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari getur bætt við sig
verkefnum. Inni og úti. Vönduð og
öguð vinnubrögð. Sanngjarnt verð.
Uppl. í síma 897 2318.
Bátar
TIL SÖLU 40 HA MERCURY
utanborðsmótor. Uppl. í s. 892 2030.
UMRÆÐAN um sjávarútvegs-
fyrirtækin í landinu er verulega und-
arleg um þessar mundir að okkar
mati. Talað er um sjávarútvegsfyr-
irtæki sem einsleitan hóp fyrirtækja
og rekstur og aðgerðir fárra fyr-
irtækja heimfærð upp á allan
fjöldann. Við erum 3. og 4. kynslóð
sjómannsfjölskyldu í Rifi og rekum
þar útgerð og fiskvinnslu. Fyrir 15
árum stofnuðum við ferskfiskvinnslu
sem hefur vaxið og dafnað og gengið
vel að markaðssetja vörur sínar er-
lendis. Til að fyrirtækið gæti vaxið
og boðið upp á stöðugleika í fram-
boði hefur það smám saman keypt
veiðiheimildir og báta með því að
skuldsetja sig. Lánastofnanir hafa
lánað til slíkra kaupa og skatta-
yfirvöld viðurkennt eignfærslu veiði-
heimildanna. Við teljum okkur heið-
arlegt fólk sem höfum ætíð unnið
eftir þeim lögum og reglum sem gilt
hafa í landinu. Við höfum kappkost-
að að byggja upp fyrirtækið, okkur,
starfsfólki okkar og byggðarlaginu
til hagsbótar. Okkar saga er mjög
svipuð sögu meirihluta sjávar-
útvegsfyrirtækja í kringum okkur á
Snæfellsnesi og einnig víðar á land-
inu. Okkar réttlætiskennd er því
verulega misboðið að hlusta á um-
ræðu um að öll sjávarútvegsfyr-
irtæki séu sögð hafa braskað með
veiðiheimildir, hlutabréf og fleira
sem mjög margir tóku ekki þátt í.
Dæmi um rangfærslur
Í Kastljósþætti hinn 13. maí setur
hagfræðiprófessorinn Þórólfur
Matthíasson fram nokkur atriði sem
við teljum ekki rétt að alhæfa um. Í
fyrsta lagi talar hann um að fram-
legð í útgerð megi reikna sem leigu-
verðið 170 kr. Sá kvóti sem er á
leigumarkaði er einungis lítið brot af
heildarkvótanum og er því jað-
arkvóti, þ.e. þau umframtonn sem
sumir geta ekki nýtt sér en aðrir
hafa hag af því að bæta við sig bæði
til að ná stærðarhagkvæmni og einn-
ig vegna veiða á öðrum tegundum.
Það er því ekki rétt að nota leigu-
verð sem viðmið á framlegð í útgerð.
Í öðru lagi talar hann um að sjávar-
útvegurinn sé svo skuldsettur vegna
rangra ákvarðana stjórnenda. Í okk-
ar tilfelli getum við ekki litið á það
sem rangar ákvarðanir að hafa fjár-
fest í veiðiheimildum sl. ár. Við hefð-
um ekki getað eflt fyrirtækið án
þeirra og 4. kynslóðin væri líklega
ekki starfandi í fyrirtækinu ef það
hefði ekki verið gert. Í þriðja lagi
talar hann um rangar ákvarðanir
stjórnenda í veðmálum um gengi ís-
lensku krónunnar. Við viljum minna
á, að á góðærisárunum þegar krónan
var sem sterkust og útflutningur
lapti dauðann úr skel voru það ein-
mitt gengisvarnir sem skiluðu fyr-
irtækjunum réttum megin við núllið.
Sem betur fer höfðu stjórnendur í
sjávarútvegi trú á íslensku efna-
hagslífi og vörðu sig gegn geng-
issveiflum. Það voru ekki þeir sem
tóku stöður á móti krónunni, sem
átti þátt í að fella hana með tilheyr-
andi afleiðingum fyrir alla í landinu.
Breytingar á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu
Mikill ágreiningur hefur verið um
fiskveiðistjórnunarkerfið í mörg ár
og löngu tímabært að breyta því til
að ná um það meiri sátt. Útgerð-
armenn hafa legið undir ámælum og
eru sakaðir um að arðræna þjóðina.
En slík ámæli eru ekki réttlætanleg
gagnvart þeim sem aldrei hafa leigt
né selt frá sér kíló. Heldur einungis
hugsað um að veiða og vinna á sem
hagkvæmastan hátt en það á einmitt
við um flesta þá sem starfa í grein-
inni í dag. Breytingar hefði átt að
gera fyrir mörgum árum eins og að
auka veiðiskyldu, takmarka framsal
og síðast en ekki síst skattleggja
leigu- og sölutekjur af kvóta. Núver-
andi stjórnvöld hafa boðað þá leið að
innkalla veiðiheimildir frá og með
kvótaárinu 2010/2011. Verði það
gert án þess að fyrir komi bætur
mun þessi aðgerð bitna harðast á
þeim sem keypt hafa veiðiheimildir
sl. 5-6 ár, nýliðunum í greininni sem
hafa ekkert annað gert en fylgja
leikreglunum til að byggja upp sinn
rekstur. Samt eru þessar breytingar
m.a. sagðar gerðar til auðvelda ný-
liðun í greininni. Fyrir okkur eru
það algjör öfugmæli. Við teljum að
hægt sé að gera breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu og ná meiri
sátt um það án þess að fara í slíkar
harkalegar breytingar. Við treystum
því að stjórnvöld standi við orð sín
um samráð við hagsmunaaðila í
greininni um breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu.
Lokaorð
Alhæfingar og rangfærslur af öllu
taki eru mjög slæmar í jafnmik-
ilvægri umræðu og um sjávarútveg.
Við viljum því skora á fjölmiðlafólk,
stjórnmálamenn og aðra sem eru að
fjalla um þessi mál að kynna sér bet-
ur fjölbreytileika íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja, sögu þeirra og
þann veruleika sem þau búa við.
Sjávarútvegur í ólgusjó
Eftir Kristin Jón Friðþjófsson,
Þorbjörgu Alexandersdóttur,
Erlu Kristinsdóttur, Halldór
Kristinsson og Alexander Fr.
Kristinsson
» Okkar réttlæt-
iskennd er verulega
misboðið að hlusta á
umræðu um að öll sjáv-
arútvegsfyrirtæki séu
sögð hafa braskað með
veiðiheimildir, hlutabréf
og fleira sem mjög
margir tóku ekki þátt í.
Höfundarnir fv. Alexander Fr. Kristinsson, Erla Kristinsdóttir, Halldór
Kristinsson, Þorbjörg Alexandersdóttir og Kristinn Jón Friðþjófsson.
Höfundar reka útgerð og
fiskvinnslu í Rifi á Snæfellsnesi.