Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
Þ
að er ritvél á borði í
stofunni hjá Kristjáni
Guðmundssyni. Öfugt
við tölvurnar heyrist
nefnilega í stöfunum og
þær skila áþreifanlegu
dagsverki. Þetta er líka þarfaþing
fyrir hvern þann sem ekki notar
tölvu. „Ég er ekki með tölvu heima
hjá mér,“ segir Kristján. „Ég hef
aldrei tileinkað mér tölvuna – hef
ekki þurft þess.“
Hann bætir við með hægð.
„Leti líka. – En ég hef netfang.
Svo spyr ég strákana hvort eitt-
hvað sé í póstinum hjá mér og ef
ég þarf að senda póst sjálfur, þá
læt ég þá gera það fyrir mig. Ég
hef ekkert með tölvu að gera og
það er aðeins eitt ár síðan ég fékk
farsíma.“
– Hvað kom til?
„Solveig, fyrrverandi konan mín,
gaf mér hann í jólagjöf og það er
ágætt að hafa hann.“
– Svo áttu syni sem vinna í
tölvuleikjaumhverfi hjá CCP!
„Ívar er fjármálastjóri, þannig
að hann er ekki beint með fingurna
í þessari leikjaveröld. En Guð-
mundur er í deild sem er opin all-
an sólarhringinn og þjónustar spil-
arana með leiðbeiningum og öðrum
úrlausnum. Svo er Solveig mat-
ráðskona þarna. Þannig að þetta er
hálfgert fjölskyldufyrirtæki.“
– Guðmundur fór líka í myndlist-
arnám?
„Já, hann er grafískur hönnuður,
en hann hefur meiri áhuga á
hljómsveitum.“
– Er hann í hljómsveit?
„Já, já. Beikoni.“
Hjalteyri
Á veggnum er ljósmyndaverk
eftir bróður Kristjáns, Sigurð Guð-
mundsson, með titilinn Að elta fólk
og drekka mjólk. Þeir fetuðu báðir
listabrautina og hafa raunar báðir
búið í Hollandi, Kristján á áttunda
áratugnum. „Ég hafði aldrei hugs-
að mér að setjast að til eilífðar í
Hollandi. Ef maður á krakka og
flytur ekki heim á réttum tíma, þá
verða þeir bara eftir – þeir hefðu
orðið Hollendingar. Ég vildi helst
ekki lenda í því, ekki síst út af
mömmu og pabba. Það hefði verið
leiðinlegt fyrir þau ef öll börnin og
barnabörnin hefðu búið í útlöndum.
Þannig að við keyptum hús á
Hjalteyri sumarið 1979 og fluttum
þangað um jólin.“
Í stofunni er innrömmuð ljós-
mynd af húsinu á Hjalteyri, þar
sem Kristján á enn athvarf í tví-
býlu timburhúsi. „Þetta er ágætis
samfélag, en þó hefur það breyst.
Það var mjög hrífandi þegar við
komum þangað fyrst. Þá var þetta
algjört draugabæli – allt í fallegri
niðurníðslu.“
Hann tekur af sér gleraugun og
pússar þau með salernispappír.
„Það er satt. Nú er þetta allt
orðið eins – þessi litlu þorp. Sama
tegund af ljósastaurum og plast-
leikföngum fyrir börnin. Mér finnst
það ekki eins ævintýralegt og það
var.“
Kristján hefur búið við Hring-
braut í tíu ár og vinnur ýmist þar,
eða á vinnustofunni í Örfirisey, þar
sem hann hefur haft aðstöðu und-
anfarið. „Það er ágætt,“ segir
hann. „Stutt að fara – bjart og
gott.“
– Er það til að fá tilbreytingu?
„Nei, ég þarf stundum á vinnu-
stofu að halda. Ég gæti til dæmis
ekki sett upp sýninguna á Lista-
safninu, án þess að hafa vinnu-
stofu. Þó að ég reyni að láta aðra
gera eins mikið og mögulegt er
fyrir mig, þá þarf ég nú að gera
eitthvað sjálfur!“
Áfeng ljóð
Sýningin í Listasafni Íslands er
liður í Listahátíð. Þetta er ekki yf-
irlitssýning á verkum Kristjáns,
heldur frekar eins og tvær nýjar
sýningar, í efri og neðri sal, sem
gætu eins verið haldnar í galleríi,
að sögn listamannsins. „Þetta eru
frekar fá verk og faktískt fjögur
atriði,“ segir hann.
„Efst uppi er ég með verk sem
nefnist Jarðtenging, sem ég sýndi í
galleríi Stefan Anderson í Umeå í
Svíþjóð árið 2005. Jarðtengingin
samanstendur af fjórum stálplötum
sem liggja á gólfinu og lít ég á það
verk sem jarðtengingu frekar en
jarðtengdan skúlptúr. Þar eru líka
uppstækkaðar teikningar, grafít
beint á vegg. Þannig er efri sal-
urinn, en niðri eru túristaljóð og
málverk sem ég sýndi í Gallerí Riis
í Ósló. Það er bakhliðin á póst-
kortum, verkum eftir norska mál-
ara, sem eru útfærð á sama hátt
og túristaljóðin.“
Svo er Kristján með áfeng ljóð!
„Þau voru gerð sérstaklega fyrir
mann sem rak áfengisverslun í
Kópavogi. Það eru prísarnir á öllu
áfengi í versluninni. Léttu vínin og
bjórinn að ofanverðu og sterkt fyr-
ir neðan. Þetta var gert eða ort,
eða hvað við eigum að segja, í júní
1997. Og þegar verkið var nýtt, þá
var það rétt og satt að öllu leyti.
En nú er ekkert að marka það
lengur – allt fallið úr gildi og það
hefur tapað öllum tengslum við
veruleikann. Mér finnst svolítið
gaman að því að í fyrstu var það
satt, en svo lak úr því sannleik-
urinn, þar til það endaði sem algjör
lygi!“
Rammarnir
Listin er Kristjáni í blóð borin
og hann undi sér vel á mótunar-
árunum innan um listamennina á
innrömmunarverkstæði föður síns,
Guðmundar Árnasonar. „Þess
vegna finnst mér svo gaman að
ramma inn,“ segir hann. „Eins og
myndirnar í neðri salnum, sem eru
svört og hvít málverk í gráum og
hvítum stálrömmum. Þessir ramm-
ar eru hljóðdrykkjurammar (sound
absolvers), svo það má segja að
málverkin heyri jafn vel og þau
sjást.“
Hann nær í kaffi fram í eldhús
og klárar svo hugsunina:
„Ef maður nær utan um hug-
mynd kalla ég það að ramma inn.
Ferskeytla, er það ekki inn-
römmun á ljóði? Ferskeytlu-
rammi?“
Hann hellir kaffinu í bolla.
„Þetta eru allt innrammanir!“
– En má loka listaverkinu alveg
með rammanum?
„Sjáðu þetta verk eftir vin minn,
sem er í ramma,“ segir Kristján og
bendir á listaverk sem hangir á
veggnum. „Teikningin við hliðina á
því er eftir mig og hún er ekki í
ramma, en samt er hugmyndin inn-
römmuð. Þannig er um mörg verk,
sem maður getur hugsað áfram og
áfram, þau hafa verið sett í farveg
og eru óendanleg í þeirri umgjörð.
Það eru til ólíklegustu tegundir af
römmum – ramminn er aðferðin
finnst mér.“
Kristján lítur á blaðamann þýð-
ingarmiklu augnaráði.
„Reykirðu?“
– Nei, en ég reyndi að reykja
pípu í heimspekinni, svarar blaða-
maður afsakandi.
„Jæja, það var gott hjá þér –
gott að reyna þó! Ég hætti nefni-
lega í nokkur ár að reykja sígar-
ettur, en þegar Dieter Roth-
akademían hélt veislu í Kína, þá
byrjuðu allir aftur að reykja sem
voru hættir. Mér tókst ekki aftur
að hætta, var ekki nógu harður,
svo ég dæmdi mig til að reykja
pípu. Það hafði ég ekki gert síðan
á unglingsárunum. Síðan hef ég
ekki reykt sígarettu, en er þeim
mun harðari í pípunni – og veit
ekki hvort er verra.“
– Var reykt á innrömunarverk-
stæðinu?
„Weisshauer var iðinn við píp-
una. Hann var þunglyndur og kom
alltaf til landsins í mesta skamm-
deginu til þess að létta sig upp. Þá
fór hann oft hring með Esjunni eða
Heklunni, kom með bunka af
myndum og var hjá pabba frá því í
nóvember og fram undir jól að
vinna og selja verkin. Það var
skemmtilegur tími, bæði gekk vel
og þeir voru fínir saman kallarnir,
drukku svolítið rauðvín og töluðu
við gestina og kúnnana.“
– Var það þá sem þú ákvaðst að
leggja listina fyrir þig?
„Nei, þetta æxlaðist bara svona.
Fyrirtæki föður míns var sér-
stakrar náttúru, það byrjaði af
krafti og minnkaði stöðugt, þar til
það varð eiginlega ekki að neinu.
Þá keypti hann glerkistu og dálítið
af römmum, en svo eyddist það
niður. Þróunin var mjög mínimal-
ísk; engin myntkörfulán tekin –
sem betur fer.“
Bankarán
– En hvenær hreif listin þig með
sér?
„Vinir mínir og Sigurður bróðir
voru á kafi í þessu. Fyrst ætlaði ég
í flugnám og tók bóklegt próf, en
flaug sama og ekkert. Svo vann ég
með föður mínum á verkstæðinu,
við slógum okkur saman einhvern
tíma og stundum hélt ég myndlist-
arsýningar hjá honum. Þetta gerð-
ist bara, án þess að það væri plan-
að. Ég man hvorki eftir degi né
stund þar sem ég tók ákvörðun um
að verða myndlistarmaður. Ég fór
reyndar til Spánar árið 1964 og
ætlaði í myndlistarskóla, en lét
aldrei verða af því. Ég var innrit-
aður í háskólanám fyrir útlendinga,
líklega heimspeki og bókmenntir,
sótti einn tíma og þar með var því
námi lokið. Ég var bara einn vetur
á Spáni. En það var ágætt. Þá var
ég eitthvað að hugsa um myndlist.“
– Listabrautin er ekki auðveld-
asta leiðin fyrir ungan mann þegar
litið er til lífsviðurværis?
„Hvað er auðvelda leiðin?“ spyr
Kristján undrandi á spurningunni.
„Ég hef aldrei lent í erfiðleikum.
Ég hef verið mismunandi blankur
en alltaf ókei. Í sjálfu sér eru það
engir erfiðleikar ef maður mallar í
gegnum það. Það er ekki eins og í
dag, fólk missir ofan af sér íbúð-
irnar og stendur svo uppi með 20
milljóna króna skuld. Þetta er bara
rugl, ekkert annað en bankarán.
Bankarnir ræna fólkið, finnst mér,
með hjálp stjórnvalda.“
– Hvaða áhrif hefur slíkt
ófremdarástand á listina?
„Það er ómögulegt að segja.
Myndlist er ekkert eitt, heldur
margir mismunandi heimar, hún
teygir sig til dæmis inn í bók-
menntir og tónlist. Það er ekki
hægt að festa fingur á henni og
segja svona er myndlist.“
– En samhengið hefur breyst?
„Þetta er svo lifandi kvikindi,
það hreyfist eftir andrúmsloftinu.
En þó að ég leiði hugann að stjórn-
málum, glæpum og spillingu, þá
breytast mín verk ekki mikið við
það. Kannski eitt og eitt verk, sem
er á jaðrinum. En þegar þessir
spekingar tóku þátt í Íraksstríðinu
gerði Sigurður bróðir minn verk,
emalerað skilti með áletruninni:
„Aumingja Ísland“. Það hefði hann
aldrei gert nema af því að Íslend-
ingar slógust í hóp með viljugum
þjóðum. Ef það hefði ekki gerst
hefði listaverkið aldrei orðið til því
það sprettur úr þeim jarðvegi. Og
á svo sem vel við í dag – ef menn
vilja fara út í þá sálma.“
Viskíflaska
– Þú hefur ekki verið við eina
fjölina felldur í listinni?
„Ég hef nú ekki gert mikið af
gjörningum, tvo þrjá gjörninga og
nokkrar ljósmyndir, en ég hef að-
allega fengist við tímalínur og
teikningar. Mín verk vísa oftast
ekki til neins; þau eru yfirleitt ab-
strakt og lítið fígúratív. Það má
spyrja sig, til dæmis um þetta
áfenga ljóð, hvort viskíflaska sé ab-
strakt fyrirbrigði eða fígúratívt,
hlutlægt eða óhlutlægt. En ég kem
bara með verðið á henni – bara
prísinn sem fellur svo úr gildi.
Eins og flaska sem verður tóm –
það er búið að drekka úr henni.
Þannig að þetta er á mörkunum.
Það sama gildir um norsku mál-
verkin, þar tek ég fyrir málverk
eftir Munch og fleiri – og bara
bakhliðina á póstkortunum!“
– Af hverju ertu með ljóðfórnir
Guðbergs á vinnuborðinu?
„Halldór Ásgeirsson vinur minn
kom til mín eitt kvöldið, eftir að
hafa tekið til hjá sér, og gaf mér
ljóðabókina Flateyjar-Frey ljóð-
fórnir eftir Guðberg Bergsson, sem
gefin var út árið 1978. Á kápunni
er mynd af Frey, sem Jón Gunnar
Þetta er svo lifandi kvikindi
Morgunblaðið/Kristinn
Kristján Fæst við tímalínur og teikningar. Verkin vísa oft ekki til neins, abstrakt og lítið fígúratív, segir hann.
síðastliðið föstudagskvöld á Listasafni Íslands. En þar með er líklega upp talið það sem þeir eiga sammerkt,
Pétur Blöndal tók hús á Hrafnkeli Sigurðssyni og Kristjáni Guðmundssyni.