Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 24
24 Körfubolti
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
að hann væri betri en hinir krakk-
arnir: „Ég kenndi honum að gefa
boltann.“
Eins og stórt óskabein
Þegar James fór í St. Vincent-St.
Mary-menntaskólann tók athyglin
að beinast að honum fyrir alvöru.
Talað var um undrabarnið óstöðv-
andi, táning, sem væri fastur í lík-
ama fullvaxins karlmanns. „Að horfa
á James spila menntaskólabolta er í
líkingu við að fylgjast með Bobby
Fischer spila í hádegishléinu, eða
Dizzy Gillespie marséra með skóla-
hljómsveitinni í hálfleik,“ sagði í
grein í The New York Times á loka-
ári James í menntaskóla. „Eitthvað
er alls ekki eins og það á að vera.“ Í
greininni var James sagður vera
stærsta óskabein í Bandaríkjunum.
Þá þegar voru skóframleiðendur á
borð við Nike, Reebok og Adidas
farnir að renna hýru auga til James
(hann endaði á mála hjá Nike,
örugglega ekki síst fyrir milligöngu
Michaels Jordans). Cleveland Ca-
valiers buðu honum að æfa með
sér og var þjálfari liðsins síð-
ar sektaður fyrir uppá-
tækið.
Umtalið um Le-
Bron var svo
mikið
Þ
egar LeBron James fer
af stað er eins og ekkert
fái stöðvað hann. Hann
býr yfir mýkt kattarins,
styrk bjarnarins og yf-
irsýn arnarins. Og nú virðist sem
leið James og félaga hans hjá Clevel-
and Cavaliers að meistaratitli í
körfubolta í NBA-deildinni ætli að
verða greið. Ekkert lið var jafn sig-
ursælt meðan á venjulega leik-
tímabilinu stóð. Liðið er komið í úr-
slit austurdeildar án þess að hafa
tapað leik, sigraði bæði Detroit Pist-
ons og Atlanta Hawks 4-0. Andstæð-
ingarnir voru nær því að vera fall-
byssufóður en keppinautar og þóttu
þó engir aukvisar.
Í úrslitakeppninni hefur James að
meðaltali skorað 32,9 stig í leik, tek-
ið 9,8 fráköst og gefið 6,8 stoðsend-
ingar.
Yfirburðir eitt, árangur annað
James hefur verið einn besti leik-
maðurinn í bandaríska körfubolt-
anum frá því hann gekk til liðs við
Cleveland árið 2003, en hingað til
hefur það ekki dugað til þess að
vinna titilinn eftirsótta. Það hefur
margsannað sig í NBA að hvað sem
öllum hæfileikum líður getur jafnvel
tekið mörg ár að byggja upp meist-
aralið. Besta dæmið er sennilega
Michael Jordan, sem kom til liðs við
Chicago Bulls árið 1984, en varð
ekki meistari fyrr en 1991, sjö árum
síðar, og endaði reyndar sem sex-
faldur meistari. „Hæfileikar duga til
að vinna leiki, en það þarf liðsheild
og greind til að vinna meistaratitil,“
sagði Jordan og átti kollgátuna.
LeBron James fæddist 30. desem-
ber árið 1984 í bænum Akron í Ohio.
Móðir hans, Gloria, var aðeins 16 ára
þegar hún eignaðist hann og föður
sínum kynntist hann aldrei. Honum í
föður stað kom Eddie James, sem
var kærasti móður hans um tíma,
bjó hjá mæðginunum ásamt mömmu
Gloriu og bræðrum hennar tveimur
og var mjög hændur að
drengnum. Fjöl-
bragðaglíma var eft-
irlæti drengsins í
bernsku og Eddie
James gat átt von á
því þegar síst
skyldi að barnið
kastaði sér á hann of-
an af húsgögnum með
tilþrifum glímukappa.
Samband Eddies við Gloriu entist
aðeins í þrjú ár. Hann komst síðar í
kast við lögin vegna fíknefna og pen-
ingamisferlis og sat í fangelsi en lét
sér alltaf annt um drenginn.
Fyrsta körfuboltann fékk James í
jólagjöf ásamt lítilli körfu þegar
hann var að verða þriggja ára. Hans
fyrsta verk var að hlaupa með bolt-
ann að körfunni og troða með til-
þrifum. Amma James dó úr hjarta-
slagi þessi jól, aðeins 42 ára og brátt
misstu þau húsið, sem þau höfðu bú-
ið í. Gloria flutti með syni sínum í
íbúð fyrir lágtekjufólk. Hún var að-
eins nítján ára þegar hún þurfti að
standa á eigin fótum. Lífið þar var
enginn dans á rósum. Ofbeldi og
glæpir voru allt um kring.
„Byssukúlurnar flugu og lög-
reglubílar voru stöðugt á ferðinni,“
sagði James síðar. „Þetta var ógn-
vekjandi fyrir lítinn dreng, en ég tók
aldrei þátt í neinu af þessu. Ég var
ekki þannig ... Ég vissi að það var
rangt.“
Mæðginin fluttu oft og höfðu lítið
á milli handanna, en James féll ekki
fyrir freistingunum í kringum sig og
hafði engan áhuga á að ganga í aug-
un á jafnöldrum sínum. Hann var
einfari nema þegar kom að íþróttum.
Þótt honum tækist að sneiða hjá
vandræðum var lítill agi í lífi hans.
Hann sökkti sér í tölvuleiki, en skól-
inn sat á hakanum. James segir að í
fjórða bekk hafi hann misst úr 82
skóladaga af 160. Mamma hans
sinnti honum af alúð, en átti erfitt
með að halda reglu á lífi sínu.
Þegar James var níu ára byrjaði
hann að æfa íþróttir, en körfubolti
varð ekki fyrir valinu heldur amer-
ískur fótbolti. Skömmu síðar tók vin-
ur fjölskyldunnar, Frankie Walker,
hann að sér. James bjó hjá Walker
og fjölskyldu hans í þrjú ár og þar
kynntist hann fyrst aga. Nú varð
ekki komist hjá því að fara í skólann
og vinna heimavinnuna og hann
hafði skyldum að gegna á heimilinu.
Í fimmta bekk mætti hann í skólann
hvern einasta dag. Brátt var hann
orðinn fyrirmyndarnemandi.
Walker var körfuboltaþjálfari og
kynnti James fyrir íþróttinni. Hann
gat ekki mikið, en tók tilsögn vel.
„Ég hef aldrei þjálfað dreng, sem
var jafn fljótur að tileinka sér hluti
og skara fram úr og LeBron,“ sagði
Walker og bætti við að hann hefði
skorið sig úr krakkahópnum vegna
þess að hann hefði nálgast leikinn
eins og skákmaður, sem hugsar
nokkra leiki fram í tímann.
Walker sagði
honum hins
vegar ekki
að kapalsjónvarpsstöðin í norð-
austurhluta Ohio sýndi nokkra leiki
með liði St. Vincent-St. Mary. Eft-
irspurn eftir miðum á leiki liðsins
var svo mikil að þeir voru færðir úr
íþróttasal hans í íþróttahöll Akron-
háskóla þar sem sex þúsund manns
komast í sæti. Fleiri komu á leiki
menntaskólaliðsins en háskólaliðs-
ins. Í skólablaði St. Vincent-St.
Mary voru nemendur beðnir um að
biðja James ekki um eiginhand-
aráritanir eða að sitja fyrir á mynd-
um á skólatíma.
James færði St. Vincent-St. Mary
þrjá meistaratitla í Ohio. Hann færði
skólanum líka gríðarlegar tekjur,
400 þúsund dollara á ári að talið er.
Það munar um minna.
Yfirburðir hans yfir andstæð-
ingana þóttu slíkir að þjálfari hans
lýsti því yfir að sinn helsti vandi væri
annars vegar að koma í veg fyrir að
honum leiddist og hins vegar að
hann rústaði sjálfstrausti mótherj-
anna. Hann var sagður búa yfir
hæfni Kobe Bryant til að skora,
skottækni Ray Allen og yfirsýn Ma-
gic Johnson yfir völlinn.
Sem dæmi um athyglina er að
þegar menntaskólaliðið hans lék á
móti í Trenton í New Jersey í febr-
úar árið 2003 voru miðar seldir á
svörtum markaði og var ekki hægt
að verða við óskum allra fjölmiðla
um aðgang.
Stór skotskífa á LeBron James
Í grein í blaðinu The Village Voice
var James sagður vera dæmi um
allt, sem væri að í bandarískum
íþróttum. Drengurinn úr fátækra-
hverfinu var kominn á Hummer,
sem búinn var PlayStation leikja-
tölvu. Hann fékk hvergi frið fyrir
fólki, sem vildi njóta velgengninnar
með honum, eiga hlut í hinni glæstu
framtíð. Og hann var farinn að tala
um sjálfan sig í þriðju persónu. „Mér
líður bara eins og stór skotskífa hafi
verið hengd á LeBron James,“ sagði
hann á blaðamannafundi þegar hann
var nýorðinn átján ára. „Ég get ekki
gert það sem krakkar gera. Ég verð
að halda einbeitingunni og gera það
sem er rétt.“
Nokkrum mánuðum síðar var
hann kominn í NBA beint úr
menntaskóla, aðeins átján ára gam-
all. Hann fór fyrstur í nýliðavalinu.
Cleveland Cavaliers hrepptu hnoss-
ið. Næstur á eftir honum var Serb-
inn Darko Milisic valinn og Carmelo
Anthony var þriðji. Ef Los Angeles
heldur áfram að leika af sama
áhugaleysinu gætu Anthony, sem
leikur með Denver Nuggets, og
James mæst í úrslitum NBA í sum-
ar.
Það er eitt að spila í menntaskóla
og annað að vera leikmaður í NBA.
Margir veltu því fyrir sér hvort hann
væri tilbúinn til að spila meðal hinna
bestu, en frammistaða hans var frá
upphafi framar væntingum. Hann
sýndi frábær tilþrif, en það hefur
tekið tíma að byggja upp lið í kring-
um hann. Smám saman hefur Cle-
veland hins vegar þokast lengra.
2007 komst liðið í úrslit, en tapaði
fyrir San Antonio Spurs 4-0. Í fyrra
lék Cleveland til úrslita í aust-
urdeildinni, en tapaði 4-3 fyrir Bost-
on Celtics, sem síðan urðu meist-
arar. Nú líta flestir svo á að fátt
geti stöðvað Cleveland.
Náttúruafl leyst úr læðingi
LeBron James hefur vakið umtal og athygli fyrir hæfni sína á körfuboltavellinum frá því hann var barn að aldri
og þegar hann var í menntaskóla flykktist fólk á völlinn til að sjá undrabarnið leika listir sínar með eigin augum
Cleveland Cavaliers LeBron
James falls to the floor after being
fouled by the Atlanta Hawks during the first
half of Game 2 of their NBA Eastern Confe-
rence semifinal playoff basketball game in
Cleveland, Ohio May 7, 2009. REUTERS/
Aaron Josefczyk (UNITED STATES
SPORT BASKETBALL)
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Tímaritið Vogue var harðlega gagnrýnt í fyrra þegar LeBron James prýddi
forsíðu þess ásamt fyrirsætunni Gisele Bündchen. Hann var hinn óheflaði
villimaður, sem girntist hina hvítu konu. Forsíðunni var líkt við auglýs-
ingaspjald fyrir bíómyndina King Kong. Ímynd James er hins vegar allt
annað en villimannsleg. Hann er yfirvegaður leikmaður, sem hugsar um
liðsheildina en ekki sjálfan sig.
Margir héldu að James væri að gera hrapalleg mistök þegar hann rak
umboðsmanninn sinn árið 2006 og fékk þrjá vini sína til að sjá um sín
mál í staðinn. James sagði að hann vildi gefa vinum sínum tækifæri til að
sanna sig.
James hafði ekki fyrr útskrifast úr menntaskóla en hann hafði gert
auglýsingasamning við Nike upp á 90 milljónir dollara. James hafði hins
vegar ekki verið lengi í NBA þegar hann ákvað að ekki væri nóg að taka
við greiðslum, mæta í myndatökur og vörukynningar.
Fjárfestirinn Warren Buffet hefur verið James og vinum hans innan
handar, en segir að þeir þurfi ekki á hjálp sinni að halda. „Ég keypti handa
þeim mjólkurhristing og hamborgara og við skemmtum okkur vel,“ sagði
Buffet eftir að hann lék í auglýsingu á móti James 2007. „Ég var gáttaður
á því hvað hann var þroskaður, ekki bara líkamlega heldur í peninga-
málum. Þegar ég var 21 árs var ég ekki næstum því jafn þroskaður og Le-
Bron. Kannski var ég ekki orðinn jafn þroskaður þegar ég var 51 árs.“
ÍMYND ÍÞRÓTTAMANNS