Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 ÞEIR sem starfa ekki í heilbrigðisgeir- anum eiga erfitt með að átta sig á hvað er verið að tala um þegar girð- ingar á milli heilbrigð- isstétta eru ræddar. Lái þeim það hver sem vill. Málið er ekki ein- falt og línan hárfín. Oft fer það eftir stað, stund og einstaklingum hvort girðingum er viðhaldið eða þær látnar falla. Fagstéttir Það eru rúmlega 30 heilbrigð- isstéttir til í landinu og því ansi mikið af girðingum hér og þar. Til að heil- brigðiskerfið verði sem best rekið, bæði í fjárhagslegu tilliti og með þjónustu í huga, verða verkferlar stétta að skarast á stundum, án þess að allt ætli um koll að keyra. Hver fagstétt hefur ákveðin verksvið en önnur eru á reiki. Sem dæmi fram- kvæmir hvorki hjúkrunarfræðingur né sjúkraliði aðgerð. Sjúkraliði saumar ekki saman sár, en það gerir hjúkrunarfræðingur og læknir. Mörg verk gætu fleiri en ein stétt sinnt, án þess að troða nokkrum um tær. Hvaða verk Í þessari umfjöllun minni tek ég starf á dvalarheimili sem dæmi. Sjúkraliði með starfsreynslu og sí- menntun að baki hefur bætt þekk- ingu sína og hæfni í starfi. Slíka þró- un þarf að meta að verðleikum inni á stofn- un. Í dag má sjúkraliði ekki mæla sykurmagn í blóði og gefa insúlín úr penna, nema hafa tekið sérnám í öldr- unarhjúkrun. Samt sem áður hafa sjúkra- liðar gert þetta til fjölda ára víða um land, enda ekki flóknir verk- ferlar. Ef sjúkraliði er með sykursýki sér hann um eigin mælingu og insúlíngjöf, en hon- um er það meinað þegar hann kemur inn sem sjúkraliði á stofunun. Börn sjá um þetta sjálf séu þau með syk- ursýki. Innan fötlunargeirans sjá starfsmenn um verkið og þar starfar ekki hjúkrunarmenntað fólk. Hér er dæmi um girðingu sem hefur verið viðloðandi milli heilbrigðisstétta í mörg herrans ár og tímabært er að fella. Sykurmæling og insúlingjöf á að vera hluti af verksviði sjúkraliða. Skiptum á milli RAI-mat er matskerfi sem mælir raunverulegan aðbúnað íbúa á stofn- un. Kerfið var þýtt og staðfært frá útlöndum og er það vel. Lengi vel var talið að eingöngu hjúkrunarfræð- ingar gætu fyllt þetta mat út, en sem betur fer er breyting orðin þar á. Sjúkraliðar hafa í auknu mæli komið að vinnunni, þó ekki alls staðar. Sjúkraliði starfar mun meira við að- hlynningu en hjúkrunarfræðingur og situr þar af leiðandi inni með töluvert af þeim upplýsingum sem þarf til að skrá inn í huta af RAI-mati. Í stað þess að hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði sitji hlið við hlið og setji upplýsingarnar inn, er nær að sjúkraliðinn skrái upplýsingarnar. Hjúkrunarfræðingur getur þá sinnt öðrum störfum á meðan. Hér þarf hvorki háskólamenntun né sérnám í hjúkrun aldraðra til að skilja hvað um er að vera. Nýtum þekkingu Það er mikil þekking fyrir hendi hjá heilbrigðisstarfsmönnum um allt land. Ég tel, að við séum föst í viðjum vanans og þeirri hræðslu að engu megi breyta. Leyfum starfsmönnum heilbrigðisstofnana að nýta þá hæfni og færni sem þeir hafa öðlast gegn- um áralangt starf og símenntun. Það er vitað að þekkingar aflar maður sér víðar en í formlegu námi. Það eru ekki bara girðingar á milli sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, þær er víða að finna í heilbrigðiskerfinu. Það er von mín að ráðherra heilbrigðismála sjái ástæðu til að vinna að niðurrifi girðinga, skjólstæðingum stéttanna til heilla og ekki síður til að nota fjár- magn þjóðarinnar betur er nú er gert. Girðingar á milli heilbrigðisstarfsmanna Eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur » Girðingar á milli stétta þarf að fella. Með því næst betri nýt- ing á starfskröftum heil- brigðisstofnana og fjár- magni þeirra. Helga Dögg Sverrisdóttir Höfundur er M.Ed. í menntunarfræði og sjúkraliði. SJÁVARÚTVEG- URINN á Íslandi er líklega staddur í verri ógöngum en nokkru sinni áður. Löggjöf um stjórn fiskveiða er stór- lega gölluð vegna ófull- nægjandi ákvæða um framsal veiðiheimilda. Í 20 ár hafa allar við- horfskannanir sýnt mikla óánægju almenn- ings með kerfið og um 80% vilja breyta því eða leggja það niður. Fyr- ir réttum 10 árum var ráðist í heild- arendurskoðun laganna. Nið- urstaðan varð eftir mikil átök að hafa kerfið óbreytt en leggja á svonefnt veiðigjald sem greiðslu fyrir afnotin af veiðiheimildunum til þess að friða gagnrýnendur kerfisins. Heimildir til framsals hafa verið að mestu óskertar á þessum tíma og leigu- gjaldið hefur verið á bilinu 150-250 kr. Fyrir hvert kg af þorski. Hand- hafi veiðiheimildanna skilar aðeins 1-2% af leigunni til ríkisins en heldur eftir ríflega 98%. Veiðigjaldið var aldrei svar gagnrýnendanna við ágöllum kerfisins heldur svonefnd sátt boðin fram af LÍÚ og þáverandi ríkisstjórnarflokkum. Sátt sem var svo aldrei staðið við og reyndist svikasátt. Almenningur var blekkt- ur. Þessi svik hafa reynst íslensku þjóðarbúi og sjávarútveginum dýr- keypt. Fimm hundruð milljarða króna skuldir sjávarútvegsfyr- irtækja segja alla söguna. Það var hægt að komast hjá þessum ógöng- um og þeir bera mikla ábyrgð sem komu í veg fyrir það. Fimm ástæður Ég vil nefna fimm ástæður fyrir því að ráðast verður í róttækar breytingar. Sú fyrsta er að framsalið var strax í upphafi óréttlátt. Það færði handhöfum veiðiheimilda vald til þess að velja þriðja aðila sem fengi aðgang að fiskimið- unum gegn gjaldi. Þeg- ar veiðar voru tak- markaðar árið 1984 var það eðlileg ráðstöfun að þeir sem höfðu verið að stunda veiðar fengju úthlutað veiðirétti. Það gerði þeim kleift að stunda áfram það sem þeir höfðu verið að gera, að veiða fisk og vinna. En með framsal- inu, sem tekið var upp árið 1990, varð eðl- isbreyting á kerfinu og þá átti að byrja upp á nýtt með nýju úthlut- unarkerfi. Það er óréttlátt að nýir út- gerðarmenn séu þeim eldri algerlega háðir um aðgang að heimildum. Það er óréttlátt að nokkur stór útgerð- arfyrirtæki hafi árum saman aflað sér gríðarlegra tekna með leigu kvóta án nokkurs tilkostnaðar. Út- gerðirnar sem greiða leiguna og veiða fiskinn eru verr stödd sem því nemur. Það er ekki sanngjarnt sam- keppnisumhverfi. Önnur ástæða fyrir breytingum er sú að framsalið hefur leitt til þess að skuldir atvinnugreinarinnar hafa fimmfaldast á 15 árum og eru nú um 500 milljarðar króna. Framsalið leiddi að sönnu til hagræðingar en hún var öll tekin út strax og henni eytt og það langt fram í tímann. Eftir eru skuldirnar sem hafa farið vax- andi með hverju árinu. Þær verða ekki greiddar nema með því að ganga á hlut launamanna í sjávar- útvegi. Það þarf ekki mikla snillinga til þess að stofna til skulda, það reyn- ir fyrst á menn í atvinnurekstri þeg- ar þarf að borga. Þriðja ástæðan er að andvirði verðmætanna í veiðiheimildunum hvarf út úr greininni. Það reyndist bábilja að verðmætin yrðu áfram í greininni þótt þau flyttust milli fyr- irtækja við sölu. Peningarnir voru teknir út og fluttir í annað. Athygl- isvert er að fjármunirnir hafa mest verið notaðir til fjárfestingar á höf- uðborgarsvæðinu eða erlendis en sáralítið á landsbyggðinni. Skulda- söfnunin í sjávarútveginum hefur styrkt höfuðborgarsvæðið en er fyrst og fremst klafi á landsbyggð- inni. Fjórða ástæðan er að smánarlega lágir skattar voru greiddir af öllum þessum peningum sem teknir hafa verið út úr sjávarútveginum. Stofnuð voru félög um hlutabréfaeignina og þau gengu kaupum og sölum. Felld- ur var niður tekjuskattur af sölu- hagnaði bréfanna og látið duga að innheimta 10% fjármagnstekjuskatt. Þessu til viðbótar voru félögin sum hver a.m.k. færð til heimilis í skat- taparadísum erlendis og af um- svifum þeirra fengust engir skattar. Loks skal nefndur sá skaði sem framsal veiðiheimilda hefur haft á verðmæti fasteigna einstaklinga í einstökum byggðarlögum og lækk- andi atvinnutekjur þeirra. Skaðinn er gríðarlegur og nemur mörgum tugum milljarða króna og fólkið hef- ur þurft að bera þann skaða alger- lega óbættan. Þróunin í sjávarútvegi er langveigamesta ástæðan fyrir því hvernig komið er þótt það séu auð- vitað fleiri ástæður sem koma til. Ávinningurinn af framsalinu var einkavæddur en tapið bera ein- staklingarnir. Ábyrgðarlausar regl- ur um framsal veiðiheimilda og ótímabundin úthlutun þeirra eru höf- uðorsökin fyrir því hvernig komið er. Það mun aldrei þrífast heilbrigður rekstur í svo gölluðu umhverfi. Út úr ógöngunum Eftir Kristin H. Gunnarsson » Ábyrgðarlausar reglur um framsal veiðiheimilda og ótíma- bundin úthlutun þeirra eru höfuðorsökin fyrir því hvernig komið er. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er fv. alþm. og sat í síðustu nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.