Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 KJÖRIÐ ATVINNUTÆKIFÆRI Verslunin Rangá er til sölu, sömu eigendur hafa rekið og átt verslunina í 38 ár og þar áður var hún rekinn af fyrrum eiganda síðan 1931. Rangá er ein elsta matvöruverslun rekin undir sama nafni á höfuðborgarsvæðinu. Gamall og rótgróinn rekstur. Góður stígandi í veltu síðastliðin ár. Allar upplýsingar fást í síma 861-3280 eða ranga@islandia.is Eign óskast til kaups í Vesturbæ Rvk Eign óskast til leigu í Árbæ Rvk BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON LÖGG. FASTEIGNASALAR Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI Höfum ákveðinn kaupanda að sérbýli (einbýli, raðhúsi eða hæð) í Vesturbæ Rvk. Eignin þarf að hafa 4-5 svefnherbergi og óska staðsetning er vestan Hofsvallagötu og sunnan Hringbrautar. Nánari upplýsingar veitir Reynir Björnsson í síma 510 3800 eða 895 8321. Leitum að 4-5 herbergja íbúð/sérbýli til leigu fyrir ákveðinn aðila. Nánari upplýsingar veitir Reynir Björnsson í síma 510-3800 eða 895-8321. Gott 33 m² brúttó verslunarhúsnæði í verslunarkjarnanum í Glæsi- bæ til leigu og afhendingar strax. Húsnæðið er vel staðsett inn í miðri verslunarmiðstöðinni stúkað af með gleri. Flísar á gólfi, niðurtekin loft og halogen lýsing. Loftræstikerfi og sprinkler. Gott verslunarhúsnæði sem hentar vel smáverslunum eða þjónustu.Sími 511-2900 Til leigu í Glæsibæ SIÐAREGLUR þykja orðið sjálfsagð- ar í hvers kyns at- vinnustarfsemi og fé- lagasamtökum. Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs riðið á vað- ið á sviði stjórnmál- anna með því að sam- þykkja „Siðareglur kjörinna bæjarfull- trúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ“. Siðareglurnar stuðla að jákvæðri þróun bæjarfélagsins og styrkja lýðræðið, starfsumhverfið og þjón- ustuna við bæjarbúa. Þær hvetja til faglegra vinnubragða, draga úr vandkvæðum við matskenndar ákvarðanir og auka traust á stjórn- sýslu og stjórnmálum. Mismunandi sýn á málefni einkennir vettvang stjórnmálanna og lýðræðisleg um- ræða um þau á að leiða til skyn- samlegrar og hagfelldrar nið- urstöðu. Séu siðareglur virtar um að láta málefnaleg sjónarmið, háttvísi og almannahagsmuni ráða ferðinni efl- ir það lýðræðið öllum til hagsbóta, hvort sem það eru kjörnir sveit- arstjórnarmenn, embættismenn hjá bæjarfélaginu eða íbúar í Kópavogi. Siðareglurnar fela í sér leiðbein- ingar um það hvernig æskilegt er að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórn- endur bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þeirra. Í þeim birtast gildi sem eiga að ein- kenna samskipti innan stjórnsýslu Kópavogsbæjar og þjónustu sem það veitir. Með samþykkt þeirra hafa bæjaryfirvöld gefið það út op- inberlega að þau geri ríkar kröfur um opna og heiðarlega stjórnsýslu. Við sveitarstjórn- armenn og embætt- ismenn Kópavogs- bæjar störfum í umboði bæjarbúa. Hver og einn, sem siða- reglur Kópavogsbæjar ná til, ber ábyrgð á eig- in gerðum og þarf að geta rökstutt ákvarð- anir sínar gagnvart bænum, almenningi og fjölmiðlum. Óheimilt er að misnota sér stöðu sína í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra og einnig eru settar reglur um hagsmunaárekstra, ábyrgð í fjármálum og gjafir og fríðindi svo að ekki myndist óeðli- leg hagsmunatengsl. Rauði þráð- urinn er ábyrgð, réttlæti, virðing og meðalhóf, atriði sem allir viðkom- andi eiga að temja sér og fylgja eft- ir og hafa fyrir öðrum í stjórnsýsl- unni. Ég er ánægður, reyndar stoltur, yfir því að hafa tekið þátt í að setja fyrstu siðareglurnar fyrir sveitarfé- lag á Íslandi og hvet alla til að kynna sér þær á heimasíðu Kópa- vogsbæjar. Siðareglur í Kópavogi Eftir Ómar Stefánsson Ómar Stefánsson » Siðareglurnar stuðla að jákvæðri þróun bæjarfélagsins og styrkja lýðræðið, starfs- umhverfið og þjón- ustuna við bæjarbúa. Höfundur er formaður bæjarráðs í Kópavogi. KÆRU VR konur og jafnréttissinnar innan VR, ætlum við að láta það yfir okkur ganga að hin nýja „lýðræðisstjórn“ sem tók við í apríl síðast- liðnum, eftir hall- arbyltingu í VR, hendi út meirihluta kvenna sem hafa starfað í stjórn og trúnaðarráði VR und- anfarinn áratug? Við viljum minna á að kynjahlutföllin hjá fé- lagsmönnum VR eru konur 60% og karlar 40%.VR hefur verið leið- andi afl í jafnréttisbaráttunni og sett í lög sín að ávallt skuli gætt jafnræðis á milli kynja og starfs- greina við val félagsmanna til trúnaðarstarfa fyrir félagið, sam- anber 22. gr. laga félagsins. Eftir þessu hefur verið farið síðasta ára- tug. Sú „lýðræðisstjórn“ sem kosin var inn ásamt nýju trúnaðarráði hefur gjörsamlega sniðgengið lög VR og það í nafni lýðræðis. Í nýju 82 manna trúnaðarráði eru aðeins 16 konur og í stjórn VR hefur „lýðræðisstjórnin“ nú á að skipa 5 konum af 15 stjórnarmönnum, 2 konum og einum karli í varastjórn. Kynjahlutföll í VR virt að vettugi Við fengum daginn fyrir 1. maí síðastliðinn fréttir um að hin nýja „lýðræðisstjórn“ ásamt hinum nýja formanni VR, hefði fellt varafor- mann síðustu ára Stefaníu Magn- úsdóttur. Reynslubolta sem hefur víðtæka þekkingu á málefnum VR. Hún var felld til að koma enn ein- um karlmanni nýliðanna úr „lýð- ræðishallarbyltingarstjórninni“ inn. Karlmanni blautum á bak við eyrun í verkalýðsbaráttunni, karl- manni sem aldrei hefur sótt svo mikið sem einn einasta aðalfund, félagsfund eða sinnt hagsmunum félagsins að öðru leyti áður en hann tók þátt í hallarbyltingunni. Aldrei lagt neitt til málanna í VR frekar en aðrir nýliðar í „lýðræð- isstjórninni“. En við eigum að vera þakklát fyrir að þau vöknuðu upp við búsáhaldabyltinguna og ætla sér að moka út spillingunni hjá VR. En það eina sem þau hafa gert er að moka út kvenfólkinu, er það öll spillingin? Við höfum enn ekki fengið að vita annað en að allt sé gert vel hjá VR eftir að þau tóku við, þrátt fyrir aðrar fullyrð- ingar í kosningabaráttunni. VR hefur hingað til verið í fram- varðasveit jafnréttis og hafa aug- lýsingar félagsins vakið verðskuld- aða athygli, sérstaklega á 30 ára afmæli kvennafrídagsins þegar minnst var baráttu kvenna fyrir jöfnuði. Okkur er spurn: „Hvernig eiga konur að komast í ábyrgð- arstöður úti á vinnumarkaðnum þegar félagið sjálf hefur jafnrétt- isstefnu sína að vettugi“. Hver er trúverðugleiki VR? Jafnrétti í VR er nú orð á blaði en ekki í verki og hörmum við það. Kæru VR- konur og jafnréttissinnar sem sát- uð heima eða gáfuð L-lista lýð- ræðis atkvæði ykkar í síðustu stjórnarkosningum í VR, var það virkilega vilji ykkar að kynja- hlutföllum yrði raskað? Aðeins 15% félagsmanna VR völdu þau til starfa. Sitjum ekki aftur heima með hendur í skauti og látum ræna okkur jafnréttinu sem við og þeir sem á undan fóru hafa barist fyrir. Notum ávallt kosningarétt- inn okkar.Við látum þetta órétt- læti ekki yfir okkur ganga, VR- konur og jafnréttissinnar, og það í nafni „lýðræðis“! Við heimtum skýringar hjá formanni og nýrri stjórn VR! Vér mótmælum öll! Áskorun til VR- kvenna og jafnréttissinna Eftir Hildi Mós- esdóttur og Rann- veigu Sigurð- ardóttur Rannveig Sigurðardóttir » Sú „lýðræðisstjórn“ sem kosin var inn ásamt nýju trúnaðarráði hefur gjörsamlega snið- gengið lög VR og það í nafni lýðræðis. Hildur er fjármálastjóri og fyrrver- andi trúnaðarráðsmaður VR. Rann- veig er skrifstofumaður og fyrrver- andi stjórnarmaður VR. Hildur Mósesdóttir NÚ Á ÞESSUM síðustu tímum er mik- ið rætt um fjármál þjóðarinnar. Margir Íslendingar hafa tap- að fjármunum, sem þeir hafa geymt í veð- bréfum og fallvöltum bönkum. Rætt er um nauðsyn þess að taka upp nýjan gjaldmiðil. Við þurfum endilega að fá evru segja nýir forráðamenn þjóðarinnar. Ég er þeirrar skoðunar að teg- und peninga sé ekkert vandamál, sem þjóðin þurfi að leysa. Krónan okkar gegnir því hlutverki, sem peningar þurfa að hafa. Afurðir voru fluttar héðan úr landi sem álnir vaðmáls eða ein- hver fjöldi fiska. Íslenskur bóndi fór með sína búvöru til kaup- mannsins. Hann rak þangað sitt fé. Það voru hans fjármunir. Fékk hann heim með sér í staðinn sína ögnina af hverju, syk- ur, kaffi og hveiti og einnig járn í skeifur. Þetta voru vöruskipti. Þannig vöruskipti viðgangast enn í dag. Við flytjum út fisk og ál og tökum á móti nokkrum ferðamönn- um, en flytjum í stað þess enn inn sykur, kaffi, hveiti og kannski pappír eða nokkra bíla. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert peningum við. Sumir fá ágóða af viðskiptum og kaupa sér fyrir það silfur og gull, sem má geyma í handraðanum. Það skiptir ekki máli hvaða gjaldeyrir er not- aður í daglegum viðskiptum, hvort þeir heita ríkisdalir, spesíur, skild- ingar eða aurar. Það gat verið gott að eiga pappírsmiða, sem var inn- eignarnóta í Thomsensmagasíni eða einhverju kaupfélaginu. Í stað svona miða má í dag nota greiðslu- kort. Í daglegum viðskiptum er krón- an okkur alveg jafnþörf og við værum komin með evru. Það bjargar ekki fjárhag þjóðarinnar, þótt við teljum skuldir okkar í evr- um. Það er fjarstæða að fara að seil- ast eftir evru, með því að ganga í Evrópusambandið, og missa með því sjálfstæði þjóðarinnar og yf- irráð yfir auðlindum okkar. Þarflaust er að taka upp evru Eftir Sturlu Friðriksson »Ég er þeirrar skoð- unar að tegund pen- inga sé ekkert vanda- mál, sem þjóðin þurfi að leysa. Krónan okkar gegnir því hlutverki, sem peningar þurfa að hafa. Sturla Friðriksson Höfundur er náttúrufræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.