Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 2
Í HNOTSKURN » Í lok apríl höfðu 142 bílar verið seldirnauðungarsölu . Það er svipaður fjöldi og í fyrra. » Nauðungarsölubeiðnirnar voru nærri700 talsins, flestar í janúar en fæstar í apríl. ALLS höfðu 92 fasteignir farið á uppboð á fyrstu fjórum mánuðum ársins hjá emb- ætti sýslumannsins í Reykjavík. Það eru nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra, þegar 35 fasteignir fóru á uppboð frá janúar til apríl. Nauðungarsölubeiðnir á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru nærri 700 tals- ins. Flestar voru beiðnirnar í jan- úar, eða 216, en fóru niður í 134 í apríl sl. Allt síðasta ár var 161 fast- eign seld nauðungarsölu hjá Þrefalt fleiri fasteignir á uppboð  Í lok apríl höfðu 92 fasteignir verið boðnar upp hjá sýslumanninum í Reykjavík  Nánast jafnmargar og allt árið 2006  Álíka margir bílar boðnir upp og í fyrra sýslumanninum í Reykjavík og beiðnir voru alls 2.277. Til samanburðar fóru 137 fasteignir á uppboð í umdæmi embættisins árið 2007 og 91 árið þar áður. Svipaður fjöldi bíla Í lok síðasta mánaðar höfðu 142 bílar verið seldir á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík. Er það mjög svipaður fjöldi og á sama tíma á síðasta ári. Embættinu bár- ust á fyrstu fjórum mánuðum ársins beiðnir um 355 nauðungarsölur á bíl- um. Til samanburðar var alls 491 bif- reið seld á uppboði allt síðasta ár og skráðar nauðungarsölubeiðnir 2.019 og beiðnir vegna annars lausafjár voru 130. Árið 2007 fóru 419 bílar á uppboð. bjb@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu viðskiptaráðherra um breyt- ingu á lögum um fjármálafyrirtæki sem ætlað er að auðvelda út- greiðslu á innistæðum sparifjáreig- enda hjá Kaupþingi í Þýskalandi. Liðlega 30 þúsund sparifjáreig- endur áttu alls um 330 milljónir evra inni á Edge-reikningum Kaup- þings í Þýskalandi. Samsvarar það um 56 milljörðum króna. Nægilegt fé er til hjá fyrirtækinu til að standa undir þessum skuldbindingum. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að til þess að taka af all- an vafa um að heimilt væri að greiða þetta fé út, áður en búið væri að lýsa öllum kröfum í búið, þyrfti að setja einfalt bráðabirgðaákvæði í lögin. Frumvarp verður nú lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna og síðan Alþingi. helgi@mbl.is Liðkað fyrir greiðslum af Edge 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Glæný gullfalleg bók með lýsingum á hverfum Parísar, ljósmyndum og dásemdaruppskriftum. Bon appétit! Sigríður Gunnarsdóttir áritar bókina sunnudag 17. maí Eymundsson Austurstræti kl. 15.00-16.00 mánudag 18. maí Eymundsson Suður-Kringlu kl. 15.00-16.00 Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 kl. 17.00-18.00 TAUMÖND hefur sést á höfuðborgarsvæðinu und- anfarna daga, meðal annars á Elliðavatni og Bakka- tjörn á Seltjarnarnesi. Aðalheimkynni hennar eru í Mið-Evrópu. Hingað til lands flækjast stöku fuglar, að- allega á vorin, en verpa ekki hér. Blikinn er auðþekkj- anlegur af breiðri hvítri rák sem tegundin fær líka nafn sitt af og gengur í sveig frá auga aftur og niður á háls. Taumönd er buslönd eins og stokkönd og leitar ætis undir yfirborði vatnsins en kafar ekki. Hún er með minnstu andartegundum, lítið eitt stærri en urtönd. Morgunblaðið/Ómar Sjaldséður gestur frá meginlandi Evrópu í heimsókn Fær nafn sitt af hvíta taumnum „ÞAÐ er öruggt að farið verður yfir þessi mál og reyndar margt fleira. Augljóst er að þessar fjár- festingar orka mjög tvímælis, þótt ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um fjárfestingar Sjóvár sem leiddu til þess að tryggingafélagið stenst ekki lengur reglur um eiginfjár- hlutfall. Viðskiptaráðherra segir að vænt- anlega verði þessi mál tekin upp við endurskoðun laga og eftirlits um fjármálastofnanir. helgi@mbl.is Farið verður yfir fjárfestingar tryggingafélaga Gylfi Magnússon BANASLYS varð á þjóðvegi 92 í sunnanverðum botni Fáskrúðs- fjarðar í gærmorgun þegar bifreið var ekið út af veginum. Annar maður sem var í bílnum var fluttur á sjúkrahús, en slysið varð rétt sunnan við brúna yfir Dalsá neðan við bæinn Tungu. Vegurinn er malbikaður og var hann þurr og bjartviðri í Fáskrúðs- firði þegar slysið varð. Samdægurs var boðað til bæna- stundar í Fáskrúðsfjarðarkirkju klukkan 18. Einn lést í bílslysi í Fáskrúðsfirði MANNRÉTTINDAVERÐLAUN Reykjavíkurborgar koma að þessu sinni í hlut Rauða kross Íslands. Verðlaunin voru afhent við athöfn í Höfða í gær, laugardag, á mann- réttindadegi Reykjavíkurborgar. Rauði kross Íslands fékk mann- réttindaverðlaunin fyrir að vinna kraftmikið starf í borgarsamfélag- inu. Nefnt er í rökstuðningi að hreyfingin standi vörð um mann- réttindi, heilbrigði og virðingu ein- staklinga og bregðist við neyð jafnt innanlands sem utan. Þá hefur RKÍ unnið að ýmsum verkefnum með borginni. helgi@mbl.is Rauði krossinn fékk mannréttindaverðlaun Morgunblaðið/Golli Viðurkenning Hanna Birna Kristjánsdóttir og Marta Guðjónsdóttir afhentu Ahn Dao Tran og Sólveigu Ólafsdóttur frá RKÍ mannréttindaverðlaunin. BROTIST var inn hjá fyrirtækinu Bílar og fólk að Krókhálsi 12 aðfara- nótt laugardags og miklar skemmdir unnar á innanstokksmunum. Þjóf- arnir stálu stórri rútu auk þess sem þeir fóru út með tölvur og önnur verðmæti. Númerið á rútunni er UH-941 en hún er 50 manna og af gerðinni Scania. Að sögn Óskars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var rúða brotin og farið inn um glugga á skrifstofu. „Þar var rótað í öllum skjölum og tölvu stolið. Í framhaldi af því fara þeir niður í verkstæðisaðstöðuna og komast þar inn í rútu sem var í við- gerð, 50 manna rútu, finna lykla og keyra hana svo út.“ Í fyrstu var talið að Benz-rútu hefði einnig verið stolið en það reynd- ist misskilningur. baldura@mbl.is Höfðu stóra rútu á brott Bíræfnir þjófar Stolið Rútunni svipar til þessarar. SAUTJÁN ára piltur var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði staðið hann að ofsaakstri á Reykja- nesbrautinni í fyrrakvöld. Ökutæk- ið mældist á 177 kílómetra hraða sem er nærri tvöfaldur sá hámarks- hraði sem leyfilegur er. Að sögn lögreglunnar er sjald- gæft að ökumenn séu teknir á svo miklum hraða en akstursskilyrði voru með besta móti. Lögreglunni barst tilkynning frá vegfarendum um vítaverðan akst- ur. Svo vildi til að sérsveitarmaður var í nágrenninu. Mældi hann hraða bílsins og tók manninn höndum. Tekinn á tvöföldum hámarkshraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.