Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 16
16 Viðtal
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
’
Það hafa aldrei verið
talin mikil búhyggindi
að slátra mjólkurkúnni.
Friðrik J. Arngrímsson,
framkvæmdastjóri
Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, um
fyrningaleiðina svoköll-
uðu sem ríkisstjórnin hyggst fara.
Það virðist taktík þessarar ríkisstjórnar
að treysta á stjórnarandstöðuna.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins.
Ég er farfugl eins og margæsin sem ég
sé þarna út um gluggann.
Kolbrún Halldórsdóttir þegar hún lét af
embætti umhverfisráðherra.
Leiðin til örs vaxtar er að finna við-
skiptavini sem enginn annar vill lána.
Ummæli
William K. Black, dósent í hagfræði við
Missouri-háskóla í Bandaríkjunum.
Hér eru börn sem sofna ekki án þess að
fá panódíl fyrir svefninn vegna tann-
verkja.
Sigfús Þór Elíasson, prófessor við
tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Það er öll Evrópa með það á
hreinu að Noregur taki þetta.
Heimsálfan eins og hún leggur sig er
dottin í algjöra Gleðibankastemningu
yfir Norsaranum.
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari.
Guði það, sem guðs er, og keisaranum
það, sem keisarans er.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, er þingið
undir hans stjórn hafði gert upptækan á
annan tug olíuborpalla, meira en 30 olíu-
birgðastöðvar og 300 skip.
Viðkomandi hefur greinilega góðan
smekk á leikhúsi, en kannski ekki sið-
ferðisþröskuldinn alveg í lagi.
Kristrún Heiða Hauksdóttir,
kynningarstjóri Þjóðleikhúss-
ins, eftir að þjófar stálu
veggspjaldi
með mynd af
Kristbjörgu Kjeld af fram-
hlið Þjóðleikhússins.
Þetta var algjör viðbjóður.
Alfreð Finnbogason, sem
skoraði sigurmarkið fyrir
Breiðablik gegn ÍBV í Íslands-
mótinu í knattspyrnu, spurð-
ur hvernig honum hafi fundist leikurinn, en
hávaðarok var á vellinum í Vest-
mannaeyjum.
Mér finnst hæpið að draga þá
ályktun að verslanir séu eitt-
hvað að maka krókinn.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SVÞ, en fram hef-
ur komið að verð á sérvöru
hefur hækkað langt umfram
almennar verðlagshækk-
anir.
Þegar verst lét hljóm-
uðu þau eins og breim-
andi kettir í verulega
kvalafullri vaxmeðferð.
Sigmar Guðmundsson,
fréttamaður Sjónvarps-
ins, um framlag Búlgaríu í
Evróvisjón.
Maður réttir fram hönd þegar illa árar
hjá þeim sem manni þykir vænt um,
það er bara eðlilegt.
Jónas Jónasson útvarpsmaður bauðst til
að vinna þáttinn Sumarraddir kauplaust
fyrir RÚV.
Það sem könnunin leiðir í ljós er að fyr-
irtæki eru síður líkleg til að lenda í van-
skilum ef þau eru rekin af konum.
Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri um
könnun Creditinfo á hlutdeild kvenna í at-
vinnulífinu.
Ef landinu gengur illa vill enginn við-
urkenna að það sé vegna þess að lagið
var lélegt.
Steinunn Guðmundardóttir þjóðfræðingur
rannsakaði viðhorf til Evróvisjón í mast-
ersritgerð sinni.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
D
ómstóllinn ber merki tuttugustu
og fyrstu aldarinnar. Við búum við
alþjóðatengt samfélag í fjármálum
og samskiptum. Það er hins vegar
ekki fyrir hendi nein alþjóða-
stjórn. Spurningin er hvernig bæta má stjórn
alþjóðamála án slíks stjórnvalds. Það er vanda-
málið í dag. Rómarsamþykktin veitir svarið því
að þau eru grundvöllur sameiginlegs dómstóls
sem ætlað er að tryggja að lögum sé fylgt.
Megni þjóðríki ekki að tryggja að lögum sé
fylgt kemur dómstóllinn til skjalanna,“ segir
Luis Moreno-Ocampo, saksóknari Alþjóðlega
sakamáladómstólsins í Haag, um stöðu dóm-
stólsins í samtímanum.
Moreno-Ocampo telur samþykktina merki-
lega, enda sé hlutverk dómstólsins göfugt.
„Mikilvægi dómstólsins er ekki takmarkað
við málin sem hann tekur fyrir heldur er það
einnig fólgið í uppbyggingu stofnunar sem ætl-
að er að stuðla að friði,“ segir hann og bendir á
að ólíkt sinni kynslóð, sem hafi alist upp við lög
í þjóðríkjum, þyki ungu kynslóðinni í dag sjálf-
sagt að lög eigi við allan heiminn.
Saksótti herforingjastjórnina
Moreno-Ocampo var áður saksóknari í
Argentínu þar sem hann vakti fyrst verulega
athygli í réttarhöldum yfir háttsettum liðs-
mönnum herforingjastjórnarinnar vegna
glæpa sem framdir voru gegn argentínsku
þjóðinni á árunum 1976 til 1983. En þar voru á
ferð fyrstu réttarhöldin yfir fulltrúum stjórn-
valds vegna fjöldamorða síðan nasistar voru
sóttir til saka í Nürnberg-réttarhöldunum.
Moreno-Ocampo hefur tekið virkan þátt í að
móta dómstólinn frá því hann komst á legg.
„Þegar ég hóf störf sem saksóknari við dóm-
stólinn í júní 2003 var ég með tvo starfsmenn
og sex auðar skrifstofuhæðir. Við hófum því
starfið frá grunni. Ábyrgð mín fólst í að velja
þau mál sem dómstóllinn ætti að rannsaka. Það
olli ugg í Bandaríkjunum og í öðrum ríkjum
sem óttuðust frjálsan saksóknara. Nú sex árum
síðar höfum við sýnt fram á að dómstóllinn er
vel starfhæfur,“ segir Moreno-Ocampo.
Fyrir skömmu gaf Moreno-Ocampo út hand-
tökuskipun á hendur Omar Hassan al-Bashir,
forseta Súdans, vegna stríðsglæpa, óhæfu-
verka sem hann eigi erfitt með að rannsaka,
enda geti hann ekki verið á vettvangi.
Hann vísar aðspurður þeim ásökunum á bug
að hann hafi gefið út ákæruna á hendur Omar
al-Bashir of snemma og þar með hugsanlega
seinkað því að hægt yrði að hafa hendur í hári
forsetans þegar hann væri utan landsins.
„Þetta er byggt á vanþekkingu. Omar al-
Bashir fer fyrir útrýmingu á 2,5 milljónum
manna. Það er því ekki hægt að bíða,“ segir
Moreno-Ocampo, sem telur að réttlætið muni
ná fram að ganga og hinir seku lenda á bak við
lás og slá: „Það er enginn efi í huga mér að svo
verði. Þetta er aðeins spurning um tíma.“
Spurður um ástæður þess að Bandaríkin tor-
tryggðu dómstólinn segir Moreno-Ocampo al-
þjóðasamskipti snúast um völd, ekki lög og
reglur. Sú hugmynd að hafa dómstól sem fylgi
réttlætinu eftir í alþjóðasamskiptum gangi
gegn viðhorfum síðustu árþúsunda.
Kunna ekki að meta lagatakmarkanir
„Ríki sem hafa stóra heri og líta því svo á að
þau geti varið sig sjálf kunna ekki að meta
lagalegar takmarkanir. Ríki í Afríku, Suður-
Ameríku og Evrópu og þjóðríkin Nýja-Sjáland,
Kórea, Japan og Ástralía kunna það hins veg-
ar, ólíkt stórveldunum Kína, Rússlandi og
Bandaríkjunum,“ segir Moreno-Ocampo, sem
tekur fram að Bandaríkin hafi nú samþykkt
dómstólinn og lýst yfir samstarfsvilja.
Inntur eftir öðrum verkefnum segir hann
glæpi í Georgíu, Kólumbíu, Kenía og víðar á
borði dómstólsins, ásamt því sem til skoðunar
sé hvort tilefni sé til ákæra vegna stríðsglæpa á
Gaza. Fyrst þurfi þó að fást viðurkenning á því
að málshefjendur séu fulltrúar palestínsku
þjóðarinnar. Í öðru lagi þurfi glæpirnir að
heyra undir glæpi gegn mannkyni eða stríðs-
glæpi. Í þriðja og síðasta lagi þurfi að kanna
hvort ekki sé fyrir hendi þjóðardómstóll sem
geti tekið málið fyrir. Séu skilyrðin þrjú upp-
fyllt kunni að vera tilefni til rannsóknar.
Hvort slík rannsókn sé á þessu stigi líkleg
eður ei vill Moreno-Ocampo ekki tjá sig um.
Lögsæki og stuðli að friði
Luis Moreno-Ocampo,
fyrsti saksóknari Alþjóðlega
sakamáladómstólsins, segir
dómstólinn afar mikilvæg-
an, enda sé hlutverk hans
meðal annars að tryggja
frið í róstusömum heimi.
Morgunblaðið/Golli
Saksóknari Moreno-Ocampo hefur starfs síns vegna oft þurft að notast við lífverði.
MEÐAL þeirra mála
sem Luis Moreno-
Ocampo hefur sótt
er ákæra á hendur
Jean-Pierre Bemba
Gombo, fyrrverandi
leiðtoga frelsishreyf-
ingar Kongó (MLC) í
Austur-Kongó [áður
Zaire], sem ákærður
er fyrir glæpi gegn
mannkyni og stríðsglæpi,
vegna aðildar hreyfingar
hans að misheppnaðri til-
raun Ange-Félix Patassé,
fyrrverandi forseta Mið-
Afríkulýðveldisins til að
hrinda tilraun til valdaráns.
Bemba, sem var tekinn
höndum skammt frá Brussel
í maímánuði 2008, er m.a.
grunaður um að hafa haft
forystu um ofbeldisverk,
þ.m.t. hópnauðganir og
morð á óbreyttum borg-
urum. Hann bíður nú dóms
við ICC.
Með líku lagi var gefin út
handtökuskipun á Thomas
Lubanga, leiðtoga vopnaðra
sveita í Austur-Kongó, sem
gefið er að sök að hafa þjálf-
að börn allt niður í tíu ára
gömul í hernaði. Hann gaf
sig fram við réttinn árið
2006 og stendur málið hon-
um og tveimur sam-
verkamönnum hans nú yfir.
Dómstóllinn hefur einnig
gefið út ákæru á hendur Om-
ar al-Bashir, forseta Súdans,
vegna stríðsglæpa. Hann
gengur laus líkt og tveir
samverkamanna hans.
Þá hefur ICC gefið út
handtökuskipun á hendur
Joseph Kony, leiðtoga And-
spyrnuhers Drottins, og
þremur meðreiðarsveinum
hans, vegna gruns um glæpi
gegn mannkyni í N-Úganda.
Er þeim gefið að sök að
hafa framið ódæðisverk
gegn óbreyttum borgurum
og gert börn að liðsmönnum
sínum. Allir ganga þeir lausir
nema einn sem er látinn.
Jean-Pierre
Bemba Gombo
Joseph
Kony
Thomas
Lubanga
Omar
al-Bashir
ÁKÆRÐIR FYRIR ÓHÆFUVERK
LUIS Moreno-
Ocampo er fyrsti
saksóknari Alþjóð-
lega sakamála-
dómstólsins (ICC) í
Haag sem stofnaður
var árið 1998, en
varð formlega til árið
2002 þegar 60 ríki
höfðu staðfest Róm-
arsamþykktina um
hann. Í mars voru aðildarríkin orðin 108.
Lögsaga dómstólsins tekur til þjóðar-
morðs, glæpa gegn mannkyni og stríðs-
glæpa. Dómstóllinn er hugsaður sem við-
bót við réttarkerfi þjóðríkja en hann tekur
aðeins fyrir mál sem ríki hafa annað hvort
ekki áhuga eða getu til að sinna.
Dómstóllinn hefur fram að þessu gefið
út ákærur á hendur þrettán mönnum vegna
glæpa sem framdir voru á fjórum átaka-
svæðum (sjá ramma að neðan), í Austur-
Kongó, Darfur-héraði í Súdan, Norður-
Úganda og í Mið-Afríkulýðveldinu.
Þar af eru fjórir í varðhaldi, einn er látinn
og átta ganga enn lausir, að því er fram
kemur á vef dómstólsins.
Dómstólnum hefur borist fjöldi beiðna
um að taka upp mál sem varða meinta
stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni og
hefur flestum þeirra verið vísað frá með
þeim rökum að þær falli ekki undir lögsögu
hans.
Rannsakar
stríðsglæpi
Aðsetur ICC í Haag