Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 26
26 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Litlir, sætir bangsar Afmæli vampíru Góður asni Asni sem ég hitti í Ameríku þegar Hellvar spilaði þar árið 2007. Þetta var gæluasni sem bjó uppi í sveit hjá listakonu. Hann kom þegar maður kallaði og var í alla staði besti asni sem ég hef hitt. Leikkonur Tvítug í leikfélaginu Vox Arena í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Við settum upp Veisluna eftir Molnár og Sköllóttu söngkonuna eftir Ionesco. Þarna er ég ásamt Þorbjörgu Þóru Jónsdóttur í afar spennandi búningum. Álfapar Var álfkona á þrettándanum þegar ég var svona 16 eða 17 ára. Jóhann Smári Sævarsson var álfakóngurinn. Ótrúlega súrrealísk lífsreynsla. Heiða Brjóstgóðar stöllur Flippað á fermingardaginn Besta við að fermast var að fá í fermingargjöf að fara ein í sumarskóla til Englands. Fermingin sjálf var leiðinleg og hefði gjarnan viljað sleppa henni. Ófrísk á Laugarvatni árið 2001 Þarna eru ég og Elvar að gera tilraunir með hljóð, okkur til dægrarstyttingar. Sumarið 2001 var einstaklega sólríkt á Laugarvatni, enda erum við vel sólbrún og sæt. Hippafílingur í Bonn 1979 Áramótagleði Ég og Kristinn Pálsson útvarpsmaður, en við höfum gjarnan hittst yfir jólin og spilað. Þessi er þó eflaust frá áramótum, því við erum svo spariklædd og ég með áramótavindil. Þetta er svona ‘95 eða ‘96. Ljósálfur Ég var öflug í skátastarfinu með skátafélaginu Heiðarbúum. Við heimsóttum kanaskátastelpur stundum og þessi í miðjunni er einmitt amerísk „cubbscout”. Ég er eflaust 9 ára ljósálfur þarna. Spilað uppá M&M-kúlur Á Vatnsnesveginum með pabba, þarna var verið að spila upp á M&M-kúlur og ég greinilega að vinna. Ég er svona 10-11 ára þarna. Skrýtið í Kína Á veitingastað í Peking, en hljómsveitin Hellvar spilaði þar vorið 2008. Ég er að borða sjaldgæfan kínverskan svepp, sem þó var ekki það skrýtnasta sem ég smakkaði í Kína. Fjögurra ára Ómi föður- bróðir tók þessa mynd. Ragnheiður Eiríksdóttir, betur þekkt semHeiða í Unun, fæddist 25. janúar 1971 í Haf-nar-firði. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Kjartansdóttir og Eiríkur Jónsson. Hún ólst upp í Reykjavík til 9 ára aldurs, en fluttist þá til Kefla- víkur, þar sem hún átti heima öll sín unglingsár og gekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Um tvítugt fluttist hún til Reykjavíkur og hóf nám í ensku við Háskóla Íslands, en söðlaði yfir í heimspeki og lauk BA-gráðu árið 2002. Veturinn 2004-2005 tók hún eitt ár í masters- námi í Technische Universität í Berlín. Næsta vetur hyggst hún ljúka MA-námi sínu í heimspeki frá HÍ. Ragnheiður hefur unnið sem tónlistarmaður um árabil, meðal annars sem söngkona sveitarinn- ar Ununar sem gaf út sína fyrstu plötu 1994. Sjálf hefur Ragnheiður gert fjórar plötur, Svarið ásamt Curver Thoroddsen árið 2000, Heiða+Bukowski árið 2002, Tíu fingur upp til guðs, ásamt Heiðingjunum árið 2003 og Bat out of Hellvar með hljómsveitinni Hellvar árið 2007. Hún og sambýlismaður hennar Elvar Geir Sævarsson stofnuðu sveitina í Berlín árið 2004 og er önnur plata í smíðum þetta árið. Sonur Ragnheiðar og Elvars Geirs er Óliver, fæddur 21. september 2001. Fjölskyldan býr í Keflavík. Ragnheiður var ráðin aðstoðarmaður Atla Gísla- sonar, alþingismanns í mars 2008 og gegnir hún enn því starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.