Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 23
– Hafa verið einhverjir vendi- punktar í þessum efnum? „Ekki beinlínis. Þó nefni ég ákveðna atburði sem hafa aukið á vitund neytenda. Í fyrsta lagi mat- arskattslækkunina í hittifyrra og ótta almennings um að kaupmenn myndu stinga henni í vasann. Í öðru lagi nefni ég efnahagshrunið síðastliðið haust. Það getur ekki gert annað en auka vitund um mikilvægi þessa málaflokks enda þótt það hefði að ósekju mátt koma með minni kollsteypu.“ Leiðarkerfi neytenda – Eðli málsins samkvæmt getur þú ekki verið aðgengilegur allan sólarhringinn, allt árið um kring. Þú hefur gripið til ráðstafana til að létta álagið. „Já, til þess að bæta aðgengið kom ég á fót svokölluðu Leið- arkerfi neytenda á heimasíðunni neytandi.is. Það á að vera gagn- virk vefgátt þar sem fólk getur fundið upplýsingar um réttindi sín sem neytendur og úrræðin sem til- tæk eru. Þarna geta menn hjálpað sér sjálfir, óháð því hvort einhver er á vakt. Úrræðin eru nefnilega að lang mestu leyti ágæt. Það þarf bara að kynna þau betur fyrir al- menningi og eitt af hlutverkum mínum er að leiðbeina fólki á rétt- an stað, hvort sem það er í síma, tölvupósti eða með þessum hætti. Ég naut aðstoðar sænsks sérfræð- ings í neytendarétti við þessa vinnu, Liselotte Widing. Þetta var stór áfangi. Talandi um stóra áfanga má ég til með að minnast á leiðbeining- arreglur talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um aukna neytendavernd barna varðandi markaðssókn sem beinist að börn- um en þær voru kynntar snemma á þessu ári. Við bindum miklar vonir við þessar leiðbeining- arreglur.“ – Er frekara samráð á döfinni? „Já, einmitt þessu tengt. Þessa dagana er ég nefnilega að funda með forsvarsmönnum Ör- yrkjabandalagsins og fleirum til að kanna hvort þörf er á svipuðum leiðbeiningum varðandi fatlaða og eldri borgara í samræmi við þá stefnu mína að eyða kröftum í varðstöðu fyrir hópa sem þurfa sérstaka vernd.“ Enginn skortur á miðlum – Hefur erindum til embættisins fjölgað á þessum fjórum árum? „Já, þeim hefur fjölgað verulega. Því miður hef ég ekki haft bol- magn til að skrá fjölda erinda eða flokka þau með markvissum hætti eins og æskilegt væri að gera en erindunum hefur tvímælalaust fjölgað.“ Fólk veit sumsé almennt af þér? „Það held ég. Fjölmiðlar, emb- ættismenn, atvinnurekendur og upplýstir neytendur vita a.m.k. af embættinu. Fyrir vikið er yfirleitt ekki vandamál að koma upplýs- ingum á framfæri. Sérstaklega hafa yngri fjölmiðlamenn áhuga á þessum málaflokki og innsýn í hann. Framboðið er mikið af upp- lýsingum og fyrir vikið byrjaði ég á sínum tíma að blogga, m.a. til að vekja athygli á leiðarkerfi neyt- enda. Á Moggablogginu fjalla ég líka um ýmsar fréttir í neytenda- samhengi og það hefur nýst ágæt- lega. Það er ekki vandamál að finna miðlana.“ – Þú kemur víða við, hefur t.a.m. sýnt verðtryggingunni áhuga. „Verðtryggingin er mikið álita- mál fyrir neytendur. Hún er orðin þrjátíu ára og alltaf fjölgar í hópi þeirra sem efast um ágæti hennar. Ég hef enn ekki fundið formlega leið til að takast á við verðtrygg- inguna en bara það að tala um efa- semdir mínar um réttmæti hennar hefur vonandi skilað einhverju.“ – Þú sendir forsætisráðherra á dögunum tillögu með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að taka beri öll neytendalán með veði í íbúðar- húsnæði eignarnámi og fela gerð- ardómi að leggja til niðurfærslu þeirra. Hvað er að frétta af því máli? „Það er í ákveðnum farvegi. Fram hefur komið að forsætisráð- herra hefur sent Seðlabankanum tillöguna til umsagnar. Sjálfur er ég á fullu að kynna tillöguna fyrir áhrifaaðilum í kerfinu, svo sem líf- eyrissjóðum, almannasamtökum, atvinnurekendum og öðrum sem vilja. Mér er í mun að fyrirbyggja þann misskilning sem fram hefur komið að tillögurnar feli í sér ein- hver ríkisútgöld. Þær gera það ekki. Það er aðeins verið að leggja til málsmeðferð til að skipta tjón- inu milli lánveitenda og lántakenda í hópi neytenda.“ Áhugi á hópmálsóknum – Hópmálsóknir er líka mál sem þú hefur sýnt áhuga. „Já, ég hef áhuga á því að tals- maður neytenda fái sérstakt hlut- verk í þeim málum sem eru of stór til að láta hverfa en of lítil til að hver og einn leiti réttar síns. Ég á eftir að leggja fram formlega til- lögu um málið en hef minnt reglu- lega á það í stjórnkerfinu og fjöl- miðlum, auk þess sem ég er að undirbúa málþing. Ég er vongóður um að þetta verði gert, alltént finn ég fyrir þverpólitískum áhuga í stjórnkerfinu. Menn sjá það eftir olíumálið og bankahrunið að það er full þörf á þessu úrræði.“ – Nú stendur til að flytja neyt- endamálin frá viðskiptaráðuneyt- inu yfir til dómsmálaráðuneytisins. Ertu sáttur við þá ráðstöfun? „Já, mér líst vel á það. Mín skoðun hefur alltaf verið sú að það sé ekki heppilegt að neytendmál séu á sama stað og viðskiptamál. Það býður upp á togstreitu og hagsmunaárekstur. Dóms- málaráðuneytið er vel til þess fall- ið að hýsa þennan málaflokk. Í fyrsta lagi er það vant að fara með stofnanir sem þurfa að njóta sjálf- stæðis eins og í mínu tilviki. Í ann- an stað eru neytendamál tengd málaflokkum sem dómsmálaráðu- neyti í norrænum ríkjum fara með, svo sem kröfuréttindi og hópmáls- óknir.“ – Umræðan um aðild að Evr- ópusambandinu verður sífellt fyr- irferðarmeiri í samfélaginu. Hefur þú tekið afstöðu til hennar? „Nefnd á vegum forsætisráðu- neytisins leitað um daginn eftir sjónarmiðum mínum um það hvaða áhrif ESB-aðild kynni hugsanlega að hafa og ég svaraði því til að þar sem við hefðum verið einskonar aukaðilar að bandalaginu í fimm- tán ár myndu réttindi neytenda ekki mikið breytast. Efnislega eru þau nokkuð góð. Hins vegar tel ég að möguleikar til að hafa áhrif í Brussel í þágu neytenda myndi stórbatna og það sem er meira um vert, kjör neytenda myndu batna verulega. Það er óumdeilt af þeim sem til þekkja.“ Efndir fylgi orðum – Þú ert skipaður til fimm ára í senn. Muntu sækjast eftir því að halda starfinu áfram á næsta ári? „Ég geri fastlega ráð fyrir því og vona að þessum málaflokki verði sinnt af ennþá meiri krafti á komandi árum. Það hefur verið talað um það í tíð síðustu rík- isstjórna að sinna neytendamálum betur en nú held ég að efndir verði að fylgja orðum. Mér er vitaskuld ljóst að víða þarf að draga saman seglin en þetta er málaflokkur sem óheppilegt væri að ganga nærri við núverandi aðstæður í þjóð- félaginu.“ – Hvernig viltu færa embættið út, fáist til þess fjármagn? „Það er tvennt sem kemur til greina – að ráða fleiri sérfræðinga sem verktaka eða að fjölga starfs- fólki. Ég er til viðræðu um báðar þessar leiðir. Það þarf ekki endi- lega að vera best til þess fallið að auka slagkraft að fjölga starfsfólki en ég held eigi að síður að það þurfi að vera fleiri en einn. Það væri heldur ekki verra að hafa svolítið meiri valdheimilir eins og kollegar mínir á Norðurlönd- unum.“ en sverðið 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 TRUFLAR EKKI AÐ VERA FLOKKSBUNDINN Gísli Tryggvason er flokksbundinn framsóknarmaður og hefur verið virkur í starfi flokksins um árabil. Hann er sannfærður um að það stangist ekki á við hlutverk hans sem talsmaður neytenda. „Ég hef verið tortryggður út af þessu,“ segir hann. „en get ekki séð hvers vegna það að vera félagi í löglegum stjórnmálaflokki ætti að trufla störf mín sem talsmaður neytenda? Það er líka athyglisvert að þeir sem tortryggja mig helst eru iðulega meðlimir í öðrum stjórnmálaflokkum. Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera meðvitaður um þessa tortryggni og er staðráðinn í að láta hana ekki bitna á mínum störfum. Það er hlutverk embættisins að hafa neytendapólitísk áhrif.“ Gísli segir það lengi hafa tíðkast á Íslandi að embættismenn megi vera flokksbundnir og nefnir hæstarétt- ardómara í því sambandi. „Ekki hefur það truflað þeirra störf.“ Gísli telur eðlilegt að koma hreint fram um hvar hann sé í pólitík enda sé það forsenda starfsins að þjóðin viti hvar hann standi. Hann kveðst aldrei koma nálægt neytendamálum á vettvangi Framsóknarflokksins, þannig að hættan á hagsmunaárekstrum sé hverfandi. „Ég hef verið að fjalla um allt önnur mál, svo sem lagamál og nýlega var ég skipaður í nefnd á vegum forsætisráðuneytisins um stjórnlagaþing.“ AÐ TALA FYRIR ÍSLANDS HÖND Málþing 20. maí í Salnum Kópavogi P IP A R • S ÍA • 9 0 8 3 5 Að tala fyrir Íslands hönd er yfirskrift málþings sem verður haldið í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 20. maí kl. 8.15-12.00. Málþingið er á vegum hinna ýmsu samtaka atvinnurekenda, Útflutningsráðs, Almannatengslafélags Íslands og Ferðamálastofu. Innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um orðspor Íslands, fortíð og framtíð. Kynntar verða niðurstöður úr viðhorfsrannsókn sem Útflutningsráð og Ferðamálastofa hafa látið gera í Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi um viðhorf almennings til Íslands. Meðal þeirra sem flytja erindi eru David Hoskin frá Eye-for-Image í Danmörku, Geoff Saltmarsh frá The Saltmarsh Partnership í Bretlandi, dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra í Ósló, Andrés Jónsson, formaður Almannatengslafélags Íslands og Urður Gunnarsdóttir, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytis. Hafa atburðir síðustu mánaða skaðað orðspor okkar erlendis? Hafa skilaboð okkar til erlendra fjölmiðla og umheimsins verið skýr? Hefur verið höggvið skarð í ímynd okkar og hefur viðhorf almennings til Íslands og Íslendinga hjá helstu viðskiptaþjóðum okkar breyst? Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins eru á vef Útflutningsráðs, www.utflutningsrad.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.