Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 1
1 7. M A Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
132 . tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
TVÍTUGUR
ÖKUÞÓR:
KRISTJÁN
EINAR
KEPPIR Í
FORMÚLU 3
LEBRON
JAMES
Góður,
sterkur og
mjúkur
MYNDAALBÚM
HEIÐU
GENGISVÍSITALA
EVRÓVISJÓN
SUNNUDAGUR
FEÐURNIR STÍGI FRAM»6GRÓÐAVON ÁN ÁHÆTTUNNAR»4
Miklar líkur eru á því að Kauphöll Íslands vísi niðurfellingu
Teymis á skuldum stjórnenda félagsins til Fjármálaeftirlitsins
(FME). Teymi tók yfir félög, og skuldir, í eigu forstjóra og
fjármálastjóra félagsins í október síðastliðnum þegar Teymi
var afskráð.
Yfirtakan var hluti af kaupréttarsamningi við mennina
sem tryggði að þeir gátu ekki tapað á hlutabréfa-
kaupum sínum í félaginu. Skuldin, sem er við Ís-
landsbanka, stóð í 829 milljónum króna í lok
febrúar.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphall-
arinnar, segist telja að málið, og önnur af
sama meiði, þurfi frekari skoðun. „Það er langlíklegast að við
munum einfaldlega vísa málinu áfram til frekari skoðunar vegna
þess að Teymi er ekki lengur í samningssambandi við okkur eftir
afskráningu. En við svona aðstæður eins og eru núna þá er Fjár-
málaeftirlitið sá aðili sem við vísum málum til. Við teljum eðlilegast
að þeir skoði þetta frekar en við, þar sem það er ekki hægt að fá
botn í svona mál með öðrum hætti en að spyrjast fyrir um þau.“
Niðurfellingum á skuldum
stjórnenda verður vísað til FME
Þórður
Friðjónsson
Víða um lönd hefur lögum verið breytt
og körlum sem gefa eða selja barnlaus-
um hjónum sæði gert skylt að heimila
barninu að fá upplýsingar um faðernið
við 18 ára aldur.
Þeir sem vilja að leyndinni sé
aflétt vísa í hagsmuni barnsins,
sem eigi rétt á að þekkja upp-
runa sinn. Aðrir óttast að
færri fáist til að gefa sæði
ef börnin geti haft uppi
á þeim síðar. Nokkur
mál hafa komið til
kasta dómstóla,
t.d. í Bandaríkj-
unum, þar sem
tekist hefur verið á
um nafnleynd sæð-
isgjafa.
Hvaða maður
gaf sæðið?
HVAÐA STYRKI
FENGU FLOKKAR
NIR?
ENN VANTAR UP
PLÝSINGAR
UM FJÁRMÁL FL
OKKANNA
NOKKUR PÚSL E
RU KOMIN EN
HEILDARMYNDI
N ER ÓLJÓS
»28
NEYTENDAMÁLUM hefur vaxið
fiskur um hrygg hérlendis á umliðn-
um árum og eru þau loksins orðin
sérstakur málaflokkur sem stjórn-
völd huga að og almenningur og fyr-
irtæki hugsa um. Þetta er álit Gísla
Tryggvasonar, talsmanns neytenda.
„Þetta er svipað og jafnréttismálin
áður. Lengi vel voru þau ekki „al-
vöru“ málaflokkur en eftir ákveðinn
þróunar- og baráttutíma urðu þau
þverfagleg og allir hugsa um þau.
Ég vona að sama máli gegni um
neytendamálin,“ segir Gísli.
Hann nefnir ákveðna atburði sem
hafa aukið á vitund neytenda. „Í
fyrsta lagi matarskattslækkunina í
hittifyrra og ótta almennings um að
kaupmenn myndu stinga henni í vas-
ann. Í öðru lagi nefni ég efnahags-
hrunið síðastliðið haust. Það getur
ekki gert annað en auka vitund um
mikilvægi þessa málaflokks enda
þótt það hefði að ósekju mátt koma
með minni kollsteypu.“
Kjör neytenda betri í ESB
Nefnd á vegum forsætisráðuneyt-
isins leitaði um daginn eftir sjón-
armiðum talsmanns neytenda um
það hvaða áhrif ESB-aðild kynni
hugsanlega að hafa. Hann svaraði
því til að þar sem við hefðum verið
einskonar aukaaðilar að bandalaginu
í fimmtán ár myndu réttindi neyt-
enda ekki mikið breytast. „Efnislega
eru þau nokkuð góð. Hins vegar tel
ég að möguleikar til að hafa áhrif í
Brussel í þágu neytenda myndu
stórbatna og það sem er meira um
vert, kjör neytenda myndu batna
verulega. Það er óumdeilt af þeim
sem til þekkja,“ segir Gísli. | 22
Mál neyt-
enda loks
á dagskrá
Kjörin myndu batna
við aðild að ESB
Morgunblaðið/Eggert
Talsmaður Gísli Tryggvason.
Opið 13–17
Nýtt kortatímabil