Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Ástkær systir mín og frænka okkar, FANNEY SAMSONARDÓTTIR, Grundarlandi 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. maí kl. 13.00. Jón Samsonarson, Ómar Árnason og fjölskyldur. ✝ Bróðir minn, SIGMUNDUR BJÖRNSSON, lést í New York mánudaginn 11. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hilmar Björnsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EINAR JÓNASSON, Hlíðargerði 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 13. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Árdís Guðmarsdóttir, Guðmar Einarsson, Elín Úlfarsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Einar Örn Einarsson, Tinna Brá Baldvinsdóttir, Eydís, Elísa, Birgitta Björg, Jónas, Árdís Freyja og Indriði Hrafn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og hjartkær vinkona, SIGRÚN ODDGEIRSDÓTTIR, Hæðargarði 35, áður Skipasundi 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 15.00. Ingvar A. Guðnason, Þórunn Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Sigríður Davíðsdóttir, Haukur Geir Guðnason, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, Theódór Halldórsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR ÞÓRÓLFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis Háholti 31, Akranesi, sem lést aðfaranótt þriðjudagsins 5. maí, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Þórólfur Ævar Sigurðsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Guðjón Heimir Sigurðsson, Valgerður Bragadóttir, Halldór Bragi Sigurðsson, Sigurlaug Brynjólfsdóttir, Guðrún Agnes Sigurðardóttir, Tryggvi Ásgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, dóttur, systur og ömmu, SIGURLÍNU SJAFNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Trausti Björnsson, Halldóra Traustadóttir, Ólafur Þ. Stephensen, Björn Traustason, Bjarney Harðardóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, systkini og barnabörn. ✝ Ragnhildur Guð-rún Hallgríms- dóttir fæddist í Látra- vík í Eyrarsveit 23. febrúar 1924. Hún lést á Droplaug- arstöðum 2. maí síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Jakobsdóttur og Hallgríms Sigurðs- sonar bónda. Alls varð þeim hjónum fimm barna auðið og var Ragnhildur í mið- ið. Elstur er Sig- urður, þá Sigríður, sem er látin, næstur eftir Ragnhildi er Árni Jó- hannes og yngstur er Jens Jakob. Fósturbróðir þeirra var Sigurður Sigurðsson, sem er látinn. Í Látravík var oft glatt á hjalla og hafa systkinin minnst æskuára sinna og uppvaxtar þar með mikilli seldi fólki. Ragnhildur var vel gefin á bókina og harðdugleg til vinnu. Á unga aldri stundaði hún vinnu á Grundarfirði yfir vetrartímann, en á þeim árum fór þorpið þar stækk- andi. Síðar sótti hún einnig vinnu í Stykkishólmi. Á þessum árum kom Ragnhildur heim í Látravík og hjálpaði til við heyannir á sumrin en um tvítugt flutti hún til Reykja- víkur. Ragnhildur var ljúf í lund, ró- lyndismanneskja, ekki framfærin, góðhjörtuð og bar fólkið sitt mjög fyrir brjósti. Þegar Hreinn óx úr grasi vann hún á ýmsum stöðum, síðast á Múla- lundi, þá orðin öryrki. Fyrir allnokkrum árum ferðaðist hún til nokkurra borga Evrópu ásamt frænku sinni Ingibjörgu Þórðardóttur og var það Ragnhildi til mikillar gleði og var upplifunin henni ógleymanleg. Ragnhildur átti við mikinn heilsubrest að stríða síðari hluta ævinnar. Síðustu æviárin dvaldi hún við gott atlæti á Droplaug- arstöðum. Útför Ragnhildar fór fram 11. maí. hlýju. Ragnhildur dvaldist í foreldra- húsum á æskuárum sínum utan eins vetr- ar að hún sótti ungl- ingaskóla á Hellis- sandi en þann vetur bjó hún hjá föð- ursystur sinni. Ragnhildur giftist um miðja síðustu öld Guðmundi Rósin- kranssyni vélsmiði og byggðu þau sér heim- ili á Seltjarnarnesi. Þau Ragnhildur og Guðmundur slitu samvistir og er Guðmundur látinn. Fóstursonur þeirra er Hreinn Jakob Elvar Guð- mundsson, sem búsettur er í Hvera- gerði. Eftir að þau Guðmundur tóku Hrein að sér hætti Ragnhildur að vinna utan heimilis en saumaði föt heimavið af miklum dugnaði og Ekki kom það mér á óvart þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að Ragnhildur systir hans pabba hefði fengið að sofna svefninum langa 2. maí sl. Nokkrum dögum áður var ég að tala við Jenna frænda og var að segja honum af heilsu pabba kom það fram hjá honum að Ragna frænka ætti stutt eftir. Ekki vildum við segja föður mínum af þessu þá þar sem hann lá á sjúkrahúsi, búinn að fara í gegnum erfiða aðgerð og heilsan hans á réttri leið eftir nær fimm vikna legu og fyrirhuguð heimferð komin á dagskrá. Af æðruleysi tók hann þó fréttinni af andláti systur sinnar nokkrum dögum síðar þó veikur væri. Sagt er að maðurinn komi einn í heiminn og fari einn. Þessu trúi ég ekki því ég lít svo á að Guð sé að bera okkur þessa fyrstu og síðustu ferð okkar minn- ugur þess að við sjáum ekki alltaf fótspor tveggja í sandinum. Ég veit að afi, amma, Sigga frænka og Siggi fósturbróðir systkinanna frá Látravík tóku vel á móti Ragnhildi frænku og nú hvíla þær systurnar hlið við hlið í Gufuneskirkjugarð- inum nánast eins og það hafi verið fyrirfram ákveðið. Þó á engan sé hallað þá vil ég þakka Jenna frænda og Ingu konunni hans hjartanlega fyrir allan undirbún- inginn, athöfnina við kistulagningu og útför elskulegrar frænku minn- ar Ragnhildar Guðrúnar Hall- grímsdóttur. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perlu- glit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ég vil votta ættingjum Ragn- hildar mína innilegustu samúð. Ásgeir Þór Árnason. Ragnhildur Guðrún Hallgrímsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma, ANNA HALLDÓRSDÓTTIR ZOBLER FERRIS, lést á Palm Beach Flórída þriðjudaginn 28. apríl. Minningarathöfn verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. júlí kl. 11.00. Neil Halldór Zobler, Ana Zobler, Christopher, Nicholas og Alexander Zobler, Jon Alan Zobler, Lori Zobler, Lily Rose og Jessica Zobler, Erik Sanford Zobler, Derek og Sven Zobler, Alan Ferris, Madeleine Ferris, Greg og Katy Ferris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.