Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 14
14 Myndlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 smíðaði í Flatey á Breiðafirði, en Guðbergur hefur dvalist þar. Ástæðan fyrir því að Halldór færði mér bókina er sú að eitt ljóðið fjallar um mig og hefst svona: Freyr Það eina góða við myndverk krist- jáns guðmundssonar SÚM-ara er það að myndlist þess er gerð fyr- ir blinda. Blindir sjá verk Kristjáns með eyr- unum. Það er nú eitthvað til í þessu hjá honum.“ – Hann var í þessari kreðsu SÚM-ara? „Jú, á tímabili og Vilhjálmur bróðir hans.“ – Er nauðsynlegt fyrir lista- menn að vera í félagi? „Það tíðkast einkum hjá ungu fólki. Oftast grúppar það sig sam- an, svo sem í Klínk og bank. Það standa alltaf einhverjir fyrir utan og eru einir, en hitt er algengara. Oft er þetta fólk sem hittist í skól- um og heldur svo áfram samstarf- inu eftir útskrift.“ – Verða menn sjálfstæðari með aldrinum? „Menn bara þróast í sundur, halda vináttunni, en hver fer sína leið.“ Konkretljóð Kristján segist ekki vinna ex- pressjónískt, heldur skipulega eftir plani. „Myndlistarverk fyrir mér er bara ákvörðunaratriði. Ég ákveð, teikna á blað og segi við sjálfan mig: „Já, ég geri þetta svona. Svo geri ég það þannig og annaðhvort stendur verkið eða fellur.“ – Þú spinnur ekki verkið jafn- óðum? „Ekki nema abstrakt lands- lagsmálverkin sem ég gerði í gamla daga. Þá byrjaði ég með auðan striga og málaði þar til komin var mynd. Ég gat ekkert planað þar. En yfirleitt veit ég upp á hár hvað það er sem ég ætla að gera. Stundum fullnægir það mér ekki, þá hendi ég því bara eða legg það í salt. Það flækist ekkert fyrir mér. Ég vinn gjarnan með fjögur eða fimm at- riði, sem brjótast fram á mismun- andi hátt í ólíkum tegundum af verkum, en ef kafað er ofan í þau, þá er grunntónninn sá sami. Ég nefni sem dæmi bók sem ég gerði með punktum úr ritverkum Hall- dórs Laxness árið 1972. Þó að út- litið sé allt öðruvísi er undirliggj- andi skyldleiki. Ef þú sérð til dæmis málverk eftir Daða Guð- björnsson veistu strax að það er eftir Daða, persónueinkennin eru svo sterk í pensilskriftinni. Í fljótu bragði er erfiðara að þekkja mínar myndir úr, því sjálfur hef ég enga pensilskrift vegna þess að ég mála oftast með rúllu.“ – Flokkast bókin um punktana ekki undir konkretljóð? „Jú, það má segja að það sé skrásetning, eins og áfeng ljóð. Konkretljóðin höfðu mikil áhrif á mig á sínum tíma. Í Sundays Next Century skráði ég alla sunnudaga á þessari öld, en verkið var gert árið 1993. Sem þýðir að bókin þurfti að bíða í sjö ár eftir því að komast í gagnið.“ – Er það til marks um áhrif Nóbelsskáldsins á þig, að þú sóttir punktana í verk hans? „Já, ég held að hann hafi haft áhrif á alla Íslendinga, sem lesa bækur, eins og Þórbergur og fleiri af þessum gömlu. Auðvitað valdi ég hann af því að hann var áhrifa- mikill, annars hefði ég valið annað skáld. Um að gera að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur – til að gera sama og ekki neitt!“ Kristján hlær með pípuna uppi í sér. „Þetta er eins og ég segi stund- um: „Að reisa sér hindrun til þess að stökkva hátt undir hana.“ – Ertu bókamaður? „Ef mér finnst bók skemmtileg les ég hægt og er lengi að því. Ég er vandlátur á hvað ég les, nenni til dæmis aldrei að lesa reyfara – það er alveg ónýtur heimur fyrir mér. Ég barðist í gegnum Mýrina eftir Arnald Indriðason með mikl- um harmkvælum og þar með var það búið. Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa ævisögur og sagnfræði – eitthvað sem er raun- verulegt.“ Hann stendur upp og sækir bók í einn af kössunum í stofunni, Saumasjó, sem eins og nafnið ber með sér hefur að geyma öldurnar á haffletinum í saumsporum. „Þetta eru sjálfvirk spor í flestum sauma- vélum og nokkrar konur unnu þetta fyrir mig, segir hann. „Bókin var fyrst saumuð á íslensku, en ég lét þýða hana á nokkur tungumál, svo sem norsku, frönsku og ensku, og hún var gefin út í 250 eintökum á hverju tungumáli. Svo fékk ég Kínverja til að þýða hana fyrir mig, en annar Kínverji sagði mér seinna að þýðingin væri tóm vit- leysa: „Þetta er ekki saumasjór á kínversku; þetta þýðir kona úti á báti í tunglsljósi. Sem er alls ekk- ert verra.“ – Hann hefur viljað hafa titilinn ljóðrænni! „Já, hvernig á maður líka að þýða orðið saumasjó á kínversku?“ – Húmorinn skín í gegn í mörg- um verkum þínum? „Já, það er allt í lagi ef örlar á honum. Ég hef ekkert á móti því – og gaman af því sjálfur. En mér finnst alvaran alveg jafnskemmti- leg og húmorinn. Það er erfitt að skera á milli, hvað er alvara og hvað húmor.“ Tossalisti Vinnudagarnir eru ærið mis- jafnir hjá Kristjáni. „Ég fer á fæt- ur upp úr hádegi. Svo er ég bara með tossalista og merki við. En ég hef ekki neina reglu á vinnudeg- inum og hef aldrei haft.“ – Vinnurðu þá þegar andinn kemur yfir þig? „Frekar þegar ég verð að gera hlutina og get ekki dregið það lengur. En það er allur gangur á því. Maður er alltaf að hugsa eitt- hvað fyrir aftan eyrað á sjálfum sér, án þess að gera sér endilega grein fyrir því.“ – Er þessi stæða af geisladiskum til marks um að þú hlustir mikið á tónlist? „Nei, þetta er bara trassaskap- ur. Skápurinn er þarna við hliðina. Ég set stundum á músík, en hlusta mest á úvarpið, gömlu gufuna, og stundum á einhvern góðan kjafta- þátt á Sögu, en það er meira til- viljun. Svo horfi ég á fréttirnar í sjónvarpinu, en það er voðalegt þetta sjónvarp – þessir amerísku velluþættir, Army Wives, ungling- arnir í Kaliforníu, mæðgurnar og vinirnir – þetta fáum við ábyggi- lega allt gefins frá vinum okkar í Ameríku. Ef ekki beint frá Penta- gon.“ – Þá viltu heldur íslenskan súr- mat? „Já, ég hef alltaf verið fyrir kjarngóðan mat. Ég er íhalds- samur og engin pastaæta. Í gær borðaði ég glænýja lúðuhausa með bróður mínum, þeir voru feitir og góðir. Nýir þorskhausar, hrogn og lifur, siginn fiskur og skata – allt þetta finnst mér gott!“ – Og vínarbrauð með kaffinu? „Þegar ég tefli við Pétur Arason, vin minn. Við teflum oft saman.“ – Þið skráið enn úrslitin? „Já, við gerum það.“ – Hvor hefur betur núna? „Það er svona upp og niður. Það er ómögulegt að segja.“ – Eigum við að taka eina skák? „Jú, er þetta ekki orðið gott? Eigum við ekki bara að hætta þessu og tefla?“ Morgunblaðið/Kristinn Listahátíð Kristján Guðmundsson og Hrafnkell Sigurðsson sýna verk sín í Listasafni Íslands. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík. Af einkasyni hugumstórra fjalla málþing í tilefni þess að liðin eru 120 ár frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar Fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu mánud. 18. maí kl. 17. Dagskrá: Á slóðum Brimhendu Sigurjón Björnsson prófessor emeritus Dómsdagsmynd Gunnars Gunnarssonar – bakþankar um Vikivaka Jón Karl Helgason dósent við HÍ Náttúran í Aðventu og nokkrum sögum Gunnars Gunnarssonar Sveinn Yngvi Egilsson prófessor við HÍ Pallborðsumræður með fyrirlesurum undir stjórn Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. BÓKMENNTAFRÆÐISTOFNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.