Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
Í nóvember 2007 skrifaði ég grein
hér í Morgunblaðið undir fyrirsögn-
inni Hræðsluþjóðfélagið. Tilefni
greinarinnar var að mér var nóg
boðið hvernig ýmis ráðandi öfl í
þjóðfélaginu reyndu að beita kúgun
þöggunar á þá sem höfðu vitneskju
um margt sem betur mætti fara í
þjóðfélaginu, eða væri beinlínis
rangt, ólögmætt eða siðlaust.
Nefndi ég sjómenn sem höfðu orð-
ið vitni að kvótasvindli eða tekið þátt
í því, að þeir þyrðu ekki að koma fram undir nafni;
einnig verslunarfólk í stórmörkuðum sem orðið
hafði vitni að því hvernig beitt var blekkingum í
kringum verðkannanir, en þyrði ekki að greina frá
vitneskju sinni undir nafni af hræðslu við vinnu-
veitandann og loks nefndi ég
lögfræðinga sem byggju
yfir sérþekkingu á lög-
fræðilegum álitamálum
úr viðskiptalífinu, en
þyrðu ekki að koma
fram undir nafni, því
þá væri allt eins lík-
legt að þeir sem yrðu
fyrir gagnrýni frá
þeim, leituðu ekki til þeirra með lög-
fræðileg verkefni eftir slíkar um-
sagnir. Ég varpaði fram spurning-
unni: „Er kúgun þöggunar að ná
undirtökunum í þjóðfélags-
umræðum á Íslandi?“
Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar og mjög margt hefur breyst í
íslensku þjóðfélagi. Til dæmis hefur
heilt bankakerfi hrunið; útrásarvík-
ingar hafa horfið af yfirborði jarðar;
atvinnuleysi nálgast óðfluga 10%;
fjöldi fyrirtækja er ýmist orðinn gjaldþrota eða
stefnir í þrot og stórkostlegir erfiðleikar blasa við
þúsundum, líklega tugþúsundum heimila í land-
inu. Ekki er það fallegt!
En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Ég
held að hræðslan í þjóðfélaginu sé á hröðu und-
anhaldi. Sennilega er það svo, að þeir eru margir
nú, sem telja að þeir geti sagt sínar skoðanir um-
búðalaust, án þess að eiga einhverjar kúgunar-
aðgerðir yfir höfði sér. Svo eru ugglaust fjölmarg-
ir aðrir sem telja að þeir hafi engu að tapa. Þeir
ætli einfaldlega að standa með sjálfum sér og
segja hug sinn, miðla af þekkingu og reynslu, án
þess að hugleiða það einu sinni, hvort þeir séu þar
með að brenna brýr að baki sér.
Þetta finnst mér vera hið besta mál og afar já-
kvætt fyrir þjóðfélag okkar. Við eigum hvorki að
láta einn né neinn kúga okkur til þess að þegja yf-
ir því sem rangt hefur verið gert, misfarið hefur
verið með eða svindlað hefur verið á.
Þess vegna er það, að við þær nýju þjóðfélags-
aðstæður sem við nú búum við, þar sem engum
stendur ógn af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eða Sig-
urði Einarssyni, eða öðrum útrásarvíkingum, ólíkt
því sem áður var, að þjónkun Fjármálaeftirlitsins
og undirgefni við þessa tvo er beinlínis hlægileg
og hallærisleg.
Þar vísa ég til brölts FME nú fyrir nokkrum
vikum þegar eftirlitið sendi mér og Þorbirni Þórð-
arsyni blaðamanni á Morgunblaðinu bréf, þar sem
greint var frá því áliti FME að við hefðum brotið
þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjár-
málafyrirtæki nr. 161/2002. Ég átti að hafa brotið
þagnarskylduna með birtingu upplýsinga úr lána-
bókum Glitnis banka hf. í greininni „Sjónarspil og
sýndarleikir Glitnis og FL“ og Þorbjörn átti að
hafa gerst brotlegur með því að birta upplýsingar
úr lánabók Kaupþings fyrr á þessu ári.
FME ritaði okkur sitt bréfið hvoru, þar sem
okkur var gefinn kostur á að koma á framfæri
andmælum, skýringum og sjónarmiðum. Í bréf-
unum var tilgreint að meint brot gæti varðað allt
að 20 millljóna króna sektum og allt að tveggja
ára fangelsi!
Hreint ótrúlega margir hafa komið að máli við
mig frá því að FME sendi ofangreint bréf til mín,
sem nota bene var sent þann 1. apríl sl. en var, að
mér skilst, alls ekkert aprílgabb. Það sem menn
og konur furða sig mest á, er að FME skuli nú
hafa fundið hjá sér
hvöt, jafnvel djúpa
þörf, til að rann-
saka einmitt þetta.
Rannsaka hvaðan
lekinn úr lánabók-
um Glitnis og
Kaupþings kom,
hverjir voru heim-
ildarmennirnir og
hvernig við Þor-
björn komumst
yfir þær upplýs-
ingar sem við
komumst yfir.
Þeir Jón Ás-
geir og Sig-
urður Ein-
arsson
kröfðust rann-
sóknar á því
hvernig stóð
á því að ofan-
greindar
upplýsingar
birtust í
Morg-
unblaðinu á
sínum tíma.
Þarf ekki FME
eins og aðrir á
„Nýja Íslandi“ að
forgangsraða upp á
nýtt?!
agnes@mbl.is
Agnes segir…
Hræðslan á undanhaldi?
Sigurður Krafðist
rannsóknar FME á
upplýsingaleka.
Jón Ásgeir
Þjónkun FME
við hann og
Sigurð er
hlægileg.
Núverandi ríkisstjórn er ákvarð-anafælin. Þeir sem eru hræddir
við að taka ákvörðun ýta vandamál-
unum á undan sér.
Þetta sést þegar rýnt er í sam-starfsyfirlýsingu nýju ríkis-
stjórnarinnar, sem Jóhanna Sigurð-
ardóttir og
Steingrímur J.
Sigfússon kynntu.
Hundrað dagaáætlunin er
ekki eina áætl-
unin í þeirri yf-
irlýsingu.
Orðin áætluneða áætla koma alls 44 sinnum
fyrir í samstarfsyfirlýsingunni og
100 daga áætluninni.
Þeir sem geta ekki komið sér sam-an um hlutina gera áætlanir svo
hægt sé að vinna áfram án þess að fá
niðurstöðu í mál.
Það hefur verið raunin þegar barinvar saman samstarfsyfirlýsing
sem sagði fátt annað en að gera ætti
áætlanir um hitt og þetta. Það vant-
ar hins vegar bráðnauðsynlegar að-
gerðir.
Og ef einhver heldur að það faribatnandi með tímanum þá verð-
ur hinn sami fyrir vonbrigðum.
Eftir fyrsta ríkisstjórnarfundinn áAkureyri var send út frétta-
tilkynning. Þar komu orðin áætlun
eða áætla 23 sinnum fyrir!
Og hvað ætli hafi verið mikilvægurpunktur í þessari fyrstu frétta-
tilkynningu ríkisstjórnarinnar? Jú,
„samþætting áætlana“.
Auðvitað!
Jóhanna
Sigurðardóttir
Áætlanaríkisstjórnin
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 7 léttskýjað Lúxemborg 7 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt
Bolungarvík 2 þoka Brussel 9 léttskýjað Madríd 13 heiðskírt
Akureyri 6 léttskýjað Dublin 8 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt
Egilsstaðir 3 alskýjað Glasgow 10 léttskýjað Mallorca 12 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 5 skýjað London 10 súld Róm 17 léttskýjað
Nuuk 3 skýjað París 11 skýjað Aþena 20 skýjað
Þórshöfn 8 heiðskírt Amsterdam 10 léttskýjað Winnipeg 0 heiðskírt
Ósló 11 heiðskírt Hamborg 11 skýjað Montreal 8 heiðskírt
Kaupmannahöfn 9 heiðskírt Berlín 10 skúrir New York 16 heiðskírt
Stokkhólmur 7 heiðskírt Vín 14 skýjað Chicago 14 alskýjað
Helsinki 10 heiðskírt Moskva 8 þoka Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
17. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6.07 1,3 12.15 2,7 18.18 1,4 4:05 22:44
ÍSAFJÖRÐUR 1.31 1,6 8.09 0,6 14.08 1,4 20.09 0,8 3:43 23:16
SIGLUFJÖRÐUR 3.37 1,1 10.06 0,4 16.35 1,0 22.28 0,6 3:25 22:59
DJÚPIVOGUR 3.04 0,9 8.58 1,5 15.05 0,9 21.45 1,6 3:28 22:20
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á mánudag og þriðjudag
Norðaustanátt, 3-8 m/s. Sums
staðar þokuloft við N-ströndina
og A-lands, annars léttskýjað
að mestu. Hiti 10 til 18 stig,
hlýjast SV-lands.
Á miðvikudag, fimmtudag
og föstudag
Hægviðri og víða þokuloft við
sjávarsíðuna, einkum þó A-
lands, skýjað með köflum og yf-
irleitt þurrt V-lands, en bjart inn
til landsins. Áfram milt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austlæg eða breytileg átt, 5-10
m/s, en norðaustan 8-13.
Þokuloft eða súld úti við N- og
A-ströndina, en annars víða
léttskýjað. Hiti 8 til 17 stig að
deginum, hlýjast SV-lands.
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
ADR-RÉTTINDI
Gilda m.a. á Evrópska efnahagssvæðinu
Fyrirhugað er að halda eftirtalin námskeið í Reykjavík fyrir stjórnendur
ökutækja sem öðlast vilja réttindi (ADR-skírteini) til að flytja tiltekinn
hættulegan farm á vegum á Íslandi og annars staðar á Evrópska efna-
hagssvæðinu:
Grunnnámskeið – Flutningur á stykkjavöru
(fyrir utan sprengifim- og geislavirk efni): 25.-27. maí 2009.
Flutningur í tönkum: 28.-29. maí 2009.
Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiði fyrir flutning í tönkum er að viðkom-
andi hafi setið grunnnámskeið (stykkjavöruflutningar) og staðist próf í
lok þess.
Skrá skal þátttöku og greiða námskeiðs- og skírteinisgjald í síðasta lagi
miðvikudaginn 20 maí 2009. Skráning og nánari upplýsingar hjá skrif-
stofu Vinnueftirlitsins í Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími 550 4600
(sjá einnig heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is ).