Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 18
18 Kappakstur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
H
inn tvítugi ökuþór,
Kristján Einar Krist-
jánsson, á að baki
óvenjulega sögu og
hefur tekist að yf-
irstíga margar hindranir til að ná
eins langt og raun ber vitni. Hann
var að hefja keppnistímabilið í hinni
opnu evrópsku Formúlu 3 í Val-
encia á Spáni fyrr í mánuðinum.
„Ég keppti á skíðum þegar ég
var krakki en svo hætti að snjóa á
Íslandi svo ég þurfti að finna mér
eitthvað annað að gera,“ grínast
hann en þannig byrjaði hann í gok-
arti. Honum gekk vel á skíðum og
vann Reykjavíkurmeistaratitil en
keppnisskapið var fyrir hendi frá
unga aldri.
„Ellefu ára byrjaði ég að keyra
litla körtu, sem Einar í ET lánaði
mér. Þetta var þriggja hestafla bíll,
sem komst í raun ekkert áfram en
dugði ágætlega þá,“ segir Kristján
Einar, sem æfði sig á rallíkross-
brautinni í Kapelluhrauni. „Svo
kom að því að ég stóð í botni allan
hringinn, komst ekkert hraðar. Þá
tók afi uppá því að láta mig keyra í
rigningu á þurrdekkjum og svo eft-
ir það á ís,“ segir Kristján Einar og
bætir við að þarna hafi hann fengið
grunnþekkingu á stjórn bíls. „Eftir
að hafa keyrt við svo sleipar og erf-
iðar aðstæður svona ungur fæ ég
þetta beint í mig og get verið skrefi
á undan bílnum. Ef bíllinn fer að
skrika þarf ég ekki að hugsa hvað
ég þarf að gera heldur er það inn-
byggt í viðbrögðin. Út af þessu hef
ég alltaf verið mjög góður í rign-
ingu,“ segir hann.
Móðurafi hans, Einar Karlsson,
hefur stutt vel við bakið á honum
og amma sömuleiðis, Sigurjóna Sig-
urjónsdóttir. „Afi var líka í viðgerð-
arliðinu hjá Steingrími Ingasyni
rallara, sem seinna þjálfaði mig. Ég
þvældist út um allt land með afa í
rallinu sem pjakkur,“ rifjar hann
upp.
„Ég var að keyra þennan litla bíl
þar til ég fermdist,“ segir hann en
með aðstoð afa og ömmu keypti
hann keppnisbíl í gokarti, sem var
32 hestöfl. „Ég var kominn með
ágætis hraða strax,“ segir Kristján
Einar, sem varð síðan Íslandsmeist-
ari í karti sumarið 2006, þá 17 ára
gamall.
Úr körtu í formúlubíl
Landslög gera það að verkum að
hann gat ekki keppt í gokarti fyrr
en 14 ára gamall. „Þegar ég er að
byrja að keppa í gokarti eru strák-
arnir sem ég er að keppa á móti í
dag að byrja að keppa á kappakst-
ursbílum. Ég er í raun nokkrum ár-
um á eftir þeim flestum,“ segir
hann en gott dæmi er liðsfélagi
Kristjáns Einars úr Carlin Mot-
Nýtt upphaf Myndin er tekin á einu æfingunni sem Kristján Einar fékk fyrir Opnu evrópsku F3-mótaröðina en æfingin var haldin í Spa í Belgíu, rúmri viku fyrir fyrstu keppnina í Valencia.
Ökuþór Íslands
Hvernig verður formúlubílstjóri til á Ís-
landi? Kristján Einar Kristjánsson getur
svarað því en hann keppir í Formúlu 3 og
þekkir heim mótorsportsins í blíðu og
stríðu. Hann segir frá því hvernig hann
tókst á við áskoranirnar og breyttist úr ung-
lingi í ungan mann.
Hasar Frá keppni í Rockingham í bresku Formúlu 3 í maí í fyrra.
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafskutlur
-frelsi og nýir möguleikar
Einfaldar í notkun
og hagkvæmar í rekstri