Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 18
18 Kappakstur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is H inn tvítugi ökuþór, Kristján Einar Krist- jánsson, á að baki óvenjulega sögu og hefur tekist að yf- irstíga margar hindranir til að ná eins langt og raun ber vitni. Hann var að hefja keppnistímabilið í hinni opnu evrópsku Formúlu 3 í Val- encia á Spáni fyrr í mánuðinum. „Ég keppti á skíðum þegar ég var krakki en svo hætti að snjóa á Íslandi svo ég þurfti að finna mér eitthvað annað að gera,“ grínast hann en þannig byrjaði hann í gok- arti. Honum gekk vel á skíðum og vann Reykjavíkurmeistaratitil en keppnisskapið var fyrir hendi frá unga aldri. „Ellefu ára byrjaði ég að keyra litla körtu, sem Einar í ET lánaði mér. Þetta var þriggja hestafla bíll, sem komst í raun ekkert áfram en dugði ágætlega þá,“ segir Kristján Einar, sem æfði sig á rallíkross- brautinni í Kapelluhrauni. „Svo kom að því að ég stóð í botni allan hringinn, komst ekkert hraðar. Þá tók afi uppá því að láta mig keyra í rigningu á þurrdekkjum og svo eft- ir það á ís,“ segir Kristján Einar og bætir við að þarna hafi hann fengið grunnþekkingu á stjórn bíls. „Eftir að hafa keyrt við svo sleipar og erf- iðar aðstæður svona ungur fæ ég þetta beint í mig og get verið skrefi á undan bílnum. Ef bíllinn fer að skrika þarf ég ekki að hugsa hvað ég þarf að gera heldur er það inn- byggt í viðbrögðin. Út af þessu hef ég alltaf verið mjög góður í rign- ingu,“ segir hann. Móðurafi hans, Einar Karlsson, hefur stutt vel við bakið á honum og amma sömuleiðis, Sigurjóna Sig- urjónsdóttir. „Afi var líka í viðgerð- arliðinu hjá Steingrími Ingasyni rallara, sem seinna þjálfaði mig. Ég þvældist út um allt land með afa í rallinu sem pjakkur,“ rifjar hann upp. „Ég var að keyra þennan litla bíl þar til ég fermdist,“ segir hann en með aðstoð afa og ömmu keypti hann keppnisbíl í gokarti, sem var 32 hestöfl. „Ég var kominn með ágætis hraða strax,“ segir Kristján Einar, sem varð síðan Íslandsmeist- ari í karti sumarið 2006, þá 17 ára gamall. Úr körtu í formúlubíl Landslög gera það að verkum að hann gat ekki keppt í gokarti fyrr en 14 ára gamall. „Þegar ég er að byrja að keppa í gokarti eru strák- arnir sem ég er að keppa á móti í dag að byrja að keppa á kappakst- ursbílum. Ég er í raun nokkrum ár- um á eftir þeim flestum,“ segir hann en gott dæmi er liðsfélagi Kristjáns Einars úr Carlin Mot- Nýtt upphaf Myndin er tekin á einu æfingunni sem Kristján Einar fékk fyrir Opnu evrópsku F3-mótaröðina en æfingin var haldin í Spa í Belgíu, rúmri viku fyrir fyrstu keppnina í Valencia. Ökuþór Íslands Hvernig verður formúlubílstjóri til á Ís- landi? Kristján Einar Kristjánsson getur svarað því en hann keppir í Formúlu 3 og þekkir heim mótorsportsins í blíðu og stríðu. Hann segir frá því hvernig hann tókst á við áskoranirnar og breyttist úr ung- lingi í ungan mann. Hasar Frá keppni í Rockingham í bresku Formúlu 3 í maí í fyrra. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.