Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 46
46 Gengisvísitala MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Íslendingar hafa alla tíð fylgst spenntir með Evróvisjónkeppninni, og það er alveg sama hversu gott eða lélegt lag við sendum út. Alltaf vonumst við jafninnilega eftir því að vinna og erum eiginlega oftar sannfærð um að það muni gerast. Lögunum hefur þó verið misjafnlega vel tekið af grannþjóðunum, hæst höfum við náð upp í annað sætið og í einu tilfelli var ekki um annað að ræða en að setja okkur í botnsætið – þar eð við fengum ekkert stig. En svona lítur Evróvisjónsaga Íslendinga alltént út, grafískt séð. Uss uss uss ... Selma átti að vinna. Finnstykkur það ekki? Lagið, „All Out of Luck“ er poppsnilld, ægigrípandi og gott og Selma söng og dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Gárungarnir hafa stundum dregið fram gráu frakkalufsurnar sem eina af ástæðunum fyrir því að við höfðum þetta ekki af. En þegar menn komast svona rosalega nálægt sigri er ekki nema von að menn leiti taugaveiklaðir að skýringum hversu ótrúlegar sem þær kunna að vera. Lagið er líka svo miklu, miklu betra en þetta ömurlega sænska ABBA eftirhermulag sem hreppti hnossið. Sveiattan! Annaðhvort elskaði fólk Silvíu Nótt af öllu hjarta eða hataði.Sirkusinn sem hún og samstarfsmenn settu í gang úti í Grikklandi olli miklu uppnámi og fólk vissi hreinlega ekki hvernig ætti að taka þessu brölti hennar. Var þetta grín eða alvara? Ágústa Eva, sú er fór með hlutverk Silvíu fór aldrei úr hlutverkinu allan tímann og sofnaði stífmáluð og í hælaskóm. Sumir hérna heima urðu móðgaðir og fannst keppnin niðurlægð með þessu en Silvía náði með stælum sínum og æfingum að fletta vissri hulu af keppninni og kasta fram ákveðn- um spurningum um eðli hennar og eigindir. Grín er ekkert glens. Eurobandið hafði verið star-fandi allt frá árinu 2006, en fag þess er eins og nafnið gefur til kynna Eurovisionlög. Það voru því þaulvanir Evró-boltar sem fóru út í aðalkeppnina í þetta sinnið og ekki vantaði að sveitin gæfi sig alla í verkefnið. Og hún uppskar eftir því. Eurobandinu tókst að aflétta forkeppnisbölvun undanfarinna ára og sigldi með glæsibrag í úrslitin. Árangurinn þar var þó ekki nema 14. sætið en loksins gátu Íslendingar hent í alvöru Evrósvisjónpartí á laugardagskvöldi og stutt sitt fólk með ráðum og dáð. Göturnar tæmdust að vanda og engin teikn eru um það í dag að Evróvisjónæðið ætli að brá eitthvað af Íslendingum. 5 Gleðibankinn“, eða „Bank of Fun“ á ensku (frekar glötuð þýðing) varupphaflega flutt af Pálma Gunnarssyni einum hér á Íslandi. Lagið er eftir Mannakornsfélaga hans og söngvasmíðasnillinginn Magnús Eiríks- son. Það var svo annað stórskáldið, sjálfur Gunnar Þórðarson, sem vélaði lítið eitt um smíðina áður en hún var send út til Bergen og var þeim Helgu Möller og Eiríki Haukssyni bætt við sem söngvurum svo úr varð ICY-tríóið. Forláta myndband var framleitt og allar klær bókstaflega úti. Þjóðin er enn í afneitun yfir hinum mjög svo laka árangri lagsins og margir eru á því að senda eigi það út aftur. Innslag þeirra Siggu og Grétarskom hálfpartinn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Enginn átti von á þessu enda skiljanlega lítil stemning hér heima eftir hverja eyðimerkurgöng- una á fætur annarri. Það er bara eitthvað við „Eitt lag enn“ sem gerir það svo gott sem fullkomið Evróvisjón- lag. Byggingin er nösk, stígandinn í versunum myndar hæfilega spennu og svo skellur grípandi viðlagið á af bylmingskrafti. Stuðið dettur aldrei nokkurn tíma niður og löndunin er, eins og áður segir, nánast fullkomin. Sviðsframkoman og innlifunin, þá sérstaklega samspil Siggu og Grétars var undir það sama selt. Árangurinn enda eftir því og lagið átti skilið að fara hærra ef eitthvað er. Það urðu heldur betur þáttaskil í keppninni þegar Páll Óskar tókþátt. Vísvitandi ákvað að hann að draga keppnina nær nútímanum, spriklandi og öskrandi ef með þurfti. Lagið nýmóðins teknó og atriðið sjálft byltingarkennd. Páll ýtti af ótrúlegu listfengi á alla réttu (röngu?) takkana, ýjað var óhikað að einhverju sem ekki mátti og öll framreiðsla með miklum tímamótabrag. Sjálf keppnin var líka að breytast um þetta leyti, eftir nokkurra ára lægð var hún að rísa upp við dogg á nýjan leik og fór að taka á sig hið „æðisgengna“ form sem er á henni í dag. 3 Gengisvísitala íslenskra Evróvisjónlaga 2 6 1 4 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 200919871986 Sæti: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. Ekki með í aðalkeppni Icy-hópurinn: Gleðibankinn Halla Margrét: Hægt og hljótt Beathoven: Sókrates Daníel Ágúst: Það sem enginn sér... Stjórnin: Eitt lag enn Stefán og Eyvi: Nína Heart2Heart: Nei eða já Inga: Þá veistu svarið Sigga: Nætur Bó Halldórsson: Núna Anna Mjöll: Sjúbídú Paul Oscar: Minn hinsti dans Ísland ekki með í keppninni Selma: All Out of Luck Einar og Telma: Tell Me! 2Tricky: Angel Ísland ekki með í keppninni Birgitta: Open Your Heart Jónsi: Heaven Selma: If I Had Your Love Silvia Night: Congratulations Eiríkur Hauksson: Valentine Lost Eurobandið: This is My Life Yohanna: Is it True 1986: Eftir að hafa fylgst með af hliðarlínunni í nokkurn tíma fær Ísland loksins að taka þátt í Eurovision. Æði rennur á þjóðina sem getur ekki beðið eftir því að vinna keppnina - enda annað útilokað. 1 1987: Eftir að hafa jafnað okkur á áfallinu er ákveðið að taka allt annan pól í hæðina. Hin klassískt menntaða Halla Margrét syngur gullfallega og vel dramatíska ballöðu eftir Valgeir Guðjóns- son af stakri smekkvísi og flutningurinn stendur eins langt frá ærslagangi ICY-flokksins og hugsast getur. Engu að síður lendum við aftur í 16. sæti. Hvað er eiginlega í gangi!? 1988: Stuð gekk ekki. Fágun ekki heldur. En hvað með flippið? Hinn mein- hæðni grallaraspóa Sverrir Stormsker er nú lóðsað út ásamt ungum og efni- legum söngvara, Stefáni Hilmarssyni, og saman syngja þeir kerksnislegan, slangurvænan óð sem er í senn hið prýðileg- asta Evróvisjónlag og vel til fundið skot á sjálfa keppnina. Þeim Beathovenbræðrum er hins vegar launað lambið gráa með 16. sætinu. Nema hvað. 1989: Þjóðin er alveg hætt að botna í þessu sinnuleysi annarra gagnvart henni og það virðist bara ekkert duga til að komast í ásættanlegt sæti. Valgeir fer út aftur með fremur litlaust popplag og versti árangur Íslendinga frá upphafi í Evróvisjón er staðreynd. Við fengum ekki eitt einasta stig og rákum því lestina. Úff...er ekki bara best að droppa þessu? 1991: Íslendingar eru á siglingu, kannski ekki sætalega séð en heldur betur gæðalega. „Eitt lag enn“ er jafngrípandi og gerist hvað Evróvisjón- fræði áhrærir og Nína er í sama klassa, og er reyndar eitt allra besta Evróvisjónlag landans frá upphafi. Lagið er reyndar það gott að það fór fljótlega úr Evró-hamnum og öðlaðist eigið líf, er hálfgerður þjóðsöngur í dag og er vippað upp í öðru hverju partíí þegar skálin fer að segja til sín. 1990: Í enda gangnanna er ljós eins og stundum er sagt. Það var að sjálfsögðu ekki hægt að komast neðar en Valgeir og Daníel og menn voru nánast farnir að missa áhugann á herlegheitunum. Fara þá ekki Sigga og Grétar og félagar þeirra í Stjórninni út og slá óforvarandis í gegn... 2 1992: Þetta ár markaði upphafið að niðurlæginga- tímabili sem átti eftir að standa í full fimm ár. Eðlilega hugsuðu menn sem svo að heillavænleg- ast væri að senda svipað lag og „Eitt lag enn“ út og það var og gert, „Nei eða já“ er nokkurs konar útvötnuð útgáfa af laginu því. Og það reynd- ist svo býsna farsælt eftir allt saman, hafnaði í sjöunda sæti sem telst harla gott á íslenskan Evróvisjónmælikvarða. 1997: Páll Óskar Hjálmtýsson fór út og umbylti keppninni, ekki bara hérna heima heldur úti líka. Hann var einn af þeim eldhugum sem tosaði keppnina upp í eitthvað nútímalegra þó að sú hetjudáð hafi ekki endur- speglast í árangri. 3 1996: Eftir „Nei eða já“ gekk hvorki né rak hjá okkur verður að segjast. Lag Ingibjargar Stefánsdóttur var andvana fætt, ballaða Siggu Beinteins var miðjumoð og framlag Bo Hall var hvorki fugl né fiskur. Anna Mjöll reyndi svo að hala inn stig með því að vísa í kunn alþjóðleg minni en allt kom fyrir ekki. Það var lítið Evróvisjónfjör hjá íslenskri þjóð um miðbik tíunda áratugarins. 1999: Eftir árs hlé komum við þríefld til baka og náum árangri sem bjartsýnustu menn hefðu ekki þorað að láta sig dreyma um. Selma var svo nálægt þessu... 4 2001: Smá niðurtúr varð í kjölfar hins góða árangurs Selmu, en framlag Einar Ágústs og Telmu fór fyrir ofan garð og neðan og niðurstaðan eitt af þessum hundfúlu miðlungssætum. Síðan var þvílíkt umstang í kringum lag Einars Bárðarsonar, „Birtu“ eða „Angel“, og sjálfur þingheimur flæktur í þau mál á tímabili. Árangurinn úti var þó vægast sagt endasleppur. 2006: Birgitta Haukdal fór út með prýðilegt lag en það hreyfði við fáum. Hinn eiturhressi Jónsi fór út með hátimbraða steindauða ballöðu og árangurinn eftir því. Óskiljanleg strategía. Og daufheyrst var við hinu ágæta Arabíupoppi Selmu. Silvía Nótt fer hins vegar út og gerir allt vitlaust... 5 2007: Eiríkur Hauksson heillaði gervalla þjóðina upp úr skónum eins og hann á vanda til, vafði henni hreinlega um rokkfingurinn. Hins vegar var lítið rokk í rokklaginu sem hann flutti og textinn algerlega úti að aka í steypunni. Örlögin voru þau að við komumst ekki upp úr undankeppninni, fremur en árin tvö þar á undan. 2009: [árangur lá ekki fyrir er grein var frágengin] 2008: Undankeppnin hér heima var í meira lagi skrautleg, var í gangi allan veturinn og undir lokin tókust „streitarar“ og „flipparar“ harkalega á. Ákveðin prinspippatriði voru undir og að lokum fóru Evróvisjónaðdáendurnir Friðrik Ómar og Regína út fremur en Barði Jóhanns- son eða Dr. Gunni, sem voru svona mestanpartinn að grína og glensast. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.