Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 37
Umræðan 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
ÞAÐ ER áhugavert
fyrir íslenskt lýðræði að
styrkja ábyrgð-
arsamband kjósenda og
alþingismanna með því
að taka upp persónu-
kjör. En hvernig er
best að standa að því?
Með þessum orðum
vil ég leggja til að per-
sónukjör fari fram í for-
kosningum sem lands-
kjörstjórn heldur. Þær leysi af hólmi
prófkjör sem margir stjórn-
málaflokkar halda, en í leiðinni verði
ákveðnir ágallar þeirra lagaðir og
fullt persónukjör tekið upp sem að-
alregla. Þá legg ég til að engin breyt-
ing verði gerð á framkvæmd kosn-
inga, sem er með ágætu og föstu
sniði. Almenningur þekkir reglur
kosninga og kann að notfæra sér þær,
til dæmis reglur um útstrikanir. Það
er óvarlegt að breyta verulega grund-
vallarkerfi í lýðræðinu eins og kosn-
ingum, nema brýna nauðsyn beri til
og í þessu efni er hægt að fara leið
sem er miklu minni
kerfisbreyting og veld-
ur minni óvissu í sam-
félaginu, en nær mark-
miðum
breytingarinnar, þ.e.
persónukjöri.
Með þessari tillögu er
mælt með því að áhætt-
an með breytingunni sé
minnkuð verulega frá
róttækustu tillögum um
persónukjör.
Kosningar
Fram hafa komið hugmyndir um
að persónukjör fari fram í kosningum
og að kjósendur geti endurraðað
nöfnum á lista sem þeir kjósa. Þær
hugmyndir hafa nokkra galla sem eru
helstir:
a) Kjósandi veit ekki endilega
hvaða þingmenn hann er að kjósa því
röðin á listanum gæti breyst við per-
sónukjörið, jafnvel verulega. Þetta er
því ekki mjög lýðræðislegt og gerir
val kjósenda ógagnsætt og er jafnvel í
andstöðu við tilgang breytinganna,
sem er að auka vald kjósenda á því
hver verður fulltrúi hans.
b) Ábyrgð í kosningaundirbún-
ingnum er óljós. Mér virðist mik-
ilvægt að einhver skipi fyrsta sæti á
lista og beri pólitíska ábyrgð á fram-
boðinu, ef eitthvað fer úrskeiðis. Jafn-
framt þarf einhver að sitja annað sæt-
ið og vera varamaður fyrir fyrsta
sætið og svo koll af kolli.
c) Persónukjör í kosningum getur
gert kosninguna flókna, sem væri
mjög óheppilegt, því kosningar eru
fyrir alla hópa samfélagsins.
d) Frambjóðendur á lista berjast
innbyrðis fram að kjördegi ef per-
sónukjör fer fram þá.
Þessar athugasemdir eru senni-
lega svo alvarlegar að þær kalla á
aðra nálgun við að ná markmiðum
sterkara ábyrgðarsambands, en
hingað til hefur verið álitið. Þannig
má mæla með því að reglum um kosn-
ingar verði ekki endilega breytt, en
hugað að annari nálgun. Fátt kemur
til greina annað en forkosningar.
Forkosningar
Landskjörstjórn gæti haldið for-
kosningar með hæfilegum fyrirvara
fyrir alþingiskosningar og væru þær
persónukjör fyrir alla stjórn-
málaflokka og hlutverk þeirra ein-
vörðungu að tryggja það.
Kostirnir við þetta skipulag eru
eftirfarandi:
a) Hver og einn kjósandi tæki bara
þátt í að stilla upp nöfnum á einum
lista. Þetta er mikilvægt.
b) Í þeim prófkjörum sem nú tíðk-
ast er hugsanlegt að sömu aðilarnir í
samfélaginu, gjarnan skipuleg fé-
lagssamtök, hafi veruleg áhrif á próf-
kjör allra stjórnmálaflokka. Úr því
myndi draga.
c) Ákjósanlegt er að hver kjósandi í
forkosningu velji jafnvel tvo fulltrúa
fremur en einn. Það munar miklu
hvort einn eða tveir eru valdir, því ef
tveir eru valdir aukast líkur á því að
frambjóðandi sem sameinar fram-
boðið og margir setja í annað sætið,
fái það fyrsta. Hins vegar skiptir
minna máli hvort fleiri eru valdir eða
ekki, þótt það sé ágætt.
d) Forkosningar myndu neyða öll
framboð í prófkjör, ef svo má segja.
e) Forkosningar gæfu nið-
urstöðutölur fyrir komandi kosn-
ingar, sem myndu auka spennuna
fyrir kosningunum og gefa stjórn-
málaflokkunum ný markmið í sókn
fram að hinum eiginlega kjördegi.
Þetta gæti aukið áhuga almennings á
alþingiskosningum.
f) Talning atkvæða eftir persónu-
kjör er tafsöm og því heppilegt að
hafa hana ekki á kosninganótt, heldur
í sérstökum forkosningum.
Mjög vafasamt er að stjórn-
málaflokkarnir hagræði uppstillingu
sem fengin er með svo lýðræðislega
sterkri aðferð. Hins vegar mætti hafa
eðlilegar takmarkanir á því hvaða
nöfn og hversu mörg komast á slíka
lista í upphafi og gætu stjórn-
málaflokkarnir takmarkað það.
Þá verður erfitt að sjá við ójafnri
skiptingu milli kynja. Hana verður
ekki hægt að leysa með lýðræð-
islegum aðferðum. En ef gripið yrði
til einhverra úrræða til að stuðla að
jafnri stöðu kynjanna mætti til dæm-
is hugsa sér að frambjóðendur af
sama kyni sitji aldrei meira en tvö
samliggjandi sæti á framboðslista. Í
því fælist öryggisnet, sem gripi vænt-
anlega ekki mjög oft inn í.
Persónukjör í forkosningum
Eftir Hauk
Arnþórsson » Persónukjör í for-
kosningum er lítil
kerfisbreyting sem nær
samt markmiðum breyt-
inganna og skýrir og
einfaldar valkosti í
kosningunum sjálfum.
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
GARY Hamel,
einn þekktasti fræði-
maður heims á sviði
breytinga, sagði að
það eina sem menn
gætu gengið að sem
vísu væru breyt-
ingar. Aldrei fyrr
hafa þessi orð verið
eins sönn og einmitt
núna í dag þar sem
íslenskt samfélag
stendur frammi fyrir einhverri
mestu áskorun síðari tíma. Margt
þarf að koma til við enduruppbygg-
inguna eftir efnahagshrunið síðast-
liðið haust en öllum er þó ljóst að
helsti vettvangur viðreisnarinnar
er vinnustaðir landsins. Þar mun
allt þurfa að fara saman, kraftur,
framsýni, nýsköpun, skilvirkni og
samvinna. Íslendingum er tamt að
spýta í lófa, taka höndum saman og
redda málum en nú bregður svo við
að við glímum við nýja ógn:
starfsóöryggi, ófyrirsjáanleika,
niðurskurð, óstöðugleika, óvissu og
breytingar.
Breyting vs. umbreyting
Það er einstaklingsbundið
hvernig fólk bregst við slíkum að-
stæðum og er það m.a. háð aldri
þess, heilsu, persónuleika og
reynslu af breytingum. Hjá sumum
valda þessar aðstæður tilfinn-
ingalegu uppnámi sem birtist sem
ótti, kvíði, reiði eða hjálparleysi.
Það sem skiptir máli í þessu sam-
hengi er hvers eðlis breytingarnar
eru. Í bókinni Managing transi-
tions eftir William Bridges frá
árinu 2003 gerir höfundur grein-
armun á breytingum annars vegar
(e. change) og umbreytingum hins
vegar (e. transition). Breyting er
þegar eitthvað í ytra umhverfinu
breytist. Um er að ræða leið að ein-
hverju þekktu og í skýrum skref-
um, t.d. þegar um er að ræða
breytingu á yfirstjórn, skipulagi,
hönnun starfa, tölvukerfi o.fl.
Breyting hrindir af stað þekktu
ferli sem fólk fer gjarnan í gegnum
til að ná áttum. Umbreyting varðar
leið að einhverju óþekktu og þýðir
að við þurfum að breyta því hvern-
ig við hugsum, skipuleggjum og
framkvæmum. Umbreyting inni-
felur viðskilnað við fortíðina. Hún
hefst með endalokum – að sleppa
tökum á gömlum venjum – og lýk-
ur með nýju upphafi, nýjum venj-
um. Tímann milli þess sem var og
þess sem verður – þegar hið gamla
er liðið en hið nýja ekki orðið fylli-
lega virkt – kallar Bridges hlut-
lausa svæðið (e. neut-
ral zone). Umbreyting
reynir meira á fólk
andlega en breyting.
Erfið andleg,
hegðunartengd
viðbrögð
Í bókinni Charging
back up the hill eftir
Mitchell Lee Marks
(2003) kemur fram að
viðbrögð fólks við um-
breytingu eru af ýms-
um toga. Andleg við-
brögð fólks eru m.a.:
Bölsýni og vantraust, sér-
staklega þegar fólk sér ekki ávinn-
inginn af umbreytingunni.
Minni hollusta við vinnustaðinn.
Fólk sýnir oft minni hollustu og
tryggð auk þess sem veikinda-
fjarvistir aukast.
Verri starfsandi og minni starfs-
ánægja.
Skortur á einbeitingu.
Fólk finnst það ekki lengur geta
haft áhrif á eigin starfsframa og
telur einu leiðina til að ná aftur
stjórn vera að yfirgefa vinnustað-
inn. Þetta hefur neikvæð áhrif á þá
sem eftir eru.
Sorg vegna fortíðar og kvíði
vegna framtíðar. Starfsmenn
sakna fyrrverandi samstarfsfélaga
og tengsla og þurfa að leggja harð-
ar að sér til að halda starfinu. Þeir
upplifa starfið ekki eins skemmti-
legt.
Breyttur sálfræðilegur samn-
ingur, þ.e. væntingar til vinnustað-
arins breytast og nýi samningurinn
snýst um að vera sjálfum sér næg-
ur.
Algeng hegðunartengd
viðbrögð
Vinnuálagið eykst en afköstin
aukast ekki og sum verkefni dagar
uppi.
Fólk á erfitt með að ákveða for-
gangsröðun á verkefnum.
Fólk forðast áhættu svo það fái
ekki uppsagnarbréfið ef það gerir
mistök.
Fólk sýnir minni áhuga, gleði og
kraft. Það heldur áfram að mæta í
vinnuna en skilur hjartað og sálina
eftir heima.
Þjónustan við viðskiptavini
versnar.
Fólk hugsar meira um eigin hag
sem þýðir að samstaðan verður
minni. Gömul sár milli vinnufélaga
ýfast.
Vitsmunaleg stöðnun.
Mikilvægt er að öðlast skilning á
því að þessi viðbrögð séu eðlileg og
sameiginleg öllum sem í þessari
stöðu eru. Síðan er gott að mynda
brú milli framtíðar og fortíðar til að
skapa sátt um þær breytingar sem
vinnustaðurinn er að fara í gegn-
um. Töluverður sársauki getur ver-
ið fólginn í því að kveðja hið gamla
og komast yfir í hið nýja. Oft reyn-
ist fólki erfitt að sætta sig við það
að það sem áður var gott og gilt sé
það ekki lengur og gefur því þá til-
finningu að lítið sé gert úr framlagi
þess og starfskröftum til þessa.
Slíkar upplifanir draga úr hollustu
við nauðsynlegar breytingar. Mik-
ilvægt er að velta fyrir sér hvað sé
að breytast, hvað muni verða öðru-
vísi eftir breytingarnar og hverjir
muni tapa hverju? Það hjálpar til
við að opna dyrnar að þeim um-
breytingum sem verður að fara í
gegnum ef breytingarnar eigi að
takast. Þessar spurningar hjálpa
okkur að sleppa tökum á því gamla
þannig að við getum innleitt hið
nýja. Því tíminn milli þess sem var
og þess sem er er líka tími end-
urnýjunar, nýrra lausna, nýrra
tækifæra, nýrrar umræðu og nýrr-
ar sýnar.
Milli þess sem var og verður
Eftir Ingrid
Kuhlman » Tíminn milli þess
sem var og þess
sem er er tími end-
urnýjunar, nýrra
lausna, nýrra tæki-
færa, nýrrar umræðu
og nýrrar sýnar.
Ingrid Kuhlman
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.
ÖMURLEGUR póli-
tískur veruleiki blasir
við. Aumkunarverð og al-
gerlega ótímabær kosn-
ingabarátta er afstaðin.
Hún einkenndist af
glansmyndum frá 2007
og hatri á einum flokki.
Lítið var um loforð og
kepptust frambjóðendur
við að skauta fram hjá því
sem raunverulega þurfti
að segja. Niðurstaða þjóðarinnar var
sú að ekki var hægt að treysta neinum
og því komust fjórir einstaklingar að
frá Borgarahreyfingunni inn á þing.
Þeirra helsta markmið var að benda á
hversu ömurlegt og óraunsætt stjórn-
málaumhverfið var orðið. Hlutu þau að
launum óánægjufylgi sem færði þeim
fjóra þingmenn. Þingmenn sem nú
ætla að leggja mikla áherslu á málefni
flóttamanna og klæðaburð þingmanna.
Þjóðin enn aftur dregin á tálar með
umræðu um nauðsyn eða ónauðsyn
ESB aðildar. Til þeirra verka hafa val-
ist blaðamenn og fyrirsagnahöfundar.
Þjóðin hefur hins vegar löngu gert sér
grein fyrir því að ESB aðild „reddar“
okkur ekki úr þeirri skuldahít sem við
erum föst í. Forsætisráðherra og fylgi-
sveinn hennar segja þjóðina „ekki
skilja“ hvaða þau eru búin að gera mik-
ið og kenna lélegri upplýsingagjöf um.
Hljómar kunnuglega!
Hvað varð um fyrirheit Vinstri
grænna um að losna við AGS? Getur
verið að góð niðurstaða þeirra í nýaf-
stöðnum kosningum sé eindreginni
andstöðu þeirra við ESB að þakka?
Það er ekki neitt launungarmál hvað
aðildarsamningur við ESB mun fela í
sér. Undanþágur frá fiskveiði- og land-
búnaðarstefnu ESB verða ekki veittar!
Undanþágur eru blekkingar. Möltu-
samningurinn er fjarri því að vera
samanburðarhæfur og byggist á
verndarsjónarmiðum. Hann er ekki
undanþága frá sameiginlegri sjáv-
arútvegsstefnu ESB. Ákvæði aðildar
geta einnig breyst eftir inngöngu. Þá
mega okkar örfáu atkvæði lítils gagn-
vart því ef fiskinn, vatnið eða orkuna
fer að vanta í önnur aðildarríki.
Er það þjóðþrifamál að hér þurfi að
koma Brusselstjórn til þess að Íslend-
ingar vinni sig úr vanda þeim er útrás-
arníðingarnir eiga höfuðsök á? Hvað
um íslenska mannauðinn sem stjórn-
málaflokkunum varð svo tíðrætt um í
kosningabaráttunni? Getur hann ekki
neitt til málanna annað lagt en þátt-
töku í skoðanakönnunum? Títt ræddi
mannauðurinn þarf vit-
anlega líka að borga
skuldir sínar og útrás-
arinnar þrátt fyrir að
hafa ekki tekið þátt í
henni. Hann mun þó ekki
njóta sömu afsláttar- og
afskriftarkjara og þeir
landflóttamenn sem nú
búa í vellystingum í
„langtburtistan“. Þar
gefa þeir okkur langt nef
og hía á okkur: nan-
anabúbú, þið náið okkur
aldrei!
Það er gott aðhaldsráð þegar gæta á
að heilsunni að fara aldrei svangur að
versla. Það leiðir til fljótfærnislegra
innkaupa sem stýrast af skyndiorku-
þörf en ekki skynsemi. Það sem er sett
í innkaupakerruna verður órökrétt og
þegar komið er heim tekur eftirsjáin
við. Hvers vegna át ég súkkulaðið í
búðinni án þess að huga að því hvað ég
ætlaði að taka með mér heim? Íslend-
ingar eru soltnir eftir lausnum sem
ráðalaus ríkisstjórn sinnir ekki. Það er
ekki góð hugmynd að fara að samn-
ingaborðinu á meðan hungrið sverfur
að og upplausn ríkir í stjórnmálum.
Leysa þarf vandann heima fyrir áður
en hugað er að ESB aðild. Við erum
líka fullfær um það. Íslendingum hefur
yfirleitt tekist allt sem þeim dettur í
hug, meðal annars að eiga þátt í
stærstu gjaldþrotum í heimi. Sem bet-
ur fer er til afreksfólk á öðrum sviðum
en í gjaldþrotum. Ekki þarf að líta
langt aftur í tímann til að sjá hvers
megnugur landinn er þegar hann setur
sér markmið. Afrekin hafa oftar en
ekki hrakið alla tölfræði miðað við
höfðatölu.
Sjálfstraustinu þarf að ná aftur.
Setja þarf skýr markmið og leiðir til að
ná þeim. Það er góð hugmynd að senda
Samfylkinguna út til aðildarviðræðna.
Því á meðan getum við hin farið að
taka á þeim málum sem skipta miklu
meira máli. Þau mál eru vitanlega að
bjarga heimilum og fyrirtækjum á Ís-
landi.
Förum ekki svöng
að versla
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
»Er það þjóðþrifamál
að hér þurfi að koma
Brusselstjórn til þess að
Íslendingar vinni sig úr
vanda þeim er útrásar-
níðingarnir eiga höfuðsök
á?
Höfundur er skrifstofustjóri með MS í
mannauðsstjórnun.
, ,