Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is H amingja hjóna sem hafa orðið for- eldrar með aðstoð sæðisgjafa er ómæld, þeim er sama þótt gjafinn sé nafnlaus karlmaður einhvers staðar úti í heimi. Ekki er verra að vegna þess hve vandlega sýni af sæðinu er skimað áður en það er notað við tæknifrjóvgun er tíðni svonefndra fæðingargalla aðeins um 20% af því sem gerist meðal barna sem koma í heiminn við hefðbundinn getnað. Oftast hafa foreldrarnir eng- an áhuga á því að „faðirinn“ hafi frekari afskipti af lífi þeirra eða barnsins. En margir velta því nú fyrir sér hvort hags- munir barnsins eigi ekki alltaf að vera í fyrirrúmi. Hvað ef barnið vill, þegar það er komið til vits og ára, vita meira um uppruna sinn? Kannanir sýna að eitt af hverjum þrem börnum óþekktra gjafa segist eindregið vilja fá slíkar upplýsingar. Þótt nafnleynd tryggi persónuvernd gjafans getur hún um leið verið skerðing á persónuvernd barnsins. Lögum hefur víða verið breytt á síðustu árum, samkynhneigð pör fá nú að nota sæðisgjafa og einstæðar mæður einnig. Og nafnleyndinni hefur verið aflétt í Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Bretlandi, Sviss, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Er þá tryggt að barnið geti við 15-18 ára aldur fengið allar upplýs- ingar sem það vill um faðernið. Ekki hefur skort hrakspár og margir hafa fullyrt að þeir sem gæfu sæði hefðu engan áhuga á því að 19 árum síðar bankaði einhver upp á og segði: Pabbi! Hvað með meðlög óþekktra sæðisgjafa? Og hvað með meðlögin? Hæstiréttur Pennsylv- aníu úrskurðaði í fyrra að manni sem gaf sæði bæri ekki skylda til að greiða móðurinni meðlag með tvíburunum sem hún eignaðist. Þau þekktust en höfðu gert munnlegt samkomulag um að hann fengi engan umgengnisrétt, á hinn bóginn fengi hún ekki nein meðlög. Og rétturinn staðfesti að svo skyldi vera. Líklegt er að vitnað verði til þessa úrskurðar í sambærilegum málum framvegis. Fleiri mál tengd sæðisgjöfum og nafnleynd eru á döfinni. Olivia Pratten, 26 ára gömul kona í Kan- ada og barn óþekkts sæðisgjafa, höfðaði í desem- ber í fyrra mál gegn stjórnvöldum í Bresku Kól- umbíu og læknafélaginu og sakaði þessa aðila um mismunun. Ættleidd börn fengju allar upplýs- ingar um blóðforeldra sína en það fengju ekki börn þeirra sæðisgjafa sem héldu nafni sínu leyndu. Einnig væri leyndin skerðing á öryggi hennar, gjafi sem fengi erfðatengdan sjúkdóm seint á æv- inni gæti ekki varað barnið við. Barnið gæti auk þess á fullorðinsárum lent í því að eiga í kynferð- islegu sambandi við ættingja án þess að vita af því. Flækjurnar geta því verið margvíslegar. En hvaða áhrif hefur það að aflétta leyndinni? Fyrstu tölur um þróun mála í Bretlandi eftir að leynd var aflétt 2005 (og hætt að borga gjöfum meira en sem nemur útlögðum kostnaði) bentu reyndar til þess að mjög hefði fækkað í hópi sæðisgjafa. En að sögn blaðsins The Independent árið 2007 kom síð- ar í ljós að um var að ræða ófullkomnar upplýs- ingar, í reynd hafði gjöfunum fjölgað. En talið er að samsetning hópsins hafi breyst, sæðisgjafar séu eldri en áður, oft ráðsettir heim- ilisfeður. Þeir hafi síður áhuga en stúdentarnir á að fá peninga fyrir viðvikið en gefi sæði af því að þeir hafa samúð með barnlausu fólki. Götótt leynd í heimi DNA-gagnabanka Dæmi eru um að gjafinn eigi yfir 100 börn og hnattvæðingin spyr ekki um landamæri. Eftir að leynd var aflétt í Svíþjóð á níunda áratugnum hafa allmargir Svíar notfært sér að margir danskir sæðisgjafar nota nafnleynd. En heldur hún? 15 ára strákur í Bretlandi komst árið 2005 hjá móður sinni yfir fæðingardag sæðisgjafans auk upplýsinga um menntun hans og borg. Hann lét greina DNA-erfðaefni sitt og keypti sér aðgang að gagnabanka með erfðafræði- legum upplýsingum. Með því að þrengja stöðugt leitina og bera saman Y-litninga, sem erfast í karl- legg, fór svo að hann fann sinn óþekkta föður. Reuters Feðurnir stígi fram  Víða um lönd hefur lögum verið breytt og körlum sem gefa eða selja barnlausum hjón- um sæði gert skylt að heimila barninu að fá upplýsingar um faðernið við 18 ára aldur Hæ! Kát sígaunabörnin í Bel- grad hafa ekki áhyggjur af fað- erni sínu en gætu orðið forvitin síðar á ævinni ef sæðisgjafi hef- ur komið við sögu. Helstu rökinmeð því að nafni sæð- isgjafa sé haldið leyndu eru að- allega tvenns konar,“ segir Vilhjálmur Árna- son, prófessor í heimspeki, en hann hefur fjallað mikið um siðfræðileg álitamál. „Annars veg- ar að með leynd sé verið að hugsa um hagsmuni sæðisgjafans. Ef gætt sé leyndar eigi hann ekki á hættu að vera með einhverjum hætti krafinn um ábyrgð síðar. Einnig er bent á að að nafnleysi auki líkur á að karlmenn gefi sæði. Svíar bönnuðu nafnleynd í þessum efnum 1980, í fyrstu dró mjög úr fjölda sæðisgjafa en sú þróun gekk síðar til baka. Hins vegar er sagt að það sé í þágu hagsmuna sumra foreldra, amk. að þeirra áliti, að þurfa ekki að skýra frá því að barnið hafi komi í heiminn með þessum hætti. Rökin með því að upplýsing- arnar séu aðgengilegar, að ekki sé svo um hnútana búið að útilokað sé að kynna sér þau, eru fyrst og fremst hagsmunir barnsins. Það sé í rauninni óviðunandi forræðis- hyggja að viðkomandi einstak- lingur eigi ekki sjálfur rétt á þess- um gögnum. Opinská umræða er betri gegn fordómum en pukur Ég hef því viljað aflétta nafn- leynd þannig að einstaklingurinn geti allavega fengið upplýsing- arnar þegar hann verður lögráða. Ég tel að réttarþróun á undan- förnum árum hafi stefnt að því að taka meira tillit til hagsmuna barnsins og ég hef fært fyrir því rök að hagsmunir þess fullveðja einstaklings sem barnið síðar verður eigi að ráða. Yfirleitt er tal- að um að eftir 18 ára aldur eigi barn rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem til eru um það. Einnig má nefna ákveðin velferð- arrök og þungi þeirra hefur aukist mjög á síðari árum með auknum möguleikum á erfðafræðilegum prófunum. Ef reynt er að leyna þessu er ákveðin hætta á að ein- staklingurinn komist amk. að því að hann sé ekki í erfðafræðilegum skilningi barn þeirra sem hafa alið hann upp sem sitt barn. Loks má minna á að nauðsynlegt getur verið fyrir einstakling að fá upplýsingar um uppruna sinn vegna ýmissa erfðasjúkdóma. Hægt er að fara þá þann milliveg að komi upp slíkur vandi sé hægt að veita undanþágu frá leyndinni. En þá er um leið búið að segja ein- staklingnum að hann sé getinn með þessum hætti. Ein rökin sem stundum heyrast gegn því að aflétta nafnleynd eru félagsleg, að það ríki fordómar gagnvart þeim sem getnir eru með sæðisgjöf og einnig gagnvart for- eldrum sem grípa til slíkra ráða til að eignast barn. En ég held að opinská umræða sé betri í baráttu gegn fordómum en pukur.“ Hagsmunir barnsins gegn leyndinni Viðmælandi er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Vilhjálmur Árnason  Ákvæði um nafnleynd sæð- isgjafa, sem oft eru háskólanem- ar, eru mjög mis- munandi eftir ríkjum. Almennt hefur verið talið að sé nafni sæðis- gjafa ekki leynt dragi það úr áhuga manna á að gefa sæði. Reynslan er samt mis- jöfn, í Bretlandi jókst fjöldi sæðis- gjafa eftir að leynd var afnumin 2005. Fleira getur haft áhrif, m.a. banna lög í Suður-Kóreu að stofnun selji annarri stofnun sæði. Í Kanada er skortur á sæðisgjöfum vegna þess að sett hafa verið lög sem banna að sæðisgjafa sé borgað. Danir flytja út meira af sæði en nokkur önnur þjóð og ástæðan mun einkum vera sú að gæði þess eru talin mikil. Sæðisgjafar fá ekki há- ar greiðslur í Danmörku, margir þeirra gefa sæði af manngæskunni einni. Hægt er að velja eins og á Ís- landi, sumir gjafar velja að vera nafnlausir, aðrir hafna leyndinni. Margt fólk utan Danmerkur, sem fær upplýsingar um menntun, hæð og útlit en ekki nafnið, vonar að barnið verði hávaxið og ljóshært ef sæðisgjafinn er Dani. Slíkar vænt- ingar leika að sögn heimildar- manna sitt hlutverk. Ljóshærðir Danir Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn  Í lögum nr. 55 um tæknifrjóvg- un segir í 4. grein um kyn- frumugjafa [sæð- isgjafa]:  Óski gjafi eftir nafnleynd er heilbrigðisstarfs- fólki skylt að tryggja að hún verði virt. Í þeim tilvikum má hvorki veita gjafa upp- lýsingar um parið sem fær gjafa- kynfrumur eða um barnið né veita parinu eða barninu upplýsingar um gjafann.  Óski gjafi ekki eftir nafnleynd skal stofnunin varðveita upplýs- ingar um hann í sérstakri skrá. Verði til barn vegna kynfrumugjaf- arinnar skal varðveita upplýsingar um það og parið sem fékk kyn- frumugjafafrumurnar í sömu skrá. Barnið sem verður til vegna kyn- frumugjafar þar sem gjafi óskar ekki eftir nafnleynd, getur er það nær 18 ára aldri óskað eftir að- gangi að skrá skv. 3. mgr. til að fá upplýsingar um nafn gjafans. Nú fær barn upplýsingar um kyn- frumugjafa hjá stofnuninni og ber henni þá eins fljótt og auðið er að tilkynna honum um upplýsingagjöf- ina. Lögin á Íslandi Í hlýjum móðurörmum. @ LAGERSALA LÍN DESIGN www.lindesign.is/lagersala Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru. Sýniseintök og umbúðalausar vörur með allt að 80% afslætti. LAGERSALAN er á Malarhöfða 8, (í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason). Opið sunnudag kl. 10–16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.