Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
orsport-liðinu úr bresku F3 í fyrra,
Brendon Hartley, sem varð nýverið
þriðji ökumaður Red Bull F1-
liðsins.
„Hann var farinn að keppa í
grunnformúlu áður en ég byrja að
keppa í gokarti. Hann var búinn að
keppa í karti frá því hann var sex
ára,“ segir hann og útskýrir nánar.
„Ég er að vinna upp mörg ár á
stuttum tíma og þegar ég kemst inn
í Formúlu 3 í fyrra er ég í raun að
fara að minnsta kosti fjögur ár
fram úr sjálfum mér. F3 er fyrsti
alvöru kappaksturinn og bíllinn er
með sömu hreyfingar og aksturs-
eiginleika og F1-bíll, þrátt fyrir að
F1-bíllinn fari hraðar. Fyrir mig að
fara beint úr 32 hestafla körtu upp í
200 hestafla Formúlu 3-bíl var
svakalega stórt stökk,“ segir hann
og undirstrikar sú staðreynd æv-
intýrið í kringum þetta og hvað
Kristján Einar hefur afrekað.
Léttist um 40 kíló
Þetta stökk kom ekki áreynslu-
laust. „Þegar ég var í kringum sex-
tán ára gamall, á gokart-árunum,
var ég meira en 40 kílóum þyngri
en ég er í dag. Ég var lífsleiður
unglingur með tölvufíkn og alltof
þungur. En loksins fann ég mig,
reif mig upp úr þessu og fór að
vinna hörðum höndum að því tak-
marki að skapa mér feril sem öku-
maður. Ég setti markið hátt og ætl-
aði mér að komast þangað. Ég vann
mig í gegnum þetta og vona að ég
geti verið fyrirmynd einhverra,“
segir Kristján Einar og bætir við að
það hafi hjálpað að hann var alinn
upp í þeirri trú að hann gæti afrek-
að það sem hann vildi.
„Hingað til hefur ekki verið
framtíð eftir gokartið á Íslandi. Það
hefur enginn íslenskur ökumaður
farið úr íslensku karti eða mót-
orsporti í alþjóðlegar brautakeppn-
ir,“ segir hann.
„Fjölskylda mín hefur stutt við
bakið á mér. Mamma lætur þetta
allt gerast utan brautar og pabbi
fylgir mér líka oft,“ segir hann en
foreldrar hans eru Vilborg Ein-
arsdóttir og Kristján Friðriksson.
„Pabbi er ljósmyndari og hefur
myndað margar keppnir. Mamma
fer allt með mér en hún titlar sig
ekki móður þegar við erum á ferð-
inni heldur umboðsmann og er einn
af þremur sem ég er með.“
Kristján Einar segir að sambönd
og bakgrunnur foreldra sinna í fjöl-
miðlun, auglýsingum og markaðs-
málum hafi margoft hjálpað.
Fékk góða umsögn eftir prufur
Erlendir fjölmiðlar hafa veitt
þessari sögu eftirtekt og hafa líkt
honum við bobsleðaliðið frá Ja-
maíka, sem sagt var frá skemmti-
lega í kvikmyndinni Cool Runnings
en hún var einmitt ein af uppá-
haldsmyndum Kristjáns Einars
þegar hann var krakki. Hann gefst
ekki upp þó á móti blási.
Í lok næsta mánaðar verða liðin
tvö ár síðan Kristján Einar fór út í
akstursprufur í Bretlandi og hefur
margt gerst síðan þá. Stefnan var í
fyrstu tekin á Formúlu BMW, virta
byrjunarformúlu, og tilviljun hagaði
því þannig að móðir hans ákvað að
hringja í Carlin-liðið. Önnur til-
viljun réð því að einn af eigendum
liðsins svaraði í símann og hver veit
hvað réð því að hann ákvað að gefa
gokart-drengnum frá Íslandi séns.
Þróun bílsins Áhugi á bílum var til staðar hjá Kristjáni Einari frá unga aldri. Hér má sjá hann á sérsmíðuðum kassabíl, þar næst að keppa í gokarti og loks á formúlubraut í Bretlandi.
Sp
ar
að
u