Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 HUGMYNDIR hafa verið uppi um ýmsar útgáfur af fyrning- arleiðum sem flestar eiga það sammerkt að útfærsla þeirra tek- ur langan tíma. Hagsmunaaðilar í greininni, auk sveitarstjórna víða um land óttast áhrifin sem slíkar breytingar kunna að hafa í för með sér. Ljóst er að um þá leið sem kynnt hefur verið mun ekki nást sátt. Því er nauðsynlegt að opna umræðuna um aðrar leiðir. Hugmynd okkar byggist á því að ríkið taki gjald af veiðiheimildum byggt á úthlutun núverandi kvóta- kerfis og sátt náist á milli hags- munaaðila um útfærslu. Þeir hags- munaaðilar sem um ræðir eru stjórnvöld, útgerðarmenn, lán- ardrottnar útgerðarinnar og sjó- menn. Heildarskuldir sjáv- arútvegsins eru taldar vera um 500 milljarðar króna. Slíkar skuld- ir eru íþyngjandi fyrir sjávar- útveginn, og verða nær óyfirstíg- anlegar fyrir greinina verði þær skildar eftir samhliða því að fyrn- ingarleiðin nái óbreytt fram að ganga. Mikill hluti skuldanna er kominn til vegna viðskipta með veiðiheimildir. Veiðiheimildir sem nauðsynlegt var að kaupa vegna hagræðingar og rekstraröryggis í greininni. Fallist menn á að nú sé tæki- færið til að ríkið yfirtaki veiði- heimildirnar verður það að vera gert í fullri sátt og þannig að sjáv- arútvegur haldi hér áfram og styrkist í kjölfarið. Eftir yfirtöku ríkisins á veiðiheimildum er tillaga okkar með eftirfarandi hætti. Veiðiheimildarnar verði leigðar aftur til útgerðar í samræmi við áður útgefna úthlutun í kvótakerf- inu. Ef útgerð vill ekki leigja til sín allar þær heimildir sem hún á rétt á, þá skulu þær renna í sam- eiginlegan frjálsan pott sem ætl- aður er til nýliðunar í greininni. Framsal eða framleiga heimilda verður óheimil. Útgerð getur að- eins einu sinni hafnað úhlutun, t.d. vegna viðhalds eða bilana, eftir það kemur til skerðingar sem rennur þá í frjálsa pottinn. Þetta myndi styrkja stöðu nýliðanna. Einnig teldum við rétt að skoða þá hugmynd að taka 2-3% af öllum botnfisktegundum við yfirtöku kvótans til að auka vægi frjálsa pottsins. Telja má að verði hugmyndir sem þessar að veru- leika náist sátt um þau ágreiningsatriði sem fylgt hafa kvótakerfinu frá upphafi. Að ljóst sé að kvótinn sé sam- eign þjóðarinnar og veðsetning á óveidd- um fisk í sjónum er óheimil. Að nýliðun verði innbyggð í kerfið og allir hafi þar sömu möguleika í krafti dugnaðar og útsjónarsemi. Að öll aukning eða minnkun í kvóta verði jafnt yfir alla látin ganga og þá miðað við úthlutunarrétt viðkomandi á því fiskveiðiári sem um ræðir. Segja má að hugmynd þessi miði að tvennu. Að kvótinn verði eign ríkisins og að ljóst sé að út- lagður kostnaður skili sér til baka í formi leigugjalds sem innheimt verður. Það leigugjald verður þó að vera það sanngjarnt að það megi á nýjan hátt takast að skjóta eðlilegum rekstrarskil- yrðum undir sjávarútveginn. Til þess að þetta verði unnt verður ríkið því að reikna út hver sá kostnaður verði sem slík yfirtaka hefur í för með sér. Finna verður leið til að dreifa þeim kostnaði yf- ir eins langan tíma og mögulegt er. Við þetta minnka heild- arskuldir sjávarútvegsins veru- lega og rekstrarskilyrði hans batna. Mikilvægt er að hagsmuna- aðilar komi sér saman um hvert innlausnarverð á kvótanum skuli vera, sem lagt verði til grundvall- ar á uppgreiðslu skulda útgerð- arinnar. Með þessari aðferð er eignaréttur þeirra sem keypt hafa kvóta virtur og sanngirni gætt gagnvart þeim við yfirtöku kvót- ans. Sú greiðsla sem ríkið innir af hendi yrði í þessu tilfelli í formi ríkisskuldabréfa til langs tíma. Tillaga okkar reynir á eins mildi- legan hátt og mögulegt er að taka tillit til hagsmuna allra aðila, og að ekki sé kippt rekstrarskilyrð- unum undan þeim atvinnuvegi sem við nú verðum að reiða okkur á við gjaldeyrisöflun fyrir þjóðina. Við undirritaðir teljum brýnt að nú þegar hillir undir breytingar á því kerfi sem aldrei hefur náðst samstaða um leiti menn allra leiða sem mögulegar eru til að fá ásætt- anlega niðurstöðu. Þessi hugmynd okkar gengur lengra en flestar sem áður hafa komið fram. Þannig að í stað langs aðlögunartíma sé kvótinn yfirtekinn á mjög skömm- um tíma með samkomulagi aðila, og rekstrargundvöllur sjáv- arútvegsins þannig tryggður til framtíðar. . Sáttaleið í sjávarútvegi – önnur leið Eftir Hannes Friðriksson og Sigurvin Guðfinnsson » Fallist menn á að nú sé tækifærið til að ríkið yfirtaki veiðiheim- ildirnar verður það að vera gert í fullri sátt að- ila sjávarútvegsins Sigurvin Guðfinnsson Hannes er innanhússarkitekt og Sig- urvin er fyrrv. útgerðarmaður. Höf- undar eru áhugamenn um þjóðmál. Hannes Friðriksson • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). Ársvelta 260 mkr. • Þekkt sérverslun með heimilisvörur. Ársvelta 170 mkr. Góður leigusamningur. • Sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki með langtímasamninga. Hentugt til sameiningar. • Rótgróin heildverslun með fyrirtækjavörur. Ársvelta 140 mkr. Hagstæðar skuldir. • Trésmiðja til sölu eða leigu. Sérhæfð framleiðsla og góð tæki. Lítið skuldsett og vel staðsett í 600 fermetra ódýru húsnæði. • Rótgróið þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum og félagasamtök sérhæfða þjónustu. Ársvelta 120 mkr. • Meðalstórt iðnfyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 140 mkr. • Lítið vöruflutningafyrirtæki með örugga vinnu. Ársvelta 45 mkr. EBITDA 15 mkr. Mjög hagstætt verð. • Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Salou frá kr. 79.900 - með fullu fæði Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Salou vinsælasta áfangastaðar Costa Dorada strandarinnar sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða, úrval veitinga- staða og litríkt næturlíf. Í boði er gisting á Hotel Marinada, góðu hótel í Salou, sem er vel staðsett í nágrenni við verslunargötur, ströndina og göngugötuna. Herbergi eru með loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, baðherbergi með hárþurrku og svölum eða verönd. Einnig veitingastaður, bar, líkamsræktaraðstaða, leikjasalur, góður sundlaugagarður og fjölmargt annað. Gríptu tækifærið og bókaðu strax - aðeins 11 herbergi í boði! M bl 11 12 31 3 Verð kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Marinada *** með fullu fæði í 7 nætur. Aukavika kr. 17.000. Verð, m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 86.900. Aukavika kr. 22.000. Verð m.v. gistingu í tvíb. kr. 92.900. Aukav. kr. 27.000. Ótrúlegt sértilboð Hotel Marinada* * * vikuferð m/fullu fæði 12. júní Aðeins 11 herbergi í boði! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábær aðstaða · Fullt fæði · Loftkæling · Svalir/verönd · Glæsilegur garður · Sundlaugar / barnalaug · Nuddpottur · Leiktækjaherbergi · Mini-golf · Borðtennis · Barnaklúbbur (4-12 ára) · Barnaleiksvæði · Þráðlaust internet (Wi-Fi) · Veitingastaður · Barir ... og fleira og fleira @ Fréttir á SMS Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.