Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009
Reuters
Ólga Fjöldi manns tók þátt í útifundi, sem samband þýskra stéttarfélaga hélt í Berlín í morgun, laugardag, til að brýna til baráttu gegn krepp-
unni. Á borðanum segir: „Er þetta framtíðin, eða?“ Í Þýskalandi er rætt um að gjá hafi myndast í samfélaginu, sem geti breyst í kerfiskreppu.
E
kkert er gefið. Allt, sem var
viðtekið fyrir sjö mánuðum,
er nú til efs. Efnahagskerfi
heimsins var bundið við
kraft kapítalismans. Sá
kraftur átti að tryggja stöð-
uga verðmætasköpun,
framfarir og aukna velmeg-
un. En kapítalisminn getur
líka verið eyðilegging-
armáttur. Það kom berlega í ljós í banka-
hruninu á Íslandi og fjármálakreppunni um
allan heim. Og hvað er þá til bragðs? Hvernig
mun framhaldið líta út? Fyrst er vitaskuld að
bjarga því sem bjargað verður úr hruninu og
koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl, en
síðan þarf að leggja línurnar fyrir framtíðina.
Tuttugasta öldin hefur verið kölluð öld öfg-
anna. Þegar járntjaldið hrundi var talað um
endalok sögunnar, sem var hæpin túlkun, en
það markaði ábyggilega ekki endalok öfganna.
Á undanförnum árum fór viðskiptalífið alger-
lega úr böndum. Sú uppsveifla, sem átti sér
stað í viðskiptalífinu, átti sér enga stoð í fram-
leiðslu á raunverulegum verðmætum. Verð-
mætasköpunin var fólgin í viðskiptum með
peninga, ekki framleiðslu, og hún fór fram í
viðskiptagjörningum, sem voru svo flóknir að
þeir voru ekki skiljanlegir nema örfáum út-
völdum. Peningar hættu að vera greiðslumiðill
og urðu að viðskiptavöru.
Flökkufé í leit að fjárfestingum
Í heiminum voru þúsundir milljarða dollara,
sem nánast má kalla flökkufé, í leit að fjár-
festingum, hvort sem tækifærin voru fólgin í
háum vöxtum á Íslandi eða áhættusömum
húsnæðislánum í Bandaríkjunum.
Segja má að menn hafi verið svo uppteknir
af björgunaraðgerðum eftir hamfarirnar að
annað hafi ekki komist að. Skyndihjálpin var
brýnust og hún gekk fyrir – eða átti að ganga
fyrir. Að sama skapi snerist umræðan um það
hvernig björgunarstarfinu ætti að vera hátt-
að.
Umræðan hefur einnig snúist um einstak-
lingana, sem báru ábyrgð á hruninu, frekar
en að kerfinu, sem ól þá, væri um að kenna.
Hættan við að ræða málin á þessum nótum
er sú undirliggjandi hugsun að þá dugi að
skipta mannskapnum út til að allt verði í
lagi. Sú er hins vegar alls ekki raunin.
Hrunið er áfall fyrir þá, sem hafa boðað
frjálsan markaðsbúskap. Staðreyndin er sú að
hinn frjálsi markaður brást. Annars hefði
hann getað bjargað sér sjálfur. Hann þurfti
hins vegar á allsherjaraðstoð ríkisins að halda
og liggur engu að síður enn í súrefnistjaldinu
á gjörgæslunni. Fyrir ári hefðu slík ríkisaf-
skipti af fjármálalífinu verið kölluð hreinn og
klár sósíalismi.
Ekki hefur enn verið lagt endanlegt mat á
það hvað skuldir Íslands verða háar eftir
bankahrunið, en þær gætu hæglega hlaupið á
þúsundum milljarða króna. Íslenskt efnahags-
líf verður veikburða næstu misserin, ef ekki
árin. Um allan heim standa nú yfir endurlífg-
unaraðgerðir. Milljörðum skattpeninga er
dælt inn í efnahagskerfi í öllum heimshornum.
Hagfræði Johns Maynards Keynes hefur ver-
ið hafin til vegs og virðingar að nýju. Eigi að
koma í veg fyrir heimskreppu með tilheyrandi
samdrætti og verðhjöðnun þurfi ríkið að ausa
út peningum þegar lausafé þornar upp í
einkageiranum. Annars blasi við alger stöðn-
un. Síðan er önnur spurning hvort austurinn
dugi til á fjármálamörkuðum þar sem traust
er í lágmarki.
Loftbólur spákaupmennsku
Næsta verkefni er að setja kapítalismanum
skorður þannig að loftbólur spákaupmennsk-
unnar nái ekki að þenjast svo út að efnahags-
líf alls heimsins fari á annan endann þegar
þær springa. Á þessum vanda þarf að taka í
hverju landi fyrir sig. Á Íslandi er til dæmis
nauðsynlegt að setja viðskiptalífinu reglur og
tryggja virkt aðhald og eftirlit með því að þær
verði haldnar. Í þessum reglum þarf að taka á
hringamyndun og krosseignatengslum, einok-
un og fákeppni. Og þær þarf að setja áður en
nýjar eða gamlar viðskiptablokkir koma sér
fyrir. Það er auðveldara að grípa til fyr-
irbyggjandi aðgerða en að þurfa að vinda ofan
af hringamyndun eftir að hún hefur átt sér
stað.
En umræðan snýst ekki aðeins um það
hvernig eigi að hemja fjármálamarkaði og
lukkuriddara viðskiptalífsins. Hún snýst einn-
ig um hugmyndafræðina að baki. Hægrimenn
hafa löngum haldið því fram að lágir skattar
og haftaleysi séu heildinni fyrir bestu.
Nærtækast er að vísa í hugmyndafræði
Ronalds Reagans og skoðanasystkina hans,
sem héldu því fram að fengju hinir ríku að
halda peningunum sínum í stað þess að horfa
á eftir þeim í skattheimtu myndi velmegunin
seytla niður til þeirra, sem minna hefðu á milli
handanna. Á endanum stæðu allir betur að
vígi.
Í Bandaríkjunum var raunin sú að efn-
uðustu tíu prósentin urðu ríkari, en aðrir
höfðu úr minna að spila. Þriggja prósentu-
stiga hagvöxtur í Bandaríkjunum undanfarin
ár byggðist ekki á því að Bandaríkjamenn
hefðu meiri tekjur, þeir brúuðu einfaldlega
bilið á milli þess sem þeir gátu keypt sér og
vildu kaupa sér með lánum og á þeim byggðist
hagvöxturinn.
Nú vogar sér vart nokkur stjórnmálamaður
að hafa uppi slíkan málflutning. Nú heyrist
hið gagnstæða. Með því að hækka lægstu
launin skapist hringrás peninga upp á við.
Þannig aukist neyslan, sem gerir fyrirtækjum
– og eigendum þeirra – kleift að halda velli.
Búsáhaldabyltingin var afsprengi banka-
hrunsins. Í henni voru settar fram kröfur um
að ríkisstjórnin færi frá og stjórn Seðlabank-
ans viki. Rætur reiðinnar að baki mótmæl-
unum má rekja til þeirra breytinga, sem áttu
sér stað á Íslandi samhliða útrásinni. Íslenskir
stjórnmálamenn virtust ekki átta sig á þeirri
gjá, sem hafði myndast á milli þeirra og þjóð-
arinnar. Í það minnsta áttuðu þeir sig ekki á
því hvernig þeir áttu að bregðast við og full
ástæða er til að spyrja hvort þeir hafi gert það
enn.
Hagsmunir heildarinnar
Kreppan hefur ekki aðeins valdið tortryggni í
garð stjórnvalda á Íslandi. Það sama hefur
gerst nánast um allan heim. Víða hefur verið
efnt til mótmæla og iðulega hefur slegið í
brýnu milli mótmælenda og lögreglu.
Það er athyglisvert að heyra hvernig
stjórnmálamenn tala í nágrannalöndunum.
Peer Steinbrück, fjármálaráðherra Þýska-
lands, hefur þurft að réttlæta það að bönk-
unum sé rétt hjálparhönd með fulltingi skatt-
peninga á meðan almenningur njóti engrar
fyrirgreiðslu. Hann lýsti í ræðu nýverið fundi
með bankamönnum og hann hefði sagt þeim:
„Ef þið viljið ekki að kveikt verði í bílunum
ykkar skuluð þið passa upp á hagsmuni heild-
arinnar.“
Wolfgang Schäuble innanríkisráðherra
sagði nýverið að það væri verkefni stjórnmál-
anna að finna leið út úr kreppunni, sem „allar
stéttir geta sætt sig við“. Hann hefur áhyggj-
ur af því að „þráðurinn“ í samfélaginu slitni
vegna þess að almenningur fái á tilfinninguna
að hann þurfi að borga fyrir hina fáu, sem
mest hafa á milli handanna, og þess vegna sé
þjóðfélagið óréttlátt í grunninn. Fyrst og
fremst verði þeir sem mest mega sín að gera
sér grein fyrir þessu ástandi.
Þarna tala tveir ráðherrar í þýsku rík-
isstjórninni, annar úr röðum sósíaldemókrata,
hinn úr flokki kristilegra demókrata, eins og
brotist geti út bylting gái menn ekki að sér.
Þessi ólga er ekki bundin við Þýskalandi og
Ísland er ekki undanskilið eins og sást hér í
byrjun árs og gæti gerst á ný geri stjórnvöld
sér ekki grein fyrir því hvað aðkallandi er að
brugðist verði við vanda almennings og nauð-
syn þess að hér verði komið samfélagi rétt-
sýni og réttlætis þar sem horft er til hags-
muna allra borgara landsins. Það er hættulegt
að vanmeta þessa óánægju þótt hins vegar sé
langt frá því að hægt sé að segja að hún sé
orðin svo mögnuð að andi byltingar hafi tekið
sér bólfestu.
Enn er ekki ljóst hvaða breytingar hrunið
mun hafa í för með sér. Bandaríska módelið,
sem byggist á haftaleysi, á eðlilega undir högg
að sækja.
Velgengni Kínverja
Erfiðast er hins vegar að horfast í augu við
það að kínverska módelið hefur staðið heims-
kreppuna best af sér. Þar ræður ríkis- eða al-
ræðiskapítalismi ríkjum. Bankarnir eru á for-
ræði ríkisins og fyrirtækin eru í ríkiseigu og
fæst háð duttlungum verðbréfamarkaða. Kín-
verjar hafa brugðist við minnkandi eftirspurn
umheimsins með innspýtingu fjár, sem ætlað
er að auka neyslu heima fyrir. Þar er gert ráð
fyrir sjö prósenta hagvexti á þessu ári og í
mars höfðu fjárfestingar í atvinnulífinu aukist
um 30 af hundraði miðað við sama tíma í
fyrra.
Ástæðurnar fyrir því að Kínverjar eiga auð-
veldara með að standa kreppuna af sér eru
vitaskuld margar, almenningur leggur fyrir í
stað þess að safna skuldum og kínversk
stjórnvöld sitja á miklum gjaldeyrisforða. Vel-
gengni Kínverja hefur höfðað til leiðtoga víða
í þróunarlöndum, ekki síst þar sem ríkir ein-
ræði. Þeim finnst Kínverjar hafa afsannað
fullyrðinguna um að velmegun sé aðeins
möguleg í upplýstum lýðræðisríkjum. Kín-
versk stjórnvöld láta eins og skapast hafi sátt
um kínversku leiðina þar sem er aðeins einn
kapítalisti og það er ríkið og óneitanlega eru
dæmin nokkur – nefna má Rússland og Vene-
súela.
Á milli bandarísku og kínversku leiðarinnar
er breitt bil og mikið svigrúm. Þegar er ljóst
að ríkisvaldið mun hafa meiri afskipti af fjár-
málamörkuðum en verið hefur með reglum og
eftirliti. En hver verða hin siðferðislegu af-
skipti? Óánægja almennings stafar ekki síst af
því hvað stjórnendur banka og fjármálastofn-
ana hlóðu undir sjálfa sig í launum og bón-
usum. Lítill skilningur er á því að ein-
staklingur þurfi mörghundruðfalt meiri tekjur
en hann þarf fyrir öllum sínum þörfum. Nú er
rætt um hinn félagslega markaðsbúskap.
Fjármálakreppan í heiminum hefur haft af-
gerandi áhrif, en hún hefur hún ekki haft þá
örbirgð í för með sér, sem fylgdi kreppunni
miklu á fjórða áratug 20. aldar. Áður en fjár-
málakreppan skall á voru umhverfismál í
brennidepli. Þau hafa ekki horfið þótt ugg-
laust muni samdráttur í neyslu vegna krepp-
unnar draga úr ágangi á auðlindir og mengun.
Ljóst er að ætli mannkynið sér að dveljast til
frambúðar á jörðinni verður hún að temja sér
nýja siði. Umræðan um hugmyndafræði
markaðsbúskaparins er ekki nema angi af
þeim grundvallarmálum, sem nú krefjast
gagngers endurmats.
Hrunið sneri hugmyndum um markaðinn á hvolf
Reykjavíkurbréf
160509
12.000
milljarðar dollara voru í
umferð á fjármagnsmörk-
uðum heimsins árið 1980
196.000
milljarðar dollara voru í
umferð á fjármagnsmörk-
uðum heimsins árið 2007
50milljónir
Fjöldi starfa, sem spáð er
að muni hafa horfið í árs-
lok í Evrópu vegna krepp-
unnar