Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 48
48 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Bækurnar fást í öllum helstu bókaverslunum www.haskolautgafan.hi.is • Sími 525 4003 Evrópuvitund RANNSÓKNIR Í EVRÓPUFRÆÐUM 2007-2008 Í þessari bók er að finna greinar ungra fræðimanna sem hafa lagt stund á rannsóknir tengdar Evrópufræðum í framhaldsnámi sínu. Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið Auðunn Arnórsson Hér eru teknar saman upplýsingar um það ferli sem fer í gang er ríki sækir um aðild að Evrópusambandinu og um lærdóma sem draga má af fyrri stækkunarlotum sambandsins. Vegna þess hve mörg lönd hafa samið um inngöngu í sambandið á síðustu árum liggur ferli aðildarviðræðna mjög skýrt fyrir. Ísland er síðan mátað inn í þetta ferli og samningsstaða þess og væntan- leg samningsmarkmið kortlögð, m.a. með tilliti til þess sem önnur ríki hafa náð fram í aðildarviðræðum. Þ ótt hlustendahópurinn hafi skipt um lit var þá og er enn ríkjandi við- horf að blús sé svart tónlistarform; hvítir menn geta ekki spilað blús var al- gengt viðhorf og er enn þrátt fyrir mýmörg dæmi um hið gagnstæða. Aðallega hefur það þó verið að hvít ungmenni taka sér hljóðfæri í hönd til að stunda nokkurs konar forn- leifarannsóknir, spila blús eins og hann var spilaður forðum, rifja upp gamalt stuð. Það er og ákveðin þversögn í því að tala um nýjan blús enda blúsinn að mörgu leyti staðnaður sem tón- listarform. Ekki verður hér tekin umræða um það hvort það sé kostur eða galli, en þeir eru til sem reyna að gera eitthvað nýtt innan blúsins, hvítir og svartir, og Alabama- bleiknefjinn Willem Maker er þeirra á meðal. Við rætur Appalachian-fjalla Willem Maker, sem móðir hans nefndi Willam Doggett, ólst upp á ferðinni í vesturhluta Georgíu og Tennessee, en faðir hans stundaði kappakstur á þeim slóðum og flutti fjölskylduna með sér milli brauta eftir kenjum keppnistímabilsins. Maker ungi sýndi snemma tónlist- arhæfileika og æfði sig á bassa með því að spila með þungarokki í út- varpinu og einnig spilaði hann með Metallicu af plötum. Á endanum fékk faðir hans nóg af flakkinu, fékk sér fasta vinnu og fjölskyldan sett- ist að í Carrollton í Georgíu og þar átti Maker sín unglingsár. Carrollton er um 20.000 manna bær rétt austan við ríkismörk Georgíu og Alabama, við rætur Appalachian-fjallanna, afrakstur áreksturs landmassa fyrir 400 millj- ón árum og liggur norðvestur eftir austurströnd Bandaríkjanna, frá Nýfundnalandi til Mexíkóflóa. Á sínum tíma voru Appalachian-fjöll helsta hindrun landflutninga vestur yfir Bandaríkin, í fjöllunum og ótal dölum og á hásléttum innan þeirra myndaðist byggð þar sem tími leið á öðrum hraða en víðast annars staðar. Það myndaðist menning- arkimi sem hélt fast í gamlar hefðir og gömul minni og þar dafnaði þorrinn af því sem við nú köllum bandaríska þjóðlagahefð. Það var því nóg af tónlist í Car- rollton þótt ekki hafi margir verið um hituna, og Maker tókst þá fyrst á flug í lagasmíðum og spila- mennsku. Hann stofnaði þar hljóm- sveitina Ithica Gin með bróður sín- um og gekk bærilega; sveitin var títt spiluð í útvarpi á þessum slóð- um og smáskífa sem Jay Farrar úr Son Volt og Uncle Tupelo vélaði um vakti svo mikla athygli að Ithica Gin var boðið að hita upp fyrir Ryan Adams. Áður en af því gat orðið veiktist höfuðpaurinn, Willem Maker, svo illa að honum var vart hugað líf. Hann fékk alvarleg einkenni tví- skautaröskunar, gríðarleg oflæt- isköst, en ólíkt því sem tíðkast með tvískautaröskun var Maker meðvit- aður um það sem væri á seyði sem gerði margra daga maníuköst hon- um enn erfiðari en ella. Hefðbundin lyfjagjöf hafði líka lítið að segja og læknar og hjúkrunarfólk voru ráð- þrota yfir því hvað gæti verið á seyði. Blý og kvikasilfur Maker var nítján ára þegar hann varð að þola þessa kröm, en honum tók að líða heldur betur þegar hann var sendur á geðsjúkrahús í Smyrna í Georgíu og smám saman kom í ljós að sjúkleikinn stafaði af alvarlegri blý- og kvikasilfurseitrun. Málum var nefnilega svo háttað að heimili Doggett-fjölskyldunnar var umkringt efnaúrgangi því þar hafði koparbræðsla fengið að losa sig við ýmsan úrgang í gegnum árin og síð- an var byggt á svæðinu. Mengunin var verst í kjallara hússins og þar hafði Maker einmitt helst unað sér við lagasmíðar, æfingar og upp- tökur. Eftir að greining var komin gekk Maker bærilega að komast til heilsu. Hann sneri þó ekki aftur heim til Carrollton, því fjölskyldan hafði fært sig um set vestur yfir ríkismærin og settist að í kofa á Turkey Heaven-fjalli í Alabama. Þar tók Maker upp þráðinn með músíkina og hljóðritaði lög sem hann hafði samið í veikindunum og gaf út á plötunni Stars Fell On, sem kom út 2007. Á skífunni er Maker einn á ferð, utan að hann kallaði á aðstoð þegar kom að því að spila smávegis á trommur og eins til að gera frum- eintak plötunnar. Hann gaf hana líka út sjálfur og kynnti á eigin spýtur þegar hann hafði færi á en hann starfaði sem trésmiður á þeim tíma. Með þeirri spilamennsku sem hann gat sinnt og áhuga ýmissa bloggara fór hróður pilts víða og lyktaði með því að honum bauðst útgáfusamningur við þá ágætu blúsfabrikku Fat Possum. Í samn- ingnum fólst að Stars Fell On var gefin út aftur og fékk nú almenni- lega dreifingu og að Maker hljóðrit- aði nýja plötu sem kom svo út um daginn. Samið upp úr maníuköstum Lögin á Stars Fell On samdi Maker upp úr maníuköstunum sem fylgdu sjúkleikanum, en eins og hann lýsti því þá fannst honum sem hann væri að lýsa mögnuðum draumförum, svo óraunverulegur væri þessi tími þegar hann liti til baka. Eðlilega eimir eftir af þessu á nýju plötunni New Moon Hand, sem var einnig tekin upp að mestu leyti í fjallakofa á Kalkúnsham- ingjufjalli, en nú var Maker með að- stoðarmenn við upptökurnar; Scott Bomar spilaði á gítar og lagði lið við útsetningar, Jim Dickinson spilaði á píanó og orgel, Cedric Burnside á trommur og Alvin Youngblood Hart á gítar. Lokavinnsla skífunnar fór svo fram í Nashville og Memphis. Eins og sjá má af ofangreindu er mun meira lagt í skífuna nýju en þá fyrri og skilar sér í mun betri plötu þótt óneitanlega undirstriki naum- hyggjan á Stars Fell On betur þá erfiðleika sem Maker varð að þola. Víst eru flestir textar á New Moon Hand jafn afdráttarlausir og nöt- urlegir og á fyrri skífunni, en tón- listin setur þá í annað samhengi, dregur ekki úr þeim broddinn, en gerir bærilegri, sem er í takt við það sem Maker vill ef marka má það sem hann hefur sagt í viðtölum, enda segist hann fyrst og fremst vera að segja frá þroskandi reynslu, en ekki bara kröm og kvöl. arnim@mbl.is Þroskandi reynsla Erfitt líf Blúsarinn Willem Maker hefur þurft að þola eitt og annað, og var honum vart hugað líf á tímabili. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Á sínum tíma var blúsinn tónlist blökkumanna, allsleysingja sem fléttuðu saman afrískum áhrif- um og evrópskum í frumlegt tónlistarform sem gat síðar af sér djass og rokk og ótalmargt annað. Eftir seinni heimsstyrjöldina dvínaði áhugi blökkumanna á blús, hann var gamaldags og ein- kenni tíma sem þeir helst vildu gleyma, en það varð blúsnum til bjargar um tíma að bleiknefjar féllu fyrir honum. Hvítum blúsurum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera hvítir; það er eins og enginn geti tjáð erfiðleika í blús nema hann sé líka þel- dökkur. Þeir eru þó fjöl- margir sem hafa helg- að sig forminu á einn eða annan hátt og hafa náð býsna góðum ár- angri, hver á sinn hátt. Stevie Ray Vaughan sálugi átti sterkar ræt- ur í blúsnum þótt sumt af því sem hann gerði hafi verið meira rokk en mæða. Fyrsta plata hans er þó fínt dæmi um Texasborgarblús. Jonny Lang sló í gegn fyrir um áratug sem blússöngvari. Aðallega vakti hann þó hrifningu fyrir það hve ungur hann væri en hljómaði þó gamall, en hann gerði eina ágæta skífu, Wander This World. John Hammond yngri hefur sungið blús í hálfan fimmta áratug og gefið út hátt í fjörutíu plötur. Hann er óvenjulegur hvað hvíta blúsmenn varðar því hann fór kassagítarleiðina í stað þess að juðast á rafgítar. Steven Gene Wold, Seasick Steve, vakti talsverða athygli fyrir nokkrum árum fyrir frumlegan og frumstæðan blús. Hann er kominn á sjötugs- aldur, en sendi frá sér fyrstu breiðskífuna fyrir fimm árum. Koerner, Ray & Glover hét bleiknefjablústríó sem gaf út fínar plötur fyrir rúmum þrjátíu árum. Tónlistin er nær þjóðlagasöng en hreinræktuðum blús. Hvítur blúsari John Hammond yngri. Bleiknefjablús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.