Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 14

Morgunblaðið - 17.05.2009, Page 14
14 Myndlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 smíðaði í Flatey á Breiðafirði, en Guðbergur hefur dvalist þar. Ástæðan fyrir því að Halldór færði mér bókina er sú að eitt ljóðið fjallar um mig og hefst svona: Freyr Það eina góða við myndverk krist- jáns guðmundssonar SÚM-ara er það að myndlist þess er gerð fyr- ir blinda. Blindir sjá verk Kristjáns með eyr- unum. Það er nú eitthvað til í þessu hjá honum.“ – Hann var í þessari kreðsu SÚM-ara? „Jú, á tímabili og Vilhjálmur bróðir hans.“ – Er nauðsynlegt fyrir lista- menn að vera í félagi? „Það tíðkast einkum hjá ungu fólki. Oftast grúppar það sig sam- an, svo sem í Klínk og bank. Það standa alltaf einhverjir fyrir utan og eru einir, en hitt er algengara. Oft er þetta fólk sem hittist í skól- um og heldur svo áfram samstarf- inu eftir útskrift.“ – Verða menn sjálfstæðari með aldrinum? „Menn bara þróast í sundur, halda vináttunni, en hver fer sína leið.“ Konkretljóð Kristján segist ekki vinna ex- pressjónískt, heldur skipulega eftir plani. „Myndlistarverk fyrir mér er bara ákvörðunaratriði. Ég ákveð, teikna á blað og segi við sjálfan mig: „Já, ég geri þetta svona. Svo geri ég það þannig og annaðhvort stendur verkið eða fellur.“ – Þú spinnur ekki verkið jafn- óðum? „Ekki nema abstrakt lands- lagsmálverkin sem ég gerði í gamla daga. Þá byrjaði ég með auðan striga og málaði þar til komin var mynd. Ég gat ekkert planað þar. En yfirleitt veit ég upp á hár hvað það er sem ég ætla að gera. Stundum fullnægir það mér ekki, þá hendi ég því bara eða legg það í salt. Það flækist ekkert fyrir mér. Ég vinn gjarnan með fjögur eða fimm at- riði, sem brjótast fram á mismun- andi hátt í ólíkum tegundum af verkum, en ef kafað er ofan í þau, þá er grunntónninn sá sami. Ég nefni sem dæmi bók sem ég gerði með punktum úr ritverkum Hall- dórs Laxness árið 1972. Þó að út- litið sé allt öðruvísi er undirliggj- andi skyldleiki. Ef þú sérð til dæmis málverk eftir Daða Guð- björnsson veistu strax að það er eftir Daða, persónueinkennin eru svo sterk í pensilskriftinni. Í fljótu bragði er erfiðara að þekkja mínar myndir úr, því sjálfur hef ég enga pensilskrift vegna þess að ég mála oftast með rúllu.“ – Flokkast bókin um punktana ekki undir konkretljóð? „Jú, það má segja að það sé skrásetning, eins og áfeng ljóð. Konkretljóðin höfðu mikil áhrif á mig á sínum tíma. Í Sundays Next Century skráði ég alla sunnudaga á þessari öld, en verkið var gert árið 1993. Sem þýðir að bókin þurfti að bíða í sjö ár eftir því að komast í gagnið.“ – Er það til marks um áhrif Nóbelsskáldsins á þig, að þú sóttir punktana í verk hans? „Já, ég held að hann hafi haft áhrif á alla Íslendinga, sem lesa bækur, eins og Þórbergur og fleiri af þessum gömlu. Auðvitað valdi ég hann af því að hann var áhrifa- mikill, annars hefði ég valið annað skáld. Um að gera að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur – til að gera sama og ekki neitt!“ Kristján hlær með pípuna uppi í sér. „Þetta er eins og ég segi stund- um: „Að reisa sér hindrun til þess að stökkva hátt undir hana.“ – Ertu bókamaður? „Ef mér finnst bók skemmtileg les ég hægt og er lengi að því. Ég er vandlátur á hvað ég les, nenni til dæmis aldrei að lesa reyfara – það er alveg ónýtur heimur fyrir mér. Ég barðist í gegnum Mýrina eftir Arnald Indriðason með mikl- um harmkvælum og þar með var það búið. Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa ævisögur og sagnfræði – eitthvað sem er raun- verulegt.“ Hann stendur upp og sækir bók í einn af kössunum í stofunni, Saumasjó, sem eins og nafnið ber með sér hefur að geyma öldurnar á haffletinum í saumsporum. „Þetta eru sjálfvirk spor í flestum sauma- vélum og nokkrar konur unnu þetta fyrir mig, segir hann. „Bókin var fyrst saumuð á íslensku, en ég lét þýða hana á nokkur tungumál, svo sem norsku, frönsku og ensku, og hún var gefin út í 250 eintökum á hverju tungumáli. Svo fékk ég Kínverja til að þýða hana fyrir mig, en annar Kínverji sagði mér seinna að þýðingin væri tóm vit- leysa: „Þetta er ekki saumasjór á kínversku; þetta þýðir kona úti á báti í tunglsljósi. Sem er alls ekk- ert verra.“ – Hann hefur viljað hafa titilinn ljóðrænni! „Já, hvernig á maður líka að þýða orðið saumasjó á kínversku?“ – Húmorinn skín í gegn í mörg- um verkum þínum? „Já, það er allt í lagi ef örlar á honum. Ég hef ekkert á móti því – og gaman af því sjálfur. En mér finnst alvaran alveg jafnskemmti- leg og húmorinn. Það er erfitt að skera á milli, hvað er alvara og hvað húmor.“ Tossalisti Vinnudagarnir eru ærið mis- jafnir hjá Kristjáni. „Ég fer á fæt- ur upp úr hádegi. Svo er ég bara með tossalista og merki við. En ég hef ekki neina reglu á vinnudeg- inum og hef aldrei haft.“ – Vinnurðu þá þegar andinn kemur yfir þig? „Frekar þegar ég verð að gera hlutina og get ekki dregið það lengur. En það er allur gangur á því. Maður er alltaf að hugsa eitt- hvað fyrir aftan eyrað á sjálfum sér, án þess að gera sér endilega grein fyrir því.“ – Er þessi stæða af geisladiskum til marks um að þú hlustir mikið á tónlist? „Nei, þetta er bara trassaskap- ur. Skápurinn er þarna við hliðina. Ég set stundum á músík, en hlusta mest á úvarpið, gömlu gufuna, og stundum á einhvern góðan kjafta- þátt á Sögu, en það er meira til- viljun. Svo horfi ég á fréttirnar í sjónvarpinu, en það er voðalegt þetta sjónvarp – þessir amerísku velluþættir, Army Wives, ungling- arnir í Kaliforníu, mæðgurnar og vinirnir – þetta fáum við ábyggi- lega allt gefins frá vinum okkar í Ameríku. Ef ekki beint frá Penta- gon.“ – Þá viltu heldur íslenskan súr- mat? „Já, ég hef alltaf verið fyrir kjarngóðan mat. Ég er íhalds- samur og engin pastaæta. Í gær borðaði ég glænýja lúðuhausa með bróður mínum, þeir voru feitir og góðir. Nýir þorskhausar, hrogn og lifur, siginn fiskur og skata – allt þetta finnst mér gott!“ – Og vínarbrauð með kaffinu? „Þegar ég tefli við Pétur Arason, vin minn. Við teflum oft saman.“ – Þið skráið enn úrslitin? „Já, við gerum það.“ – Hvor hefur betur núna? „Það er svona upp og niður. Það er ómögulegt að segja.“ – Eigum við að taka eina skák? „Jú, er þetta ekki orðið gott? Eigum við ekki bara að hætta þessu og tefla?“ Morgunblaðið/Kristinn Listahátíð Kristján Guðmundsson og Hrafnkell Sigurðsson sýna verk sín í Listasafni Íslands. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík. Af einkasyni hugumstórra fjalla málþing í tilefni þess að liðin eru 120 ár frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar Fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu mánud. 18. maí kl. 17. Dagskrá: Á slóðum Brimhendu Sigurjón Björnsson prófessor emeritus Dómsdagsmynd Gunnars Gunnarssonar – bakþankar um Vikivaka Jón Karl Helgason dósent við HÍ Náttúran í Aðventu og nokkrum sögum Gunnars Gunnarssonar Sveinn Yngvi Egilsson prófessor við HÍ Pallborðsumræður með fyrirlesurum undir stjórn Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. BÓKMENNTAFRÆÐISTOFNUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.