Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.05.2009, Qupperneq 2
Í HNOTSKURN » Í lok apríl höfðu 142 bílar verið seldirnauðungarsölu . Það er svipaður fjöldi og í fyrra. » Nauðungarsölubeiðnirnar voru nærri700 talsins, flestar í janúar en fæstar í apríl. ALLS höfðu 92 fasteignir farið á uppboð á fyrstu fjórum mánuðum ársins hjá emb- ætti sýslumannsins í Reykjavík. Það eru nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra, þegar 35 fasteignir fóru á uppboð frá janúar til apríl. Nauðungarsölubeiðnir á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru nærri 700 tals- ins. Flestar voru beiðnirnar í jan- úar, eða 216, en fóru niður í 134 í apríl sl. Allt síðasta ár var 161 fast- eign seld nauðungarsölu hjá Þrefalt fleiri fasteignir á uppboð  Í lok apríl höfðu 92 fasteignir verið boðnar upp hjá sýslumanninum í Reykjavík  Nánast jafnmargar og allt árið 2006  Álíka margir bílar boðnir upp og í fyrra sýslumanninum í Reykjavík og beiðnir voru alls 2.277. Til samanburðar fóru 137 fasteignir á uppboð í umdæmi embættisins árið 2007 og 91 árið þar áður. Svipaður fjöldi bíla Í lok síðasta mánaðar höfðu 142 bílar verið seldir á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík. Er það mjög svipaður fjöldi og á sama tíma á síðasta ári. Embættinu bár- ust á fyrstu fjórum mánuðum ársins beiðnir um 355 nauðungarsölur á bíl- um. Til samanburðar var alls 491 bif- reið seld á uppboði allt síðasta ár og skráðar nauðungarsölubeiðnir 2.019 og beiðnir vegna annars lausafjár voru 130. Árið 2007 fóru 419 bílar á uppboð. bjb@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu viðskiptaráðherra um breyt- ingu á lögum um fjármálafyrirtæki sem ætlað er að auðvelda út- greiðslu á innistæðum sparifjáreig- enda hjá Kaupþingi í Þýskalandi. Liðlega 30 þúsund sparifjáreig- endur áttu alls um 330 milljónir evra inni á Edge-reikningum Kaup- þings í Þýskalandi. Samsvarar það um 56 milljörðum króna. Nægilegt fé er til hjá fyrirtækinu til að standa undir þessum skuldbindingum. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að til þess að taka af all- an vafa um að heimilt væri að greiða þetta fé út, áður en búið væri að lýsa öllum kröfum í búið, þyrfti að setja einfalt bráðabirgðaákvæði í lögin. Frumvarp verður nú lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna og síðan Alþingi. helgi@mbl.is Liðkað fyrir greiðslum af Edge 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Glæný gullfalleg bók með lýsingum á hverfum Parísar, ljósmyndum og dásemdaruppskriftum. Bon appétit! Sigríður Gunnarsdóttir áritar bókina sunnudag 17. maí Eymundsson Austurstræti kl. 15.00-16.00 mánudag 18. maí Eymundsson Suður-Kringlu kl. 15.00-16.00 Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 kl. 17.00-18.00 TAUMÖND hefur sést á höfuðborgarsvæðinu und- anfarna daga, meðal annars á Elliðavatni og Bakka- tjörn á Seltjarnarnesi. Aðalheimkynni hennar eru í Mið-Evrópu. Hingað til lands flækjast stöku fuglar, að- allega á vorin, en verpa ekki hér. Blikinn er auðþekkj- anlegur af breiðri hvítri rák sem tegundin fær líka nafn sitt af og gengur í sveig frá auga aftur og niður á háls. Taumönd er buslönd eins og stokkönd og leitar ætis undir yfirborði vatnsins en kafar ekki. Hún er með minnstu andartegundum, lítið eitt stærri en urtönd. Morgunblaðið/Ómar Sjaldséður gestur frá meginlandi Evrópu í heimsókn Fær nafn sitt af hvíta taumnum „ÞAÐ er öruggt að farið verður yfir þessi mál og reyndar margt fleira. Augljóst er að þessar fjár- festingar orka mjög tvímælis, þótt ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um fjárfestingar Sjóvár sem leiddu til þess að tryggingafélagið stenst ekki lengur reglur um eiginfjár- hlutfall. Viðskiptaráðherra segir að vænt- anlega verði þessi mál tekin upp við endurskoðun laga og eftirlits um fjármálastofnanir. helgi@mbl.is Farið verður yfir fjárfestingar tryggingafélaga Gylfi Magnússon BANASLYS varð á þjóðvegi 92 í sunnanverðum botni Fáskrúðs- fjarðar í gærmorgun þegar bifreið var ekið út af veginum. Annar maður sem var í bílnum var fluttur á sjúkrahús, en slysið varð rétt sunnan við brúna yfir Dalsá neðan við bæinn Tungu. Vegurinn er malbikaður og var hann þurr og bjartviðri í Fáskrúðs- firði þegar slysið varð. Samdægurs var boðað til bæna- stundar í Fáskrúðsfjarðarkirkju klukkan 18. Einn lést í bílslysi í Fáskrúðsfirði MANNRÉTTINDAVERÐLAUN Reykjavíkurborgar koma að þessu sinni í hlut Rauða kross Íslands. Verðlaunin voru afhent við athöfn í Höfða í gær, laugardag, á mann- réttindadegi Reykjavíkurborgar. Rauði kross Íslands fékk mann- réttindaverðlaunin fyrir að vinna kraftmikið starf í borgarsamfélag- inu. Nefnt er í rökstuðningi að hreyfingin standi vörð um mann- réttindi, heilbrigði og virðingu ein- staklinga og bregðist við neyð jafnt innanlands sem utan. Þá hefur RKÍ unnið að ýmsum verkefnum með borginni. helgi@mbl.is Rauði krossinn fékk mannréttindaverðlaun Morgunblaðið/Golli Viðurkenning Hanna Birna Kristjánsdóttir og Marta Guðjónsdóttir afhentu Ahn Dao Tran og Sólveigu Ólafsdóttur frá RKÍ mannréttindaverðlaunin. BROTIST var inn hjá fyrirtækinu Bílar og fólk að Krókhálsi 12 aðfara- nótt laugardags og miklar skemmdir unnar á innanstokksmunum. Þjóf- arnir stálu stórri rútu auk þess sem þeir fóru út með tölvur og önnur verðmæti. Númerið á rútunni er UH-941 en hún er 50 manna og af gerðinni Scania. Að sögn Óskars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var rúða brotin og farið inn um glugga á skrifstofu. „Þar var rótað í öllum skjölum og tölvu stolið. Í framhaldi af því fara þeir niður í verkstæðisaðstöðuna og komast þar inn í rútu sem var í við- gerð, 50 manna rútu, finna lykla og keyra hana svo út.“ Í fyrstu var talið að Benz-rútu hefði einnig verið stolið en það reynd- ist misskilningur. baldura@mbl.is Höfðu stóra rútu á brott Bíræfnir þjófar Stolið Rútunni svipar til þessarar. SAUTJÁN ára piltur var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði staðið hann að ofsaakstri á Reykja- nesbrautinni í fyrrakvöld. Ökutæk- ið mældist á 177 kílómetra hraða sem er nærri tvöfaldur sá hámarks- hraði sem leyfilegur er. Að sögn lögreglunnar er sjald- gæft að ökumenn séu teknir á svo miklum hraða en akstursskilyrði voru með besta móti. Lögreglunni barst tilkynning frá vegfarendum um vítaverðan akst- ur. Svo vildi til að sérsveitarmaður var í nágrenninu. Mældi hann hraða bílsins og tók manninn höndum. Tekinn á tvöföldum hámarkshraða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.