Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 13

Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 13
ir leikarar. Þannig að við höfum til- finningu fyrir að einelti minnki og samkenndin verði miklu meiri en áð- ur. Gamall nemandi sagði við mig með áherslu mörgum árum eftir að hann var hættur í skólanum: „Þegar maður var í þessum söngleik fóru átt- undu bekkingar með tíundu bekk- ingum út í sjoppu að fá sér pulsu.“ Þetta segir mjög mikið því oft er him- inn og haf á milli áttunda og tíunda bekkjar.“ Anna segir tengslin sem hún myndar við nemendur, ekki síður dýrmæt fyrir sig, enda lendi hún iðu- lega í því að gamlir nemendur svífi á sig niðri í bæ og fari að spjalla. „Ég segi alltaf eftir hvern einasta söngleik að ég ætli ekki að gera þetta aftur. Svo líða þrjú ár og þá er ég búin að gleyma því. Bæði er mikill þrýstingur en eins gefur þetta mikið. Það er svo gaman að sjá krakkana vaxa í gegn- um þessa sýningu og það er stórkost- legt að geta boðið þeim upp á þetta í skólastarfinu. Síðan er yndislegt að eignast vini í krökkunum. Margir þeirra hafa komið aftur mörgum ár- um seinna til að aðstoða mig við upp- færslur.“ Bauð fermingarpeningana Hlíðaskóli hefur ekki farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir og í vor, þegar aftur var komið að því að setja upp söngleik í unglingadeildinni, munaði litlu að ekkert yrði úr sýning- unni vegna fjárskorts. „Ég var óskap- lega ósátt við að blása þetta verkefni af. En svo ákváðum við sem að þessu stóðum að við skyldum ekki láta ástandið sem skollið var á eyðileggja áætlanir nemenda. Þannig að nið- urstaðan varð sú að við kennararnir sem að sýningunni komum unnum einfaldlega launalaust við sýninguna þetta ár. Eins kölluðum við til for- eldra sem við höfum aldrei gert áður og þeir brugðust ótrúlega vel við. Einhvern veginn voru allir boðnir og búnir svo að sýningin gæti orðið að veruleika. Ég sagði við krakkana að við þyrftum að gera þetta á mettíma og þeir yrðu að vera einstaklega góðir við mig. Og þau voru frábær – alger- lega frábær. M.a.s. sagði einn nem- andinn við mig að hann væri alveg til í að láta fermingarpeningana sína í þetta ef það gæti orðið til þess að þau fengju söngleikinn sinn.“ Til að draga úr kostnaðinum var ákveðið að setja upp á ný eldri upp- færslu svo í fyrsta sinn var ekki um frumsamið leikverk að ræða og spar- að var í öllum hornum. „Við höfum alltaf selt inn og núna, þegar enginn fór fram á laun og foreldrar höfðu staðið fyrir allskonar fjáröflun var fullt af peningum afgangs svo við gát- um keypt fullt af græjum í salinn fyr- ir ágóðann,“ segir Anna og hlær en verður svo alvarleg aftur. „En það er ekkert víst að þeir sem vinna við upp- setningarnar séu alltaf tilbúnir að vinna við svona sýningu í átta vikur án þess að fá laun.“ Hvað sem því líður er söngleik- urinn ómissandi viðburður í starfi unglingadeildar Hlíðaskóla enda bíða nemendur yngri bekkja þess með óþreyju að komast á þann aldur að þeir geti verið með í honum. Á meðan fá þeir fjölmörg tækifæri til að njóta sín í leiklistinni. „Þetta var algert þróunarstarf þegar við byrjuðum en fljótlega varð markmiðið að skólinn hefði leiklistarkennslu á öllum skóla- stigunum. Og það er staðan í dag. Leiklist er kennd til jafns við aðrar listgreinar, alveg niður í annan bekk.“ Þar fyrir utan eru börnin í öllum bekkjum skólans þátttakendur í minni leikritum, árshátíðaratriðum, dans- sýningum og árlegum söngleikjasýn- ingum þar sem öllu er til tjaldað og margir kennarar koma að. „Enda eru mjög margir krakkar héðan sem enda með því að fara í leiklist,“ segir Anna. „Auðvitað er líka eitthvað um krakka sem finnst þetta mjög spennandi hér í skólanum en missa áhugann síðar meir. Á hinn bóginn uppgötva aðrir nemendur, sem hafa aldrei leikið neitt, alveg nýja hlið á sér. Alveg eins og gerist í myndlistinni, tónlistinni og líf- inu öllu.“ Morgunblaðið/RAX aðar: „Það er t.d. svo mikil tónlist í myndlist og leiklistin er alls staðar. Þess vegna hef ég viljað hefja skapandi greinar til vegs og virðingar.“ Samkennd Krakkarnir finna vel hvað hver maður skiptir miklu máli. 2009 Í vor settu nemendur upp Það er að koma, frá árinu 1997. Fyrsta sýningin 1994 setti Hlíðaskóli upp söngleikinn Undir Öskjuhlíð. 2000 Ein fjölskyldan sem fram kom í sýningunni Í tíma. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.