Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 47

Morgunblaðið - 11.10.2009, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður: Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna. Góðir skór fyrir veturinn. Húfur, vettlingar, treflar, lopapeysur og fl. Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra húð. Flensuundirbúningur, lýsi, vítamín og fl. Ferðalög erlendis. Vetrarferðir innanlands. Bækur á köldum vetrardögum. Námskeið og tómstundir í vetur. Heitir pottar og sundlaugar góð afslöppun Bíllinn tekinn í gegn. Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying. Útilýsingar – góð ljós í myrkrinu. Þjófavörn fyrir heimili og sumarbústaði. Mataruppskriftir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 23. október. Vertu viðbúinn vetrinum Páll á Húsafelli REYKJAVÍK ART GALLERY þoRsTEinn Jónsson Heillaóskalisti Listaverkabókin Páll á Húsafelli er gefin út í tilefni hálfrar aldar afmælis lista­ mannsins. Vinum og velunnurum gefst nú tækifæri til að gerast áskrifendur að bókinni og um leið að senda listamanninum kveðjur á sérstökum heilla­ óskalista sem birtur verður í bókinni. Skráningarfrestur er til 15. október. Bókin Páll á Húsafelli er 160 bls. að stærð, innbundin í hörð spjöld. Áskriftartilboð er kr. 6.000. Hægt er að staðfesta áskrift á netfanginu: thsteinn@simnet.is 72 73 Fótur Eiríks, rautt móberg 1985. Gunna á Húsafelli, rautt móberg 1985. Freymóður Þorsteinsson. Þegar Páll sótti steininn að Freymóði um kílómetra leið í Bæjargilið, tók það hann heilan dag að velta honum út gilið og var hann þá allur orðinn blóðugur eftir glímuna við grjótið. skrifaði m.a.: „Páll Guðmundsson heggur beint í grjótið fígúra­ tífar myndir – andlit, fætur, kindur og ljón – sem virðast vaxa út úr efninu. Í raun getum við sagt að listamaðurinn „lesi” út úr nátt­ úrunni myndir sem hann síðan undirstriki – seiði fram – og geri að veruleika fyrir hinn hefðbundna listáhorfanda. En þetta samspil við náttúruna er afar viðkvæmt og listamaðurinn verður ávallt að gæta þess að ganga ekki of nálægt steininum og umbreyta honum ekki í einhverja banala sjónblekkingu. Hér liggur styrkur og gildi verkanna umfram allt í efninu og vinnuaðferðinni. Þetta kemur vel fram í verkum eins og „Húsafellspresturinn” og „Hrút­ ur”, þar sem áhorfandinn les í senn grjót og mynd. Form grjótsins heldur sér í þessum verkum, ennfremur sem gróf áferð eykur á virkni efnisins.” Thor, fjólublátt móberg 1985. Í skjóli nætur hvarf þessi höggmynd af sýningunni í Gallerí Grjóti og hefur ekki spurst til hennar síðan. sýning í Gallerí Grjóti Um sýningu Páls í Gallerí Grjóti árið 1988 skrif­ aði Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur m.a.: „Fyrir Pál Guðmundsson, myndhöggvara frá Húsafelli, ber grjótið „sál” sína utan á sér frem­ ur en innvortis, og gefur myndhöggvaranum ýmislegar vísbendingar um innbyggðan tilgang sinn innan sköpunarverksins. Stærð og lögun grjótsins skiptir ekki minnstu máli, en alls konar misfellur, sprungur, æðar og litbrigði hafa líka sitt að segja, ákvarða hvort úr grjótinu verði einn haus eða tveir, sköllóttur haus eða skeggjaður, eða hvort að eitthvert kykvendi kúri í klöppinni og vilji út – svo nefnd séu tvö meginviðfangsefni Páls. Hver skúlptúr hans er því sérkennilegt sam­ bland af sígildu steinhöggi og súrrealískum aðskotahlut. Maður gæti látið sér detta danskurinn Henry Heerup í hug, ef ekki kæmi til sérstaklega íslenskt ívaf þessara verka, sem er ærslafull frásagnagleði listamannsins og glöggt auga hans fyrir hinu sérkennilega, jafnvel gróteska, í fari manna og dýra.” Gyðja, fjólublátt móberg 1988. Skítamórall Hebbi, Gunnar, Hanni, Gunnar Óla, Kalli og Addi stóðu sig vel enda vanir menn. ÞÓ ótrúlegt megi virðast er þessi hljómsveit tuttugu ára. Drengirnir, því drengir eru þeir ennþá, í Skíta- móral héldu upp á tuttugu ára af- mæli sveitarinnar sitt á skemmti- staðnum Rúbín í Öskjuhlíð á fimmtudagskvöldið. Meðlimir Skítamórals hófu að starfa saman aðeins þrettán ára og hafa í gegn- um tíðina safnað stórum aðdáenda- hópi sem lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á afmælistónleikana. Fiðlufegurð Magdalena Dubik, fegurðardrottning Reykjavíkur, lék á fiðlu með Skítamóral ásamt fleirum.Ekki amalegt að hafa strengjasveit með. Meistarinn Helgi Björnsson tók lagið með Gunnari Óla. Enginn skítamórall á Skítamóral POPPGOÐIÐ Michael Jackson þótti ekki líklegur til stórræðanna, eða þannig mátu bekkjarfélagar hans stöðuna þegar hann var í mið- skóla. Þó var hann sagður sá hug- myndaríkasti, sá best klæddi og sá feimnasti. Þetta kemur fram í árbók sem var til sölu á uppboði sem haldið var á ýmsum munum tengdum Jackson í fyrradag í Los Angeles. Árbókin er frá árinu 1976 en Jack- son sótti Cal Prep-miðskólann (e. high school) í Encino í Kaliforníu. Sá sem þótti líklegastur til að ná langt í lífinu, hvað svo sem það þýð- ir, var Scott nokkur Ashdown. Ekki fer þó sögum af afrekum hans, í það minnsta kannast færri við nafnið Scott Ashdown en Michael Jackson. Jackson lést 25. júní sl. og fer nú fram rannsókn á andláti hans. Jackson Þótti feiminn í skóla og ekki líklegur til stórræða. Þótti ekki líklegur til að ná langt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.