Saga - 1949, Side 151
147
Með því að ekki verður synjað fyrir það, að
Páll kunni að hafa beðið sér konu eftir lát
Solveigar (1495) og þar til er hann var veg-
inn (fyrir 12. okt. 1496), þá verður að athuga
möguleikann á því, að Eiríkur Halldórsson
kunni að hafa staðið í kvonbænum á þessu
tímabili. Eins og áður er sagt, fékk hann
Kristínar dóttur Þorleifs Björnssonar og Ing-
vildar Helgadóttur. Er ekki skjalfest, hvaða
ár ráðahagur þeirra tókst. Kristín er einungis
nefnd í einu bréfi frá þessum tíma, árið 1490,J)
er Ingvildur móðir hennar ættleiðir hana ásamt
tveimur systrum hennar, sem báðar hafa verið
giftar laust fyrir 1498, er Björn Þorleifsson,
bróðir þeirra afgreiðir mönnum þeirra fé
þeirra.1 2) Líklega hafa systurnar allar verið
ógefnar. þegar móðir þeirra ættleiðir þær. Það
er víst, að þau Eiríkur og Kristín áttu þrjú
börn, sem upp komust, sira Þorleif á Melum,
Einar og Guðrúnu. Ið yngsta þessara barna
hefur ekki getað verið fætt síöar en 1U97, því að
Eiríkur hefur vegið Pál á Skarði sumarið eða
haustið 1496 fyrir 12. október. En síðan hefur
hann haldið sig í kirkju eða öllu heldur í
Helgafellsklaustri, og síðan er hann, 30. júní
1497. dæmdur óheilagur, hefur svo verið skotið
undan og ferjaður utan og kemur ekki síðan
til íslands, eins og síðar verður sagt. Má af
þessu með vissu ráða, að Eiríkur hefur kvænzt
Kristínu, áður en Solveig Björnsdóttir and-
aðist (snemma á árinu 1495). Eitthvert þess-
1) ísl. fbrs. VI. 694.
2) ísl. fbrs. VII. 404—405.