Saga - 1962, Blaðsíða 6
346
BJÖRN SIGFÚSSON
sem röng reynast í Hæns., fram yfir íslendingabók og
vitnisburði skylda henni. Þetta er alls ekki eina dæmið um,
að Sturlu skjátlaðist hastarlega í Landnámubreytingum
sínum, svo að tilefni er til að ætla, að seinustu æviár sín
hafi honum meir enzt ákafi í bókagerð en elja við að sann-
prófa heimildir; með tilliti til fyrri afreka Sturlu lög-
manns liggur sú elliskýring nær en að fullyrða, að ávallt
hafi svo mikið skort á heimildagagnrýni hans sem þarna
reynist. Ásamt fleiri rökum bendir glámskyggnin til, að
Sturla hafi eigi lokið Landnámu sinni fyrr en á seinustu
árum, þegar hann bjó afskekktu búi í Fagurey, og kaus þá
af einhverjum ástæðum að láta sín hvergi getið við lög-
töku Jónsbókar á þingi 1281, þótt orð hans hefðu getað
vegið þungt. Sat hann „í góðri virðing, þar til er hann
andaðist“ (Sturl.). Landnámustarf hans hefur e. t. v. byrj-
að með ígripum, meðan hann var lögmaður og þurfti að
eiga tal við menn hvarvetna af landinu og fara víða. En
leiðrétting hans á Hæns. gat fyrirfarizt af því, að hún hafi
verið of nýrituð, þegar hann var setztur í einangrun og
þurfti að nota hana.
1 Noregi 1278 virðist hann hafa hafnað tækifæri, sem
hann hafði að undangengnu Járnsíðustarfi ástæðu til að
grípa, tækifærinu að gerast enn lögbókarhöfundur með
konungi og Jóni Einarssyni. Ónóg skýring væri að segja,
að Sturla hafi e. t. v. haft nokkra dulda andúð bæði á Járn-
síðu og Jónsbók. Það fær enginn vitað. Staðreyndin er
hitt, að hann gerðist óneyddur ábyrgðarmaður bæði að
Járnsíðu og Hæns. og reis ekki gegn þriðju bók þeirrar
fjölskyldu, lögbók Jóns, samþykktri 1281. Enda hlaut kon-
ungsmönnum að þykja miklu skipta, að Sturla andæfði
eigi, og skal síðar að þessu vikið. 1 bili nægir að festa Þa^
í minni, að undirbúning Jónsbókarlögtökunnar og notkun
Sturlu í Fagurey á Hæns. hlýtur að bera nokkurn veginn
upp á sömu árin. Og efnistengsl eru milli lögbókar og
Hæns.
Þá er næst að gera sérstökum Jónsbókarkapítula ná-