Saga - 1962, Blaðsíða 8
348
BJÖRN SIGFÚSSON
inn í Noregi upp úr þessum Landslagakapítula og enga
stoð átt í eldri lögum hérlendis. Um sönnun þess þarf hér
varla að orðlengja. Mismunur hins norska og íslenzka
texta er á hinn bóginn eftirtektarverður, eins og nú skal
sýnt, og hljóðar meginhluti þessa Jónsbókarkapítula
þannig:
„Nú þurfu menn í byggðum hey að kaupa, þá skal sá,
er þarf, fara til umboðsmanns með tveggja manna vitni
og biðja hann þing stefna . . . rannsaka byggðir allar, svo
víða sem þarf, og þar er hey finnst til afhlaups, ætli fyrst
hrossum bónda traðgjöf til sumars, sauðfé og geitum til
fardaga, mjólkkúm til þings. En slíkt, sem þá hleypur af,
selji sem þá gengur flestra manna á milli, fyrri hrepps-
mönnum en öðrum, þeim þó, at (er, annað hdr.) fullar
vörzlur leggi í móti. En sá, er eigi vill hey selja, gjaldi
hálfa mörk, hafi umboðsmaður II aura, en sá II aura, er
heysölu var synjað, og hafi hey sem áður fyrir engan pen-
ing og skipti þeirra í milli, sem þurfu . . . En ef nokkur
ver oddi eða eggju, veri ógildur, hvort sem hann fær sár
eða aðrar ákomur, en ef hann deyr af, þá sé undir konungs
miskunn.“
Beinum athygli að mismun. Islenzkur lagamaður í kon-
ungsgarði hlýtur að vera höfundur breytinganna. Hann
hefur sýnt Magnúsi konungi, að ákvæði um nauðungar-
sölu á frækorni mundu vart verða almenningi hagsbót á
íslandi; kornrækt hefur ekki verið hér nógu almenn til
þess, ákvæðið gat þá helzt leitt til misnotkunar. I staðinn
var að því horfið, að þarna setti konungur íslenzkt ný-
mæli um heykaup við þrjót í harðærum.
Ákvæðið að selja „fyrri hreppsmönnum en öðrum“ mið-
ast við byggðarréttarfar og hreppshjálp, sem var önnur
en í Noregi. Hefði lagaritarinn íslenzki þekkt til ákveð-
inna hreppsreglna hér um heysölur, mundi hann eflaust
hafa notfært sér þær í þessum stað, eins og margt úr Gra-
gás er tekið í Jónsbók. Það, hve veikt er hér orðaður for'
gangsréttur hreppsmanna, bendir eindregið til, að áður