Saga - 1962, Page 10
350
BJÖRN SIGFÚSSON
orði: — allir menn sé frjálsir í þessu landi sínu gózi að
ráða.1)
Þessar slæmu undirtektir 1281 eru vitni um það, að ný-
mælið um nauðungarsölu á heyi braut ekki einungis gegn
orðalagi og anda löggjafar hér í landi á Sturlungaöld, held-
ur jafnframt gegn víðtæku almenningsáliti.
Eldri löggjöf um þetta var ótvíræð. Heytaka í slíkum
kringumstæðum taldist rauðarán samkvæmt Grágás og
var skóggangssök jafnt fyrir því, þótt hún heppnaðist
óspektalaust, og eins þótt heytakinn væri fyrr búinn
árangurslaust að bjóða tryggar greiðslur andvirðis.2)
Járnsíða hafði sízt veiklað eignarréttarhelgina á þessu
sviði. Nægir að vísa til 1. kap. í Kaupabálki hennar, þar
sem sektir frá sex aurum upp í þrettán merkur fyrir hvern
þátttakanda lágu við rauðaráni og öðru þvílíku, þótt eigi
þætti nógu stórfellt til að teljast útlegðarverk.
Kirkjan hafði stutt hina veraldlegu löggjafa af fullri
einurð og vitnað í kanónískan rétt til styrktar eignarrétti,
þegar þurfti. Sjálfur Ágústínus kirkjufaðir hafði staðfest
það í bókum, að guðsorð fyrirbjóði að taka annarra eign
til að láta af hendi í ölmusu. Decretum Gratiani, gert um
1140, er þó stórum fastmæltara og tekur m. a. allhart á
því, ef menn hnupluðu mat til að seðja hungur sitt einum
málsverði. Þrátt fyrir undantekninguna Guðmund Arason
góða hlutu Árni biskup Þorláksson og aðrir vígðir höfð-
ingjar að halda fast við þessi „decreta" um 1280, nema
þegar tilslökun gat að skýrustu manna dómi engar víð-
tækar afleiðingar haft, svo sem þegar Jónsbók felldi niður
sök óvinnufærra, sem stolið hafa sér til saðningar.3)
1) Bisk. I, 718—19. Sbr. einnig Ólaf Lárusson: Alþingi árið
1281. Skírnir 1930, 144-48.
2) Sjá nmgr. Guðna Jónssonar, íslenzk fornrit III, 16—17.
3) Jónsbók segir, að fyrir það megi eigi refsa (upphaf Þjófa-
bálks, sbr. viðbótarkap., 131, í Frostuþingslögum). Sjá siðfræðileg-
an stuðning Thomasar frá Aquino við þetta atriði, bls. 367, nmgr-