Saga - 1962, Page 11
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU
351
Stuðningur Hæns. við Landslög konungs.
Eina rökstudda tilraunin, sem gerð mun hafa verið til
að tengja hið umdeilda nýmæli Jónsbókar og ritun Hænsa-
Þóris sögu, er í formála Sigurðar Nordals fyrir Borgfirð-
ingasögum, Isl. fornrit III, Rvk. 1938, bls. XXX—XXXI.
Þar ræðir um heyþrot og heybónir í sögunni og viðskipti
Blund-Ketils og Þóris af þeim rótum og á það bent, að
„þetta er eitt af þeim atriðum í Hænsa-Þóris sögu, sem
líkleg eru til að vera úr gömlum sögnum". En slík sögn gat
myndazt á hvaða öld sem var. Um leið getur S. N. deilunn-
ar um nýmælið, 1281, og bætir við: „Það skal játað, að það
væri í sjálfu sér mjög álitlegt að setja ritun sögunnar í
samband við þessar deilur, og hefði höfundurinn með dæmi
Þóris og Blund-Ketils viljað sýna réttmæti hinna nýju
ákvæða. En vegna sambandsins við Sturlubók er það teflt
á fremsta hlunn að telja söguna ekki ritaða fyrr en 1280—
81. Fleira gæti og komið hér til greina. Ef höfundur Njálu
hefur þekkt Hænsa-Þóris sögu, eins og sumir hyggja
(E. ó. S., Um Njálu I, 140—41), myndi nokkuð varhuga-
vert þess vegna að telja söguna svo seint ritaða . . . engin
íjarstæða að láta sér það til hugar koma, að Hænsa-Þóris
Saga hefði haft áhrif á þetta nýmæli Jónsbókar. Ef Jón
Einarsson hefði lesið söguna og sagt hana Magnúsi kon-
Un&i, gat dæmi það, sem hún sýndi, verið þeim bæði áminn-
lng og hvöt til þess að setja löggjafarákvæði um þetta efni.
Eýmælið er svo miskunnarlaust, þar sem eigandi heysins
gerður ógildur, ef hann ver oddi og eggju, „hvárt sem
ann fær sár eða aðrar ákomur“, að það er eins og lög-
gjafarnir hafi haft slíkar mannfýlur sem Hænsa-Þóri í
uga, sem ósparandi væri til hverrar svívirðingar. Hafi
turla haft söguna í höndum fyrir 1278, var heldur ekkert
f ^^gra en að Jón lögmaður, sem hlotið hefur að vera ná-
unnugur Sturlu, hafi heyrt hana eða lesið hjá honum,
a ur en hann fór utan til þess að taka þátt í ritun lögbók-
armnar, sem við hann er kennd. Og þess eru ýmis dæmi