Saga - 1962, Page 12
352
BJÖRN SIGFÚSSON
víða um lönd, að áhrifamiklar skáldsögur hafi haft áhrif
á lagasetningu og umbætur í þjóðfélagsmálum.“
öll þessi rök S. N. eru sannfærandi, eins langt og þau
ná, en varast þarf að láta ályktun af þeim hníga í fjarlæg-
ari stað en hófi gegnir; Hænsa-Þóris saga hefði þá, sýnist
mér, átt að verka á samning Landslaga í Noregi 1871—74
og verka um þau sem millilið á Jónsbókartextann, sem upp
úr Landslögum var saminn. Látum nú sem svo væri.
Athugum þessa vinnutilgátu mína í ljósi þess, sem nú
er vitað. Þá er fyrst að benda á líkingar með 5. kap. sög-
unnar og umræddum Landslagakapítula:
Hæns.
Þeir fréttu, ef hann viti
nokkura þá menn, er hey
hefði til sölu. Hann kvaðzt
eigi víst vita . . . en það er
sannlegt, að þeir selji, sem
til hafa.
Þórir . . . sér mennina
fara að garði, gengur inn
síðan og lýkur aftur hurð
og lætur fyrir loku; fer til
dagverðar. Nú er drepið á
dyr . . . Þórir vildi eigi út
ganga. „Já,“ sagði Blund-
Ketill, „þá skulu vér inn
ganga.“
Þórir svarar: „Eigi vil
eg spark annarra manna í
húsum mínum . . . og vil eg
engu kaupa við þig.“ Blund-
Ketill mælti: „Þá mun fara
verr, og munu vér allt að
einu hafa heyið, þó að þú
bannir, en leggja verð í
Landslög.
. . . rannsaka byggð alla,
svo víða sem þarf, og þar,
sem korn finnst til aflaups
. . . selji þeim, sem þarf, eft-
ir því sem gengur flestra
manna millum.
Nú beiðast þeir, að upp
sé lokið fyrir þeim, og fá
þeir eigi . . .