Saga - 1962, Side 14
354
BJÖRN SIGFÚSSON
mönnum, og skuli varan halda lagi, þ. e. goðar leggja lag
á eða greitt sé eins og gengur flestra í milli. Næsti þáttur
verknaðar var að ætla hinum þrjózka seljanda vel til allra
þarfa fram á sumarið og taka eigi meira til sölu en þá
varð afhlaups.
f báðum textum er ráð fyrir því gert, að lokum sé skotið
fyrir hurðir og ýmsar misþekkar ráðstafanir gerðar til að
hindra „spark annarra manna í húsum mínum“. En for-
ráðsmanni í heyleit eða kornleit er skylt að láta slíkt fyrir
engu standa, heldur knýja hið rétta fram með valdi, enda
þótt hann ætti þau laun þess vís á fslandi, „sem aldri hafa
áður töluð verið, eg em kallaður þjófur og ránsmaður“.
Ég hygg, að það sé deginum ljósara, hvað sem öðrum
skoðunum manna á myndun Hæns. líður, að einbeittur áróð-
ur söguritarans gegn óréttmæti eldri laga um þetta efni
og fyrir því að festa í sessi réttarskilning Blund-Ketils
hafi verið meira eða minna samstilltur þáttur í norrænni
lögbótaviðleitni á dögum Magnúsar konungs lagabætis.
En á íslandi hefði eigi tjóað að gerast í fornsöguritun
stuðningsmaður allra hinna óvæntu atriða, sem ég hef
nefnt í Landslagakapítulanum, fyrr en í fyrsta lagi 1275,
þegar handrit laganna nýsettra gátu verið komin í hendur
fáeinna manna hérlendis. Af því að það hefði varla talizt
fært, hvað þá sigurvænlegt, sbr. hörku andstöðunnar 1281,
eru engar líkur til, að rétt sé sú vinnutilgáta mín, að Hæns.
hafi verið notuð, munnleg eða rituð, til að leiðbeina 1271—
74 við samning Landslaga. Ég tel, að Hæns. muni samin
á árunum 1275—81, en nánari aðstæður við ritunina og
litlu eftir hana vildi ég betur ræða enn í þessari grein.
Söguritarinn vissi, hvað ástæða mundi til að lögbjóða.
Næst er að gæta hins, sem áður sagði, hvort líklegt sé,
að Hæns., sem er beint eða um millilið undir áhrifum
Landslaga, hafi haft tiltekin áhrif á samning kapítulaus
í Jónsbók. Mér virðast líkurnar til þess harla litlu meiri